Morgunblaðið - 15.10.1966, Page 17
Laugaidagur 15. okt. 1968
MORCUNBLAÐJÐ
17
i ^
Átiræður í dag:
Páll Stefánsson trésmiöur
Árni Jónsson bóndi
Kveðja
GÓÐVlNUR minn og frændi,
Páll Stefánsson trésmiður að
Bergþórugötu 14 A hér í borg,
verður áttræður í dag. í tilefni
af þeim merka æViáfanga hans
langar mig að geta hans með fá-
einum orðum og senda honum
kveðju guðs og mína, eins og
þeir gömlu voru vanir að kom-
ast að orði.
Páll er fæddur að Fossá í
Kj ós 15. (kirkjubók segir raunar
16.) okt. 1886, og voru foreldrar
hans Guðrún Matthíasdóttir
bónda á Fossá Eyjólfssonar og
Stefán Hannesson frá Brekku á
Hvalfjarðarströnd Jónssonar.
Þau Guðrún og Stefán bjuggu
um skeið á Þrándarstöðum í
Brynjudal, en fluttust þá til
Reykjavíkur. Þar rak Guðrún
um fjölda ára veitingastofu með
góðum árangri. Um hana kemst
Haraldur Pétursson svo að orði
í hinu merka riti sínu Kjósar-
mönnum: „Guðrún var mikil
dugnaðar- og gerðarkona, góð-
gerðasöm og liðsinnandi snauð-
um, þó varð hún vel efnuð, auk
þess sem hún ól börn sín upp
með prýði og kom þeim vel til
manns“. Stefán, maður hennar
stundaði bæði sjómennsku og
smíðan, einkum á efri árum, og
var kunnur dugnaðarmaður.
Þau hjón eignuðust 8 börn, og
náðu sex þeirra fullorðinsaldri
Var Páll elztur systkina sinna.
Eiga þau systkin marga og mynd
arlega afkomendur, svo sem sjá
má í væntanlegri nýrri útgáfu
Bergsættar.
Páll ólst upp til 15 ára aldurs
hjá móðurforeldrum sínum á
Fossá, Matthíasi bónda Eyjólfs-
syni og Valgerði ólafsdóttur
bónda í Reykjakoti í Mosfells
sveit Vigfússonar, kunnum
sæmdarhjónum, sem gerðu
mörgum gott. Fossá var og er
raunar enn í þjóðbraut, en eins
og samgöngum Var háttað fyrr-
um, var þar tíður áningar- og
gistingarstaður ferðamanna.
Pósturinn hafði þar fastan gist-
ingarstað og galt fyrir nætur-
greiðan samkvæmt sérstökum
samningi: 1 krónu fyrir mann-
inn og 50 aura fyrir hestinn; í
þessu var falinn matur og rúm,
hey og húsaskjól. Allir aðrir
þágu góðgerðir og gistingu end-
urgjaldslaust. Engu að síður
búnaðist þeim hjónum vel. Matt-
híasi á Fossá er svo lýst í áður-
nefndu riti: „Hann var sagður
vel greindur og hafði trútt
minni, varð fróður með aldri og
sagði vel frá, fyndinn og hnytt-
inn í tilsvörum og þótti sk^emmti
legur heim að sækja". Eg tek
þetta hér upp m.a. vegna þess,
að þessi lýsing getur að flest.u
leyti átt við Pál, dótturson hans
og fóstra.
Árið 1901 fluttist Páll til
Reykjavíkur, og má því segja, að
dvöl hans í höfuðborginni fylgi
öldinni. Tveim árum síðar, er
hann var 17 ára að aldri, hóf
hann trésmíðanám hjá Stefáni
Stephensen trésmíðameistara frá
Hurðarbaki í Kjós. Hjá Stefáni
nam hann í þrjú ár, en fjórða og
síðasta námsárið var hann á
Seyðisfirði hjá Árna -trésmíða
meistara Stefánssyni og lauk
sveinsprófi hjá honum árið 1907.
Það var árið sem Friðrik kon-
ungur áttundi kom til íslands.
Vann Páll þá að undirbúningi
konungskomunnar á Seyðisfirði,
m.a. að því að reisa konungi
sigurboga við landgönguna.
Kann Páll frá ýmsum tíðindum
að segja frá þeim dögum. Næstu
tvö árin vann Páll að smíðum
eystra, fyrst á Norðfirði og síðan
á Fáskrúðsfirði á annað ár, en
að því búnu hvarf hann aftur
suður til Reykjavíkur, þar sem
hann hefir unnið óslitið að upp-
byggingu höfuðborgarinnar síð-
an, eða allt til þess, er hann
lagði loks frá sér hamarinn og
sögina á síðastliðnu ári, eftir að
hann og þau höfðu fylgzt trú-
lega að í meira en sex áratugi. ingsárunum skýra og merkilega
Eftir að hann kom suður, vann | drauma. Frá einum slíkum
einum
hann um þriggja ára skeið hjá | draumi sagði hann mér fyrir
Slippnum og síðan önnur þrjú ár mörgum árum, og má þar um
tt„í__r> Trí Ir 11 r* loco í or\cmr»r»i TVTarmabpinin á
hjá Hafnargerð Reykjavíkur
þegar verið var að byggja höfn-
ina. Því næst starfaði hann að
ýmiss konar smíðum, einkum
húsasmíði, en síðast var hann
um 30 ára skeið timburmaður
hjá Rafveitu Reykjavíkur. ■
Eins og sjá má af þessu stutta
yfirliti, eru vinnustundir Páls
Fæddur 7. október 1880
Dájnn 6. október 1966.
Þegar um fermingaraldur fór
Árni til sjóróðra við Loftsstaða
sand og þótti þar hlutgengur í
bezta lagi eins og jafnan síðar
í Þorlákshöfn, og margar vetr-
orðnar margar um dagana, og
vindhögg sló hann aldrei. Það
er stundum komizt svo að orði
um forna kappa, að þeir hafi
verið „afreksmenn til vopna
sinna“. Hið sama mætti segja
um Pál með þeim mikla mis-
mun, að Páll notaði sín „vopn'
eingöngu í þágu friðsamlegrar
uppbyggingar. Hann var víking
ur til vinnu, kappsamur og
ósérhlífinn, og svo sagði mér
maður, sem vel þekkti til, að
engum hefði hann fremur viljað
trúa fyrir verki, sem ganga
þurfti fljótt og vel, en Páli
Stefánssyni.
En Páli var fleira til lista lagt
en smíðaíþróttin. Hann er af
náttúrunni gæddur ágætri söng-
rödd. Þessum listarhæfileika
beitti hann um alllagt skeið við
iðkun þjóðlegrar kveðskapar-
íþróttar. Var hann á sinni tíð
einn af þekktustu og vinsælustu
kvæðamönnum landsins, enda
röddin full og blæfögur og spann
aði vítt tónasvið. Á alþingis-
hátíðinni 1930 kvað hann fyrir
mannfjölda í Almannagjá man-
sörtginn úr Ólafsrímu Grænlend-
ings eftir Einar Benediktsson,
og sama ár lét „Fálkinn“ taka
upp á plötu kveðskap hans og
nokkurra annarra kunnra kvæða
manna, þar sem raddir þeirra
munu góðu heilli geymast fram-
tíðinni. Oft flutti Páll kveðskap
sinn í útvarpinu, auk þess sem
hann skemmti ásamt öðrum
kvæðamönnum á samkomum í
bænum. Ekki veit ég, hvaðan
Páll hefir erft söngröddina, en
hitt er víst, að engir þóttu betur
kveða en Bergsættarmennirnir
Páll og Kjartan Ólafsson múr-
ararmeistari, frændi hans.
Það er sagt um Matthías á
Fossá, afa Páls, og vitnað til þess
hér að framan, að hann hafi
orðið fróður með aldri og sagt
vel frá. Þessi lýsing á einmitt
nákvæmlega við Pál. Hann hefir
stöðugt stundað á þjóðlegan
fróðleik og er orðinn stórlega
fróður um menn og ættir fyrri
og síðari tíma. Minnið hefir ver-
ið trútt eins og hjá afa hans, en
á seinni árum hefir hann smám
saman fært í letur ýmsan fróð-
leik og mun nú eiga allstórr
safn, einkum ættfræðilegs efnis,
í handriti. Er það vel, því að
vafalaust á það eftir að koma
að gagni, ef að líkum lætur.
Frásagnarhæfileika Páls þekki
ég af eigin reynslu. Það er sem
eitt söguefnið bjóði öðru heim,
og minnið með afbrigðum. Páll
er og draumspakur mjög, og
einkum dreymdi hann á ungl-
lesa í sögunni „.Mannaþeinin a
Fossá“ í íslenzkum sagnaþáttum
og þjóðsögum, VI. hefti. En
draumspeki er gáfa, sem mörg-
um íslendingnum hefir hlotnazt
vöggugjöf, en virðist nú fara
þverrandi eða er að mmnsta
kosti minna á lofti haldið en
forðum daga.
Hinn 6. ágúst 1911 kvæntist
Páll Guðnýju Magnúsdóttur
bónda í Dalkoti á Vatnsnesi
Guðlaugssonar, og bjuggu þau
saman í farsælu hjónabandi í
nær 54 ár, eða þar til er hún
lézt hinn 19. apríl 1965, nærri
áttræð að aldri. Þau eignuðust
börn. Eina dóttur misstu
þau á 6. ári, er Svava hét, en hin
systkinin komust öll upp og eru
löngu gift og búsett: Valgeir
Matthías umsjónarmaður Aust-
urbæjarskólans, kvæntur Önnu
Sigríði Baldursdóttur úr Reykja-
vík; Magnús Bergmann glerslíp-
ari, kvæntur Ragnheiði Þyri
Nikulásdóttur úr Reykjavík;
Hrefna, kona Hans Magnússonar
verzlunarmanns; Svavar línu-
maður, kvæntur Ólöfu Ólafsdótt
ur Bergmanns í Reykjavík, og
Sigurður glerslípari, kvæntur
Guðrúnu Pálsdóttur úr Hafnar-
firði. Þau systkin eru öll búsett
í Reykjavík nema Sigurður,
sem býr í Hafnarfirði.
Páll hefir átt því láni að fagna
að vera hraustur og heilsugóður
um ævina, enda ber hann ald-
urinn vel, ernlegur og hressileg-
ur í bragði, ræðinn og skemmti-
legur heim að sækja, minnugur
og margfróður, mannblendinn
og gestrisinn. Það hefir víst
aldrei hvarflað að honum að
fara í felur á afmælisdaginn.
Þegar ég fékk leyfi hans til að
geta hans lítillega í tilefni af
afmælinu, bað hann mig lengstra
orða að taka fram, hvar hann
yrði á afmælisdaginn. „Ég verð
heima til kl. 6, en eftir það hjá
syni mínum í Austurbæjarskól-
anum“, sagði hann.
Að lokum vil ég færa afmæl-
isbarninu þakkir fyrir langa og
góða kynningu og óska honum og
fjölskyldu hans til hamingju í
tilefni dagsins.
Guðni Jónsson.
Þegar öðlingar hverfa af al- ar_ Qg Vorvert£ðir var hann á
faraieið, I skútum.
verður ömurleg byggðin og
köld,
því til vinar í nauðum er gat-
an svo greið,
þar sem glaðværðin situr við
völd.
Dragi ský fyrir sól
fara skuggar um ból.
Nú er skarð eftir trygglynd-.
an höld.
Árni var fæddur að Torfa-
stöðum í Grafningi, en - fluttist
á fyrsta aldursári að Alviðru.
Hann var elztur ellefu systkina.
Tveir drengir dóu í bernsku.
Þrjú systkin Arna eru enn á
Efi: Auðbjörg, Halldóra og Þórð
ur, bóndi í Vatnsnesi.
Vorið 1900 dó faðirinn, og á
Þorra 1901 dó móðirin frá þess-
um stóra barnahópi. Tók þá
Sigrún, dóttir Sigurðar bónda
að Tannastöðum, að sér heimil-
ið og gegndi þar húsmóðurstörf-
um alla sina tíð með mikilli
prýði, en hún andaðist 10. maí
þ. á.
Árni hóf búskap að foreldrum
sínum látnum. Honum var jafn
an gott til hjúa, því að hann
var ágætur húsbóridi, glaður og
skemmtilegur, ráðagóður og þó
ráðþæginn.
Þau Sigrún og Árni eignuðust
tvö börn, dreng, sem dó nýfædd-
ur, og dóttur, Margréti, sem nú
býr í Alviðru ásamt manni sín-
um, Magnúsi Jóhannessyni, og
annaðist hún foreldra sína alla
tíð með ástúð og umhyggju.
Ólafur Fjeldsted
l^inning
Ólafur L. Fjeldsted andaðist
3. okt. að heimiil sínu, Kárs-
nesbraut 96, 83 ára að aldri.
Hann verður jarðsettur í dag
frá Fossvogskapellu.
Nú þegar ég kveð vin minn,
Ólaf, verður mér ljóst hve margs
góðs er að minnast frá margra
ára kynningu okkar, en ég mun
fara fljótt yfir sögu og aðeins
minnast þess, sem er mér ógleyin
anlegt um ólaf.
Ólafur var fæddur 23. maí, að
Berserkjaeyri í Eyrarsveit, son-
urur hjónanna, sem þar bjuggu,
Sigríðar Hannesdóttur og Lár-
usar E. Fjeldsted. Arið 1890
fluttu hjónin að Kolgröfum í
sömu sveit. Þá var Ólafur 7 ára.
Á Kolgröfum ólst Ólafur upp
í stórum systkinahópi og vann
við hin hversdagslegu sveitascörf
Ólafur naut ekki menntunar í
æsku fremur en títt var á þeim
tíma, þó hæfileikar væru fyrjr
hendi, og mun hann oft hafa
sakað þess síðar á ævmni.
I æsku var Ólafur bráðþroska
Hann var með stærri mönnum
— fríður sýnum svo af bar og
allra manna glæsilegastur að
vallarsýn.
Ólafur var vel greindur og
bókhneigður mjög. Hann las
mikið og kunni óvenju mikið
af ljóðum og lausavísum og
rímum. Ólafur hafði frábæra
söngrödd. Svipfagur persónu-
leiki hans bar mikla reisn er
hann söng ljóð eða kvað vísu.
Ólafur var vinsæll, en hann
var ekki fljóttekin til kynn-,
ingar, og var því ekki allra, en
góður sínum og í vinahópi allra
manna glaðastur og skemmti-
legastur.
Ólafur var gestrisinn og hjálp
fús og veitti þeim hjálp sem
erfitt áttu. Hann veitti lítil-
magnanum ávallt hjálp.
Að undanförnu hafði ólafur
kent veiklunar og andþrengsla,
en samt gekk hann þráðbeinn
með reisn glæsileikans fram á
Árni var meðal fyrstu manna
í nágrenni sínu um að nota
i hestasláttuvél. Og síðan hefir
Magnús, tengdasonur hans, ver-
ið mjög framsækinn um alla
notkun véla við jarðyrkju og
heyskap.
Árni var fyrstur áhugamanna
og úthaldsbeztur um fiskirækt,
og nutu fleiri vatnasvæði góðs
af, eins og t.d. Bvartá. Það var
sá ágæti maður Þórður Flóv-
entsson, sem leiðbeindi Árna við
byggingu fynta klakhússins.
Alla tíð hafði Árni brennandi
áhuga á veiðimálum og lagði
í þau mikinn tíma og fyrir-
höfn, svo lengi sem heilsan
leyfði.
Árið 1921 setti Árni upp sjálf
virka vatnsdælu (vatnshrút),
sem síðan dældi öllu vatni heim
í bæ og fjós um margra ára
skeið. Var það mikill léttir, því
að vatnsvegur var erfiður, ekki
sízt í snjóavetrum.
Nú hefir sjálfrennandi vatn
verið leitt heim um alllangan
veg, og hefir sú ágæta vatns-
veita leyst „hrútinn“ af hólmi.
Gestrisinn var Arni með af-
brigðum og tók sér jafnan tíma-
til að ræða við gesti sína. Vel
kunni hann sögur að segja og
bjó yfir miklum forða sagna
frá langri ævi, því að minnið
var traust. Eitthvað mun hann
hafa fært í letur af viðburðum
frá eldri tímum. Örnefni jarðar
sinnar hafði hann skráð og kort
lagt. Gaman var að heyra hann
mæla af munni fram langa
kvæðabálka t.d. eftir^ Grím
Thomsen og Einar Benediktsson.
Sjálfur gat hann vel ort, þó að
ekki léti hann á því bera.
Yndi hafði Árni af sönglist,
og munaði mikið um, er hann
tók undir söng með sinni breiðu
og hljómmiklu rödd.
Árni var jafnan ungur í anda,
og allt frá æskudögum var hann
lífið og sálin í ungmennafélags
hreyfingunni og lengi formaður
í Ungmennafélaginu Skarphéðni
í Ölfusi.
Mikill áhugamaður var hann
um íþróttir, ekki sízt glimu og
sund. Hann var líka röskur sund
maður og synti oft yfir Sogið.
Á unglingsárum sínum ferj-
aði hann margan manninn yfir
Sogið, áður en brúin kom. Nú
hefir hann sjálfur verið fluttur
yfir móðuna miklu að loknu
löngu og margbreytilegu dags-
verki við fjöll og sæ. Og „Guð
seinustu stund, er hann hneig I £ hjarta) Guð j stafni fur far_
niður við hus sitt og leiðin var arhein
á enda’ S. E. H.
Eftirlifandi konu Ólafs, Sæ-
mundu og börnum hans og öðr-
um ættingjum flyt ég mínar
dýpstu samúð með þakklæti fyr-
ir svo óteljandi margt á langri
kynningarleið.
Blessuð sé minning þessa góða
vinar míns.
Böðvar Ámundason.
ATHUGIÐ!
Þegar miðað er við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.