Morgunblaðið - 03.11.1966, Side 10

Morgunblaðið - 03.11.1966, Side 10
10 MORGU N B LAÐIÐ Fimmtudagur 3. nóv. 1966 Gísli Árni á leið að Ólafi Sigurðssyni, 60 mílur úti í hafL EIN S og skýrt var frá f Mbl. var blaðamaður frá blaðinu um borð í Gísla Árna, er skipið aflaði 10000. lestarinnar sl. laugardag og setti þar með að öllum lík- indum heimsmet í síldveið- um, þótt eigi verði um slíkt sagt með sanni, því að skrá yfir met á þessum vettvangi er ekki handbær. Mun und- irritaður leitast við að skýra skilmerkilega frá þessari sögulegu veiðiferð og reyna jafnframt að draga upp mynd af aflamanninum landskunna, sem skipinu stýrir. >*► Tildrögin Tildrögin að ferð minni voru þau, áð fyrir hálfum mán- uði barst það í tal að nú væri fyrir um það séð með vissu, að Gísli Árni aflaði yfir 10000 lest- ir og var þá ákveðið að fara þess á leit við Eggert Gíslason, að blaðamaður fengi að fljóta með, er aflinn fengist. Ég hringdi í Eggert og tókst eftir ianga mæðu áð hafa upp á hon- om á Stöðvarfirði og bar upp erindi mitt. Ég hóf mál mitt með því að útlista fyrir honum með miklum orðskrúða að hann væri nú að nálgast mjög at- hyglisverða tölu frá sjónarmiði okkar blaðamannanna, og því hefðum við mikinn hug á að fá að vera með í umræddri vei'ði- ferð. Eggert tók strax vel í þetta, en lét mig fyllilega á sér skilja að sér væri ekkert sér- lega um blaðamenn né blaða- skrif um sig gefið. Við hefðum sífellt verið að angra hann og ekki alltaf farið rétt með. Hann sagðist þó vel skilja sjón- armið okkar og eðli starfsins og því væri ég velkominn um borð til hans. Hann lofaði, a'ð er stundin nálgaðist, skyldi hann láta síldarleitina á Dalatanga vita um ferðir sínar, svo að ég gæti náð honum í löndun. xm> „Komdu þá austur í hvelli“ Leið nú og beið. Löng bræla hamlaði síldveiðum, en sjómenn irnir héldu heim til sín í brælu- frí. Síldarskýrsla Fiskifélagsins birtist alþjóð og var Gísli Árni þar skráður með 9140 lestir. Er gaf til veiða á ný fylgdist ég daglega með skipinu í síldar- fréttunum. Sl. fimmtudag bauð mér skyndilega í grun, að ekki væri allt með felldu. Ég hringdi í útgerðina og fékk þá áð vita mér til skelfingar, að á skýrsl- unni hafði gleymzt að gefa upp 200 lesta löndun, og því væri afli skipsins orðinn 9880 lestir en ekki 9680 eins og ég hélt. Voru nú góð ráð dýr, en með frábærri aðstoð símastúlknanna á Landsímanum í Reykjavík tókst mér að hafa upp á Eggert þar sem hann vár að landa á Stöðvarfirði. Hann sagðist ekki geta beðið eftir mér þótt ég tæki flugvélina til Egilsstaða samdægurs, en sagði: „Komdu þér austur í hvelli og náðu í næsta bát á fjörðunum og fáðu skipstjórann til að koma þér um borð til mín“. Þessu jánkaði ég, en verð að viðurkenna, að mér var um og ó við tilhugsun- ina um að stökkva á milli skipa einhvers staðar austur í ballar- hafi. Ég huggaði mig þó við að hér væri þaulreyndur skipstjóri að leggja mér rá'ð. Er ég var í þann veginn að stíga um borð í flugvélina á Reykjavíkurflugvelli, var ég kallaður í simann, og var þar Friðrik A. Jónsson, umboðsmað ur Simrad á íslandi, að biðja mig fyrir aflakóng S-Afríku, sem hér væri staddur til að kynna sér síldveiðar íslendinga og væri á leið um borð í Gísla Árna. Samþykkti ég þetta fús- lega, enda bar hér vel í veiði fyrir mig sem blaðamann. Reyndist Johannes Christian Jakobus Thiart, en svo heitir maðurinn, hinn skemmtilegasti ferðafélagi. Nafnið hljómáði fremur norrænt í eyrum, enda fundum við Eggert það síðar út, að langafi hans og lang- amma voru færeysk, en höfðu flutzt búferlum til Höfðaborgar í S-Afríku. *«* Um borð í Ólafi Sigurðssyni AK Segir nú ekki af ferðum okkar fyrr en við komum il Reyðarfjarðar. í>ar var verið að ljúka við löndun úr mb. Ólafi Sigurðssyni AK og hélt ég þeg- ar á fund skipstjórans, Einars Árnasonar, og bar fram erindi mitt. Áður en ég hafði lokið máli mínu sagði Einar: „Það er alveg sjálfsagt að gera þetta“. Var lagt úr höfn um kvöldmat- •arleytið og 8 tíma stím fram- undan. Veðrið var dásamlegt, sléttur sjór, heiðskýrt og fullt tungl. Slík nætursigling er ein af björtustu hliðum sjómennsk- unnar, um það get ég dæmt, því að ég hef sjálfur verið til sjós í rúm 4 ár. Á slíkum stundum stendur sjómaðurinn gjarnan út í brúarglug^a og lætur hugs- anir sínar reika á víð og dreif og þá oftast heim til ástvin- anna, sem þeir starfsins vegna sjá svo sjaldan. Lengst af næt- ur dvaldist ég upp í brú og naut friðarins og hlustaði á stefnið kljúfa sléttan sjóinn. Öðru hverju átti ég þó líflegar sam- ræður við vaktfélaga mína um landsins gagn og nauðsynjar. Þetta voru skýrir og hressilegir menn, sem höfðu ákveðnar og skorinortar skoðanir á gangi mála. Vil ég nota tækifærið til að þakka þeim og allri áhöfn skipsins ánægjulega samveru. Við komum á miðin klukkan fj'gur um nóttina. Gísli Árni var með annað kastið, hafði fengið 100 tonn úr því fyrsta. Þeir Eggert og Einar ákvá'ðu að beðið skyldi með að koma okk- ur yfir, þar til báðir væru ekki að vinna. Ég bað þess í hugan- um að hann fengi ekki 10000. lestina fyrr en ég væri komirvn um borð. Ég var bænheyrður, því að hann fékk nákvæmlega 115 lestir og skorti því 5 lestir upp á. Einar hóf nú að leita síldar og sagði við mig: „Það skyldi þó aldrei verða að maður fengi farm út á ykkur“. Ég sagði hon um að það væri nú það minnsta eftir alla greiðviknina sem hann hafði sýnt okkur. Enda reyndist svo, að bráðlega fundum við góða torfu sem þegar var kost- að á. Þarna kom fyrir skemmti- legt og táknrænt atvik. Akra- borgin frá Akureyri hafði einn- ig fundið þessa torfu og var bú- in að gera klárt fyrir köstun, en Einar reyndist fljótari og við vorum fyrri til, með að láta pokann fara. Hló þá Thiart og sagði að harkan væri sú sama á mi'ðunum við S-Afríku. Strák- arnir á Ólafi voru snarir í snún- Úr þessari torfu fékk Gísli Árni 190 tonn í sumar. Neðst á myndinni sést hvar torfan kem ur inn á mæiinn í 1800 metra fjarlægð. Síðan sést hvernig skipið hringsólar í kringum hana unz kastað er. — Eyðan efst á myndinni myndast er bakkað er við baujuna, en efstu strikin sýna að torfan er innL ingum við að draga nótina inn og er síðasti háfurinn var kom- inn um borð, leit Einar bros- andi til okkar og sagði: „100 tonn“. Þóttumst við hafa gert vel, en grun hef ég um að afl- inn hafi verið Einari og áhöfn hans að þakka en ekki okkur. >#> Gísli Árni Klukkan var nú orðin 7 og bjart orðið af degi. Eggert kall- aði nú í Einar og sagði honum að hann myndi leggja að okkur bakborðsmegin að nótapallin- um. Fór nú heldur um mig, þvi a'ð þótt veður væri gott, var talsverð undiralda þarna úti á 60 mílunum. Eggert sigldi nú Gísla Árna upp að okkur og gaf strax ágætis ról, en mér brast kjark- ur og ég greip dauðahaldi í Thi- art, sem var kominn hálfa leið yfir og kippti honum til baka. Varð nú almennur hlátur um borð í báðum skipunum. í næstu tilraun lagði Eggert alveg upp að og við gengum yfir eins og við hefðum harðatand undir fótunum, en svo nákvæmlega var skipunum stjórnað að þau snertust aldrei. Ég er þó hrædd ur um að ef tekið hefði veri'ð af mér hjartalínurit á þessari stundu, myndi það hafa verið heldur óreglulegt. Eggert stóð i brúnni og bauð okkur vel- komna um borð í Gísla Árna. Hann sagðist nú vera að bræða það með sér, hvort hann ætti að fara í land með aflann eða bíða kvöldsins. Hleðslu- regluger'ðin leyfði að sett væru 185 lestir í skipið til viðbótar þeim 115 sem um borð væru. Sá varð endirinn, að ákveðið var að láta reka yfir daginn, því að spáð var brælu með kvöldinu, og því hæpið að skip- ið næði aftur á miðin í tæka tíð, ef farið yr'ði í land. Bauð Eggert okkur niður í borðsal i graut og sátum við þar lengi og skröfuðum við mannskapinn um alta heima og geima. Rauða torgið Klukkan fjögur síðdegis var kveikt á asdicinu og farið að lóna af stað. Veðrið hafði versnað og voru nú komin 4—5 vindstig og nokkur kvika. Var leitað á svæðinu sem við vorum á til kl. 5 en hvergi kom punkt- ur á mælirinn. Eggert mi'ðaði þá Rússana, sem voru um 20 mílur í austur frá okkur, og sagði að það væri bezt að leita fyrir sér á Rauða torginu og setti á fulla ferð. Við heyrðum í talstöðinni. að flotinn var búinn að taka tölu- sótt, eins og það er kallað, er þeir halda til lands vegna brælu og melda slatta frá nótt- inni áður til síldarleitarinnar á Dalatanga. Ég spurði Eggert hvernig nót hann væri með. — Við erum með nýja nót núna. Vfð settum gömlu nótina í land, er henni hafði verið kast að 280 sinnum. Hún var þá orð- in talsvert slitin, en þó alls ekki ónýt. Þeasi nót, er líklega sú háfarnir, sem hafa farið þarna innfyrir borðstol.kinn í sumar. 10.000. lestin er komin um borð. Strákarnir á Gísla Árna bíða eftir að löndunarkraninn malli sig niður fyrir lúgukarminn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.