Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 3. nóv. 1966
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
(sland er mitt land
hendinni og lítur yfir málverk
sín rétt svo sem til áherzlu
orða sinna.
,•— Hvaða málaraskóla hefur
þú sótt?
— Ég nam höggmyndalist
hjá Nínu Sæmundsson árið
1938, en síðan starfaði ég í
Museum of Modern Art í San
Fransisco og álít ég, að ég hafi
lært mest af því að starfa þar.
Síðan hef ég tekið þátt í
fjölda samsýninga í Bandaríkj
unum, en þessi sýning er sú
fyrsta, sem ég stend einn að.
Á sýningunni eru eins og
áður er getið 37 myndir.
Samtal við Thor Benedikz, vestur-íslenzkan listmálara,
eldgosum, og yfirleitt er svip
ur sýningarinnar mjög ís-
lenzkur. Mynd er af Öxarár-
fossi, Surtsey og mörgu fleiru
sem of langt yrði upp að telja.
Við spyrjum Thor Bendikz
með hverju hann máli, og
hann svarar:
— Ég mála nær eingöngu
með pensli eða spaða. Þú mátt
bóka það, að ég hvorki sletti
litunum á léreftið né kreisti
þá beint úr túbunum — og
hann hlær við.
— >ú málar ekki natúralst-
iskar myndir?
— Nei, þá myndi ég miklu
tvo daga, sem hún hefur stað-
ið yfir?
— Fyrsta daginn komu á
milli 20-30 gestir og i gær
munu hafa komið um 50
manns. 10 myndir hafa selzt,
en verð myndanna á sýn-
ingunni er frá 200-8000 krón-
ur.
Malverkið „Frost og Fire“ eftir Thor Benedikz.
Á sýningunni er meirihluti
myndanna olíumyndir. >á
eru nokkrar pastelmyndir,
og við spyrjum Thor, hvort
hann máli mikið af myndum
í pastel.
— Ég gerði mikið af því
hér áður fyrr, en minna nú.
Ég er aðallega í olíunni nú.
>á málaði ég einnig nokkuð
í vatnslitum. en engin vatns-
litamynd er þó hér á sýning-
unni.
— Hefuröu hug á að koma
brátt aftur til íslands?
•— Ég hef nú verið hér með
annan fótinn í mörg ár, og
býst við að koma aftur í vor.
>etta er þó alltaf mitt land
eða eins og sagt er „Römm
er sú taug, er rekka dreg-
ur . . .“ o.s.frv. >að eina sem
ég gaeti fundið að íslandi er,
að loftslagið er ékki nógu
hlýtt.
— Er eitthvað, sem þú vild
ir segja að lokum?
— Já, ég er ákaflega þakk-
látur yfirmanni Upplýsinga-
þjónustu Bandaríkjanna Mr.
Torrey og konu hans fyrir vel
vilja í minn gar*ð og einstæða
hjálpsemi. Þau hafa gert allt,
sem þau hafa getað til þess
að greiða göitu mína, segir
Thor Benedikz um leið og
við kvöddum hann.'
sem sýnir
f GRÁMA hversdagsleikans
og rigningunni i gær brugð-
um við okkur í Ameríska bóka
safnið í Bændahöllinni, en
Margar myndanna eru ab-
strakt, en innan um eru impr-
essionistiskar myndir, m.a.
nokkrar frá San Fransisco,
Frá opnun sýningar Thor Benedikz sl. mánudag. Gestir skoða sýninguna. Talið frá vinstri:
James Sampas, starfsmaður í bandaríska sendiráðsins; Ásgeir Bjarnþórsson, listmálari (sit-
ur); Thor Benedikz; sendiherra Bandarikjanna á íslandi, James K. Penfieid og frú Eilen
Haligrímsson.
Thor Benedikz og tvö málverka hans. Til hægri er myndín
„Moon River Fantasy".
í Ameríska bókasafninu
heldur fá mér ljósmyndavél.
Hún kemur að fullum notum,
þegar festa skal slíkar mynd-
ir í ramma.
— Áttu engar myndir frá
stríðinu, þegar þú varst í
hernum?
— Nei. Myndirnar, sem ég
málaði í stríðsárunum týnd-
ust allar. Þegar ég var kvadd
ur í stríðið kom ég þeim öll-
um fyrir í húsi. Að stríðinu
loknu, er ég kom heim og
ætlaði að vitja myndanna,
hafði húsið verið selt og allar
myndirnar voru horfnar. Ég
hef ekki séð þær síðan og al-
drei heyrt neitt af þeim, en
það þýðir ekki að gráta það.
— Ætlar þú að vera lengi
hérlendis í þetta sinn?
— Ég verð fram í desem-
ber, en sýningin verður fram
í miðjan nóvemtíer. Ég er nú
á leið til Ítalíu, þar sem ég
ætla að ferðast um og skoða
landið. Maður verður að fylgj
ast með því, sem gerist í heim
inum.
— Hafa margir heimsótt
þig hér á sýninguna þessa
þar sýnir um þessar mundir
Vestur-lslendingurinn Thor
Solon Benedikz 37 málverk,
sem hann hefur málað á und-
anförnum árum eða á árun-
um 1960—1966. Hafa selzt 10
myndir, en sýningin var opn-
uð hinn 1. nóvember.
Thor Benedikz fór ungur
til náms í Bandaríkjunum, en
að eigin sögn var það ekki
ætlun hans að setjast þar að,
en einhvern veginn fór svo að
lokum, að hann varð banda-
rískur ríkisborgari árið 1930,
og býr hann nú í Kaliforníu.
Við hittum Thor á sýning-
unni og áttum við hann stutt
samtal. í fyrstu spurðum við
hann, hve lengi hann hefði
stundað málaralist, og hann
svarar:
— Ég hef málað í mörg ár,
en þó aðallega síðustu 10 ár-
in. Fyrir stríð stundaði ég að-
allega höggmyndalist, en þeg-
er ég kom heim úr stríðinu
gaf ég mig litunum á vald, og
við þá fæst ég enn eins og þú
sérð — og hann bandar út
sem Thor- segist hafa málað
eftir útsýninu úr glugga á
heimili sínu vestra. Mynd er
frá Þingvöllum, myndir a'f
<
■
IBNNEMADANSLEIKUR I GLAUMBÆ
/ KVÖLD Engin pása — 3 hljómsveitir
ERNIR, STUÐLATRÍÓ og FLAMINGOS
Baker systur og Alli Rúts skemmta
Félag Hárgreiðsltinema