Morgunblaðið - 14.10.1966, Side 25

Morgunblaðið - 14.10.1966, Side 25
Föstuotagur 14 oM T966 MOXGUtiB' 4ÐIÐ 25 r — Brandt Framhald af bls. 3. Austur-Berlín, og snæddu þar hádegisverð með Pjotr Abrass- imov, sendiherra Sovétríkjanna. Segja öll dagblöðin í V-Berlín að bifreið borgarstjórans hafi verið ekið yfir borgarmörkin án þess að landamæraverðir hafi skipt sér af henni eins og þó er venja þeirra. Sjálfur sagði iBrandt, að viðræðurnar við Abrassimov hafi verið mjög ein- lægar og vinsamlegar. Hafi þeir rætt ýms mál, sem varða Berlín. í Austur-Berlín var sagt að ekkert hefði frétzt af viðræðun- um. En því var við bætt að báðir aðiiar hafi viljað vinna að bættri sambúð. Þeir Brandt og Abrassimov hafa tvisvar áður ræðst við í Vestur-Berlín nýver- ið, í annað skiptið í skrifstofu sænska ræðismannsins í borg- inni í júní s.l., í hitt skiptið við opinbera móttöku. — Nóbelsverðlaun Framh. af bls. 1 eru algjörlega frábrugðnar þeim sellum, sem þær eru myndaðar af. Ef sumar krabbameinssellur fá ekki hormóna, deyja þær. 2. Of mikið magn af hormón- um getur valdið dauða sumra krabbameinssella. 3. Þessi selludauði er svipaður rakalausri jörð — eða skaðlegu veðurfari. „Við þurfum á drykkjarvatni að halda. Sé vatnið tekið frá okk- ur, deyjum við. Ef okkur er sökkt niður í vatn, drukknum við.“ Niðurstöður Huggins prófess- ors eru nú notaðar við lækningu á krabbameini í blöðruhálskirtli um allan heim. Á fundi með fréttamönnum í Chicago í dag sagði Huggins að hann fagnaði því að fá að skipta Nóbelsverðlaununum með Rous prófessor, sem hann kvaðst ætíð hafa litið upp til og virt. — Utan úr beimi Framhald af bls. 16 tjaldað í aðeins sex metra fjarlægð frá honum. Og þarna varð Leguen að liggja í átta daga og níu nætur. Næturnar voru verstar. Því að með rökkrinu komu rotturnar og bitu hann í andlit, hendur og fætur. Á áttunda degi hafði Le Jeannic fengið svo mikið sam vizkubit að hann skýrði frá farþeganum, sem hafði verið með honum í bílnum. Lög- reglumenn skunduðu á sta'ð- inn og leituðu þar í kjarrinu, en fundu ekki Leguen. Það var ekki fyrr en næsta morg- un að Ieitarmenn komu að Leguen þar sem hann lá kinn fiskasoginn og skeggjaður og kom ekki upp einu orði. Og þegar lögreglumennirnir beygðu sig yfir hann gat hann aðeins lyft annari hendinni upp að augum, en svo féll hún máttlaus niður. Leguen var fluttur í sama sjúkrahúsið og Le Jeannic áður. Þótti læknum sjúkra- hússins það mesta furða að hann skyldi hafa lifað af þess ar útilegunætur eftir slysið, og þökkuðu það þrénnu. f fyrsta lagi að þetta var að sumarlagi. Veður var milt og kjarrið skýldi honum fyrir sólinni. í öðru lagi safnaðist dögg á steina og blöð hjá Leguen og gat hann slökkt sárasta þorstann. í þriðja lagi er Leguen sterklega byggður og hraustur, og hjálpaði það honum að sjálfsögðu mest. Þegar Le Jeannic var að því spurður hvers vegna hann hefði logið því að hann heí'ði verið einn í bifreiðinni þegar slysið varð, svaraði hann: „Ég var hræddur um að eitthvað slæmt hefði komið fyrir Legu en, og að ég yrði þess vegna dreginn fyrir dóm. Það hefði getað spillt fyrir framtíð minni hjá flotanum". — Stefnuyfirlýsing Undanfarna fimm mánuði hefur lcikið og sungið í Uídó hljómsveit Ólafs Gauks. Hljómsveitin hefur notið mikilla vinsælda, enda skipuð góðum hljóðfæraleikurum. Myndin er af hljóm- sveitinni. Talið frá vinstri, efri röð: Helgi Kristjánsson, bassaieikari, Þórarinn Ólafsson píanó- leikari, Svanhildur Jakobsdóttir, söngkona. Guðmundur R. Einarsson, trommuleikari Björn R. Einarsson basúnuleikari og söngvari. Fremri röð. einnig frá vinstri: Ólafur Gaukur, gítarleik- ari og hljómsveitarstjóri og Andrés Ingolfsson, saxofónleikari. Framhald af ols. 1 atbeina ríkisvaldsins takist, er, að ekki séu gerðar aðrar ráðstaf- anir, sem leiða hljóta til verð- hækkana, og veltur þá á miklu, að í þeim efnum takist samvinna milli rikisstjórnar og Alþingis annarsvegar og stéttarfélaga verkalýðs og annarra launþega og atvinnurekenda hinsvegar. Þá þarf og skjótlega að taka ákvörðun um, hvort gera eigi með rýmkun veiðiheimilda innan fiskveiðilögsögunnar, ráðstafanir til öflunar efnivöru til hraðfrysti húsanna, og þar með létta undir með útgerð minni báta og tog- aranna, jafnframt því, sem gerð- ar verði nauðsynlegar breytingar til að draga úr reksturskostnaði þeirra. Af einstökum málum, sem lögð verða fyrir Alþingi auk fjárlaga frumvarps og þeirra frumvarpa, sem eru í sambandi við það, og frumvarpa um staðfestingu á bráðabirgðalögum, er þessara að vænta í upphafi þings: Frv. til 1. um landhelgisgæzlu íslands, frv. til 1. um breyt. é 1. um bann við botnvörpuveiði í landhelgi, frv. til 1. um breyt. á áfengislögunum; frv. til 1. um fávitastofnanir; frv. til 1. um breyt. á 1. um almannavarnir; frv. til 1. um sk. prestakalla og próf.d.; frv. til 1. um kristnisjóð; frv. til 1. um verðjöfnunargjald af veiðarfærum; frv. til 1. um námslán og námstyrki; frv. til skólakostnaðarlaga; frv. til 1. um afnám Viðtækjaverzlunar rikis- ins; frv. til höfundarlaga; frv. til 1. um greiðslur til höfunda vegna útlána úr bókasöfnum; breytingu á útvarpslögum, vegna ís- lenzka sjónvarpsins; frv. til 1. um útflutningsgjald af sjávaraf- urðum. Það er samskonar hlut- deild sjómannasamtakanna og Landssambands ísl. útvegsmanna. Frv. til laga um áframhald heim- ildar fyrir landanir erlendra veiðiskipa hér við land; frv. til laga um aðild verzlunarfólks að atvinnuleysistryggingum. Enn- fremur verður endurflutt frv. til laga um réttindi skipstjórnar- manna, um samábyrgð Islands á fiskiskipum og frv. um báta- ábyrgðarfélög, svo og frv. til breytinga á laxveiðilögum. Síðar á þinginu er að vænta frv. til nýrra heildarlaga um toll heimtu og tolleftirlit, frv. um staðgreiðslu opinberra gjalda og frv. til laga um listamannalaun. í athugun eru frv. um eftirlit með opinberum framkvæmdum; frv. um embættisbústaði og frv. til nýrra bókhaldslaga, svo og endurskipulagning félagsheimilis sjóðs og íþróttasjóðs. Unnið er að endurskoðun hafn- arlaga og málefna Skipaútgerðar ríkisins og raforkulaga, ennfrem ur að tillögum um öflun nýrra tekna fyrir vegasjóð, svo og breytingu á lögum um almanna tryggingar vegna fyrirhugaðs af- náms ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla, breytingu á orlofslögum, á lögum um rétt verkafólks til uppsagnarfrests og um rétt þess og fastra starfs- manna til launa vegna sjúk- dóms- og slysaforfalla, og nýrri heildarendurskoðun á lögum um opinbera aðstoð við íbúðarbygg- ingar. Þá er unnið að samningu frv. til laga um jarðakaupasjóð ríkis- ins og hagræðingarsjóðs landbún- aðarins. Það er stefna ríkisstjórnarinn- ar að halda áfram að styðjast við sem ýtarlegasta áætlanagerð í viðleitni sinni við að halda jafn- vægi í efnahagslífi þjóðarinnar. Eins og á undanförnum árum mun verða samin áætlun um opinberar framkvæmdir og starf- semi fjárfestingarlánasjóða á ár- inu 1967 og um fjáröflun í því sambandi. Jafnframt er hafinn undirbúningur að Þjóðhags- og framkvæmdaáætlun fyrir árin 1967—1970. Þá mun haldið áfram að vinna að áætlunum um fram- kvæmdir og atvinnumál í ein- stökum landshlutum. Hér er þess og að minnast, að um næstu ára- mót kemur til framkvæmda lög- gjöf sú, sem siðasta Alþingi sam- þykkti um Framkvæmdasjóð ís- lands, sem ætlað er að auðvelda samræmda heildarstjórn á opin- berri fjárfestingu. Um tillögur og ráðstafanir rík- isstjórnarinnar mun sitt sýnast hverjum nú eins og endranær. Minni háttar ágreiningur skiptir litlu máli miðað við það, að nú megi takast að stöðva verðhækk- anir innanlands. Ella er afkoma helztu atvinnuvega og fram- leiðslu þjóðarinnar stefnt í voða og þar með því atvinnuöryggi, sem verið hefur einn traustasti hornsteinn góðrar afkomu al- mennings um langt skeið. JÚMBÖ —áí'— — ~Teiknari: J. MORA Og Spori heldur áfram frásögn sinni: ■— Einbúinn gekk beint að fremstu byggingunni sem á var stór reykháfur. Mér fannst þessi bygging eins og hinar byggingarnar vera mjög undarleg, hélt Spori áfram. — Einbúinn lét rörið inn i eina af holunum og byrjaði að blása og blása .. . . . . . ég var að því kominn að detta aftur fyrir mig, þegar ég heyrði hátt hljóð koma út úr reykháfnum. — Þá lét hann rörið inn í annað gat og aftur heyrðist hroðalegt hljóð . . . Núna skyldist mér að reykháfar þessir voru í raun og veru einskonar orgelpípur. — Þessi hávaði hefði sennilega hraett mig til dauða, ef ég hefði ekki vitað hvernig hann var tilkominn. JAMES BOND -X- ->e- Eítii IAN FLEMING James Bond BY IAN FLEMING DRAWING BY JOHN McLUSKY THE LOTLE GUV IS KIDD, TML I Ml UUL PUEW! I TLllNK IVE SEEN UIM E WUO SLC<9 AT A WAE.T ON MlS TUUMB V ON TWE PLANE TUAT BCOUGUT V WINT—’mmdy’ WINT. 7l'M beginning to tuink TUE SPANi COS UE-S AFEAlD OF PLANES SUOULD BE TCEATED WITU SOME 1 UTTLE ICOULD TELL UIaTaBOUT TUE TWO MASKED MEN.FEUV ipentifiep tuem as members of twe spangled mob . . I WANT TO SPEAK TO MC SUADy TEEE Uitli naungmn er Kidd, sá feiti, sem sýgur vörtu á þumalfingrinum er kallaður „Windy“ Wint, því hann er hræddur við flugvélar. Báðir mennirnir voru meðlimir glæpa- flokksins, að sögn Felix Leiter. Ég held að ég hafi séð hann áður — í flugvélinni sem ég kom með til New York. Eg fer að halda, að glæpaflokkurinn eigi að umgangast mig með virðingu. Engu aö siour . . . Mig langar að ræða við Shady Tree. Bond hér, hr. Tree. Hesturinn ykkar vann ekki og ég vil ennþá fá peningana mina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.