Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 28
28 MORGU N BLAÐIÐ Fimíhtudagur 3. nóv. 1966 £ric Ambler: Kvíðvænlegt ferðalag sé neitt kostnaðarminna að fara með tvo en fjóra. Kuwetli setti upp afsökunar- svip. — Ég kann dálítið í grísku. Viljið þér leyfa mér að tala við hann? -— Vitanlega. Talið þér bara! Ökumaðurinn, ránfuglslegur m. 'ir á svipinn, í fötum, sem voru honum allt of lítil, en með gljáfægða skó og sokkalaus, hafði hlaupið út er þeir nálg- uðust og hélt nú hurðinni op- inni. Nú tók hann að æpa tii þeirra hvatningarorð. Kuwetli gekk fram, líkastur Davíð, er hann lagði til atlögu við Golíat, og tók til máls. Hann talaði grískuna liðugt, á því var enginn vafi. Graham sá, að undrunarsvipurinn á Golí- at breyttist í reiðisvip og bunan stóð út úr munmnum á Kuwetli.. Hann var að gera lítið úr vagn- inum. Svo fór nann að benda. Hann benti á hvern sýnilegan galla á honum, hvern skalla í málningunni og rifu í áklæðinu. Svo þurfti han að ná andanum og ekillinn greip tækifærið til að svara. Hann æpti og barði í hurðina með hnefunum, til að gefa orðum sínum áherzlu, og veifaði höndum í straumlínu. Kuwetli brosti tortryggnislega og hóf áhlaupið aftur. Ekillinn spýtti á jörðina og svaraði. Ku- wetli svaraði með stuttu en snörpu áhlaupi. Ekillinn fórnaði höndum hneykslaður en sigrað- ur. Kuwetli sneri sér aftur að Graham. — Nú er verðið þrjú hundruð drökmur. Það er nú enn of hátt, en það tekur tíma að lækka það betur En ef yður finnst...... — Þetta virðist sanngjarnt w»rð, sagði Graham. Kuwetli yppti öxlum. — Það væri nú hægt að lækka það bet ur, en...... Hann sneri sér og lcinkaði kolli til ekilsins, sem setti allt í einu upp breitt bros. Þeir stigu upp í bílinn. — Sögðuð þér, að þér hefðuð aldrei komið tii Grikklands fyrr? sagði Graham. Kuwetli setti upp vingjarn- legt bros. — Ég kann dálítið í grísku, sagði hann. -A. Ég er fæddur í Izmir. Svo hófst ferðin. Grikkinn ók hratt og með miklum tilburð- um, sneri stýrinu glettnislega að hægfara fótgangendum, svo að þeir urðu að taka til fótanna, tii að forða lífinu, og svo talaði hann um öxl sér alla leiðina. Þeir stönzuðu andartak á veg- inum hjá Theseion, og svo aftur á Akrópólis, þar sem þeir stigu út og gengu dálítið um. Hér virt ist forvitni Kuwetlis óseðjandi. Hann heimtaði alla sögu Parthe nons, öld fyrir öld, og sniglaðist um allt safnið, eins og hann ætl aði að vera þar það sem eftir væri ævinnar, en loks komust þeir þó upp í vagninn aftur, og svo var þeim skotið til Dionysos leikhússins, borgar Hadrianusar, Olympeion og konungshallarinn- ar. Nú var klukkan orðin fjögut og Kuwetli hafði verið að láta í ljós aðdáun sína í heila klukku stund fram yfir umtalaðan tíma. Samkvæmt uppástungu Gra- hams, stönzuðu þeir við Synt- agma, býttuðu peningum og borg uðu eklinum, og bættu því við, hvort hann vildi biða þeirra við torgið og aka þeim til skips fyr- ir fimmtíu drökmur í viðbót. Hann samþykkti það. Graham keypti bækurnar og vindlingana og sendi skeytið. Þarna var hljómsveit að leika á hjallanum fyrir framan eitt kaffihúsið, þegar þeir komú aft- ur á torgið, og að tillögu Ku- ■wetlis settust þeir niður og fengu sér kaffibolla, áður en þeir færu til skips. Kuwetli horfði á torgið með gaumgæfni og söknuði. — Hér væri gaman að vera lengur, sagði hann og andvarpaði. — Þessar rústir, sem við höfum séð, eru alveg dásamlegar. Graham minntist þess, sem Haller hafði sagt við hádegis- verðinn um það, hvernig Ku- wetli færi alltaf í kring um efn- ið eins og köttur kring um graut arpott. — Hver er uppáhalds borg yðar, hr. Kuwetli? sagði hann. — Því getur orðið erfitt að svara. Allar borgir eiga sér sitt- hvað stórkostlegt. Ég kann vel við allar borgir. Hann dró að sér ferska loftið. — Það var mjög fallega gert af yður að taka mig með yður í dag, hr. Graham. 19 En Graham sat við sinn keip. — Það var mér ekki nema ánægja. En einhverri borg hljót ið þér að hafa orðið hrifnastur af. Það kom kvíðasvipur á Ku- wetli. — Það er svo erfitt að segja. Ég held mikið upp á London. — Mér finnst nú París skemmtiiegri. — Já, vitanlega. París er stór kostleg borg. Graham saup á kaffinu og hon um líkaði ekki þessi útkoma. Eji þá datt honum annað í hug. — Hvað finnst yður um senor Gallindo? — Senor Gallindo? Því getur verið erfitt að svara. Ég þekki hann ekkert. En hann heíur ain- kennilega framkomu. — Hann hefur dónalega fram koinu, sagði Graham. — Eruð þér þar ekki á sama máli? — Ég er ekkert hrifinn af senor Gallindo, játaði Kuwetli. — En hann er spænskur. — Hvað getur það komið mál- inu við? Spánverjar eru manna kurteisastir? — Ah, ég hef nú aldrei komið til Spánar. Han leit á úrið sitt. — Nú er hún orðin kortér yfir fjögur. Kannski ættum við að leggja af stað, eða hvað? Ég hef skemmt mér vel þessa stund. Graham kinkaði kolli þreytu- Iega. Ef Haller langaði til að ,,prófa“ Kuwetli, gat hann gert það sjálfur. Hans eigið álit var, að Kuwetli væri bara algengur leiðindaskröggur, sem talaði óeðlilega, ef til vill vegna þess, að hann hefði ekki fullt vald á tungumálunum, sem hanh var að tala. Kuwetii heimtaði að fá að borga kaffið, og eins fargjaldið niður á hafnarbakka. Klukkan kortéri fyrir fjögur voru þeir komnir um borð aftur. Klukku- stund seinna stóð Graham uppi á þilfari og horfði á eftir hafn- sögubátnum, sem hjó ölduna í áttina að gráleitri ströndinni. Frakkinn Mathis, sem hallaðist fram á grindverkið, skammt frá honum, leit nú í áttina til hans. — Jæja, það var nú það! Tvo daga í viðbót og þá erum við í Genúa. Var gaman í landi í dag? — Já, þakka yður fyrir. Það var........ En hann lauk aldrei við að segja, hvað það var. Maður hafði komið út úr salardyrunum, skammt frá honum, og stóð nú og pýrði augunum í sólina, sem var að setjast. — Já, það var satt, sagði Mathis. — Við höfum fengið einn farþega til viðbótar. Hann kom meðan þér voruð í landi. Ég býst við, að hann sé Grikki. Graham hvorki svaraði né gat það. Hann vissi vel, að maður- inn, sem stóð þarna með rauða kvöldsólina skínandi beint fram an í sig, var enginn Grikki. Hann vissi líka, að undir dökk- gráa frakkanum, sem maðurmn var í, var hann í klukkluðum brúnum jakkafötum með út- troðnum öxlum — að undir koil háum hattinum og yfir fölum, deiggráum yfirlitnum, var þunnt liðað hár. Og hann vissi, að þessi maður hét Banat. 6. kafli. Graham stóð þarna hreyfing- arlaus. Hann tók í allan skrokk- inn, rétt eins og einhver tauga - titringur hefði borizt til hans frá hælunum. Hann heyrði röddina í Mathis, eins og úr mikilli fjar- lægð, spyrja, hvað væri að. Hann svaraði. — Mér er eitt- hvað óglatt. Viljið þér hafa mig afsakaðan. Hann sá einhvern kvíðasvip koma á andlit Frakkans, og hugs aði: Hann heldur, að ég ætii að fara að gubba. En hann beið þess ekki, að Mathis segði neitt. Hann sneri við og án þess að líta á manninn við salardyrnar, gekk hann til dyra við hinn enda þilfarsins og niður í káetuna sína. Hann læsti að sér þegar hann var kominn inn. Hann skalf frá hvirfli til ilja. Hann settist á kojuna og reyndi að jafna sig. ann sagði við sjálfan sig: — Það er engin ástæða til að verða hræddur. Það verður einhver leið út úr þessu. Ég þarf bara að hugsa mig vel um. Einhvern veginn hafði Banat komizt að því, að han var um borð íSestri Levante. Það þyrfti ekki að hafa verið neitt erfitt. Ekki var annað en spyrjast fyr- ir hjá járnbrautarafgreiðslunni og skipaafgreiðslunum. Svo hafði maðurinn tekið sér far til Sofiu, farið úr lestinni, við grísku landamærin og tekið aðra lest um Saloniki til Aþenu. Hann dró skeyti Kopeikins upp úr vasanum og starði á það: „Allt í lagi“. O, þessir heimsk- ingjar, þessir bölvaðir beinasn- ar! Hann hafði haft vantrú á þessari skipsferð frá fyrsta fari. Hann hefði átt að fara að hug- boði sínu og heimta að ná í brezka ræðismanninn. Hefði ekki verið þessi hégómlegi bein- asni hann Haki....... En nú var hann einmitt eins og rotta í gildru. Banat mundi ekki skjóla tvisvar framhjá. Nei, sannarlega ekki! Maðurinn var atvinnu- morðingi. Hann yrði að taka til- lit til mannorðs síns — að ógleymdu kaupinu! Einkennileg en einhvern veg- inn kunnug tilfinning greip hann — eitthvað í sambandi við ketil og sótthreinsunarmeðöl. Og snögglega mundi hann það og fékk um leið i sig hroll. Það hafði gerzt fyrir nokkrum árum. Þeir höfðu verið að reyna eina fjórtán þumlunga tilraunabyssu á tilraunasvæðinu. Þegar þeir hleyptu af henni í annað sinn, sprakk hún. Það hafði verið ein- hver galli á hleðsluopinu. Hún drap tvo menn á staðnum ( og særði þann þriðja. Hann var eins og eitt blóðstykki, þar sem hann lá á múrgólfinu. En þetta blóðstykki veinaði — veinaði stöðugt þangað til sjúkrabíllinn hafði komið og læknirinn gefið manninum sprautu. Þetta hafði verið mjótt og hátt, ómennskt hljóð, svipað því þegar gufa streymir út úr katli. Læknirinn sagði að maðurinn væri meðvit- undarlaus, enda þótt hann gæfi frá sér þetta hljóð. Og áður en4 þeir fóru að rannsaka leifarnar af fallbyssunni, var gólfið þveg- ið upp úr lýsól. Hann hafði eng- an hádegisverð etið. Seinni part- inn fór að rigna..... Hann.... Hann varð þess snögglega var, að hann var farinn að bölva. Orðin duttu af vörum hans í stöðugum straumi — óskiljanleg- ur straumur fúkyrða. Hann flýtti sér að standa upp. Hann var að sleppa sér. Eitthvað varð að gera og það fljótt. Gæti hann bara sloppið af skipinu...... Hann reif upp káetudyrnar og ■ gekk út í ganginn. Brytinn var fyrsti maðurinn, sem hann þyrfti að tala við. Skrifstofa hans var á sama gólfi. Hann gekk þang- að beina leið. Skrifstofuhurðin var í hálfa gátt og brytinn, hár, miðaldra ítali, með vindilstúf í munnin- um, sat snöggklæddur við rit- vél og heila hrúgu af farmskír- teina-afritum. Hann var að skrifa reikning á strikaðan papp ír, sem var í vélinni. Hann leit upp og gretti sig, þegar Graham barði að dyrum. Hann var önn- um kafinn. — Signore? — Talið þér ensku? — Nei, herra. — Frönsku þá? — Já, hvers óskið þér? — Ég þarf að tala við skip- stjórann tafarlaust. — í hvaða erindum? — Það er nauðsynlegt, að ég sé settur í land tafarlaust. Brytinn tók úr úr sér vindil- stúfinn og sneri sér við á skrúfu stólnum. — Ég er ekki sérlega góður í frönsku, sagði hann. — Vilduð þér endurtaka þetta, sem þér sögðuð? — Ég vil láta setja mig í land. — Það er hr. Graham, er ekki svo? — Jú. — Því miður hr. Graham. Það er of seint. Hafnsögubáturinn er farinn. Þér hefðuð átt að.... — Ég veit það. En það er lífs- nauðsyn, að ég komizt í land strax. Nei, ég er ekki brjálaður. Ég veit vel, að undir venjuleg- um kringumstæðum kæmi þetta ekki til nokkurra mála. En kring umstæðurnar eru mjög óvenju- legar. Ég er reiðubúinn til að borga alian kostnað og óþægindi, sem af þessu kunna að hljótast. Brytinn vissi hvorki upp né niður. — En til hvers? Eruð þér veikur? — Nei, ég...... Hann þagn- aði og hefði getað bitið úr sér tunguna. Það var enginn lækn- ir þarna um borð og hræðslan við smitandi sjúkdóm hefði get- að verið nóg ástæða. En nú var það um seinan. — Ef þér viljið lofa mér að tala við skipstjór- ann strax, skal ég segja honum ástæðuna. Og ég get fullvissað yður um, að hún er góð og gild. — Ég er hræddur um, sagði brytinn þrjóskulega, — að það komi ekki til nokkurra máia. Þér skiljið ekki....... — Það eina, sem ég fer fram á, sagði Graham í örvæntingu sinni, — er að þið snúið aftur stuttan spöl og biðjið um hafn- sögubátinn. Ég bæði get og vil borga það. Við Reynimel Til sölu eru 3ja herbergja íbúðir á hæðum í sam- býlishúsum við Reynimel. íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk og sameign úti og inni fullgerð. Hitaveita. Malbikuð gata. Orstutt í Miðbænum. Teikning til sýnis á skrifstofunni. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4 — Sími: 14314. ÁRMULI Innheimtumaður óskast strax til starfa allan daginn. Hann þarf að hafa til umráða bifreið eða reiðhjól með hjálparmótor. Upplýsingar gefur Skrifstofuumsjón en upplýsingar eru ekki gefnar í síma. SAMVIN N UTRYGGINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.