Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 3. nóv. 1968
plí>rj0iwttM&&ílr
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvaemdastjón: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
P.itstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðinundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Knstinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 7.00 eintakið.
HEILDARLÖGGJÖF
UM LANDHEL GIS-
GÆZLUNA
‘C’ins og kunnugt er átti ís-
lenzka landfaelgisgæzlan
fyrir skömmu 40 ára starfsaf-
mæli. Hefur ríkisstjórnin nú
lagt fyrir Alþingi frumvarp
um heildarlöggjöf um þessa
þýðingarmiklu starfsemi.
Það er rétt sem Jóhann Haf
stein, dómsmálaráðherra,
sagði í framsöguræðu sinni
fyrir frumvarpinu, að land-
helgisgæzlan hefur unnið ó-
metanlegt starf í þágu alþjóð-
ar á þessu 40 ára tímabili.
Hún hefur verið tákn full-
veldis og sjálfstæðis íslend-
inga, og hún hefur notið for-
ystu traustra og dugandi
manna.
En fram til þessa hefur
skort heildarlöggjöf um þá
réttargæzlu og störf, sem
landhelgisgæzlan vinnur. Úr
þessu er ætlað að bæta með
frumvarpi því, sem ríkis-
stjórnin hefur lagt fyrir Al-
þingi.
Eins og kunnugt er hefur
landhelgisgæzlan starfað að
mörgu öðru en sjálfri strand-
gæzlunni. Hún hefur unnið
mikilvægt björgunarstarf, tek
ið þátt í hafrannsóknum, eytt
tundurduflum og hlaupið und
ir bagga með afskekktum
byggðarlögum, ef náttúruham
farir hafa hindrað samgöngur
til þeirra. Ennfremur hefur
landhelgisgæzlan annazt
sjúkraflutninga og lækna-
flutninga, og hefur með því
orðið að verulegu liði við heil
brigðisþjónustu landsmanna,
og þá fyrst og fremst í strjál-
býlinu.
Fyrir alllöngu eignaðist
landhelgisgæzlan Skymaster-
flugvél, sem orðið hefur að
ómetanlegu gagni við sjálfa
strandgæzluna, og nú nýlega
keypti hún þyrlu, sem sezt
getur á þilfar tveggja varð-
skipanna.
Nú nýlega hefur verið á-
kveðið að láta smíða nýtt og
hraðskreitt varðskip, sem
verður aðeins stærra en Óð-
inn og nokkru gangmeira.
Kaupverð þessa skips er um
83 millj. króna.
Brýna nauðsyn ber til þess,
að landhelgisgæzlan sé á
hverjum tíma fær um að
gegna hinu mikilvæga hlut-
verki sínu. Þess vegna ber að
fagna því að núverandi ríkis-
stjórn hefur haft glöggan
skilning á þörfum hennar. Er
óhætt að fullyrða að áfram
muni haldið að byggja hana
upp, og taka þær nýjungar í
þjónustu hennar, sem kostur
er á. Ber þá ekki sízt að hafa
í huga aukin þyrlukaup, eins
og 6 þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa lagt til í þings-
ályktunartillögu, sem þeir
hafa nýlega flutt á Alþingi.
HNEYKSLANLEG
FRAMKOMA
DAGBLAÐS
CJú ákvörðun háskólaráðs að
^ ljá ekki húsakynni háskól-
ans til fyrirlestrahalds
sænsku skáldkonunnar Söru
Lidmans, hefur orðið ýmsum
blöðum tilefni til svæsinná'
árása á háskólayfirvöld, en þó
ganga þær úr hófi fram, þeg-
ar málgagn næststærsta stjórn
málaflokks þjóðarinnar birtir
eftirfarandi áskorun til stúd-
enta í gær: „Er vonandi að
forráðámenn stúdenta láti
ekki fámennan hóp þröng-
sýnna prófessora setja sér
stólinn fyrir dyrnar og haldi
fundinn innan veggja skól-
ans, hvað sem tautar og raul-
ar“.
Þessi ögrun málgagns Fram
sóknarflokksins er því blaði
til háborinnar skammar og
raunar „fáheyrt hneyksli11.
Menn getur greint á um af-
stöðu háskólaráðs til þess að
lána húsakynni skólans til fyr
irlestrahalds fyrir fyrirlesara
sem hingað koma á vegum
samtaka, sem ekki eru í nein-
um tengslum við skólann, en
hins vegar er það auðvitað
endanlega á valdi háskólayfir
valda að ákveða eftir hvaða
reglum farið er um slíkt, og
það nær auðvitað engri átt,
að gerð sé tilraun til þess að
hvetja stúdenta til þess að
fara ekki að fyrirmælum
réttra yfirvalda háskólans.
Vararektor háskólans, pró-
fessor Halldór Halldórsson,
sagði í viðtali við Morgun-
blaðið í gær: „Um þá megin-
reglu má þó deila, hvort póli-
tískir ræðumenn, fengnir til
landsins á vegum samtaka,
sem íslenzka ríkið, sem slíkt,
er ekki aðili að, fái inni með
málflutning sinn í háskólan-
um. Ég er andvígur þessu, og
er óhræddur að láta það
uppi“. Þetta er afstaða vara-
rektors háskólans, og meiri
hluti háskólaráðs hefur stutt
hann í þeirri afstöðu. Um
hana má deila, eins og hann
segir sjálfur, en það er
hneykslanleg framkoma af
hálfu dagblaðs, þegar það
hvetur nemendur skólans til
þess að virða slíkar ákvarð-
anir að vettugi
Ofurstarnir tveir sem
öllu ráða í Nígeríu nú
Svo virðist sem þess
muni skammt að bíða að í
odda skerist með ofurstun-
um tveimur, sem mestu
ráða í Nígeríu nú og eru
um margt dæmigerðir full
trúar afrískra stjórnmála-
leiðtoga eins og þeir ger-
ast nú á tímum.
Svo virðist sem þess muni
skammt að bíða að í odda sker
ist með ofurstunum tveimur,
sem mestu ráða í Nígeríu nú
og eru um margt dæmigerðir
fulltrúar afrískra stjórnarleið
toga eins og þeir gerast nú á
dögum.
Annar þessara manna er
Yakubu Gowon, sem er einn
af yngstu þjó’ðarleiðtogum
heims, hefur aðeins ár um
þrítugt, og er ekki aðeins
æðsti maður lands síns heldur
einnig yfirmaður herstjórnar-
innar og alls herafla lands-
manna. Hinn maðurinn er ári
eldri, heitir Chukwuemeka
Ojukwu og er landsstjóri og
yfirmaður hersins í austur-
hluta Nígeríu.
Gowon tók við völdum 1
Nígeríu eftir hvarf Johnsons
T. U. Aguiyie-Ironsis, herfor-
ingja og forseta landsins í
uppreisn þeirri sem gerð var
í her Nígeríu 29. júlí sl. Ir-
onsi hefur ekki sézt síðan né
neitt til hann spurzt en talið
er víst að honum hafi rænt
Hausa-hermenn úr norður-
héruðunum. Gowon var þá yf-
irma’ður alls herafla landsins
og æðstur vir*ðingarmaður af
norðanmönnum í Nigeríuher.
Hann hefur kappkostað að
halda hinum ýmsu hlutum
ríkisins, einkum þó austur-
og norður-hlutanum, sæmi-
lega samvinnuþýðum og vel-
viljuðum til þess að forða upp
lausn sambandsríkisins. Sjálf
ur hefur hann sagt að það sé
ekki í sínum verkahring að
setja landi sínu stjórn. „Þjóð
in á sjálf að ákveða hvaða
stjórn hún vill hafa í land-
inu“ segir Gowon.
Ojukwu, sem er af ætt-
flokki Ibóa eins og Ironsi, hef
ur mælzt til þess að austan-
menn hafi sem minnst afskipti
af öðrum landshlutum. í blöð
um í austurhlutanum hefur
einnig verið mikið um frá-
sagnir af því í dagblöðum, út-
varpi og sjónvarpi að ráðizt
hafi verið á austanmenn á
flótta úr norðurhluta lands-
ins. Einnig hefur verið gefið
í skyn að austurhlutinn kunni
að æskja sjálfstæðis.
Ósamlyndi ofurstanna ungu
varð bert í ágústlok sl. er
Ojukwu lýsti yfir „sorgar-
degi“ í austurhlutanum til að
minnast austanmanna sem far
izt hefðu í uppreisninni og í
óeirðunum sem urðu í noið-
urhluia Nígeríu 15. maí sl.
Sagði Ojukwu að „3000 sak-
lausir og varnarlausir borg-
arar“ hefðu látið lífið í átök-
um þessum.
Gowon sagði yfirlýsingu
Ojukwus brjóta í bága við
stjórnarskrá landsins og vera
„mjög til baga tilraunum til
þess að halda landinu sam-
einuðu“ og lögregla landsins
bannaði öll fundarhöld og hóp
göngur 1 austurhlutanum.
Engu að síður fór „sorgar-
dagur“ austanmanna fram án
þess að til neinna tíðinda
drægi og lögreglan hefti ekki
í neinu minningarathafnir
sem fóru fram í kirkjum þar
eystra. í>ó lét Gowon svo um
mælt að uppreisnin og óeirð-
irnar væru „ einungis aflei’ð-
ing fyrri atvika í janúar sl.
og þrátt fyrir þau hefðu aðrir
landshlutar setið á sér og sýnt
lofsvert taumhald". Vildi Gow
on með þessu minna Ojukwu
á að margir norðanmenn
trúðu því fastlega að uppreisn
inni í janúar, er batt enda á
borgaralega stjórn í landinu,
hafi verið stefnt þeim til höf-
uðs og þar hafi íbóar verið
ð verki.
Yakubu Gowon, forseti Ní-
geríu
Sjálfstæði Ojukwus hefur
fengið vestræna stjórnmála-
menn til þess að líkja honum
við De Gaulle Frakklandsfor-
seta. Sjálfur reynir Ojukwu
að láta líta svo út sem vel
fari á með þeim Gowon og
tali þeir saman kallar Oju-
kwu hann jafnan „Jack“.
Einnig gat hann Gowon í
ræ’ðu daginn sem hann boð-
aði „sorgardaginn" er áður
sagði og lauk þar á hann
miklu lofsorði fyrir að hafa
hjálpað fjölskyldu Ironsis til
að komast frá Lagos og til
austurhluta landsins.
Gowon lét senda burt úr
höfuðborg austanmanna, En-
ugu, 400 manna herlið norð-
anmanna er Ojukwu, sem bú-
ið hafði um sig í aðalstöðvum
lögreglunnar í borginni, sagði
að kurr væri í borgarbúum
vegna dvalar herliðsins þar.
Ojukwu segir, að samkomu-
lag sem hann hafi gert vi’ð
Gowon um að allt herlið aust-
anmanna skyldi sent aftur til
heimahéraðs síns, hvaðan sem
það væri staðsett, hefði ekki
verið haldið og segir „það
veitir ekki mikið traust á því
sem koma kann ef ekki sjást
neinar efndir gerðra samn-
inga“.
Ojukwu er sonur auðugs
nígerísks kaupsýslumanns,
sem Bretar slógu einhverju
sinni til riddara. Hann hefur
lagt stund á mannkynssögu og
tók próf í nútímasögu 1955.
Gowon ér fæddur í ankshin-
héraðinu á sléttum Norður-
Nígeríu, héraði sem byggit er
ýmsum smærri þjóðflokkum,
sem teknir voru að ókyrrast
undiryfirrá’ðum drottnunar-
gjarnra Hausa-mannanna,
sem eru Múhameðstrúar. Að
sumra sögn var faðir Gowons
meþódisti og starfaði að trú-
boði á þeirra vegum. Starfs-
lið Gowons hefur unnið að
samningu opinberrar ævisögu
hans en sjálfur hefur hann
ekki lagt blessun sína yfir það
ritverk enn.
Gowon gekk i herinn
skömmu eftir að hann hætti
í gagnfræðaskóla 1954 og var
þá valinn til að hljóta liðs-
foringjamenntun og sendur
til Englands þar sem hann
var við nám í Sandhursther-
skólanum í rúmt ár (1955—
56). Ojukwu var í þjónustu
hins opinbera í austurhluta
Nígeríu áður en hann gekk í
herinn 1956. Hann hlaut einn
ig liðsforingjamenntun sína í
Englandi, í Chester.
Ironsi skipaði Ojukwu lands
stjóra í austurhluta Nígeríu
og yfirmann alls herafla þar
eftir uppreisnina í janúar sl.
í>á var Ojukwu yfirmáður
herdeildar einnar í Kano í
norðurhluta landsins. Norðan
maðurinn Gowon sem var her
deildarforingi í Lagos um
þetta leyti var gerður af yfir-
manni alls herafla landsins.
Báðir búa þeir Gowon og
Ojukwu nú við öflugan lög-
regluhervörð sér til vernd-
ar. Gowon býr eftir sem áð-
ur í herbúðum og vinnur í að-
albækistöðvum lögreglunnar
með brynvarðar bifreiðar fyr
ir dyrum úti og fer ekki eitt
eða neitt án þess að vopn-
áðir herflokkar séu í bak og
fyrir bifreið hans. Ojukwu
býr í landstjórabústaðnum í
Enugu og heldur þar sem
næst kyrru fyrir og beri gesti
þar að garði er leitað á þeim
vendilega hvort þeir beri
nokkur vopn.
Gowon er maður grannvax-
inn með snyrtilegt yfirvara-
skegg og nokkur tilhaldsmað-
ur í klæðaburði. Ojukwu er
maður mikill nokkur á velli
og hefur nú látið sér vaxa
skegg. Hann er ekki síður til-
haldssamaur en Gowon og
gengur alla jafna í grænum
einkennisbúningi með gull-
bryddingu á öxlum og silfur-
hnöppum.
Báðir eru þeir Gowon og
Ojukwu mælskir vel og
kunna að koma fyrir sig orði.
Ojukwu hefur oftlega rætt við
erlenda fréttamenn en Gow-
on hefur ekki haldið blaða-
mannafund síðan 4. ágúst sl.
Þá var hann spurður hvort
hann myndi ekki nokkuð ung
ur til þess að fara með æðstu
völd í landinu. Gowon var
fljótur til svars og sagði að
sjálfum sér litist svo á Kenn-
edy heitinn Bandaríkjafor-
seta sem hann væri maður of
ungur til þess að gegna em-
bætti því er honum hafði ver-
ið falið en reyndin hefði orð-
fð önnur og á þriggja ára
valdatíma sínum hafði Kenn-
edy orðið öllum heimi til eft-
irbreytni.
(Fréttagrein frá AP — eftir
Arnold Zeitling)