Morgunblaðið - 15.10.1966, Page 19
Laugardagur 15. okt. 1968
MORCU NBLAÐIÐ
19
Frú Ágústa Jónasson
Kveðja
Her Vilhjálms byst vistum og varningur er borinn a skip.
Framhald af bls. 11
andi. Stríósaxir enska hersins
urðu Normönnunum skeinu-
hættar og þeir guldu alvarlegt
afhroð þegar hermenn Harald-
ar sveifluðu öxunum með báð-
ium höndum og hjuggu allt er
fyrir varð. Orrustan geysaði og
margir féllu í liði beggja. Bræð
ur Haraldar báðir, Gyrth og
Leofwine féllu,
Þá gat vinstri armur frönsku
leiguhermannanna ekki meira.
Normönnunum tókst ekki að
brjótast í gegn og riddararnir
létu undan siga ofan í dalinn og
komust þar í vanda í forar-
mýrum. En nú skeði það augna
blik, er sneri orrustunni við.
Hesturinn var felldur undir
Vilhjálmi bastarði og sá orð-
rómur fór eins og eldur um
sinu gegnum herinn að Vil-
Ihjálmur væri fallinn. Sóknin
lináðist og nú var tækifæri Har
aldar að reka hann á flótta.
En hann hélt varnarstöðu sinni
á hæðinni og nýtti ekki tæki-
færið. Vilhjálmur náði sér í
annan hest og safnaði liði sínu
á ný. Nú var liðið á daginn og
Iherirnir urðu að taka sér hvíld
og þá varð að endurskipuleggja.
Það hafði komið í ljós að
sóknarhermenn Vilhjálms gátu
ekki brotizt í gegnum varnar-
múr enska hersins. Þar kom
' að Haraldarmenn héldu að sigur
inn væri skammt undan, en þá
neytti Vilhjálmur herkænsku
sinnar. Hann gerði skyndiá-
hlaup með riddaraliðinu, en lét
það síðan hörfa, sem það færi á
flótta, og í ákafanum að reka
flóttann hlupu Haraldarmenn á
eftir þeim. En þá snarsneru ridd
ararnir við og réðust á óskipu-
lega fylkingu fótgönguliðsins
og stráfelldu hvern einasta
mann. Nú lét Vilhjálmur bog-
menn sína taka til og skjóta
hátt svo Haraldarmenn urðu að
halda skjöldum yfir höfði sér
og voru því litt varðir fyrir
lögum fótgönguliðs og riddara.
Staða enska hersins var orðin
mun verri aftur og þá skeði
slysið. Haraldur fékk ör í aug-
að, en hann barðist áfram nær
blindaður en féll skömmu síðar
fyrir sverðum og lensum Nor-
mannanna. Þar með lauk raun-
ar orrustunni, flótti brast í lið
Haraldar og dagur var kominn
að kvöldi.
Hér verður staðar numið í
þessari frásögn. Örlagaríkur
dagur er á enda. Vilhjálmur
tekur við ríki á Englandi og
hrekur alla valdamenn þar-
lenda frá völdum og setur sína
í staðinn. Gildir þetta bæði um
kirkjuleg og veraldleg völd.
Franska og latína eru tungur
þær, sem ríkja á hinum hærri
stöðum, en í eldhúsunm og úti
á landsbyggðinni lifir enskan.
Svo fór að lokum að hún
sigraði tungu innrásarmann-
anna, þótt þeir flyttu með sér
mikla latneska menningu og
leggðu grundvöllinn að vold-
ugasta ríki Vestur-Evrópu. —
Enn lifði England.
— vig.
Heimilid að greinum þessum
eru:
Cassels illustrated Hitsory of
England.
National Geogrophic, ágúst
1966.
Fyrir 100 kr.
HVER VIIX setjast undir
stvri á eigin Plymouth Valiant
1961 fyrir aðeins 100 krónur?
Sennilega allir. Þetta gæti hins-
vegar auðveldlega gerzt, ef
menn tryggja sér miða í hinu
stórglæsilega Landshappdrælti
Sjálfstæðisflokksins. Dregið
verður 8. nóvember um þrj.ir
lúxusbifreiðir, Rambler Anie-
rican, Dodge Dart og Plyniouth
Valiant, samtals að verðinæti
yfir eina milljón króna.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
aldrei áður hleypt af stokkun-
tun svo glæsilegu happdrætti.
Verð miða er engu að síður
óbreytt, aðeins 100 krónur.
Miðar hafa verið sendir vel-
unnurum og stuðningsmönnum
flokksins um land allt, og er
þeim vinsamlegu tilmælum reint
til þeirra, sem þegar hafa fengið
þá í hendur, að gera skil sem
allra fyrst.
Miðar eru einnig se'.dir í skrif
stofu Sjálfstæðisílokksins í Sjélf
stæðishúsinu við Austurvóll,
sími 17100. Skrifstofan er opin
til kl. 19 daglega.
Kaupið miða strax í dag —
og þar með moguleika á vinn-
iogi í glæsilegasta bílahapp-
drætti ársins.
UngKngavInna
Óskum eftir að ráða ungling (pilt eða stulku) til
starfa við innheimtu og sendiferðir, haií'an eða
allan daginn.
Vinnuveitendasamhand íslands.
Síini 18592.
Heimskringla Snorra Sturlu-
sonar, Reykjavík 1946.
Kongesagaer, Snorre Sturla-
son, Ósló 1900.
Brotasilfur, Björn Th. Björns
son, Reykjavík 1955.
Aschehougs Verdenshistorie,
Middelalderen, Ósló 1953.
Encyclopædia Britannica ’64.
King ^larald's Saga, Penguin
Books, 1966.
Fædd 24. júlí 1887
Dáinn 6. okt. 1966.
Hún var dóttir hjónanna Sina
og Edward Andersen, kaup-
manns í Stavanger og þar fædd.
Foreldrarnir nutu virðingar
bæjarbúa bæði fyrir margháttuð
afskipti föðursins af bæjarmál-
um, ritstörf hans og mannkosta
beggja. Með foreldrum sínum
dvaldist hún þar til hún fór
1911 í sumarleyfi til systur sinn
ar, sem búsett var á Eskifirði
en þaðan hvarf hún ekki aftur.
Arið 1911 var dauflegt yfir
atvinnulífi á Eskifirði, almenn
fátækt í þessu fámenna þorpi,
en fólkið var dugmikið og gott,
staðurinn fagur með sérkenni-
legum töfrum. Ef til vill hefir
þetta ásamt öðru laðað hina
glæsilegu ungu stúlku til að
flýtjast frá ættlandi sínu og
foreldrum.
Þann 31. maí 1914 giftist hún
Karli Jónassyni, útgerðarmanni
á Eskifirði, en hann lézt 6. des.
1956. Þau hjón eignuðust þrjár
dætur og tvo syni, yngsta dótt-
irin lézt á barnaldri. Af börn-
unum á lífi eru: Nenna, gift
Garðari Helgasyni, bifr.stjóra,
Lárus, afgr,maður kvæntur
Björgu Andrésdóttur, Egill fisk-
iðjueig. kvæntur Arnheiði Hall-
Guölaugur Br.
Jónsson - KveÖja
í DAG verður til moldar borinn,
frá Víkurkirkju í Mýrdal, góð-
vinur minn Guðlaugur Br. Jóns-
son, stórkaupmaður hér í borg.
Hanri lézt í Borgarspítalanum
árla morguns sunnudaginn 2.
október síðastliðinn, eftir stutta
legu þar. Hins vegar var hann
búinn að eiga við vanheilsu að
stríða mörg undanfarin ár, en þó
mest þau síðast liðnu, að mestu
við rúmið. En Guðlaugur kvart-
aði ekki þó oft væri hann þjáð-
ur, starfið var honum allt. Guð-
laugur var einn af aldamóta-
kynslóðinni svonefndu, og vanur
öllu fremur, en að hlífa sjálfum
sér, þótt líkamskraftar hans væru
oft og tíðum lamaðir.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast Guðlaugi fyrir 28 árum,
er hann fluttist hingað til Reykja
víkur, og höfum við haldið nán-
um kunningsskap öll árin, fram
til þess, er hann nú var frá okk-
ur kallaður, þá leið, er fyrir
okkur öllum liggur að lokum.
Mér hnykkti við, er ég frétti lát
hans og mér kom í hug: Já, vin-
ur minn er fallinn frá, ísland
hefur misst einn af sínum góðu
sonum.
Guðlaugur er fæddur 31/1
1895 í Reynisdal í Mýrdal. Þar
bjuggu foreldrar hans, Jón Þor-
steinsson og kona hans, Guðríður
Brynjólfsdóttir. Guðlaugur ólst
upp með foreldrum sínum og
systkinum unz hann var nær tvít-
ugur. Á æskuheimili sínu stund-
aði hann öll algeng störf með
föður sínum. Jafnhliða búskaþn-
um sótti faðir hans sjó sem for-
maður í Mýrdal við þau erfiðu
skilyrði, sem þar voru.
Snemma hneigðist hugur Guð-
laugs til verzlunarstarfa. 17 ára
stofnaði hann verzlun í Vík í
Mýrdal, og hefur þurft til þess
mikinn kjark á þeim árum í öllu
því allsleysi, sem þá var hjá
fjöldanum. Verzlun sína rak
hann um árabil með myndarbrag.
Um 1920 kvæntist Guðlaugur
Sigríði Skaftadóttur frá Fossi í
Mýrdal, ágætis konu, eins og hún
átti kyn til. Áttu þau hjónin einn
son, sem nú sér á eftir föður sín-
um, en hann hefur í mörg ár ver-
ið hans hægri hönd við atvinnu-
reksturinn. Við vottum honum
samúð okkar við fráfall föður
hans. Konu sína missti Guðlaug-
ur eftir 19 ára ástríka sambúð, og
varð honum það mikið áfall.
Guðlaugur lagði gjörva hönd
á fleira en verzlun. 1921 fluttist
hann til Vestmannaeyja, hefur
sjálfsagt fundizt of litlir athafna-
möguleikar heima í Vík, við
hafnlausa strönd. í Vestmanna-
eyjum var hann um 18 ára skeið
og fékkst við iðnað, verzlun og
landbúnað, einnig nokkuð við
útgerð, og opinber störf fyrir sitt
bæjarfélag þar.
Hingað til Reykjavíkur
fluttist Guðlaugur ásamt konu
sinni og syni árið 1937, og
hefur búið hér síðan. Aðalstarf
Guðlaugs hér í Reykjavík, eins
og alltaf áður, var verzlunar-
störf. 1942 setti hann á stofn
verzlun, innflutnings- og heild-
verzlun 1950, og var það honum
ómetanlegt að hafa son sinn sér
við hlið í þessum atvinnurekstri.
Guðlaugur var mér hollvinur
í minni lífsbaráttu, oft leitaði ég
til hans og ræddi við hann um
vandamál, sem ég án hans ráða
gat ekki leyst, svo vel ráðlagði
hann. Hans aðalsmerki var:
Komdu fram við samborgarann
eins og þú vilt að hann komi
fram við þig, og það gerði hann,
að mínu viti. Hann var svo áreið-
anlegur í orðum og gerðum, að
betra verður ekki á kosið.
Guðlaugur, ég á þér svo mikið
að þakka, þín góðvild var mér
ómetanleg. (Þessi orð vilja allir,
er þig þekktu, taka undir).
Blessuð sé minning þín.
Guðmundur Magnússon.
dórsdóttur og Aðalbjörg gift
Lúðvík Ingvarssyni, fyrrv. sýslu
manni: Öil eru þau búsett á
Eskifirði, nema Aðalbjörg og
Lúðvík sem búsett eru í Egils-
staðaþorpi. En tryggð hennar
við Eskifjörð var svo rík, að
hún óskaði þess eindregið, að
börn hennar byggju þar.
Augústa var fríð kona sýn-
um, vel á sig komin andlega og
líkamlega, glaðvær og bráð-
skemmtileg, þegar hún vildi það
við hafa í hópi tryggra vina.
Segja má að hún hafi á yngri
áruiri verið hrókur alls fngnað-
ar og enda lengi fram eftir ár-
um, þótt dótturmissir og erfiður
vinnudagur á fimm barna heim-
ili brygði stundum skugga á
glaðværðina. En störf heimilis-
ins rækti hún af fullkominni
alúð og hélt ávallt fulri rausn,
enda var gott þar að koma.
Þrátt fyrir glaðværð Augustu
var lund hennar svo viðkvæm,
að hún mátti ekkert aumt sjá,
án þess að reyna að bæta þar
úr. Ekki er ósennilegt að glað-
værasta tímabil hennar hafi
verið mánuðurinn, sem þær
hittust systurnar þrjár og mág-
kona í Reykjavík árið 1950.
Systirin frú Frida og mágkona
frú Magda komnar í heimsókn
frá Noregi.
En þá voru rifjaðar upp sæka
minningar og margt rætt.
Ég minnist margs frá ánægju-
legum samverustundum, en efst
í huga þessa stundina er, að
engan hefi ég ■ heyrt segja með
jafn fjölbreytilegum og listræn-
um tilbrigðum: Úff, eins og þig,
kæra tante Gústa og jafnt og
ég sakna þín, mun ég sakna
þessa áherzluorðs, eins og þú
myndaðir það og lézt frá þér
fara, hvort sem það tjáði fyrir-
litningu, hrifningu eða sáran
söknuð.
Aðstandendum sendi ég og
fjölskylda mín einlægar samúð-
arkveðjur.
Eirikur Bjarnason.
í STUTTU MÁLI
Moskvu, 13. okt. — AP-NTB
TVEIR Bandaríkjamenn
verið handteknir í Sovétríkj-
unum, skammt frá finnsku
landamærunum, og eru sak-
aðir um að hafa stolið fornrl
bjarndýrsstyttu í Ilotel Eu-
ropa í Leningrad. Mennirnir
sem báðir eru fyrverandi liðs
foringjar úr bandaríska hern
urn, eru nú í haldi í Lenin-
grad þar sem réttarhöldin
munu fara fram. Verði þeir
fundnir sekir, geta þeir vænzt
allt að sex ára fangelsis.
Hinir ákærðu, Buel Worth-
am og Craddock Gilmour,
höfðu verið á ferðalagi í bif-
reið um Sovétríkin og voru
handteknir hinn 1. október i
landamæraþorpinu Vainikk-
ala. V7ið tollskoðun þar fannst
bjarnarstyttan í ferðatösku
annars þeirra, og voru þeir
þá fluttir til Leningrad. Þar
fékk starfsmaður við banda-
ríska sendiráðið i Moskvu að
heimsækja þá fyrir nokkru.