Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 23
Fímmtudagur 3. n8v. 1988 MORCU N BLADIÐ 23 NORRÆNIR XÓNL.EIKAR SINFÓNÍU- HL J ÓMS VEIT ARINNAR Það var óneitanlega heldur drungalegur blær yfir sinfóníu- tónleikunum sl. fimmtudags- kvöld, og voru þeir þó kallaðir „hátíðatónleikar" í tilefni af því að tveir áratugir eru liðnir frá etofnun hins svo nefnda Norræna tónskáldaráðs. Eðlilegt mátti telja, þegar þessa tilefnis er gætt, að flutt yrðu eingöngu verk eftir norræn tónskáld á þessum tónleikum. En hitt orkar fremur tvímælis, sem mér er tjáð, að þar hafi þótt sjálfvalin til flutnings verk eftir þá menn, sem teljast stofnendur tónskálda- ráðsins, einn af hverri Norður- landaþjóð, og eru þeir þó vafa- laust alls góðs maklegir hver í sínu lagi. En verk þeirra eru bæði misjöfn að gæðum og virð- ast auk þess einhvern veginn ekki „klæða hvert annað“, þegar þau koma saman á efnisskrá. Hefði verið lítill vandi að setja saman norræna efnisskrá, sem hefði verið allt í senn: áheyri- legri, fjölbreyttari, samhæfðari og stórum áhugaverðari en sú, sem hér var flutt. Viðfangsefnin voru: Tilbrigði um sarabande eftir Knud&ge Riisager (Danmörk), „Guðrún ósvífursdóttir", 2. þáttur „Sögu- sinfóníunnar“ eftir Jón Leifs .(ísland), Píanókonsert nr. 2, „Fljótið“ eftir Selin Palmgren (Finnland), „Pan“, sinfónískt ljóð, eftir David Monrad Johan- sen (Noregur) og loks „Tónverk fyrir hljómsveit" eftir Lars-Erik Larsson (Svíþjóð). Stjórnandi var ungur norskur hljómsveitar- stjóri, Sverre Bruland, og ein- leikari finnskur píanóleikari, Kurt Walldén. Riisager er einn virðulegasti fulltrúi danskra tónskálda, og mörg verka hans hafa vakið at- hygli víða um heim. En tilbrigði þau sem hér voru flutt eru ekki í þeirra hópi, enda bera þau flest einkenni æskuverks. — Um „Sögusinfóníu“ Jóns hefi ég áð- ur skrifað langt mál hér í blað- ið og sé ekki ástæðu til að end- urtaka það nú. En sá grunur gerði vart við sig, að einstakir þættir verksins muni vera væn- legri til flutnings en verkið allt í sinni óhóflegu og tilbreytinga- snauðu lengd, og má líka vera, að þessi þáttur þess sé sá, sem áheyrilegastur er. — Verk Palm- grens er ekki píanókonsert í neinum venjulegum skilningi þess orðs, heldur hljómsveitar- fantasía eða rapsódía með „obligat" pianói, býsna „bólgin“ bæði á lengd og breidd, ef svo mætti segja, en ekki áhugavekj- andi að sama skapi, þótt margt fallegt komi þar fyrir. — Verk Monrad Johansens er dregið miklu skýrari dráttum og náði á köflum verulegum áhrifamætti, þótt áhrifameðulin væru vel kunn, ekki sízt úr hliðstæðum verkum annarra síð-ómantískra fónskálda. — Lars-Erik Larsson hefir um áratugi verið meðal hinna þekktustu sænskra tón- skálda, og þótt þetta hljómsveit- arverk hans sé ekki stórvirki, gefur það þó nokkra hugmynd um kosti höfundar síns, að minnsta kosti á vissu aldurs- skeiði, ekki sízt hinn ljóðræni miðþáttur verksins. Einleikarinn, Kurt Walldén, skilaði erfiðu en heldur van- þakkláfu hlutverki með miklum myndarbrag, en nokkurt ósam- komulag um hraða spillti flutn- ingi konsertsins. Hljómsveitar- stjórinn, Sverre Bruland, kom annars einkarvel fyrir og mun yfirleitt hafa gert úr því efni, sem fyrir lá, allt sem til stóð. FINNSKUR KVENNAKÓR I AUSTURBÆJARBÍÓI Kvennakór alþýðunnar I Hels- ingfors hafði hér stutta viðstöðu áleið vestan um haf og hélt söngskemmtun í Austurbæjar- bíói sl. laugardagskvöld. Söng- skráin hófst á nokkrum lögum eftir 17. aldar höfunda, síðan komu þjóðlög og loks mörg lög eftir Sibelius og önnur finnsk tónskáld 20. aldar. Mestallt var þetta sungið á finnsku, og á því máli var efnisskráin líka, svo að flestum íslenzkum áheyrendum mun hafa verið ofraun að fylgj- ast nákvæmlega með þvi, sem hér fór fram. En söngurinn var hreinn og menningarlegur, ekki stórbrotinn eða tilþrifamikill, en áheyrilegur í bezta lagi. Söng- stjóri kórsins er finnska tón- skáldið Ossi Elokas, en í for- föllum hans stjórnaði Maija- Liisa Lehtinen kórnum að þessu sinni og fór það mjög vel úr hendi. Hún er ágætur söngstjóri, nákvæmur og fumlaus. Ein- söngvarar voru Orvokki Kalli- omáki og Anneli Laitia, og áttu þær sinn þátt í að auka ánægj- una af þessum tónleikum. Jón Þórarinsson. Byggingar- verkfræðingur óskast til að gegna starfi byggingafulltrúa í Keflavík. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir sendist skrifstofu minni fyrir 15. nóv. n.k. Bæjarstjórinn í Keflavik. IJtboð Tilboð óskast um sölu á 30.000 rúmmetrum af fyll- ingarefni komnu í grunna iðnaðarbygginga á svæði IÐNGARÐA h.f. Útboðslýsingar má vitja á skrifstofu vora, Sóleyjargötu 17, virka daga nema laugardaga, milli kl. 9 og 12. H.f. Útboð og samningar. Skyndisala i 2 daga Nýjar vörur teknar upp i dag. BARNAFATAVERZLUNIN LÓAN Laugavegi 20 B. (Gengið inn frá Klapparstíg á móti Hamborg). Skrifstofustúlka oskast Fjármálaráðuneytið, fjárlaga og hagsýslustofnun, óskar eftir að ráða stúlku. Vélritunarkunnátta og nokkur kunnátta í ensku og einhverju Norðurlanda- máli nauðsynleg. Umsóknir sendist Fjármálaráðu- nej tinu Arnarhvoli fyrir þriðjudaginn 8. nóvember. Uppl. í síma veitir Örn Marinósson milli kl. 15 og 16. T résmíðaverkstæði getur bætt við sig verkefni í innréttingarvinnu. Tilboð merkt: „Vönduð vinna — 8878“ sendist afgr. Mbl. fyrir iaugardag. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Faxaskjól Lynghagi Kleifarvegur Ásvallagata F oss vogsblettur. Skerjafjörður sunnan flugvallar Sörlaskiól Rauðagerði Tahð við afgreiðsluna síini 22480. Model 800, sem er alveg nýr á markaðnum, hefur fengið mjög góða dóma í byssu- og veiðitíma- ritum í Bandaríkjunum. Útsölustaðir: Vesturröst hf, Garðar- stræti 2, Rvk., Kaupf. Borgfirðinga, Kaupf. Héraðsbúa, Kaupf. Aústur Skaftfellinga, Höfn, Hornaf., Kaupf. Fáskrúðsf j arðar. MODEL 800 skota Cal. 243, sem er ein- hver beinskeyttasta kúlan, sem völ er á. Nýtízkulegur, léttur og nákvæmur. Model 800 er með hinni vel þekktu og nákvæmu AC-KRO-Gruve borun, sexfaldri öryggis- læsingu, örygginu ofan á, raufar fyrir sjónauka- festingu, Monte Carlo skefti úr úrvals amerískri hnotu etc. Model 500 og ýmsar gerðir af Mossberg rifflum í stærðum Cal .22 short, long, long rifle og .22WMR Magnum, eru enn fremur fyrirliggjandL haglabyssur. Skrifstofustarf Stúlka óskast til skrifstofustarfa nú þegar. Vélritunarkunnátta áskilin. E. TH. MATHIESEN H.F. Vonarstræti 4 — Sími 36570. 10 tonnu Scnnin Vnbis týpa 66 árg 1966 lítið ekinn og í fyrsta flokks standi. Benz vörubifreiðir 1413 árg. ’65 og ’66. BÍLASALA MATTHÍASAR Höfðatúni 2 — Símar 24540 og 24541. Byggingaverkfræð- ingur óskast til starfa hjá Kópavogskaupstað. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 15. nóvember n.k. Kópavogi, 1 .nóvember 1966. BÆ JAR VERKFRÆÐIN GUR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.