Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 3. nðv. 1968 MORCUNBLAÐIÐ 7 Söfnizðu 11. 440 krónusn I»ESSAR ungu stúlkur litu inn | á ritstjórn blaðsins á dögunum Ofr afhentu í söfnunina handa litlu stúlkunni, sem var með hjartasjúkdóminn og þurfti á læknishjálp að halda úti í Amer- íku, alls kr. 11.440.00. Þær eiga allar heima í Hlíðunum og söfn- uðu þessari miklu upphæð með því að ganga í hús og voru undir tektir góðar. Stúlkurnar heita: Lilja Ásvaldsdóttir, 11 ára, Stigahlíð 31, Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir, 11 ára, Drápu- hlíð 30, Ragnheiður Hall, 11 ára, Bólstaðarhiíð 52 og Steina Rósa Hilmarsdóttir, 11 ára, Grænu- hlið 26. Fordæmi þeirra er eftir- breytnisvert. VÍSIJKORIM RITHÖFUNDA—TAL Laxnes er kaldur og kíminn „mann“, kulturs með hæsta stig, rithöfund íslenzkan, eingan fann, utan Kiljan — og sig. St. D. FRÉTTIR Bjálpræðisherinn Við minnum á að samkoma er í dag kl. 20:30 og hvern sunnudag kl. 11:00 og kl. 20:30. í kvöld talar kafteinn Bognöy, söngur ©g vitnisburður. Allir velkomn- ár. Grensássókn Æskulýðskvöldvaka í Breiða- gerðisskóla í kvöld kl. 8. Felix Ólafsson. Frá Guðspekifélaginu Baldursfundur í húsi félagsins kl. 20:30 í kvöld. Fundarefni: Spurt og spjallað um yoga: Spurningum svara þeir: Sigvaldi Hjálmarsson, Sverrir Bjarnason ©g Karl Sigurðsson. Hljómlist. Kaffiveitingar. Gestir velkomnir. íj Kristniboðsfélag kvenna, 'I Reykjavík heldur sína árlegu fórnarsam- komu laugardaginn 5. nóvember kl. 8:30 í kristniboðsfélagshúsinu Betaniu, Laufásveg 13. Frásögu- þáttur: Frú Katrín Guðlaugs- dóttir, kristniboði frá Konsó. Tví söngur og fleira. Allir hjartan- lega velkomnir. Styrkið gott málefni. Kristilegt félag hjúkrunar- kvenna heldur almenna sam- komu í húsi K.F.U.M. og K., Amt mannsstíg 2 B föstudaginn 4. nóv. kl. 8:30. Ingunn Gísladótir hjúkrunarkona sýnir myndir frá starfinu í Konsó. Jóhannes Ólafs son kristniboðslæknir talar. Söngur. Happdrætti. Ágóði af happdrættinu rennur til sjúkra- skýlisins í Konsó. Allir velkomn ir. \ Kvenfélagskonur, Sandgerði Munið fundinn fimmtudag- inn 3. nóv. kl. 8:30. Áríðandi mál á dagskrá. Fjölmennið. Stjórnin. Heimatrúboðið. Vakningasamkoma á hverju kvöldi þessa viku kl. 8:30. Verið velkomin. Kvenfélag Njarðvíkur heldur fund fimmtudaginn. 3. nóv. kl. •1:00. Eftir kaffi verður verður sýnd andlitssnyrting og leiðbein- ing um val snyrtivara. Mætið veL Stjórnin. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Fyrsti fræðslufundur vetrarins verður í Oddfellowhúsinu fimmtudaginn 3. nóv. kl. 8:30. Sýnd verður fræðslukvikmynd um blástursaðferðina. Msétið vel . Bolvíkingafélagið í Reykjavík. Aðalfundur verður haldinn sunnudaginn 6. nóvember í Breiðfirðingabúð uppi kl. 3,30 síðdegis. Venjuleg aðalfundar- störf. Stjórnin. Skemmtifund hafa Kvenfélag Háteigssóknar og Bræðrafélagið fimmtudaginn 3. nóv. kl. 8.30 í Sjómannaskólanum. Spiluð verð ur félagsvist. Kaffidrykkja. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt i ætlar að hafa föndurnámskeið og hefst fyrsta námskeiðið föstu dagskvöldið 4. nóv. kl. 8.30. AU ar upplýsingar veittar hjá Maríu Maack, Ránargötu 30, sími 15528 Kvenfélag Laugarnessóknar heldur basar í Laugarnesskóla laugardaginn 19. nóv. Félags- konur og aðir velunnarar félags ins styðjið okkur í starfi með því að gefa eða safna munum til basarsins. Upplýsingar gefnar í símum: 34544, 32060 og 40373. Leiðrétting í fyrirsögn á þriðjudag mis- ritaðist nafn Franz Liszt, og er i það rétt eins og nú er skrifað. TÓBAK OG ÁHRIF ÞESS Hvað er tóbak? Allt tóbak er unnið úr tóbaks plöntunni (Nikotiana tabacuiu), sem er upprunnin frá Suður- Ameríku, enda af sömu ættkvísl og kartöflur og tómatar, en all- ar þessar plöntur áttu uppruna- lega heima í Suður-Ameriku. í blöðum tóbaksjurtarinnar er efni, sem heitir nikotín, en það er eitthvert sterkasta eitur, er menn þekkja. Ef prjóni, sein vættur er i nikotíni, er haldið fyrir framan nefið á litlum fugli, deyr hann samstundis. Og ef tóbaksblöðin eru soðin og einum dropa af soðinu er dælt inn i æð á mús, deyr hún, eins og hún væri skotin, Menn neyta tóbaks með ýmsu móti. Ekki aðeins með því að reykja það, heldur einnig með þvi að tyggja það og taka það i nefið. En menn borða það ekki, til þess er það allt of hættulegt. Ef barn borðar sigar- ettu af óvitaskap, er hætt við að liún verði þvi að bana, jafn- vel þótt ekki sé nema stubbur, eins og reynslan hefur margoft sýnt. Hvar sem tóbak kemst í snertingu við slimhúð, hvort heldur er i munni, nefi eða maga, siast nikotinið úr tóbak- •inu inn i blóðið og veldur þar sinum álirifum. Það getur meira að segja komizt i gegnum heilt hörund, eins og margir tóbaks- s'myglarar hafa fengið að reyna, sem hafa borið bagga af tóbaks- blöðum á beru baki. Þeir hafa fengið hættulegar tóbakseitran- ir og jafnvel dáið af þvi. Nikotín lamar þann hluta taugakerfisins, sem stjórnar innri liffærunum, þeim, sem ekki eru undir stjórn Viljans. Má þar til nefna hjarta, maga, þarma, lungu o. fl. Litill skammtur af nikotínl nægir til að lama hjartað skyndilega og valda þannig dauða. Maður, sem hellti eitt sinn úr tóbaksdósum sinum út i glas og drakk siðan, hné dauð- nr niður á augabragði. Þessi grein um Tóbak og áhrif þess birtist í síðasta tölublaði ÆSKUNNAR, og á áreiðanlega erindi til margra, einkanlega ieskumanna og kvenna. Meiraprófsbifreiðastjóri sem einnig hefur margra ára reynslu í bifreiðavið- gerðum óskar eftir atvinnu við akstur eða viðgerðir. Tilb. sendist Mbl. merkt „Þaulvanur 8028“ fyrir 7. þ. m. Fannhvítt frá Fönn Dúkar - Stykkjaþvottur Frágangsþvottur Blautþvottur — Sækjum — Sendum Fannhvítt frá Fönn. Fjólugötu 19 B. Sími 17220. Vill einliver leigja Honu með 3 börn, 4—10 ára, íbúð. Vinsamlega leggiö tilboð á afgr. Mbr. fyrir 8. þ. m., merkt „í vand- ræðum 8032“. Trérennibekkur til sölu. Uppl. Freyjugötu 27. Sími 23370 og 15263 milli kl. 11 og 14. Vill ekki eitthvert gott fólk taka í fóstur í vetur 114 árs gamlan dreng. Nöfn og símanúmer sendist Morgunblaðinu merkt „Erf iðleikar — 8034“. Keflavík Til sölu Serves þvottavél, með suðu. Upplýsingar í‘ síma 2243. Oskast til leigu Reglusamt par óskar að taka á leigu 2ja herb. íbúð, Upplýsingar í síma 12567 til kl. 5. Keflavík Verkamenn óskast til vinnu við sorphreinsun. Upplýsingar í síma 1552. Áhaldahúsið. Einhýlishús til leigu, þarfnast stand- setningar. Viðgerðarkostn- aður gengur upp í leigu. Tilb. sendist Mbl. f. 10. nóv merkt „Kópavogur 8024“. Keflavík Vel með farin barnakerra með skermi er til sölu. Upplýsingar að Faxabraut 53. Sími 2174. Vanur matsveinn með réttindum óskar eftir góðu plássi á síldveiðiskipi eða fragtskipi. Uppl. í síma 32420. Keflavík — Suðurnes Vel með farinn barnavagn til sölu. Upplýsingar í síma 1585. Brauðhúsið Laugavegi 126. Sími 24631. — Smurt brauð, snittur, cocktailsnittur, brauðtert- ur. Kona vön afgreiðslu óskar eftir léttu starfi hálfan daginn. Tilboð send- ist Mbl. fyrir 6. nóvember, merkt: „8030“. Ráðskonu vantar á fámennt sveitaheimili á Suðurlandi. Má hafa 1—2 krakka með sér. Rafmagn og jarðhiti til staðar. Uppl. í síma 19432. Herhergi óskast herbergi sem fyrst. Uppl. herebrgi sem fyrst. Uppl. í síma 22150. Tapazt hefur giftingarhringur með rúbínsteini merkt m. a. 17/5 ’65 H. K. þann 25. október. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 34433. Atvinna Maður óskast til fram- leiðslustarfa í verksmiðju nú þegar. Æskilegt að hann hafi einhverja þekkingu á vélum. Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir laugardag, merkt: „Atvinna 8020“. Stúlka með verzlunarskólamennt- un, vön skrifstofu- og af- greiðslustörfum, óskar eft- ir eftir vel launuðu starfL Tilboð merkt „Rösk — 8025“ sendist afgr. Mbl. Stretch-buxur í telpu- og dömustærðum. Fyrsta flokks Helanka stretch-efni, margir litir. Mjög gott verð. Einnig saumað eftir máli. Simi 14616. Vandað raðhús við Hrauntungu í Kópavogi til sölu. Húsið sem er í smíðum er 210 fermetrar að stærð á tveimur hæð- um. Glæsilegt útsýni. Skip & fasteignir Austurstræti 18 — Sími 21735 Eftir lokun 23009. Glæsileg 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi við Hraunbæ. fbúðinni fylgir gott íbúðarherb. í kjallara. Sérstaklega vand- aður frágangur. Teppi á íbúð fylgja svo og teppi á ganga. Skip og fasteignir Austurstræti 18 — Sími 21735 Eftir lokun 23009.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.