Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 14
f 14 MORGU N B LAÐIÐ Ffmmtudagur 3. nóv. 1951 I>AR sem myntsöfnun hef- ur aukizt mjög hér á seinni árum, hefur Frímerkjamið- stöðin, Týsgötu 1, sett upp sýningu á íslenzkri mynt, sem notuð hefur verið hér á landi. Einnig er þar til sýnissafn af peningaseðlum, allt frá fyrsta seðli gefnum út fyrir Lands- sjóð 1885 og til dagsins í dag. Auk myntar eru einnig þeir peningar voru gefnir út fyrir Myndin er af einum af fyrstu fslandsbankaseðlunum, sem komu árið 1904. Voru þeir gulítryggðir. Sérstœð sýning á ís- lenzkum seðlum og mynt og eftir aldamótin síðustu. Vörupeningar þessir voru einkum gefnir út af verzlun- um sökum vöntunar á smá- mynt, en þjónaði jafnframt auglýsinga-tilgangi fyrir við- komandi verzlun eða brauð- gerð. Fyrsti seðillinn var gefinn út fyrir ísland árið 1885 sam- kvæmt lögum dagssettum 18. sept. Það ár. Var það 10 króna seðill, og aðeins prentað á aðra hlið hans. F.yrstu íslandsbanka-seðl- arnir koma svo út árið 1904, og voru þeir gulltryggðir. í fyrra stríði voru gefnir út 1 krónu seðlar hér á landi, voru það fjórar tegundir og voru þessir seðlar prentaðir í Gutenberg. Landsbanka seðl ar koma svo út samkvæmt lögum frá 1928 og bera mynd af Chr. X. 3?á eru sýndir seðlar þeir, sem í notkun voru þar til eignakönnunin var 1949. í>að hefur vakið nokkra athygli manna að græni 500 króna seðillinn er númer 007, en það er númer á James Bond frægri sögupersónu í bókum Ian Flemming. Þarna má, einnig sjá hina svokölluðu „Quislinga", en það voru 1 krónu seðlar sem voru prent- aðir hér heima í seinna stríði. Það þótti vondur pappír í seðlum þessum, og sögðu gár- ungar að menn mættu ekki svitna ef þeir væru með þá seðla á sér, því að þá yrðu þeir blankir. Af myntinni er sýnd þarna auk hinnar almennu myntar, Alþingispeningarnir frá 1930, Gullpeningar 10 og 20 króna frá 1908 svo og 500 króna gull peningurinn frá 1961. Einnig hinir svonefndu Selsvarardal ir, en þá hefur Pétur Hoff- mann Salómonsson látið slá í eir, silfur og gull. Vörupen- ingar frá Stokkseyri og Bíldu dal er<* einnig til sýnis. Ekkert af sýningarefninu er til sölu, en Frímerkjamið- stöðin hefur fengið sýningar- munina lánaða úr einkasöfn- um, m.a. frá Guðbjarti Ólafs- syni og Sigmundi Ágústssyni. Sýning þessi er opin daglega frá 9-6 og lýkur n.k. laugar- dag. Myndin sýnir fyrsta fslenzka seðilinn sem gefinn var út fyrir Landssjóð Islands. Seðillinn er 10 kr. seðill gefinn út í Dan- mörku 18. september 1885. Var aðeins prentað á aðra hlið hans. Vetraráætlun Fiug- félags VETRARÁÆTLUN Flugfélags íslands á flugleiðum milli landa >«g innan' lands gengur í gildi í dag, 1. nóvember. Ferðum flugvélanna verður í yetur hagað sem hér segir: Millilandaflug. Til Kaupmannahafnar verður flogið á mánudögum, þriðju- dögum, miðvikudögum, föstu- dögum, laugardögum og sunnu- dögum. Til Glasgow verður flog- ig á mánudögum, miðvikudögum og laugardögum. Lundúnaferðir ▼erða á þriðjudögum og föstu- dögum. Flugferðir til Færeyja ▼erða á þriðjudögum, til Osló á föstudögum og til Bergen á þriðjudögum. Frá Kaupmannahöfn verða ferðir á mánudögum, þriðjudög- tim, miðvikudögum, fimmtu- dögum, laugardögum og sunnu- dögum. Frá Osló á laugardögum, frá Björgvin og Færeyjum á miðvikudögum. Þar sem Viscountflugvélin HGullfaxi“ verður nú seld, verða allar millilandaferðir félagsins í ▼etur flognar með Cloudmaster flugvélum og Friendship skrúfu- þotum. Innanlandsflug. Milli Reykjavíkur og Akureyr- ar verða tvær ferðir á dag alla virka daga og ein ferð á sunnu- dögum. Til Vestmannaeyja verða tvær ferðir á dag á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum, föstudögum og laugardögum, og ein ferð á miðvikudögum og sunnudögum. Til ísafjarðar verður flogið alla virka daga. Milli Egilsstaða og Reykjavík- ur verður flogið alla virka daga og milli Akureyrar og Egilsstaða á miðvikudögum og föstudögum. Milli Reykjavíkur og Húsavík- ur verður flogið á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardógum og milli Húsavíkur og Þórshafnar á laugardögum. Til Hornafjarðar verður flog- ið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, og miUi Horna- fjarðar og Fagurhólsmýrar á miðvikudögum. Til Patreksfjarð ar verður flogið á þriðjudögum og laugardögum. Til Sauðárkróks verður flogið mánudaga, fimmtudaga og laug- ardaga. Til Þórshafnar á miðvikudög- um og laugardögum og til Kópa- skers á miðvikudögum. Til Fag- urhólsmýrar verður flogið á inið vikudögum. Til flugs á innanlandsleiðum mun Flugfélagið nota tvær Friendship skrúfuþotur og þrjár Douglas DC — 3 flugvélar. Bílferðir í sambandi við flugið innanlands. Flugfélag fslands hefir ásamt aðilum á viðkomandi stöðum, unnið að skipulagningu áætlunar bílferða í sambandi við flugið. Þannig eru bílferðir frá ísafirði til Bolungavíkur, Flateyrar, Súðavíkur, Suðureyrar og Þing- eyrar. Frá Patreksfirði til Bíldu- dals og Tálknafjarðar. Frá Akur- eyri til Dalvíkur og Grenivíkur. í sambandi við flug til Sauðár- króks eru ferðir til Siglufjarðar og Hofsóss. Þangað til flugferðir hefjast til hins nýja flugvallar á Raufarhöfn verða bílferðir þang- að í sambandi við flug til Kópa- skers. í sambandi við flug til Egilsstaðaflugvallar eru ferðir til Seyðisfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Stöðv- arfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Kinshasa, Kongó, 2. nóv. AP Jósuf Mobutu, forseti Kong ós hefur gefið út tilskipun, þar sem honum er veitt neit- unarvald gagnvart ákvörðun- um sem héraðsstjórnir taka. Tilskipun þessi, sem birt var í Kinshasa í dag, segir svo fyrir um, að forsetinn megi ógilda að hluta eða algjörlega sérhver lög eða ákvarðanir teknar af héraðsstjórnum, sem hann telur að séu ósam- rímanlegar stjórnarskránni eða velferð þjóðarinnar. 1 i-—---- Athugasemd há Félagi framreiðslumanna I'MORGUNBLAÐINU 26. þ.m. er skyrt frá umræðum er urðu á Alþingi um frumvarp til stað- festingar á bráðabirgðalögum nr. 79/1966 um lausn deilu fram- reiðslumanna og veitingamanna. I frásögninni er framsöguræða samgöngumálaráðherra rakin og síðar önnur ræða hans síðar í umræðunum. Ráðherrann er m.a. sagður hafa sagt í fyrri ræðu sinni, að ferðamannastraumur hingað til lands hefði stöðvazt að mestu ef verkfall framreiðslu- manna hefði staðið lengur en raun varð á og jafnframt er hann sagður hafa upplýst, að hann hefði kynnt sér málið og í ljós hefði komið að undanþágur þær, er Félag framreiðslumanna veitti þegar við upphaf verkfallsins, hefðu ekki nægt til, að hægt væri að taka sómasamlega á móti gestum. Ekki virtist ráð- herrann hafa gert mikið til að rökstyðja þessar fullyrðingar Sín- ar, enda ekki svo hægt um vik. Af gefnu tilefni teljum við þó rétt að birta enn á ný þær al- mennu undanþágur er við veitt- um í þessu sambandi, en í bréfi okkar til Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda segir m. a. svo: „Stjórnin samþykkti að gefa Hótel Sögu, Hótel Holt, Hótel Borg og Hótel Loftleiðir undan- þágu til almennra veitinga fyrir hótelgesti og þá ferðamenn, sem hingað kunna að koma með er- lendum skemmtiferðaskipum. Jafnframt var Nausti hf gefin undanþága til þess að hótelgestir frá City Hotel fái almennar veit- ingar framreiddar í Nausti hf“. Okkur er ekki fyllilega ljóst hvað ráðherrann á við með því að ekki hafi verið hægt að taka sómasamlega á móti ferðamönn- um og dettur í því sambandi helzt í hug hvort hann haldi að erlendir ferðamenn komi hing- að til þess að ganga á milli veit- ingahúsanna. Yið fullvissum ráð- herrann um að veitingahús okk- ar eru ekki svo annáluð erlendis, að ferðamenn. leggi hingað leið sína til að kynnast þeim. Þegar áfram er lesið kemur í ljós hvert ráðherrann leitar er hann fór að kynna sér málið, en það var til Ferðamálaráðs, en fyrirsvarsmaður þeirrar stofnun- ar er Lúðvík Hjálmtýsson, for- maður S.V.G., og auk þess til nokkurra atvinnurekenda. Ráðherrann virtist síðan hafa lýst þeim hagsmunum, sem í húfi voru og nefnt þar nokkrar tölur. Virðist koma þar fram sú skoðun ráðherrans, að hvenær sem einhverjir fjárhagsleigir hagsmunir einhvers aðila, ein- staklings eða opinbers aðila séu í hættu, sé rétt að banna verk- föll með lögum. Við teljum rétt að íslenzkir launþegar taki til alvarlegrar athugunar þessa skoðun ráðherrans og hugsi sig vel um áður en þeir ljá þeim þingmönnum, er styðja þessa skoðun hans, atkvæði sitt við næstu kosningar, sem fram eiga að fara á næsta ári. í síðari ræðu sinni virðist ráð- herrann svo hafa færzt í aukana og gengið svo langt að halda því fram að samúðarverkföllum, sem boðuð höfðu verið hefði verið Vörður, Heim- dallur, Óðinn ÞEIR félagar, sem ekki hafa gert skil á heimsendum miðum í Landshappdrættinu eru vinsam legast beðnir að draga það ekki lengur, heldur gera nú þegar skil til skrifstofu Happdrættis- ins í Sjálfstæðishúsinu við Aust urvöU. Síminn er 17100. Áríðandi er, að menn dragi ekki til síðasta dags að gera skil. Aldrei hafa vinningar verið glæsilegri en nú, og miðinn kost ar aðeins 100 krónur. Landshappadrætti Sjálfstæðis- flokksins. aflýst vegna þess, að félagar i félögum þeim er að þeim stóðu, hefðu ekki talið kröfur fram- reiðslumanna réttmætar. Þessi staðhæfing ráðherrans er ræki- lega hrakin í yfirlýsingu F.Í.H., sem birtist í Þjóðviljanum 2?. þ.m .og eru þar tekin af öll tví- mæli um ósannindi ráðherrans. Við teljum ekki ástæðu til að fjalla frekar um ræður ráðherr- ans að þessu sinni, þær eiga þaS sammerkt, að vera samansafn órökstuddra og rangra fullyrð- inga og tilvitnana í skoðanir at- vinnurekenda og þá einkum gagnaðila okkar í deilunni og eins og til að styðja við bakið á ráðherranum eru svo tveir veitingamenn fengnir til að lýsa afstöðu sinni til bráðabirgðalag- anna í sama tölublað Morgun- blaðsins. Það er athyglisvert að veit- ingamennirnir tveir eru hæst- ánægðir með bráðabirgðalögin og lausir við þann ótta, sem virðist þjaka ráðherrann, að gerðardóm- ur í deilunni kunni að verða veitingamönnum óhagstæður. — Það hvarflar að okkur að það hafi í raun og veru verið veit- ingamenn, sem báðu um bráða- birgðalögin á sínum tíma og ráð- herrann hafi nánast gerzt erind- reki þeirra í málinu. I annarri fprystugrein Morgun- blaðsins hinn 27. þ. m. er svo enn fjallað um þetta mál og lýsí þeirri skoðun höfundar að bráða- birgðalögin muni hljóta sam- þykki Alþingis og sé það hverj- um þeim þingmanni er greiðir því atkvæði, til sóma. Við gerum okkur ljóst að þessi er skoðun Eyjólfs Konráðs Jónssonar, rit- stjóra og hluthafa í Nausti hf, en berum hins vegar það traust til þeirra þingmanna í Sjálfstæðis- flokknum, sem einhvern skilning hafa á málefnum launþega, að þeir felli frumvarpið um stað- festingu bráðabirgðalaganna. Virðingarfyllst, f.h. Félags framreiðslumanna Jón Marinósson form. Ekið á kyrr- stæðar bifreiðir HINN 28. október var ekið á Volkswagen, sem stóð fyrir utan húsið nr. 19 við öldugötu hér I Reykjavík og fjórum dögum áð- ur var ekið á kyrrstæða bifreið, R 12295, þar sem hún stóð á bifreiðastæði við Gnoðavog 84 eða á stæðinu við Tónabíó. Stóð bifreiðin á þessum tveimur bif- reiðastæðum á tímabilinu frá kL 12 um kvöld til hádegis hins 25. október. Þeir sem kynnu að gefa upp- lýsingar um þessa árekstra snúi sér til umferðardeildar rannsókn arlögreglunnar í síma 21108. Meðalþungi dilka í Hornafirði Höfn, Hornafirði, 2. nóv. SLÁTRUN sauðfjár er lokið hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfell inga á Hornafirði. Á félagssvæð- inu var alls slátrað 20101 kind, þar af á Fagurhólsmýri 3591. I fyrra var slátrað 20460. Alls var nú slátrað 19181 dilk. Meðalþungi í ár var 14,01 kgr. en í fyrra 13,42. Hæsti meðalþungi yfir heimili var hjá feðgunum Jóni Sigurðssyni og Sævari á Rauða- bergi 17,38 kgr. Þyngstu dilkai^ji áttu Agn/, Benediktsdóttir Hval- nesi og Þorsteinn Sigurjónsson Bjarnarnesi 26.4 kg. Hæsta meðal vigt dilka var úr Mýrarhreppi 14,72 og fóru 97,5% á 1. verð- flokk. Nautgripaslátrun hefur staðið yfir og var slátrað 200 nautgrip- um. — fiunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.