Morgunblaðið - 15.10.1966, Síða 14

Morgunblaðið - 15.10.1966, Síða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 15. okt. 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Frarnkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjariiason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6 Auglysingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. S:mi 22480. Askriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 7.00 eintakið. YFIRL ÝSING, SEM BER AÐ FAGNA * Er Nigerío að leysast upp? /\hætt er að fullyrða að yfir ^ gnæfandi meirihluti þjóð arinnar muni fagna þeirri yfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar, að hún muni leggja megin áherzlu á stöðvun verðhækk- ana innanlands, svo að ekki verði hækkun á innlendu verðlagi frá því sem var 1. ágúst sl. Almenningur í land inu er nú að gera sér ljóst, að ekki er hægt að láta verð- lag og kaupgjald hækka á víxl eftir það verðfall, sem orðið hefur á ýmsum helztu útflutningsvörum okkar und anfarna mánuði. Um forsend- urnar fyrir því að stöðvun verðhækkana takizt, komst Bjarni Benediktsson, forsæt- isráðherra, m. a. að orði á þessa leið í yfirlýsingu ríkis stjórnarinnar: „Skilyrði fyrir stöðvun verðlagS fyrir atbeina ríkis- valdsins er, að ekki séu gerð ar aðrar ráðstafanir, sem leiða hljóta til verðhækkana og veltur þá á miklu að í þeim efnum takizt samvinna milli ríkisstjórnar og Alþing- is annars vegar og stéttarfél aga, verkalýðs og annarra launþega og atvinnurekenda hinsvegar“. Ríkisstjórnin hefur fyrir skömmu ákveðið að auka nið urgreiðslur á búvörum, og hefur nú til athugunar fleiri ráðstafanir í þá átt að draga úr áhrifum verðhækkana. Segja má að auknar niður- greiðsl’ur séu út af fyrir sig ekkert fagnaðarúrræði. En um aðrar leiðir er ekki að ræða til þess að halda verð- laginu í skefjum. Útflutnings framleiðslan getur ekki tek- ið á sig þá hækkun tilkostn- aðar, sem leiða mundi af því að verðhækkanir héldu á- fram. Það er sú staðreynd, sem nú blasir við og enginn getur sniðgengið. Forsætisráðherra gerði jafn framt grein fyrir fjölmörgum umbótamálum, sem ríkis- stjórnin mun leggja fyrir Al- þingi það, sem nú hefur haf- ið störf. Er þar um að ræða víðtæka lagasetningu, sem miðar að margvíslegum stuðn ingi á sviði athafnalífs, menn 'ingarmála, félags, og sam- göngumála. Þá mun haldið á- fram að vinna að áætlunum um framkvæmdir og atvinnu mál í einstökum landshlut- um. Má í þessu sambandi minna á að um næstu ára- mót kemur til framkvæmda löggjöf sú, sem síðasta Al- þingi samþykkti um fram- kvæmdasjóð íslands, sem ætl að er að auðvelda samræmda heildarstjórn á opinberri fjár festingu. Mestu máli skiptir nú að íslenzka þjóðinn líti raun- sætt á hag sirin og hafi sem víðtækasta samstöðu um að tryggja hin góðu lífskjör og stórfélldar framfarir, sem orð ið hafa í þjóðfélagi hennar undir forustu núverandi rík- isstjórnar. Ríkisstjórnin hef- ur markað stefnuna. Allir þjóðhollir menn verða að taka höndum saman um að tryggja framkvæmd þeirrar stefnu. STEFNULAUS STJÓRNAR- ANDSTAÐA T ræðum leiðtoga stjórnar- andstöðunnar, þeirra Ey- steins Jónssonar og Einars Olgeirssonar á Alþingi í fyrra dag um yfirlýsingu ríkis stjórnarinnar örlaði hvergi á nokkurri sjálfstæðri stefnu eða minnsta úrræði til þess að mæta þeim vanda, sem þjóðin stendur frammi fyrir. Eysteinn Jónsson lét við það eitt sitja, að ráðast á hækk- un fjárlaganna og lýsa erfið- leikum atvinnuveganna. En allir íslendingar vita að Fram sóknarmenn hafa á undan- förnum þingum flutt tillögur um stórfellda útgjaldaauka og jafnan verið þess hvetj- andi að auka tilkostnað at- vinnutækjanna frá ári til árs. En hvaða úrræði benda þeir svo á gagnvart þeim vanda, sem fyrst og fremst sprettur af verðfalli afurða, hráefnisskorti hraðfrystihúsa og hinum háa tilkostnaði, sem er að sliga rekstur tog- ara og ýmsra annarra at- vinnutækja? Ekki eitt einasta. Engin skýring fæst hjá Framsókn- armönnum á „hínni leiðinni“. Hvergi örlar á sjálfstæðri við leitni til þess að líta raun- sætt á nokkurt vandamál. Einar Olgeirsson hélt sína þrjátíu ára gömlu ræðu um „verzlunarauðvaldið“ og þátt þess í sköpun dýrtíðarinnar. En hvorki hann né Eysteinn Jónsson treysta sér til þess að svara þeirri fyrirspurn Bjarna Benediktssonar hvort Samband ísl. samvinnufélaga, sem er stærsti heildsali lands ins eða KRON hefðu rakað Sex árum eftir að landið fékk sjálfstæði, rikir þar mikil sundrung ENN hefur komið til mik- illa blóðsúthellinga í landi því, sem eitt sinn var talið það Afríkuríki, sem mesta framfaramöguleika hefði — Nígeríu. Því virðist nú eins farið með Nígeríu og mörg önn- ur ríki í þessari heimsálfu, að þjóðin virðist aðeins til á pappír, ekki í reynd. Enn á ný hefur komið v til kynþáttaóeirða í Níg- eríu, og allt .virðist nú benda til þess, að við land- inu blasi hrein upplausn. Herinn er klofinn. Efna- hagsframfarir eru engar. Við sjálft liggur, að þær 56 milljónir manna, sem land- ið byggja, eigi nú í algerri borgarastyrjöld. — Mestar eru óeirðirnar í norður- hlutanum. Þar berst nú meirihlutinn, borgarar og hermenn Hausa- kynþáttarins, gegn minni- hluta Ibo-manna. Talið er víst, að milli 1000 og 2000 Ibo-menn hafi týnt lífi, en þúsundir þeirra særzt. Tugþús undir Ibo-manna hafa nú ver ið fluttir, með vörubifreiðum og flugvélum, til fyrri heim- kynna í austurhluta landsins. Bein afleiðing baráttu þess arar er sú, að um 10.000 mönn um af Hausa-kynþætti hefur nú verið vísað á brott úr austurhlutanum, til norður- hlutans. Frá því, að Nígería hlaut sjálfstæði, hata Bandaríkin veitt landinu 18 milljómr dala í efnahagsaðstoð. Gert er ráð fyrir aukaaðstoð, að upphæð 75 miljónum dala, á miðju ári 1968, hafi Níegría þá ekki leystst upp. Vandræði hafa steðjað að Nígeríu, allt frá því, að land- ið fékk sjálfstæði frá Bret- um, 1960. Ríkisstjórnin, en menn af Hausa-kynþætti, réðu mestu innan hennar, ráku sig þá fljótloga á alls konar spillingu, og verðbólga magnaðist. Þetta ástand hélzt að mestu óbreytt fyrsiu árin. í janúar á þessu óri gerðu Ibo-hermenn byltingu, og styttu forsætisráðherran- um aldur. Einn byltingar- manna, Aguiyi-Ironsi, hers- höfðingi, sem hlaut þjálfun sína hjá Bretum á sínum tíma, gerðist einræðisherra. í maí réðust hins vegar menn af Hausa-kynþætti á Ibo-menn, í norðurhluta lands ins. 1 júlí var gerð önnur byJt- ing. Að henni stóðu Hausar. Þeir steyptu Ironsi, sem var drepinn. Við af honum tók Yakubu Gowoní kristinn maður, af litlum kynþætti í norðurhluta landsins. Nígería skiptist í fjögur héruð, sem hvert um sig nýt ur nokkurrar sjálfstjórnar Þar er að finna fleiri mennt aða menn í nokkru öðru Afríkuríki — lækna, lögfræð inga, tæknifræðinga og aðra sérmenntaða menn. Landið er einnig ríkt að náttúruauðæfum. Miklar gúm kókó- og baðmularekrur eru þar. Þar að auki finnast þar margvíslegir dýrir málmar, s.s. tin og járn, auk olíu. Þrátt fyrir þessar . aðstæð- ur kemur vestrænum mönn- um saman um, að ástandið í Nígeríu sé líkast því, sem var meðal Indíána í Ame- ríku, er fyrstu hvítu menn- : irnir komu þangað. Stór hluti ; þjóðarinnar, meginhlutinn, er ; ólæs og óskrifandi, og verzl- ; un er að mestu leyti enn á Z vöruskiptastiginu. Tryggð ; manna er fyrst og fremst ; rikisstjórn eða þau ófl, sem ; reyna að halda ríkinu sam- Z an. ; Enginn hefur lengur þá trú ; að herinn sé það afl, sem : möguleika hefur umfram aðra ;l til að koma á eða viðhalda ; einingu. Allt frá því í júlí ; hefur austurhéraðið verið að ; mestu sjálfstætt, og þar fer I her Ibo-manna sínu fram, án ; minnsta tillits til þess, sem I gerist annars staðar í iand- ; inu. : í norðurhéraðinu hafa her- ; menn Hausa gert uppreisn Z gegn þeim , liðsforingjum, ;i sem reyndu að koma í veg ;j fyrir bein átök við Ibo- Ij menn. ;j Ein síðasta tilraunin, sem z\ gerð hefur verið til að koma ;| á viðhlítanlegri stjórn, var ’ gerð 12. september sl. Þá * komu ráðamenn í fjórum að- ;j allandshlutum saman í Lagos. S Það var Gowon, sem til rsð- 3 stefnunnar efndi. Efti - mikl- Z arumræður var nenni sbtið ;l 3. október, án þess, að nokk- : urt samkomulag næðist. ; Þeir, sem bezt hafa fyJgzt : með þróuninni í Nígeríu, eru ; nú sammála um, að alit bendi ;! til þess, að landið muni Jevs ; ast upp, 6 árum eftir að það ;j fékk sjálfstæði. í hæsta lagi • er gert ráð fyrir, að takast ; megi að halda uppi lausu sam Z bandi meginríkjanna fjög- ; urra — þótt á því leiki einn- : ig vafi. ; Það kom í Ijós, rúmum : hálfum áratug eftir að Ni- ; geríu var veitt sjáifstæði, að Z það ríki — eins og svo mörg ; önnur Afríkuríki var ekki ; undir sjálfstæði búið. Z saman fé á síðustu árum, og hvort hagur þeirra henti til þess að hlutur verzlunarinn- ar vaeri í dag óhóflegá mikill. Sannleikurinn er sá að leið togar stjórnarandstöðunnar stóðu uppi í þessum umræð- um gersamlega úrræðalaus- ir og stefnulausir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.