Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 22
-p«j H * & í T, * 'PS. *v % Mbf iP'f' - ÍJ 22 MORGU N BLAÐIÐ Wmmtudagur 3. ní«v. 1968 BAZAR Slysavarnadeildin Mraunprýði í Hafnarfirði heldur bazar í kvöld 3. nóv. í Góðtemplarahúsinu kl. 8:00. NEFNDIN. Skriíslofustarf Heildsölufyrirtæki í Miðbænum óskar eftir að ráða ungan karlmann til starfa á skrifstofu nú þegar. Umsækjandi þarf helzt að geta haft á hendi nokkra verkstjórn á skrifstofu. Þeir sem hafa áhuga á starfi þessu sendi upplýsingar um fyrri störf til afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 10. þ.m. merktar: „Framtíðarstarf — 8878“. Ég þakka innilega öllum frændum og góðvinum fjær og nær fyrir einstaka vinsemd á síðasta afmælisdegi mínum, 23. október sl. Lifið heil og blessuð. Steini Guðmundsson, . Valdastöðum. Innilegustu þakkir færum við hér með öllum þeim mörgu vinum okkar, sem veittu okkur ánægju og heiður í sambandi við okkar 50 ára hjónabandsafmæli; með fjöl mennu og glæsilegu samsæti á JBlönduósi, 26. fyrra mán aðar, með fjölmörgum vinsamlegum heillaskeytum úr öllum áttum og roeð annarri vinsemd. Guð og hamingjan fylgi ykkur öllum. Jónína Ólafsdóttir og Jón Pálmason, Akri. Kærar þakkir til alira þeirra, sem glöddu okkur hjónin á áttræðisafmæli mínu, með heimsóknum, kveðjum og gjöfum. Eiríkur Þorsteinsson Löngumýri. Móðir okkar og tengdamóðir RÍKEY EIRÍKSDÓTTIR verður jarðsett frá Fríkirkjunni föstudaginn 4. nóv. kl. 13,30. Börn og tengdabörn. LÚÐVÍK JÓNSSON Hverfisgötu 90, verður jarðsunginn frá Gaulverjabæjarkirkju laugar- daginn 5. nóvember kl. 11 f.h. Bílferð verður frá Hverfisgötu 90 kl. 9 f.h. Systkini hins látna. Innilegustu þakkir færuín við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráiall og jarðarför litlu dóttur okkar og systur SIGRÍÐAR MARGRÉTAR Jónína Guðmundsdóttir, Sigurgeir Axelsson, Guðmundur bór. Fréttabréf úr IVIiklaholts- hreppi Borg Miklaholtsherppi, 18.10 ‘66 Sumarið er nú senn liðið, er því ekki ólíklegt þótt lítið sé til taka og stiklað á stóru um annál þess. Eftir frostharðan og snjólítinn vetur, kom sumarið á sínum rétta tíma. Frá sumar- málum og fram til maíloka var jörð svo að segja alhvít og gróð- ur laus. Allur sauðburður fór því fram í húsi, enda vorið mjög gjafafrekt. Fénaðarhöld voru alls staðar fremur góð, ær voru með flesta móti tvílembar. Júnímán- uður var fremur hlýr en úr- komur framan af mánuðinum afar miklar, fengu því ær og ung lömb feikilega nætur á sig eft- ir að sleppt var frá húsi. í júlí komu einnig miklar vætur, sérstaklega fyrri hluta mánaðar, en þá kom eitt mesta vatnsveð- ur er komið hefur um langan tíma. Vorið leið þá þannig að vegna hinnar miklu úrkomu, var mjög erftt að fást við alla jarð- rækt. Eru því jarðræktarfram- kvæmdir með - minna móti vegna þess. Heyskapur hófst yfirleitt ekki fyrr en um miðjan júlí. Nokkuð bar á kali í túnum, en þó ekki samfelld. Stór stykki. Einkan- lega var gisið grasið á ný- ræktunum, svo virðist sem sum- ar grastegundir hafi ekki þolað frostið í fyravetur og kuldan fram eftir vorinu, og þar af leiðandi var grasið mikið ó- drýgra í fallinu er slegið var. Ágústmánuður var þurrviðra- samur, en fremur kaldur, storm ar töfðu nokkuð fyrir heyskap, og á sumum bæjunum urðu nokkrir skaðar á heyi vegna storma. Kartöflugras skemmdist af frosti seinni hluta ágústmán- aðar. Er því kartöfluuppskeran víðast hvar með rýrasta móti. Hásprettur var svo til engin, enda seint byrjað að slá er því vothey til vetrarfóðurs með minnsta móti. September var einnig þurr- viðrasamur, og má því teljast hagstæð til heyskapar, og var i Því góð ending á sumrinu með hagstæðri tíð í septmebr. Það sem af er októbermánuði hefur verið sérlega góð og skemmtileg haust veðrátta. Nokk urt frost^ var fyrrihluta mánað- ar, en góð og skemmtileg veð- ur. Fénu er ennþá beitt. Sláturtíð er nú senn á enda. Sauðfé hefur reynzt með lak- asta móti til frálags í haust. A þar sennilega sinn þátt í því kalt og gróðurlítið, samfara miklum rigningum í Júní og júlí. Heyskapur er með minnsta móti, en hey ekki hrakin. Fénu mun fækka nokkuð eftir því sem ég bezt veit, en sauðfé verður sennilega svipað víðast hvar. Sl. sunnudag var haldin hér- aðssýning á hrútum í Snæf- og Hnappadalssýlu. Vegna varnar- girðingarinnar varð að halda sýn inguna á tveim stöðum. Vestan girðingar var hún haldin á Hjarð ':arfelli, en austan girÖingar í Söótdsholti. A sýningu þessari voru margir fallegir hrútar sýnd Framhald á bls. 25 Atvinna Óskum eftir eftirfarandi starfsmönnum: Deildarstjóra í raftækja- og útvarpsdeild. — Málakunnátta nauðsynleg, tæknimenntun æskileg. Sölumann í þungavinnuvélum og vörubifreiðum. Máiakunnátta nauðsynleg, a.m.k. Norðurlandamál. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrx-i störf, sendist skriflega fyrir 7. nóv. nk. / unnai h.f. Suðurlandsbraut 16 - Reykjavik - Símnefni: »Volver< - Sími 35200 Keflavík Vantar karlmenn og kvenfólk til frystihúsavinnu, einnig vantar beitingamenn. SJÖSTJARNAN Sími 2020. PARHUS Höfum til söiu giæsilegt parhús við Skólagerði í Kópavogi. Fjögur sveinnerbergi á efri hæð. Stofur og eldhús á neðri hæð. -Húsið selst múr- húðað og máiað að utan, muxverk langt komið að innan. FASTEIGNA SKRIFSTOFAN BJARNI BEINTEINSSON HDL. JÓNATAN SVEINSSON LÖGFR. FTR. AUSTURSTRÆTI 17 (HÚS SILLA OG VALBA) SIMI 17466

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.