Morgunblaðið - 04.11.1966, Page 6

Morgunblaðið - 04.11.1966, Page 6
6 MORGUNMAÐIÐ Fðstudagur 4. nóv. 1966 Fannhvítt frá Fönn Dúkar - Stykkjaþvottur Frágangsþvottur Blautþvottur — Sækjum — Sendum Fannhvítt frá Fönn. Fjólugötu 19 B. Sími 17220. Nýr Pedigree bamavagn með Pedigree dýnu til sölu á kr. 4.500,-. Uppl. í síma 52072 milli kl. 19.00— 20.00 í kvöld. Fiskbúð Til sölu eða leigu fiskbúð með stórum frysti í nýju og stóru hverfi. f>eir, sem hefðu áhuga, sendi tilboð til Mbl., merkt: „8038“. Ráðskona óskast í sveit um nokkurra mán- að skeið, í forföllum hús- móður. Má hafa barn. Uppl. í síma 36328 eftir kl. 19. íbúð óskast 3ja—5 herbergja. Fernt í heimili. Fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Uppl. í síma 34591. Getnm bætt við okkur innréttingum strax. Uppl. í síma 20572, 51228. Kjörbarn Vel efnuð hjón óska eftir að taka kjörbarn. Tilboð sendist Mbl. fyrir 10. nóv., merkt: „Kjörbarn 8046“. Ungur maður með vélstjóraréttindi og bílpróf óskar eftir atvinnu í landi, nú þegar. Uppl. í síma 52195 e. h. Chevrolet 1955 Til sölu Chevrolet 1955 fólksbifreið, nýskcðuð og í góðu standi. Til sýnis ki. 1—8 e. h. Sími 11588. Bifreiðastöð Steindórs. Getum bætt við okkur innréttingum fyrir áramót. Sími 35148 og 41462 til kl. 7 síðdegis. Gítarkennsla Get tekið fáeina nemendui. Allt einkatimar. Ásta Sveinsdóttir Bollagötu 8. Sími 15306. Moskvitch til sölu árgerð 1960. Uppl. í síma 31176 frá kl. 5—8.30 e. h. Bókhald Get tekið að mér bókhald fyrir smærri fyrirtæki í heimavinnu. Upplýsingar í síma 18713 eftir kl. 18. Geymið auglýsinguna. Aukastarf óskast Maður sem vinnur vakta- vinnu óskar eftir auka- starfi. Hefur bíl. Margt kemur til greina. Tilboð merkt „Aukastarf 8044“ sendist Mbl. f. 9. nóv. Skoda 1200 til sölu, selst ódýrt. Uppl. í síma 33103 eftir kl. 7 e h. Uppboð Kristjáns á Týsgötu 3 Listverkauppboð Kristjáns Fr. Guðmundssonar fer fram í dag föstudag kl. 5 í Málverkasalnum Týsgötu 3. Á uppboðsskránni, sem er hin 14. frá hendi Kristjáns eru 30 númer eftir ýmsa mál- ara, m.a. eftir Kjarval, Sigurð Kristjánsson, Bjarna Guðmunds- son, Axel Helgason og marga aðra, þekkta og óþekkta. Er þetta í fyrsta skipti, sem Kristján heldur málverkauppboð í þessum salar- kynnum. Við hittum hann að máli í gær, og sagðist hann vonast til, að salur þessi yrði notaður af ungum málurum, til sýningar sem svo myndu láta myndir sínar á uppboð á eftir. Myndirnar eru til sýnis í dag til kl. 5. en þá hefst uppboðið stundvíslega. Á myndinni hér að ofan er Kristján í salnum, og má við hlið hans greina málverk eftir Kjarval og Axel Helgason. 60 ára er_ í dag Stígur Guð- brandsson, Álfhólsveg 29, Kópa- vogi. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Elísabet Péturs- dóttir, Nökkvavogi 18 og Þór Jónsson, Grenimel 8. Birt aftur vegna misritunar. FRÉTTIR Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur fund í Iðnskólanum mánudaginn 7. nóv. kl. 8:30. Fundarefni: Séra Ingólfur Ást- marsson flytur hugleíðingu. Frú Sigríður Björnsdóttir les upp frumsamið efni: Kvikmyndasýn- ing. Kaffi. Félagskonur taki með sér gesti. Árnesingafélagið í Reykjavík heldur aðalfund sinn í Hótel Sögu (Bláa salnum) þriðjudag- inn 8. nóv. kl. 8:30. Skaftfellingafélagið í Reykja- vík býður Skaftfellingum 65 ára og eldri til kaffidrykkju að Skipholti 70 kl. 3 síðdegis sunnu daginn 6. nóvember. Frá Vestfirðingafélaginu, Reykjavík. Drætti í happdrætti félagsins frestað til 18. nóvember vegna vöntunar á skilagreinum utan af landi. Vinningsnúmer birt í dag- blöðum og Lögbirtingi. Uppl. í síma 15413 eða 15528. Kristniboðsfélag kvenna, Reykjavík heldur sína árlegu fórnarsam- komu laugardaginn 5. nóvember kl. 8:30 í kristniboðsfélagshúsinu Betaniu, Laufásveg 13. Frásögu- þáttur: Frú Katrín Guðlaugs- dóttir, kristniboði frá Konsó. Tví söngur og fleira. Allir hjartan- lega velkomnir. Styrkið gott málefni. Heimatrúboðið. Vakningasamkoma á hverju kvöldi þessa viku kl. 8:30. Verið velkomin. Bolvíkingafélagið í Reykjavík. Aðalfundur verður haldinn sunnudaginn 6. nóvember í Breiðfirðingabúð uppi kl. 3,30 síðdegis. Venjuleg aðalfundar- störf. Stjórnin. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt ætlar að hafa föndurnámskeið og hefst fyrsta námskeiðið föstu dagskvöldið 4. nóv. kl. 8.30. All ar upplýsingar veittar hjá Maríu Maack, Ránargötu 30, sími 15528 Kvenfélag Laugarnessóknar heldur basar í Laugarnesskóla laugardaginn 19. nóv. Félags- konur og aðir velunnarar félags ins styðjið okkur í starfi með því að gefa eða safna munum til basarsins. Upplýsingar gefnar í símum: 34544, 32060 og 40373. Verkakvénnafélagið Framsókn heldur basar 9. nóvember n.k. fé- lagskonur vinsamlegast komið gjöfum sem fyrst á skrifstofu fé- lagsins í Alþýðuhúsinu. Skrifstof- an opin frá kl. 2—6 e.h. Bazarnefnd. Mæðrafélagskonur. Munið bas arinn 8. nóv. Verið duglegar að vinna og safna munum. Nefndin. Kvenfélag Grensássóknar held ur basar sunnudaginn 6. nóvem- ber í Félagsheimili Víkings. Fé- lagskonur og aðrir velunnarar félagsins eru beðnir að koma gjöfum til: Kristveigar Björns- dóttur, Hvasstleiti 77, Ragnhild- ar Eliasdóttur ,Hvassaleiti 6 og Laufeyjar Hallgrímsdóttur, Heið argerði 27. Mæðrafélagskonur: Munið bas arinn í Góðtemplarahúsinu þriðjudaginn 8. nóv. kl. 2. Mun- um sé skilað til Ágústu Kvisathag 19, Þórunnar Suðurlandsbraut 87, Dórótheu Skúlagötu 76, Guð- rúnar Dragavegi 3 og Vilborgar Hólmgarði 28, eða í Gúttó kl. 9—11 f.h. basardaginn. Nefndin. Kvenfélag Langholtssafnaðar heldur basar 12. nóvember. Kon- ur, verum nú einu sinni enn sam taka í söfnun og vinnu. Munir vinsamlegast skilist til Ingibjarg- ar Þórðard., Sólheimum 17, Vil- helmínu Biering, Skipasundi 67 eða Oddrúnu Eliasdóttur, Nökkva vogi 14. Frá kvenfélagssambanili ís- lands. Leiðbeiningarstöð hus- mæðra Laufásvegi 2 sími 10205 er opin alla virka daga frá kl. 3—5 nema laugardaga. Kvenfélag Háteigssóknar: Hinn árlegi basar Kvenfélags Háteigssóknar, verður haldinn mánudaginn 7. nóvember n.k. í „GUTTÓ“ eins og venjulega og hefst kl .2 e.h. Félagskonur og aðrir velunnarar kvenfélagsins, eru beðnir að koma gjöfum til: Láru Böðvarsdóttur, Barmahlíð 54, Vilhelmínu Vilhjálmsdóttur, Stigahlíð 4, Sólveigar Jónsdótt- ur .Stórholti 17, Maríu Hálfdánar dóttur, Barmahlíð 36, Línu Grön- dal, Flókagötu 58 og Laufeyjar Guðjónsdóttur, Safamýri 34. Nefndin. VIRÐIÐ alla menn, elskið bræðra- félagið, óttist Guð, heiðrið konung- in (1. Pét. 2.17). í dag er föstudagur 4. nóvember og er l>að 308. dagur ársins 1966. Eftir lifa 57 dagar. Árdegisháflæði kl. 8:46. Síðdegisháflæði 21:19. Upplýsingar um læknaþjón- ustu í boiginní gefnar í sim- svara Læknafélags Reykjavíkur, Siminn er 18888. Slysavarðstofan í Heilsuvernd- arstöðinni. Opin allan sólarhring inn — aðeins móttaka slasaðra — sími: 2-12-30. Kvöldvakt I lyfjabúðum í Reykjavík er í Ingólfs Apóteki og Laugarnesapóteki vikuna 29. okt — 5. nóv. Næturlæknir í Hafnarfirði að- fararnótt 5. nóv. er Kristján Jó- hannesson sími 50056. Næturlæknir í Keflavík 4. þm. er Guðjón Klemenzson sími 1567, 5—6 þm. er Kjartan Ólafsson, sími 1700, 7—8 þm. er Arnbjörn Ólafsson sími 1840, 9—10 þm. er Guðjón Klemenzson sími 1567. Apótek Keflavíkur er opið 9—7 laugardag kl. 9—2 helgidaga kl. 1—3. Hafnarfjarðarapiótek og Kópa- vogsapótek eru opin alla daga frá kl. 9 — 7 nema laugardaga frá kl. 9 — 2, helga daga frá kl. 2 — 4. Framvegls verðor tekfð á mótl þelm, er gefa vilfa blóð i Blóðbankann, sem bér segir: Mánudaga, þriðjudaga. fimmtudaga og föstudaga frá kl *—11 t.h. og 2—4 e.h. MlÐVlKUDAOa frá kl. 2—8 e.h. Laugardaga frá kl. 9—11 f.h. Sérstök athygll skal vakin á mið- vikudögum, vegna kvöldtimans. Bilanasimi Rafmagnsveitu Reykja- víkur á skrifstofutima 18222. Nætur- og helgidagavarzla 18230. Reykjavíkurdeild A.A.-samtakanna. Fundir alla miðvikudaga kl. 21 a 9 Smiöjustíg 7, uppi. Orð lifsins svara f síma 10000. \x\ HELGAFELL 59661147 VI. 2. I.O.O.F. 1 = 1481148^ = 9 III. Kristilegt félag hjúkrunarkveðina HÉR er verið að koma með sjúkling á börum til sjúkraskýlisins á íslenzku kristniboðsstöðinni í Konsó. Kristilegt félag hjúkrunar- kvenna heldur almenna sam- komu í húsi K.F.U.M. og K., Amt mannsstíg 2 B föstudaginn 4. nóv. kl. 8:30. Ingunn Gísladótir hjúkrunarkona sýnir myndir frá starfinu í Konsó. Jóhannes Ólafs son kristniboðslæknir talar. Söngur. Happdrætti. Ágóði af happdrættinu rennur til sjúkra- skýlisins í Konsó. Allir velkomn ir. að hann neiði brugðið sér niður á Tjörn í morgunsárið og hafði með sér poka af brauði, sem afgangs varð hjá honum í fyrradag, og endur, gæsir og álftir tóku þakksamlega við, svo að sumir steggirnir syntu m.a.s. baksíðusund af gleði, en það sund er nýlega fundið upp af þeim félögum minum í Alþbl., sem fyrst búa til ambögu, birta hana svo aftur, til að gera grín að sjálfum sér. Þetta er kallað á fínna máli að hafa skopskyn hið meira. Jæja, ekki meir um það, en á miðvikudagskvöldið brá ég mér til kunningja minna og fékk að horfa þar á íslenzka sjón- varpið. Einn kunningja minna gat ekki orða bundizt af hrifningu, hvað þetta hefði verið velheppnuð dag skrá, og þó alveg sérstaklega þátt urinn um hann Tómas: Ennþá brennur mér í muna. Verði íslenzka sjónvarpið þessu líkt í frámtíðinni, er engu að kvíða, og hann bað mig koma til skila þakklæti til allra þeirra sem þarna áttu hlut að máli. Og sé segi allt það sama um þessa dagskrá, hún yljaði manni um hjartarætur og ekki veitir af, þegar skammdegisskuggar og skattar angra flest fólk, og með, það flaug storkurinn hátt í loft, flaug yfir sjónvarpshúsið og sneri sér við á fluginu þar yfir af hrifningu yfir því, hvað við höfum, án allrar hræsni, eignast gott sjónvarp á skömm- um tíma. sá NÆS7 bezt£ Eyjólfur Þorkelsson var fyrsti úrsmiðurinn og úrsalinn hér í borg, sem nokkuð kvað að. Svo fóru fleiri að koma og keppa við hann, mðeal annars með því að gefa ábyrgð á gangi úranna, sem Eyjólfur, ekki að ástæðulausu, leit á sem hreinan hégóma. Einu sinni kemur maður til Eyjólfs að kaupa úr, og verða þeir ásáttir um verðið. En síðan segir maðurinn: „Já, en svo er það með ábyrgðina, hann Magnús Benjamínsson bauð mér 5 ára ábyrgð á úri, hvað gefið þér langa ábyrgð á þessu?“ „Ábyrgð", sagði Eyjólfur, „þa — þangað til það stanzar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.