Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 11
M'-1' Fimmtudagur 3. n5v. 19M •tM 'í i*f ^ f M H •*.« MORGUNBLAÐIÐ 11 stærsta í flotánum í dag. Hún er 320 faðmar á korkatein, 280 á blýið, 102. faðma djúp og veg- ur 14 tonn. Á henni eru 14 kg. af blýi á hvern faðm, svo að þú getur séð, að það má ekki mikið út af bregða til að hún stein- stökkvi, en þetta er mikið verk- færi. Verðið. Jú, hún kostaði 2.2 milljónir og það þarf talsverðan afla til að borga hana. Frá því að skipið kom heim í endaðan marz er veiða- færakostnaður orðinn tæpar 5 milljónir. I>að má til gamans geta þess, að ef breitt væri úr nótinni á þurru landi, myndi hún þekja 10 hektara. — Hvert er verðmæti síldar- aflans orðið hjá ykkur í sumar? — Þa'ð er um 15 milljónir. í þessu sambandi væri ekki úr vegi að minnast á hásetahlut- inn. Svo virðist sem almenning- ur haldi að hann sé kominn yfir hálfa milljón eða meir. Þetta er alger misskilningur. Við skul- um leggja dæmið fyrir okkur og láta svo hvern og einn um að reikna út. Hér um borð er 16 manna áhöfn, en þar af eru allt- af tveir í fríi. Hásetinn fær 2,2% af aflaverðmæti, sem eins og fyrr segir er um 15 milljónir, og reikni nú hver sem vill. Ég veit það bara að hásetarnir hjá mér, bera ekki sama úr býtum og iðnaðarmenn, sem vinna eft- ir uppmælingataxta. „Lago“ Við sáum nú ljósin á rúss- neska flotanum framundan og var þá slegið af og farið að leita. Stuttu síðar kom góð torfa inn á asdicið. Var gaman að fylgjast með hve fljótt og ör- ugglega Eggert sigldi skipinu í kastfæri og kl. 19,12 sagði hann við stýrimanninn: „Klárir“. Þrem mínútum síðar var hver maður á sínum stað og Eggert kallaðir „La go“, og pokinn féll samstundis í sjóinn og nótin dróst aftur af. Við fórum hring- inn á tveimur mínútum og strák arnir fram á kipptu baujunni um borð. Það var auðséð á öllu, að hér voru að verki þrautþjálf aöir menn. — Hún er stygg, segir Eggert. ■— Heldurðu að hún sé inni? — Ég er ekki alveg viss, hún svaraði vel á asdicinu, en svo dreifðist hún eitthvað og dýpk- aði á sér. Ég er þó vongóður um að eitthvað sé inni. Hásetarnir slógu nú kraft- blökkinni út og byrjuðu að draga brjótslínuna inn. Fram á snurpuðu vélstjórarnir og reyndi ekki mikið á spilið, sem Eggert Gíslason, aflakóngur í lands og Jóhannes Christian Ja' obus Thiart, aflakóngur S-Afríku. — Thiart er skipstjóri á 75 lesta bát, og aflaði 9000 lestir á 7 mánuðum. er 16 tonn. Blökkin var nú sett á fullan kraft og maður fann vel hið gífurlega afl, sem þar var að verki. Kvikan hafði nú aukizt talsvert og Eggert hélt skipinu uppí um leíð og hann fylgdist nákvæmlega með nót- inni. Hann var á sífelldum þön- um frá vélsímanum að blökk- inni og stöðvaði hana öðru hverju til að athuga hvort korkurinn og blýið drægjust jafnt. Ég lét sem minnst á mér kræla, til að trufla ekki Eggert, því að það var sem hann væri í öðrum heimi meðan á þessu stóð. „Fínt kast“, sagði Eggert þeg ar hálfnáð var að draga. Hann beindi ljóskastaranum út í nót- ina og við sáum hvar síldin bullaði í ljósinu. „Nú þarf ég áð vera rólegur, svo að ég geri enga vitleysu. Það er eftir mörgu að líta þeg- ar kvikan er svona“. Hann kall- aði ýmsar fyrirskipanir til há- setanna og byrsti sig stundum hressilega. Það var auðséð að undir rólegu yfirborðinu bjó mikið skap, enda vitað að skap- laus maður hefði aldrei getað náð jafn langt og Eggert. Sjómannslífið er enginn leikui; og nauðsyn fyrir skip- stjórana áð láta út „damp“ öðru hverju og þar er Eggert áreiðanlega enginn undantekn- ing. >• Annar tugurinn Smá saman þrengdi að síld- inni og loks var kastið tekið á síðuna og byrjað að háfa. — Hvað heldurðu að þetta sé mikið? — Þetta eru 85 tonn, sagði Eggert, — og þar með eru kom- in tímamót í síldveiðum okkar. — Hvað áttu við? -— Jú, við erum áð byrja ann- an tuginn. sSkipti í kvöld, að við erum ein- skipa að veiðum. Við tókum marga slíka túra við Jan Mayen í sumar, er flotinn var almennt á leið til hafnar. Nú er t.d. rneiri bræla eftir því sem nær dregur landi og með því að sigla þetta undan brælunni græðum við 2 klukkutíma og 85 tonn, sem gera rúmar 116000 kr. Brælan hér er að færast i aukana og ég myndi ekki kasta aftur. Mannskapurinn hjá mér er þrautþjálfaður og ég get treyst þeim og það er eitt mikil vægasta atriðfð. Skipið er auð- vitað stórt og vel búið og nótin er feikna verkfæri. En aflinn hefur fengizt með vinnu og aft- ur vinnu í 6 mánuði og hlutur- inn er ekki gefins. — Ertu ekki orðinn þreyttur á þessum sífelldu útivistum? — Jú, að sjálfsögðu er ég það á köflum, en þetta er lífið. — Hefurðu nokkuð hugsað um að draga þig í hlé? — Það kemur af sjálfu sér. Lokið hefur nú verið við að háfa og hásetarnir eru að gera klárt fyrir landstímið. Allir lausir hlutir eru fjarlægðir af dekkinu og lúgurnar skálkaðar vandlega. Upp við landið eru milli 8 og 9 vindstig og tals- verður sjór. Stefnan var sett á Dalatanga og Gísli Árni öslaði áleiðis til lands. Siglingin tók 9 tíma og Nótin á Gísla Árna yfirfarin við bryggju í JNeskaupstað. Eggert ræðir við Sigurð 2. stýrimann. Skipt var um flot á nótinni, því að þau gömlu voru farin að gefa sig og þegar nótin vegur 14 tonn, er eins gott að þau séu í lagi. A síldveiðum með Gísla Arna — Hverju þakkarðu þennan mikla afla? % — Þetta er bara vinna og aft- ur vinna. Það er ekki í fyrsta Eggert stóð í brúnni allan tím- ann. Við komum til Norðfjarðar kl. 8 á sunnudagsmorgun með 200 lestir innanborðs og nam þá heildarafli skipsins 10080 lest- um. Ánægjulegri fer’ð var lokið og færi ég skipstjóra og skips- höfn beztu þakkir. — ihj. ■Skipstjóri og áhöfn á Gísla Árn-a. Á myndinni eru Guðmundur Jónasson, Jóhann Guðmundsson, Eggert Gíslason, Árni Guðmunlsson, Sigurður Bjarnason, Ingólfur Eyjólfsson, Ásmundur Böðv arsson, Eggert Jónsson, Kristinn Traustason, Sigurbjörn Björnsson, Sigurður Kristjánsson, Sig urjón Antonsson, Þorfinnur Valdimarsson. — Vigfús Sólberg Vigfússon og Hjalti Þorvarðsson voru í fríi þessa ferð 2*a herb. íbúð Til sölu er nýleg, rúmgóð 2ja herbergja íbúð á jarð- hæð í húsi við Vallargerði í Kópavogi. Sérinn- gangur. Sérhiti. Frágengin lóð. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur — Fasteignasala. Suðurgotu 4. — Simi 14314. Nýkomið T ery lenebuxur á drengi og fullorðna á góðu verði. Verzlun Ó. L. Traðarkotssundi 3 (á móti Þjóðléikhusinu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.