Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 3. nóv. 1966 i t Síld á Siglufirði SIGLUFIRÐI í október 1966. Áður fyrr biðum við stór hópur Siglfirðinga, eftir að síldveiðiskipin kæmu með fullfermi síldar frá nálægum og fjarlægum miðum, en nú er sá draumur að mestu horf- inn, að minnsta kosti í bili. En í staðinn biðum við eftir að „drekinn" komi fyrir nes, eins og einn Þingeyingur kemst að orði ekki alls fyrir löngu í viðtali við Alþýðu- blaðið. En þar átti Þingeying- urinn við síldarflutningaskip SR. „Haförninn'. Já, og því skyldum við ekki bíða, við erum búnir að sjá að „Haf- örninn" hefur fært okkur slíka björg í bú, að engan hefur órað fyrir að orðið gæti. Ekki aðeins þeim sem beina vinnu hafa við lestun, losun og bræðslu þeirrar síldar sem „Haförninn“ hefur flutt, held- ur alla bæjarbúa og raunar þjóðina alla, því ekki væri allt það síldarmagn, rúmlega 15 þúsund tonn, sem „Haförn- inn“ hefur flutt til Siglufjarð- ar, komið á land ef „Haförn- inn“ hefði ekki komið. En nóg af því, um daginn er „Haförninn“ kom með rúmlega 3300 tonn af síld af Austfjarðamiðum, datt mér í hug að skreppa með mynda- vélina mína ofan í eina lest- ina, eða einn tankinn réttara sagt, því þetta er tankskip. Þarna niðri voru um 12—14 röskir drengir á aldrinum 16 til rúmlega 50 ára, og ekki veitti af að þeir væru röskir, því mikið kapp er lagt á að losa skipið á sem skemmstum tíma, svo það geti farið sem fyrst á miðin aftur. Annars voru um helmingi fleiri niðri í tank'núna (5. farmi) heldur en í fyrstu förmunum, en ástæðan var sú að haust og vetrarsíldin er allt önnur við- fangs heldur en sumarsíldin. Sumarsíldin rennur mikið betur til í lestunum því bæði er hún feitari og meira blóð- vatn í henni, En haust- og vetrarsíldin á það til að tolla eins og steyptur veggur, án þess að renna nokkuð til að sjálfdáðum, og veitir ekki af röskum lempurum, en það eru þeir kallaðir sem lempa (moka) síldinni að síldarlyft- unni. Til að byrja með standa lempararnir í allt að mitti í síldinni og nota þá 5 álma síldargaffla til að moka til síldinni, en þegar tekur að grynna, þá geta þeir tekið til fljótvirkari verkfæra, sem eru einskonar ýtur, upphaflega framleiddar, held ég til að ýta snjó af gangstígum o.s.frv. en hafa reynzt vel í síldinni. Þetta eru um 160 cm löng trésköft með járnsköfu á öðr- um endanum, (ekki vélknú- in). Tíminn sem fer í að losa hvern tankt er allt frá 2—5 tímum, allt undir síldinni komið, hvernig hún rennur. Hægt er að losa síld úr „Haf- erninum“ theð fjórum síldar- lyftum í senn, eða um 400-500 tonn á klukkustund, ef síldin er „góð“ (sumarsíld). S.K. Vel heppnað námskeið fyrir blaðamenn í Hasselbyhöll — Mig var búið Framhald af bls. 32 eldavélinni, því að ég hafði ekki tíma til að setja olíu á hana. Svo var ég næstum kominn upp í stórgrýtisfjöru við Ös- hlíðarvitann og kastaði þá akkeri, en þar var svoddan sjógangur, að vírinn kubbað- ist í sundur. Þá tókst mér að snúa bátnum á seglum inn á víkina og var kominn um 10 faðma frá brimbrjótnum, þetta var á versta tíma, sunnu dagsmoreun og enginn maður á ferli. Þá hreif straumur bát inn og hann rak að landi og stefndi á stórgrýti. en ég gat stjakað honum frá og þá strandaði hann á sæmilegum ■tað. — Nei, ég var ekkert hrædd ur. Ég á ekki til hræðslu. Ég hugsa ekki svo langt. Svo vissi ég fyrirfram að þetta myndi allt fara vel. Mig var búið að dreyma fyrir þessu, að eitt- hvað myndi koma fyrir, og inér fannst draumurinn þann ig, að ég hafði engar áhyggj- ur og að ég vissi að allt myndi fara vel. Já, mig dreymir oft. Ef eitthvað á að koma fyrir, þá dreymir mig alltaf fyrir því, og þá er mér alltaf óhætt að treysta á drauminn. Ég hefi tekið eftir því að það kem ur fram. Nei, ég var ekkert þreyttur eða syfjaður. Ég svaf sama eg ekkert og maður verður ekkert syfjaður, þegar maður fer að vaka svona. Þetta kem- ur allt af sjálfu sér. Maður finnur ekkert fyrir bessu, þeg ar ekkert er unnið. Annars var ég af og til að ’-enna og fékk fisk og fisk Ég hafði nógan mat, en það voru bara eldspýturnar, sem kláruðust. Þeir segja þarna í Moggan- um að ég sé ekki á þjóð- skránni. Það getur verið. Ég veit ekkert hvernig stendur á því. Eiga ekki nrestarnir að tilkynna þetta, Ég átti heima i Bjargarkoti í Fliótshlið og er nú skrifaður á Flókastöð- um. Það yæri svo sem ágætt að vera hvergi skrifaður, en ég er búinn að fá útsvarsseðil- inn úr Fljótshlíðinni. Nei, þeir legg.ia á mann þó maður sé ekki á þjóðskránni. Já, ég held áfram á færun- um. Báturinn fer í slipp á morgun og hann er lítið skemmdur og þegar búið er að gera við hann held ég áfram á færum. Ég er búinn að vera mikið á sjó um ævina, bæði á togurum og bátum, en þenn- an bát keypti ég af Fiskveiða- sjóði og hef róið hérna fyrir vestan, því að mér lízt vel á fiskinn, hérna út af Vestfjörð- unum. — H.T. — Hörð átök Framhald af bls. 32 son, Guðmundur Vigfússon og Guðmundur Hjartarson. Talið er að Eggert Þorbjarn- arson, Páll Bergþórsson og Brynj ólfur Bjarnason hafa sameigin- lega hlotið 35 fultrúa af 52 og þar með tryggt sér undirtökin á þinginu. Þessi miklu átök innan Sós- íalistaflokkurinn áttu sér stað ein mitt um þær mundir sem lands- fundur Alþýðubandalagsins stendur. Skrifbók fyrir 7 og 8 ára börn RÍKISÚTGÁFA námsbóka hefur gefið út nýja Skrifbók eftir Marinó L. Stefánsson, kennara. Þetta er 1. hefti, einkum ætlað 7 og 8 ára nemendum. í því eru nokkrar undirbúnings- og liðkun- aræfingar, hentugar til að þjálfa og mýkja hreyfingar fingra, hand ar og handleggs, áður en eiginleg skriftarkennsla hefst og jafn- framt henni. Þá er í heftinu litla stafrófið og smáorð, eins og námsskrá gerir ráð fyrir, að kennt sé í I. bekk. Nokkrar teikningar eru í heft- inu. — Prentun annaðist offset- prentsmiðjan Litbrá hf DAGANA 29. og 30. október sl. var haldið námskeið fyrir norr- æna ritstjóra og blaðamenn í Hásselby-höll við Stokkhólm. Námskeiðið var haldið á veg- um Norðurlandaráðs og Norræna blaðamannaskólans í Árósum. Til námskeiðsins var boðið þátttakendum frá 6 dagblöðum í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, en tveim dagblöðum á Islandi. Á námskeiðinu voru fluttir EUert B. Schram Nýr skrifstofu- stjóri borgar- verkfræðings. BORGARRÁÐ samþykkti á fundi fyrir skömmu að ráða Ellert B. Schram, lögfræðing, hinn kunna knattspyrnumann, í embætti skrifstofustjóra borgar verkfræðings Reykjavíkur. Tók Ellert við stöðunni af Heíga Jónssyni þann 1. nóvember sl. fyrirlestrar um samband Norður landaráðs við dagblöðin, frétta- öflun og fréttamiðlun í og milli Norðurlandanna og mikilvægi blaðanna fyrir þróun norrænn- ar -samvinnu. Þá var flutt erindi um norræna blaðamannaskólann í Árósum og reynsluna af hon- um. Á eftir fyrirlestrunum voru umræður. Þeir, sem fluttu fyrirlestra á námskeiðinu voru K. A. Fager- holm, Helsingfors, Einar Ger- hardsen, Osló., Gunnar Næsse- lund, Kaupmannahöfn, Gustaf Pétrén, Stokkhólmi, Oddvar Hellerud, Osló, Erik Raske- Nielsen, Árósum og Arnulf Ingebrigtsen, Osló. Námskeiðið setti Svíinn Leif Cassel, varaformaður Norður- landaráðs, Þátttakendur bjuggu í Hásselby-höll á meðan á nám- skeiðinu stóð, en það þótti tak- ast með afbrigðum vel og hafa Kosygin til Frnkklnnds í desember Moskvu 27. október. — AP. ALEXEI Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna mun fara i opinbera heimsókn til Frakk- lands fyrri hluta desembermán- aðar. Var skýrt frá þessu af hálfu sovétstjórnarinnar i dag. Leonid Brezhnev, formaður sovézka kommúnistaflokksins og Nikolai Podgorny forseti Sovét- ríkjanna munu fara til Frakk- lands einhvern tíma á árinu 1967. De Gaulle Frakklandsforseti bauð sovézku leiðtogunum í opin bera heimsókn til Frakklands, er hann heimsótti Sovétríkin í júní síðastL verið hið gagnlegasta. íslenzku blaðamennirnir, sem námskeiðið sóttu, voru þeir Andrés Kristjánsson, Tímanum, og Björn Jóhannsson, Morgun- blaðinu. Sjálfstæðisfélag Kópavogs ABALFUNDUR félagsins ve ður haldinn í Sjálfstæðishúsi Kópa- vogs, Borgarholtsbraut 6, þriðju- daginn 8. nóvember kl. 8.30. Á fundinum mætir Jóhann Haf- stein iðnaðarmálaráðherra og ræðir um stjórnmálaviðhorfið. Stjórnin. Arabar í atvinnu- leit TVEIR ungir, arabískir mennta- menn litu inn á ritstjórn blaðs- ins fyrir skömmu, en þeir eru nýkomnir til landsins í leit að atvinnu við hæfi. Þessir menn eru Jdidi Abdel- krim frá Rabet í Marokkó, hag- fræðingur að mennt og Jourani Abdelkader frá Casa Blanca, lög- fræðingur. Ástæðuna fyrir því, að þeir komu til íslands kváðu þeir félagar vera þá, að þeir hefðu mikið lesið sér til um land ið, væru hrifnir af sögu þess og bókmenntaarfi og vilja báðir læra íslenzku. Þeir eru báðir miklir tungumálamenn og hafa á yaldi sínu arabísku, frönsku, spönsku, sænsku og tala dönsku allsæmilega. Arabarnir eru nýkomnir til landsins og dvelja sem stendur hjá Hjálpræðishernum. Héðan kváðust þeir mundu halda á næsta ári til Kanada og Banda- ríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.