Morgunblaðið - 13.10.1966, Page 12
12
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagiir 13. okt. 1966
í upphafí starfsars
KAUPMANNAHOFN, 24 sept.
KONUNGLEGA leikhúsið í
Kaupmannahöfn opnar árlega
1. sept. Það tók upp þráðinn
frá síðasta vori. Engar nýj-
ungar, a'ð minnsta kosti ekki
um leið og opnað var. Jú, það
er kominn nýr leikhússtjóri
Brönsted, sá gamli, er kom-
inn á eftirlaun. Það ku eng-
inn sjá eftir hdnum — nema
vera skyldu húsdraugarnir. I
öllum vandamálum, sem upp
komu á stjórnarárum Brön-
steds valdi hann ávallt auð-
veldustu lausnina: að styðj-
ast við aldagamla hefð og
erfðavenjur hússins.
Nýi leikstjórinn heitir Peer
Gregaard. Margir munu kann
ast við hann fyrir framúrskar
andi stjórn hans á næst-
stærsta leikhúsi borgarinnar,
Det Ny Teater. Mikils er
vænzt af leiðsögn hans í fram
tíðinni. En hann fer sér að
engu óðslega. Eins og ég
sagði eru engar nýjungar á
boðstólum, en aftur á móti
mun hann hafa sett ýmsar
nýjar reglur í sambandi við
daglegan rekstur. Einna
merkilegast frá sjónarmiði
leikhúsgesta er afnám hinn-
ar aldagömlu reglu, þar sem
leikurum er bannað að taka
á móti lófaklappi áhorfenda
í lok sýningar. Strax og síð-
asta orðinu eða tóninum var
sleppt, var hið mikla járn-
tjald dregið fyrir — og síð-
an alger þögn. Nú má fólk
klappa, og leikarar fá að
bukka sig eins og þeim listir
— og allir eru ánægðir. Sá
hinn gamli siður var víst
byggður á þeim ídealistisku
forsendum, að heiðurinn væri
ekki leikaranna einna o. s.
frv.
Annað opinbert leikhús er
Det Ny Scala, sem er eign
Kaupmannahafnarborgar. Það
er alveg nýtt af nálinni, nema
hvað það er undir gömlu ó-
perettuhúsnæði á NörrebrO.
Opnunarsýning þess var Hey-
sótt Noel Cowards. Ómerki-
leg sýning, sem þó hefur
þann kostinn, að ekki getur
það versnað.
Önnur leikhús borgarinnar
eru öll í prívatleigu, þó með
meiri eða minni opinberum
stuðningi. Fyrst hóf sýningar
Ungdommen Teater, sem er í
því æruverðuga húsi Allé-
scenen. Eins og nafnið ber
með sér, er þetta leikhús ungs
fólks, sem hefur einsett sér
að sýna verk ungra höfunda.
séu þau bara ekki fráleit
(absurd) í anda Ionescos eða
Beckets og annarra þesshátt-
ar kalla. Með öðrum orðum:
Hér er farið fram á nýmóðins
leikrit með innihaldi og mein
ingu. hvað sem það nú kann
áð þýða. Að minnsta kosti
vantar hvorki innihald né
meiningu í fyrstu sýningu ■
þess, sem er Alfie eftir Bill
Naugton. Innihaldið er í fullu
samræmi við pop-anda nútim
ans.
Svo kom Folketeateret með
sýningar sínar í alþýðlegum
anda, og þar á eftir opnaði
hið örlitla Comediehus í
gömlu borginni með Gas, eða
The Meter Man eins og það
hét upphaflega, eftir . . . hvað ■
heita þeir nú allir þessir Har
old Pinter-höfundar, sem
hvíla á minni eins og mara
nú á dögum . . . jú, hann heit
ir C. Scott Forbes þessi. Til
að fylla upp í þetta — í raun
og veru mjög fátæklegt leik-
húslíf milljónaborgar — held
ur ABC Teatret stundum tvær
sýningar á dag. Auðvitað fyr
ir fullu húsi, þar sem um er
að ræða þrautómerkilegar re-
výjur.
Ekki er því að undra þótt
beðið hafi verið me'ð óþreyju^
og eftirvæntingu eftir opn-
unarsýningu Nýja leikhússins
(Det Ny Teater), sem var í
gærkveldi 23. sept. fyrir fullu
húsi hrifinna áhorfenda. Eft-
irvænting í tvennum skiln-
ingi. Annars vegar opnun leik
hússins undir handleiðslu
nýja leikstjórans Meir Feigen
berg, sem er kunnur leikhús
maður eftir athyglisverða
stjórn á Frederiksberg Teater
fyrir einum fimmtán árum.
Hinsvegar og vafalaust mest
vegna frumsýningar í nýju
dönsku leikriti eftir hinn
kunna leikritahöfund Ernst
Bruun Olsen, sem mun flest-
um lesendum kunnur sem höf
undur Teenagerlove, er farið
hefur frægðarför um öll Norð
urlönd.
Nýja leikrit hans heitir á
dönsku „Bal i den borger-
lige“, sem er stytting á „Bal
i den borgerlige forening".
Orðrétt þýtt: Dansleikur hjá
borgarafélaginu. Höfundur
kallar verkið alþýðugaman-
leik (folkekomedie) með söng
um í tveim þáttum. Músíkin
er eftir Finn Savery, þann
hinn sama og gerði lögin í
Teenagerlove.
Þráður leiksins er í stuttu
máli: Við erum stödd á-heim-
ili karls og konu á laugardags
kvöldi. Þetta er alþýðufólk,
sem búið er að vinna sig upp
úr hópi óbreyttra verka-
manna í gráa millistéttina —■
og sér sig nú í anda fylla
flokk smáborgara, einkum fyr
ir tilstilli sonarins, hálfvax-
ins, sem gengur í mennta-
skóla þar sem annars stunda
Nú. Strákur fer á ballið,
og í fullar tvær klukkustund
ir dregur höfundur á víxl upp
myndir af stráksa á ballinu
með broddborgarabörnunum
og myndir úr sögu foreldr-
anna allt frá fyrstu kynnum
þeirra fyrir stríðslok sem hug
sjónasprengdum ungum sósí-
aldemókrötum. (Hingað til
hafði maður nú alltaf haldið
áð sósíaldemókrati og hug-
sjónir væru andstæður.
Manni dettur jafnvel í hug,
að Niels Bohr hafi einmitt
haft það til fyrirmyndar, þeg
ar hann mótaði komplement-
aritetskenningu sína). Síðan
er rakið hvert atriðið af öðru
úr hnignunarsögu þeirra
hjóna, allt fram á þetta laug
afdagskvöld, þegar botninum
er um það bil að verða náð:
afkvæmið tekið upp í félag
broddborgara. Svo endar
Úr „Bal í den borgerlige“. Buster Larsen og Lily Weid-
ing tvímenna á stórum tréhesti.
nám eingöngu yfirstéttarbörn
(að því er skilizt getur).
Þetta laugardagskvöld er
strákur að fara á ball í félagi
broddborgaranna, og í aug-
um móður hans sérílagi er
þetta í sjálfu sér einskonar
aðgöngumiði að sælu borgar-
anna. Nú gengur þetta ekki
allskostar sársaukalaust, vita
skuld, því annars kæmi ekk-
ert drama úr því handa höf-
undi. Gengur á vorum dög-
um furðuverki næst, að hon-
um tekst að sjá drama í slíku
efni.
BJÖRN MARKAN:
LEIKHÚS-
BRÉF
r m a
þetta allt í einni allsherjar
miðlun eftir beztu kraftafyr-
irmynd: Allir þjóna öllum og
mismunur mannanna er ekki
meiri en svo, að kratarnir geti
þjóna'ð hagsmunum allra í
senn.
Vitanlega dregur höfundur
þessa mynd upp í háðungar-
skyni við þann danska sósíal-
demókrataflokk, sem setið hef
ur við völd í landinu, ham-
ingjan má vita hversu lengi.
En svo vakna spurningarnar:
Hefur það nokkra þýðingu að
eyða heilu leikriti í hvurs-
Mennirnir að baki „Bal i den borgerlige“. Frá vinstri: Tónskáldið Finn Savery, leikhús-
stjórinn Knud Poulsen, höfundurinn Ernst Bruun Olsen og leikstjórinn Meir Feienberg.
FRA HOFN
dagslega pólítíska ádeilu? Og
er hægt að færa slíka pólí-
tíska ádeilu í þann búning,
að hún svari jafnframt list-
rænum kröfum, sem verður
að gera til hennar úr því að
hún er látin á svið í nafni
leikrits? Ég held ekki.
Það er hægt að skapa ann-
að hvort. Slíka ádeilu er hægt
að gera og fullnægja kröfum
hennar í algjörum skrípaleik
(farce). Þá er hægt að leika
sér áð hugmyndum og skop-
stælingum næstum að absurd
um, og bara sjá um að
skemmta fólki. Svo má auð-
vitað spyrja, hvort ádeilan
nái tilgangi sínum. Eigi hins
vegar að skapa listrænt
drama, verður hugmynda- og
hugsjónamunstrið að víkja
fyrir lögmálum mannlegs eðl
is eða óeðlis. í stað stjórn-
málakenninga og gullinna
setninga, sem dregnar eru
upp úr pólítískum skúffum
sannleika og lygi, koma bara
orð, orð, sem koma hvergi að
og ef til vill hafa enga merk-
ingu, heldur aðeins eru.
Ernst Bruun Olsen hefur
við uppsetningu sína reynt að
skapa verk, sem svarað gæti
bæ'ði kröfum hinna pólítísku
ádeilu og kröfum listræns
drama. Það hefur mistekizt,
því það er ekki hægt, jafn-
vel með fyrsta flokks hljóm
list og þar til búnum snjöll-
um hexametrum. Höfundur-
inn hefur á leiksviðinu mis-
tekizt það sem krötum í raun
veruleikanum aldrei hefur
tekizt: að þjóna andstæðum
hagsmunum.
Eg hugsa, að það mætti
með góðum árangri gera úr
því fullkominn skrípaleik.
Það má jafnvel með sæmileg
um árangri setja það á ís-
lenzkt svið í umskrifuðu
formi, og þá í stað kratanna
setja . . . Nei, ég þori ekki að
segja það, því þá vill Morg-
unbla'ðið ekki birta þetta.
Ungur lögiræðingur í , bö!) » ^ndX minn,. J
óskar eftir vel launuðu starfi. Gefur hafið störf 1. nóvember nk. Tilboð ieggist inn á algr. Mbl. íyrir 23. þ.m., merkt: „123“. w
Raðhús G]
Til sölu raðhús í smíðum, við Hrauntuncu í Kópavogi. — Húsið stendur á mjog laiæ^um stað. að auglrsing i utbreiddasta blaðlnu borgar sig bezt.
Skip og fasteignir Austurstræti 18 — Sími 21735 JptorcjtmMsi&fd
Skrifstofustúlka
Opinber stofnun óskar að ráða stúlku til skrifstofu
starfa. Hálfs dags starf kemur emrug til greina.
Umsóknir sendist fyrir 20. þ.m. í pósthólí 1278,
Reykjavík, merkt: „Vélritun — 4388 .
Framtíð
Mig vantar ungan og efnilegan mann, sem hefur
áhuga á business. Þarf að hafa kunnáttu í sem
fiestu, sem viðkemur heildsölu. — Tilboð, merkt:
„Framtíð — 4440“ sendist afgr. Mbl.