Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 3. nóv. 1968 MORGU N BLADID 17 MAO TZE - TUNG OG KÍNVERSKUR KOMMÚNISMI EFTIR því, sem næst verður komizt, hófst „Hin mikla menn ingarbylting alþýðunnar“ í Kína þegar síðla ársins 1964. Þá um sumarið höfðu starfs- menn flokksstjórnarinnar ferð- ast um landið, til þess að kanna ástandið og komu til Peking með fregnir af vax- andi borgarlegum tilhneiging- tim, minnkandi áhuga á sam- yrkjustefnunni, eiginhagsmuna legum áhuga á þeim litlu lands skikum, sem bændum var leyft að halda til að rækta grænmeti og annað til eigm þarfa og loks greinilegum tilhneigingum til endurskoðunarstefnu og stuðn- ings við stefnu rússneskra kommúnista. Einnig hermdu fregnir, að innan hersins gætti vaxandi endurskoðunarstefnu. Einkum sýndu ungir atvinnu- hermenn minnkandi áhuga á hernaðarhugmyndum Mao Tze- tungs og krefðust þess, að her- inn væri endurskipulagður, bú- inn nútímavopnum og tæki upp nýtízkulegri hernaðarað- ferðir. Upplýsingar þessar voru teknar til umræðu í miðstjórn flokksins og ákveðið að gera tóttækar ráðstafanir ,til þess að bæta úr þessu ófremdará- standi. Efla yrði byltingar- og baráttuhug fólksins og upp- ræta þetta illgresi. Svo virðist, sem annað hvort Mao Tze-tung eða Lin Piao, — eða e.t.v. báðir í sameiningu, hafi átt frumkvæðið að því að koma á laggirnar sveitum Rauðu varðliðanna. Þær voru hyggðar á herskáasta kjarna Æskulýðshreyfingar kommún- istaflokksins og Ungherjasam- takanna og settar undir stjórn hersins. Jafnframt var hafizt handa um hreinsun í hernuni sjálfum. Foringjar voru svipt- ir merkjum, er sýndu stöðu þeirra og tign í hernum og skyldu þeir nú klæðast sein óbreyttir hermenn. Lögð var aukin áherzla á að túlka skæru liðaaðferðir Maos — og urðu nú allir að einbeita ser að því að læra og hugsa um það, sem Mao Tze-tung hafði skrifað. Hafizt handa Þegar herinn þótti orðin sæmilega tryggur var hafizt handa um hreinsanir á sviðum menntamála, efnahagslífsins, landbúnaðar og í flokknum. Var farið hægt af stað, áhrifa- litlir menn fjarlægðir úr stöð- um sínum til að byrja með, en síðan færðist hreinsunin í auk- ana, unz hún náði hámarki í sumar með falli borgarstjór- ans í Peking og rektors Peking háskóla. Jafnframt var tekið að ráðast gegn öllum erlendum Mao Tze tung og Lin Piao kanna sveitir Rauðu varðlið- anna og svara hyllingum þeirra. VII. Menningarbyltingin áhrifum, hverju nafni, sem þau nefndust. Spjöll voru unnin á erlendum grafreitum og guðs- húsum, nunnum var misþyrmt og gerður aðsúgur að erlendum sendiráðum. Götumerki voru rifin niður — og götur og torg skírð nýjum nöfnum eða kennd við kommúnisk slagorð. Fornir dýrgripir voru brenndir og aldraðir afkomendur borg- arastéttanna, sem ennþá fengu rentur af fyrri eignum, voru leiddir um götur og torg, með topphúfur — gamalt auðmýk- ingarmerki í Kína — á höfð- um. Þeir voru leiddir fyrir ung lingadómstóla, sem sáu um að þeir væru hýddir eða hrak- smáðir á annan hátt. Klæði voru rifin og hár klippt af þeim Kínverjum, sem gerzt höfðu sekir um að apa eftir erlend- um siðum. En hver var tilgangurinn með öllu þessu — hvað liggur hér að baki? Þriðja menningar- byltingin Chou En-lai, forsætisráð- herra landsins svaraði því að nokkru leyti í ræðu, sem hann hélt í Búkarest í Rúmeníu í júní sl. Hann sagði, að mark- mið menningarbyltingarinnar væri að kveða niður í eitt skipti fyrir öll gamlar hug- myndir, alla hina fornu menn- ingu, alla gamla siði og venj- ur, sem arðránsstéttirnar hefðu skapað í því skyni að geta eitr að hugi fólksins. Þess í stað ætti að skapa nýjar hugmynd- ir, nýja menningu, nýja siði og venjur alþýðunnar. Hann sagði. að sterkustu örvunum væri beint gegn þeim, sem héldu uppi andkommúnískri starf- semi undir yfirskini kommún- isma — gegn nokkrum and- stæðingum flokksins og and- sósíalískum og andbyltingar- sinnuðum menntamönnum úr gömlu borgarastéttunum. Chou En-lai gaf einnig greini lega í skyn, að þessi öfl væru allöflug, a.m.k. nógu öflug til að treysta sér til andstöðu við stefnu Maos og meirihluta flokksleiðtoganna. I júlí skýrði málgagn flokks ins frá því, að öfl þessi hefðu náð að koma fulltrúum sínum í mikilvægar stöður, bæði í flokknum og hernum. Blaðið upplýsti einig, að baráttan, sem nú stæði yfir væri þriðja meiriháttar „menningarbylting in“, sem háð hefði verið frá því árið 1949, er kommúnistar komust til valda. Hin fyrsta hefði verið árið 1953, þá hefði m.a. Kao Kang, svæðisstjóra Norðuaustursvæðisins, verið vikið frá vegna andstöðu hans við Mao. Hin hefði verið 1959, er þáverandi varnarmálaráð- herra Peng Teh-huai og aðrir hægri menn voru reknir úr embættum sakaðir um andstöðu við róttækar sósíalistískar að- gerðir í efnahagslífi og land- búnaði, auk þess, sem þeir höfðu gerzt sekir um stuðning við stefnu sovézkra kommún- ista. Hreinsunin 1959 var gerð eft ir að mistökin við Stóra fram- farastökkið fóru að verða aug- Ijós og finna þurfti einhverja til þess að skella á a.m.k. hluta af skuldinni. Peng Teh-huai, landvarnaráðherra, var hand- tekinn, er hann kom heim af fundi í Albaníu, þar sem hann hafði látið uppi við Nikita Krúsjeff, að hann hefði enga trú á landbúnaðar- stefnu flokks síns. V aldabaráttan Og nú er sem sé komið að þriðju menningarbyltingunni, — og ástæðan sögð sú, að út- rýma eigi gömlum siðum og menningu. En flestir frétta- menn eru þeirrar skoðunar að jafnframt liggi hér að baki áköf valdabarátta, sem grund- vallist á sambandinu milli Mao Tze-tungs annars vegar og hins vegar þeirra Liu Shao-chi, forseta, Chou En-lai, forsætis- ráðherra, Lin Piao landvarnar- ráðherra, Teng Hsiao-ping að- alritara kommúnistaflokksins og Peng Chen, fyrrum borgar- stjóra í Peking og aðalritara flokksdeildarinnar þar. Hefði verið um hreina menningar- byltingu að ræða, þykir harla ólíklegt, að Peng Chen hefði orðið meðal fórnarlamba henn- ar. Hann hefur lengi verið einn helzti talsmaður Kínverja á er- lendum vettvangi og þótt trúr fylgismaður hinni „hörðu“ Mao-línu, — enda oft talsmað- ur Kínverja í átökunum við Krúsjeff eins og frá var skýrt í síðustu grein. Nú er svo að sjá, sem Liu Shao-chi sé að fara sömu ieið og Peng Chen, — a.m.k. hefur hann verið ákaft gagnrýndur og Rauðu varðliðarnir krafizt þess opinskátt, að hann verði látinn víkja. Ten Hsiao-ping hefur líka fengið orð í eyra og er nú svo að sjá, sem aðeins standi eftir óflekkaðir þeir Chou En-lai og Lin Piao. Chou En-lai eða Lin Piao Margir fréttamenn hallast að því að Lin Piao sé sá sterki í þessari valdabaráttu. Hann hef ur gengið harðast fram i hreins ununum og hefur herinn og Rauðu varðliðanna á sína valdi. Hann hefur átt frum- kvæði að því að auka fræðslu og áhuga á ritum Mao Tze tungs og gerzt skeleggasti túlk- andi kenninga hans. Ekki eru þó allir á sama máli um .þetta. Fu Shun-lin, kín- verskur aðstoðarprófessor í lög um við Columbiaháskólann í New York er þeirrar skoðunar að sá, sem að baki hreinsun- unum standi — og muni síðast standa með pálmann í höndun- um — sé ekki Lin Piao, heldur Chou En-lai. Segir Fu Shun- lin, að margir sérfræðingar í Hong Kong og á Formósu, sem líti á mál þetta í ljósi kínverk- skrar sögu og þróunarsögu kommúnismans, hallist að þess ari skoðun. Þeir hafa rekið fer- il Chou En-lais, — sem et eins- konar Mikoyan þeirra Km- verja, öllum slægari og hefur alltaf snúizt á réttu augnabiiki á sveif hinna sterkari innan flokksins — og telja, að Chou beiti Lin Piao fyrir sig. — enda geri hann sér þess fulla grein, að án Lins og hersins væri hann einskis megnugur. Fu Shun-lin telur, að verði Chou En-lai ofan á I þessari valdabaráttu, megi búast við skynsamlegri stefnu Kínverja á komandi árum. Hann sé t.d. á sinn varkára og sveigjanlega hátt fylgjandi sveigjanlegri stefnu í utanríkismálum, eink- um gagnvart Bandaríknmum og Sovétríkjunum og ekki eins ákafur stuðningsmaður heims- byltingar kommúnismans og þeir, sem fylgja hinni „nörðu" línu. í þeim hópi er aftur á Framhald á bls. 19 Niður með....... niður með. . . . . Lengi lifi Mao Tze-tung' niður með niður með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.