Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 8
8
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 3. nóv. 1966
FRÁ ALÞINGI
Menn verða að gera sér
grein fyrir eðli vandamála
FRAMHALDIÐ var umr. um
tillögu framsóknarmanna um að
Seðlabankinn endurkaupi afurð-
arvíxla iðnaðarins á fundi sam-
einaðs þings í gær. Ekki var um-
ræðu lokið og var málinn frest-
að.
Þórarinn Þórarinsson (F): Iðn-
aðarmálaráðherra sagði í þessum
umr. að þessi till. væri sýndar-
mennska, en gegn hverjum bein
ir hann þeim ummælum? Hún
var upphaflega flutt af einum
þingmanni Sjálfstæðisfl. og sam-
tök iðnaðarmanna eru fylgjandi
þessu máli.
Ráðherra er fjarska upp með
sér af iðnaðarmálunum, en stað
reyndirnar tala öðru máli. Iðn-
fyrirtæki hafa dregið saman segl
in eða hætt, og það er að kenna
aðgerðum ríkisstjórnarinnar í
atvinnumálum, og skilningsleysi
hennar á þýðingu iðnaðarins.
Það er ósköp eðlilegt, að ríkis
stj. geri lítið fyrir iðnaðinn, þeg
ar hún hefur enga trú á honum,
I eins og fram kom í ræðu for-
i sætisráðherra á flokksráðsfundi
Sjálfstæðisflokksins. Iðnaðarmál
ráðherra sagði mig rangtúlka
þessi ummæli, en ég held það
öllum augljóst, sem lesa þessa
ræðu, að svona er skoðun ráð-
herrans.
Ég er hins vegar ósammála
þessu, enda eru ummælin miðuð
við ástandið eins og það er í
dag, en það er rangt að gera
samanburðinn þannig. Það verð-
ur að miða við eðlilegt ástand,
sem skapast, ef hin leiðin er íar
in.
Iðnaðarmálaráðherra reyndi
að blása út reglugerð Seðlabank
ans um endurkaup víxla iðnað-
arins, en það hefði hann ekki
átt að gera, enda er augljóst, að
þessar reglur eru of þröngar og
koma ekki að gagni. Það er hins
vegar augljóst, að Seðlabankinn
getur eins keypt víxla iðnaðarins
og víxla útvegs og landbúnaðar.
Þá svaraði ræðumaður um-
Lögin um jarðakaup
ríkisins endurskoðuð
Á FUNDI sameinaðs þings i gær
var tekið til 1. nmr. þingálykt-
unartillaga þriggja framsóknar-
manna (Helga Bergs, Ólafs Jó-
hannessonar og Ágústar Þorvalds
sonar). Xillaga þessi felur í sér,
að Alþingi kjósi sjö manna nefnd
til endurskoðunar lögum um
^trðarkaup. Tillagan var flutt á
siðasta þingi, en kom ekki til
meðferðar.
Helgi Bergs (F): Ég held að
flestir séu sammála um að end-
urskoða þurfi lögin um jarða-
kaup ríkisins, enda eru vaxandi
brögð að því að jarðir fan í
eyði. Tillaga þessi felur í sér í
fyrsta lagi, að auðveldað verði
þeim, er vilja hætta búskap
vegna aldurs eða annarra or-
saka, að koma eignum sínum í
verð með því að ríkið kaupi
eyðijarðirnar. í öðru lagi beri
að efla Landnám ríkisins, sem
lítur að því að gera heildarskipu
lagningu fyrir landbúnaðar-
byggðirnar. Þá ber einnig að
auka fjárveitingu til jarðakaupa,
svo auðvelt sé þeim, er búa vilja,
að eignast jörð. Þá er einnig
gert ráð fyrir, að tryggja bænd-
um verðgildi eigna sinna og sett
ar verði reglur um mat á jarð-
eignum til kaups og sölu til að
skapa meiri festu í þeim málum.
Bændasamtökin í landinu
munu hafa náð samkomulagi við
ríkisstjórnina um flutning frv.
líkan 1. lið till., en mér cr
ókunnugt um efni þess, en samt
fagna ég því að samstaða virðist
um það mál.
Ingólfur Jónsson (S)r Fram-
sóknarmenn flytja í . dag sex
þingsályktunartillögur, sem fela
m.a. í sér, að skipuð verði nefnd
um þetta og hitt. Verða þetta
alls 38 nefndarmenn, og samrým
ist það illa kröfum framsóknar-
manna um, að dregið sé úr ríkis
útgjöldum. Og menn skulu
taka eftir því, að þetta eru aðeins
tillögur framsóknarmanna í dag,
og þá er hægt að sjá að margar
verða nefndartillögur þeirra í
vetur.
Tillaga sú, er hér er til umr.,
er um mál, sem hafa verið á
dagskrá hjá bændasamtökunum
og eru sum þeirra komin vel á
veg. Varðandi einstaka liði þess-
axrar tiliögu, er vert að geta
þess, að á þessu þingi verður
flutt frv. um jarðakaupasjóð.
Þrjú til fjögur ár eru síðan bænd
úr hófu viðræður um þessi mál,
og er það nú að komast í höfn.
Þykir mér ágætt að samkomulag
hefur náðzt um þessi mál og
menn verði ásáttir um þessa ósk
bænda.
Um annan lið till. vil ég segja
það, að lögin um Landnám ríkis-
ins eru rúm og starfsemi þess
hefur verið efld. Sé ég því ekki
nauðsyn greinarinnar miðað við
tilgang tillögunnar, en vel getur
verið að endurskoða þurfi lög-
in í heild og verður þá að hafa
bændur til samráðs í því máli.
Varðandi þriðju gr. till. er það
að segja, að þar mun átt við veð-
deild Búnaðarbankans og þarf
engin lög um það mál. Hins veg-
ar skorti Veðdeildina fé og vil
ég benda á, að þar til ársins 1963
var hámarkslán hennar 35000 kr.
og samt skorti fé til útlána; 1963
var svo hámarkslánin hækkuð
upp í 100 þús. og í haust var
ákveðið að hækka þau í 200 þús.
og eins að afla veðdeildina fé
í þessum tilgangi. Ég vil einnig
benda á að á árunum 1957-58
voru heildarlánin 600 þús. kr. og
sjá allir að lán hafa stóraukizt.
Auðvitað var það ekki af vilja-
leysi, sem svo lítið var lánað,
en fé var ekki fyrir hendi. Og
ég vil segja það, að þótt við
vildum gera meira, en gert hef-
ur verið sem vissulega er mikið,
þá eru takmörk fyrir því, hvað
kleift er. En í bili held ég að
fullnægt sé því, sem till fer fram
á.
Varðandi fimmta lið til. er vert
að geta þess, að nú stendur yfir
fasteignamat, og eru jarðir metn-
ar eftir því, hvernig þær eru
í sveit settar og möguleikum til
afurðasölu, auk hins vanalega
mats, og verður matsverð líklegt
söluverð.
Ég er ekki mótfallinn tillög-
unum og það getur verið gagn-
legt að ræða málin af hófsemi,
en miðað við gjörðir í þessum
málum held ég, að ekki sé nau S-
synlegt að bera fram svona þings
ályktunartillögu.
Helgi Bergs tók aftur til máls
og var síðan málinu vísað til
nefndar.
mælum viðskiptamálaráðherra
og sagði, að skipti í sjálfu sér
engu máli, hvað tölur væru tekn
ar, allt bæri að sama brunni:
Seðlabankinn stæði ekki í hlut-
verki sínu, og nauðsynlegt væri
að gera bót á því.
Bjarni Benediktsson (S): Ég
tel rétt, vegna ummæla hv. þm.
um ræðu þá, er ég flutti á flokks
ráðsfundi Sjálfstæðisflokksins
ekki alls fyrir löngu, að lesa upp
þann kafla, er um ræðir.
Ráðherra las síðan upp kafl-
ann, en þar segir hann, að aug-
ljóst sé, að ísl. smáiðnaður eigi
erfitt með að standast samkeppni
við erl. fjöldaframleiðslu, en
menn verði að gera það upp við
sig, hvort þeir styðji ísl-iðnaðinn
gegn þeim erlenda. Menn verði
líka að gæta þess, að iðnaðurinn
hefur eins og annað gott af
vissu aðhaldi, því hætt sé við
of miklum kostnaði ef þess sé
ekki gætt.
Ef vernda á ísl. iðnað, eins og
gert hefur verið, verður að gæta
þess, að þá verður að borga
meira fyrir vöruna en ella. Lítið
samræmi sé í því, að halda
fram verndartollum og um leið
heimta lækkað verðlag, og þeir
menn, sem halda þessu fram,
eru í raun og veru að berjast
fyrir háu verðlagi í landinu.
Reynslan hefur sýnt, að við
verðum að hafa margskonar iðn
að í landinu, og þess vegna er
mikið á sig leggjandi til að hafa
iðnaðinn. Við lærðum það á
striðsárunum, að það getur ver-
ið lífsnauðsyn að hafa eigin iðn-
að, og dæmi sanna, að ef ísl.
iðnaður fellur í rústir, hækka erl.
framleiðendur vörur sínar. Þess
vegna er ísl. iðnaður einn þátt-
ur í því að halda hér uppi sér-
stöku þjóðfélagi, en hann kostar
það, að við verðum að hafa
hærra verðíag en ella. Mennirn
ir, sem skamma ríkisstjórnina
fyrir verðbólgu, og segja hins
vegar, að það sé verið að drepa
iðnaðinn með erl. samkeppni,
heimta meiri verðbólgu. Þeir
heimta meiri verðhækkanir, en
ríkisstj. hefur talið verjanlegar.
Ég skora nú á þingm. að sanna
með rökum, að eitt einasta atriði
í þessu sé rangt og sýna um leið
fram á, að þetta sé merki um,
að ríkisstjórnin vilji iðnaðinn
feigan eða sé honum fjandsam-
leg.
íslenzkur iðnaður er lífsnauð-
syn og hann er einn meginn-
þáttur íslenzks sjálfstæðis. Get-
ur verið, að þingmaður viti ekki
svo mikið um þau málefni, sem
hann er ætíð að skrafa um, að
honum sé ókunnugt um, að ein
meginástæðan fyrir hinum stóru
markaðsbandalögum, er að þar
skapast stórir markaðir, sem
I gera tolllausa fjöldaframleiðslu
I mögulega, og þar með gera
kleift að hafa verðlag vöru
lægra en þar sem smár markað-
ur er.
Veit þingmaður ekki, að ein
meginástæðan fyrir vilja margra
Breta til inngöngu í EBE, að
þeir segja, að þar með skapist
möguleiki á að framleiða vöruna
ódýrari en ella, er þó brezki
markaðurinn ólíkt stærri en sá
íslenzki.
Auðvitað er það, því miður,
dýrara og erfiðara að framleiða
fyrir lítinn markað en stóran.
Þess vegna á ísl. iðnaður erfitt
með að keppa við erlendan
fjöldaframleiðsluiðnað. Iðnaður-
inn varð ekki svo mjög var við
þetta meðan innflutningshöft
voru á, en eftir að eingöngu er
treyst á verndartolla. Þetta
merkir ekki, að við eigum að
leggja niður iðnaðinn, heldur
einungis það, að menn verða að
gera sér ljóst £ hverju vanda-
málin eru fólgin. Menn eiga ekki
að fjasa alltaf út í bláinn, tyggja
upp sömu tugguna dag eftir dag,
eins og þessi hv. þm. gerir skiln-
ingslaust, eins og tæki, sem
kennt hefur verið að segja nokk-
ur orð eða páfagaukur, sem hef-
ur ekki nema tíu orða forða og
heldur, að í honum sé öll lífsins
vizka fólgin. Menn eiga að
reyna að nota þær gáfur, sem
guð hefur gefið þeim, og þær
hefur þessi hv. þm. vissulega á
borð við aðra, ef hann innsiglaði
ekki fyrir og léti tunguna tala,
án þess að beita sínu góða viti.
Því miður er það svo, að ísl.
tollalöggjöf er ekki fullkomin, og
sjálfsagt er að reyna að bæta
hana. Þetta eru gamlar syndir.
Núv. ríkisstj. er að reyna að láta
leiðrétta þetta, og ég efast ekki
um, að hv. þm. mundi vilja leið-
rétta þetta líka, ef hann fengi
einhverju ráðið. Þetta getur léit
fyrir iðnaðinum, og auðvitað
verður samkeppnin auðveldari
vegna fjarlægðarinnar. Það getur
vel verið, að það borgi sig eins
vel eða betur að framleiða vöru
hér, vegna fjarlægðarinnar. Það
fer eftir tækniþekkingu okkar
og dugnaði, eftir því, hvort kom-
ið verður við fullkominni fjölda-
framleiðslu eða ekki.
Það hefur gengið illa að ráða
við verðbólguna hér á landi
vegna þess, að menn hafa ekki
fengizt til að skoða hvert vanda-
mál út af fyrir sig og átta sig á
því. Þetta er ekki einfalt reikn-
ingsdæmi eins og margir virðast
haldg.
Menn verða að gera sér ljóst,
að þó að það borgaði sig að
hleypa inn takmarkalaust erL
vöru, viljum við ekki gera það.
Við viljum taka á okkur kostn-
aðinn af því að halda uppi all-
sterkum iðnaði hér á landi. Þeir,
sem segja að þetta sé hægt án
meiri kostnaðar, án þess að
þjóðin taki á sig þá byrði, sem
þessu fylgir, eru að blekkja sjálf
an sig. Þeir eru að blekkja þjóð-
ina og gera vandamálin erfiðarL
Það þýðir ekki að segja eins
og framsóknarmenn segja núna
svo oft, að auðvitað vilji þeir
að öllum líði vel. Þeir vilja veið-
arfæragerð, en sá, sem gagnið
hefur af henni má ekki taka á
sig neinn kostnað af því. Senni-
lega á ríkissjóður að borga, en
þegar að því kemur að hækka
skattana, til að standa undir
kostnaðinum, greiða þessir menn
atkvæði á móti.
Nei, er ekki betra að hafa
eitthvert samhengi í sínum mál-
flutningi. Þessi hv. þm. segist
vera á móti verðbólgu, en hver
eru ráðin? Hann segir að það
eigi að hækka kaupið, það eigi
að hækka landbúnaðarvörur.
Hvað segja opinberar skýrsl-
ur um aðalorsakir verðhækkana
tvö síðustu ár? Það eru fyrst og
fremst kauphækkanir og það eru
hækkanir á landbúnaðarvörum.
Hv. þm. segir að hvorugt hafi
verið nóg. Svo hefur þessi hv.
þm. geð í sér til að koma hingað
og segjast vera sérstakur and-
stæðingur verðbólgu, og lætur
sem sparifjárfrystingin og vaxta
hækkanir séu til aukningar verð
Framhald á bls. 19
4ra herbergja
íbúð á 4. hæð í blokk við
Kaplaskjólsveg, 100 ferm.
5 herbergja
íbúð í blokk á 3. hæð vi?S
Laugarnesveg, 115 ferm.
4ra herbergja
íbúð á hæð við Njörvasund
með sérinngangur, sérhita,
bílskúr.
4ra herbergja
íbúð 117 ferm. á 3. hæð í
blokk við Eskihlíð, eitt
herbergi í kjallara.
4ra herbergja
íbúð á 1. hæð við Framnes-
veg með sérhita.
2ja herbergja
íbúð á jarðhæð við Hlíðar-
veg í Kópavogi, sérhiti, sér-
inngangur.
3ja herbergja
kjallaraíbúð við Skaftahlíð,
sérhiti, sérinngangur, í góðu
standi.
/ smlðum
Höfum einbýlishús, raðhús,
parhús í Reykjavík, Kópa-
vogi, Árbæjarhverfi.
Austurstræti 10 A 5. hæð.
Sími 24850. Kvöldsími 37272.
Málflutningsskrifstofa
Einars B. Guðmundssonar,
Guðlaugs Þorlákssonar
Gnðmundar Péturssonar
Aðalstræti 6, III. hæð.
Símar 12002, 13202, 13602
Fiskibátar
til sölu
100 rúmlesta bátur byggður
1959 með eftirsóttri vélar-
tegund. Báturinn er útbú-
inn öllum beztu siglinga- og
fiskileitartækjum. Greiðslu-
skilmálar hagstæðir. Útb.
ekki mikil.
70 rúmlesta bátnr byggður
1958 með 3ja ára vél og
miklu af veiðarfærum. Bát-
ur, aðalvél og öll tæki í
mjög góðu viðhaldi. Útborg-
un og lánakjörum stillt í
hóf.
70 rúmlesta bátur byggður
1960 með öllum fullkomn-
asta útbúnaði til allra
veiða. Mikil lán og hag-
stæð áhvílandi. Útb. hverf-
andi lítil.
65 rúmlesta bátur byggður
1956 með öllum þorskaneta-
útbúnaði, bátur aðalvél og
togvinda í fullkomnu lagi.
Lítil útborgun. Áherzla
lögð á tryggingar. Sann-
gjarn samningsaðili.
45 rúmlesta bátur með árs-
gamalli vél og öllum tog-
útbúnaði. Bátur allur end-
urbættur ög þurrafúa skoð-
aður. Hér er um mjög góða
greiðsluskilmála að ræða.
30 tonna bátur byggður 1960
með 240 hestafla dísilvél
með nýju togspili og full-
komnum togútbúnaði. 1
kaupunum fylgja tvö hum-
artroll, tvö fiskitroll og
togvírar og hlerar. Bátur-
inn selst á mjög góðum
greiðsluskilmálum (Tæki-
færiskaup).
Einnig getum við boðið
stærri og minni fiskibáta
með góðum tækjum á hag-
stæðu verði og góðum
greiðsluskilmálum.
KHI
SKIPA.
SALA
-OG__
SKIPA-
LEIGA H
VESTURGÖTU 5
Talið við okkur um kaup og
sölu fiskiskipa. Sími 13339.