Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 31
Fimmtudagur 3. nSv. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 31 Situr við sama í Accra U Thant og Nígeríu reyna að m/ð/o málum Accra, 1. nóvember, NTB, AP. ALLT situr enn við sama í Accra og ekki hafa yfirvöld í Ghana látið lausa þá 19 fulltrúa Guineu sem handteknir voru á flugvellinum í Accra á laugar- dagskvöld er vél þeirra hafði þar viðdvöl á leið til Addis Abeba, þar sem fulltrúarnir hugðust sitja fund Einingarsam- taka Afríkuríkja. T) Thant, aðalritari SÞ hefur seiit Sekou Touré Guineuforseta og Joseph Ankrah, forseta Ghana, orðsendingar vegna máls þessa. að því er talsmaður SÞ sagði í New York í kvöld, en ekki var uppskátt látið að svo stöddu hvert væri efni orðsendinganna. Fulltrúar beggja landanna höfðu snúið sér til aðalritarans á mánudag og beiðst aðstoðar hans við lausn málsins, en áður haxði Ghana beðið U Thant að beita áhrifum sínum til þess að Guineu-menn leyfðu að færu úr landi þeir Ghanabúar um hundr- að manns sem þar eru nú að sögn kyrrsettir gegn vilja sín- um. Þá berast þær fregnir frá Níg- eríu að þaðan muni ef til vill fara sendinefnd að reyna að miðla málum milli Ghana og Guineu og hefur yfirmaður flota Nígeríu, Eden Wey, þegar farið í skyndiheimsókn til Accra að reyna að fá yfirvöld í Ghana til þess að láta lausan utanríkisráð- herra Guineu og þá átján menn aðra sem handteknir voru með honum á laugardagskvöld á flug- vellinum í Accra. Sagði Wey að Ghana-stjórn hefði tekið vel ýmsum tillögum hans um lausn málsins og kvaðst fús til að fara til Conakry, höfuðborgar Guineu, sömu erinda, ef þeir sem hlut ættu að máli legðu blessun síria yfir það. Hinum handteknu er haldið föngum í herbúðum í Accra, ut- anríkisráðherranum og þremur mönnum öðrum, stjórnmála- mönnum öllum, í liðsforingja- búðum í borginni við sæmilegan kost að sagt er, sömu aðbúð og liðsforingjaefnin, og fá að hafa hjá sér allt sitt hafurtask og fara allra sinna ferða innan endi- marka búðanna, en þeim fimmt- án sem eftir eru, tólf körlum og þrem konum, flestum stúdentum, er haldið í öðrum herbúðum í borginni. — Fjögur banaslys Framhald af bls. 32 yrði eru slæm. Það er því full ástæða til að brýna enn einu sinni fyrir vegfarendum, hvort sem þeir eru gangandi eða ak- andi að fara varlega. Við skor- um á alia að taka höndum saman um að sporna við hin- um geigvænlegu umferðarslys um; ekki sízt nú þennan hættu legasta tíma ársins í umferð- inni“. Þess má geta að lokum, að sl. viku, eða 23. okt. til 40. okt. urðu 56 árekstrar og um ferðaslys, þar af þrjú dauða- slys. Tveir bifreiðastjórar slös uðust, og í öðru tilfellinu varð dauðaslys. Alls slösuðust 5 farþegar þessa viku, og af þeim lézt einn. Þrír farþeg- anna slösuðust utanbæjar. í nóvembermánuði í fyrra urðu 204 árekstrar, 36 manns slösuðust, þar af urðu tvö dauðaslys. í desembermánuði í fyrra urðu tæplega 500 á- rekstrar og 23 slösuðust, en ekkert dauðaslys. í þessum tveim síðustu mánuðum árs- ins í fyrra urðu því um 700 árekstrar og 59 manns slösuð- ust. Sýna þessar tölur ljóst, hve nauðsynlegt er að vegfai endur fari varlega í umferð- inni. Átta hundruð Kúrdar hand- teknir Beirut, 2. nóvember AP. SÝRL.ENZKA stjórnin hefur látið handtaka um 800 Kúrda í nágrenni við landamæri Kúrd- istan og fraks. Hinir handteknu menn voru fluttir í fangelsi í grend við Damaskus og er haldið einangruðum. Hin sýnilega ástæða fyrir þess um handtökum, virðist vera otti um, að Kúrdarnir verði fyrir áhrifum af samningum um stöðu Kúrda í írak, sem nú er verið að ráðgera. Þá var frá því skýrt, að hinir handteknu Kúrdar ril- heyrðu að mestu lýðræðisflokki Kúrda í Sýrlandi. Fréttamaður sem tali náði af utanríkisráðherra Guineu, Louis Lansana Beauvogui, í dag, sagði að ráðherrann segði sig og sendi- nefndina alla staðráðna í að halda leiðar sinnar til Addis Abeba að sitja þar fund Eining- arsamtaka Afríkuríkja, eins og ráð hefði verið fyrir gert en vildi ekkert um kyrrsetningu sína og landa sinna segja óg kvað það mál stjórnar sinnar og Ghana-stjórnar og þeim bæri að útkljá það. „Við verðum að ljúka því verkefni sem okkur var falið af flokki okkar og þjóð- inni allri“ sagði utanríkisráð- herrann. „Verkefni okkar í Add- is Abeba er í þágu Guineu og Afríku allrar“. Á fjöldafundi í Conakry, höf- uðborg Guineu, í dag, þar sem fram fór mikil hersýning sagði Sekou Touré forseti, að ef Ghanastjórn léti ekki lausa gisl- ana 19 yrði Guinea að grípa til alvarlegra aðgerða í málinu. Ekki kvað forsetinn nánar á um það hvers eðlis þær aðgerðir væru en kvaðst harma það fyrir- fram að nauðsyn skyldi bera til þeirra. Kwame Nkrumah, fyrr- um forseti Ghana, sem eins og kunnugt er, dvelst nú í Guineu, var viðstaddur fjöldafundinn. Eins og skýrt var frá í fréttum í gær sendi Einingarsamtök Afríkuríkja, sem nú sitja þing samtakanna í Addis Abeba, þriggja manna sendinefnd til Accra og Conakry að reyna að miðla málum. Engum sögum fer að því hverjar undirtektir nefnd- in hafi fengið, en hana skipa Justin Bomoko frá Kongó, Jósep Murumbi frá Kenya og John Williams frá Sierra Leone. — Staksteinar Framh. af bls. 3. þessi endalok, þótt þeir sætti sig við orðinn hlut að sinni. Hinir sem hafa staðið álengdar og beðið eftir því að hér væri að gerast eitthvað nýtt átta sig áreiðanlega á því, að enn ram- byggilegra hefur verið gengið frá því en áður, að Alþýðu- bandalagið heldur áfram að vera það sem það hefur verið hingað tii — „Kosningagæra Sósíalista- flokksins“. Leiðrétting I Morgunblaðsviðtali við hjón- in Jakobínu og Jón Matthiesen um Balticuferðina leiðréttir Jakobína, þar sem stendur, að allt hafi gengið vel. Þar átti að standa að allt hafi farið vel að Jokum, og að það eigi þau for- sjóninni að þakka, sem hélt yfir þeim hlífðarskildi allt ferðalagið. — Danska Jbingið Framhald af bls. 1 það væri algengt að minnihluta- stjórn léti kosningar fara fram, áður en kjörtímabilinu væri lok- ið. Aðspurður um, hvort hugsan- legt væri, að sósíaldemokratisk minnihlutastjórn tæki við aftur að kosningunum loknum, svar- aði Krag; Það er óhugsandi. Ákvörðun forsætisráðherrans um að efna til nýrra kosninga felur það í sér, að umræðunum á þingi um skattafrumvarp stjórn arinnar er lokið. Við spurningu frá Ritzaus- fréttastofunni um, hvort ríkis- stjórnin hefði verið búin að ráð- gera kosningar, svaraði forsætis ráðherrann: Það er skylda eins forsætisráðherra að hugsa um, hvað honum ber að gera til þess að allt takist vel. Fyrst í dag, er í ljós kom, að stjórnmálaflokk- arnir væru mjög andvígir til- lögu stjórnarinnar, hefur ríkis- stjórnin endanlega getað metið kringumstæðurnar. í danska þjóðþinginu er flokka skipun þannig nú, að sósíaldemo kratar hafa þar 76 þingsæti, Radikale venstre 10, íhaldsflokk urinn 36, Venstre 36, Sósíalist- iski þjóðarflokkurinn 10, óháðir 5 og Frjálslyndi miðflokkurinn (Liberalt sentrum) tvo. Hinir óháðu eru hægri sinnað- ir þingmenn, sem sögðu sig úr flokki Venstre á sinni tíð. Frjáls- lyndi miðflokkurinn klofnaði úr Venstre árið 1964 og varð til þess að bjarga sósíaldemokrötum á þjóðþinginu. Við fyrri kosn- ^ ingar unnu Venstre og íhalds- | flokkurinn saman, en fyrir nokkrum dögum skýrði formað- ur íhaldsflokksins, að flokkur hans myndi vilja vera óbundinn i við næstu kosningar. LEIKRIT Sigurðar Nordals, Uppstigning, hefur nú verið sýnt 7 sinnum í Þjóðleikhúsinu og verður næsta sýning leiksins í kvöld. Leikurinn var sem kunnugt er fyrst sýndur hjá Leikfélagi Reykja- víkur fyrir 21 ári og urðu sýningar á leiknum þá alls 14. Leikstjóri að þessu sinni er Baldvin Halldórsson. Myndin er af Kristbjörgu Kjeld og Erlingi Gíslasyni í hlut- verkum sínum. Vegurinn viö Reykjahlíö liggur sem næst gamla veginum DR. Finnur Guðmundsson, fuglafræðingur, kom að máli við Mbl. í gær, og vildi hann ítreka þau ummæli Gunnars Vagnsson- ar af hálfu Náttúruverndarráðs í frétt um nýjan veg milli Reykja hlíðar í Mývatnssveit og Húsa- víkur, að hann lægi of nálægt vatninu, og gæti raskað ró fugl- anna þar. — Okkur í Náttúruverndar- ráði, sagði Finnur, hefði fund- izt eðlilegast, að vegurinn væri lagður beint vestur yfir hæðirn- ar norðan við Reykjahlíð, og þaðan norður til Húsavíkur. En þegar við höfum spurnir af til- lögu vegamálaskrifstofunnar, að hann lægi aðeins um 100 m. frá vatninu lögðumst við þá strax gegn því. — Þá gerði vegamálaskrifstof- an það að till. sinni að færa veg- inn nokkuð fjær bakkanum, og — /jb róttir Framhald af bls. 30 svo þess að gæta að auðvitað koma keppniskastmenn fyrst og fremst úr hópi veiðimanna eftir að hafa komizt á bragðið við eða vegna veiðiskaparins, þannig að sameiginlegir hagsmunir fara varla milli mála. Aðstaða til kastæfinga í íþrótta höllinni eru framúrskarandi, og geta 18-20 menn ágætlega æft í einu, þannig að mörgum má veita úrlausn og ánægju yfir veturinn, — enda mun ekki af veita miðað við þátttöku sl. vet- ur. Þeir, sem óska þátttöku eða upplýsinga um fyrirkomulag hvers tímabils geta talað við skrifstofu SVFR eða formann eða ritara kastnefndar félagsins þá Halldór Erlendsson, sími 18382 eða Sigbjörn Eiríksson sími 34205. (Bezt kl. 19.30-20.00 að kvöldinu). er það fuglalífinu eflaust til bóta. Mun hann, eins og hann er ráðgerður núna, liggja niður að vatninu, og hann látinn hlykkjast um Húsasund í Reykja hlíðarhverfinu. Á hann að liggja niður túnið milli hótelanna tveggja, og síðan skammt frá vatnsbakkanum. Við höfum líka ýmislegt við þá vegalagningu að athuga, ekki aðeins frá sjónar- miði náttúruverndar, heldur einnig frá ferðamannasjónar- miði. Ferðamenn koma til Mý- vatns til þess að njóta kyrrðar- innar, og myndi þeim eflaust skapast ónæði á stöðugum þung- flutningum milli hótelanna. | Leggjum við því til að hann verði færður sem næst núver- j andi vegi ofan við byggðina í Reykjahlíð. Fjöldi óþarfa miðlungsmanna — innan S.Þ. segir fyrrverandi starfsmaður i nýrri bók New York, 24. okt. NTB. BRASILÍUMAÐUR að nafni Hernane Tavares, sem var yfir- maður upplýsingaþjónustu Sai*.- einuðu þjóðanna á árunum 1960 —1964, hefur gefið út bók, þar sem hann segir álit sitt á sam- tökunum. Segir hann þar m.a. að samtökin séu of háð Bandar.l j unum, þar starfi fjöldi óþarfa miðlungsmánna og framkvæmda stjórinn, U Thant, sé oft og tíðum hjálparlaus og aðeins umvönd- unarsamur í orðræðum, þegar mest ríði á að hann sé ákveðinn og hagsýnn. Tavares segir að í Öryggisráð- inu ráði Bretar, Indverjar og Bandaríkjamenn mestu, — Bret- ar og Indverjar séu þó öllum lagnari við að koma á sjónarmið- um sinum á framfæri í ráðinu. Tavares seigr að U Thant hafi ekki verið nær því nógu ákveð- inn er fjárhagsvandræði Samein uðu þjóðanna voru sem mest. Hann hafi verið eins og siða- vandur skólameistari hjálpar- laus og áhrifalaus, þegar mestu máli skipti að hann berði í borö ið ,sýndi hörku og hagsýni. Um Afríkuríkin skrifar Tavar es, að þau hafi sáralítil áhrif, enda þótt þau hafi uppi meira brambolt en nokkurt riki annað. Þeir tali hátt og mikið en skorti mjög kurteisi í framkomu. Til- tekur hann m.a. að flestir full- trúar Afríkuríkja hafi yfirgefið þingsal Allsherjarþingsins. er Harold Wilson . hélt þar ræðu árið 1965. Varsjá, 2. nóvember — AP — Utanríkisráðherra og vara- forsætisráðherra Indónesíu, Adam Malik fór í dag flug- leiðis til Rómar, eftir að hafa hlotið háttvíslegar en auð- sýnilegar kuldalegar móttök- ur af hálfu pólsku kommún- istastj órnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.