Morgunblaðið - 04.11.1966, Qupperneq 26
zo
MUkbU N HLAÐID
Föstudagur 4. nóv. 1966
Þrír bera af í
stökkgreinunum
■ en heíldarmynd afrekaskrár-
innar I Reykjavlk er léleg
ÁRANGUR Reykvíkinga í stökk
greinum frjálsíþrótta í sumar er
mun betri en í hlaupagreinun-
um, sem við ræddum um í gær.
En þó að þrir menn haldi uppi
heiðri stökkvara í Reykjavík, þá
er heildarmyndin í stökkunum
einnig léleg. Þar þarf engu síð-
ur úr að bæta en í hlaupunum,,
þó e.t.v. sé það auðveldara á
þeim vettvangi, því efnin eru
fleiri.
Á Hástökk.
Jón Þ. Ólafsson er í sérflokki
hástökkvara — og reyndar stökk
vara í heild, og með sínum á-
gætu hástökksafrekum er hann
einn fremsti frjálsíþróttamaður
sem landið hefur átt fyrr og síð-
ar .Hann stökk 2.08 á sumrinu
og er sem fyrr segir í
algerum sérflokki. Næstir koma
tugþrautarmennirnir Kjartan
Guðjónsson 1.88, Erlendur Valdi-
marsson 1.81 og Valbjörn Þorláks
son 1.80. Það má með sanni kall-
ast léleg breidd í hástökki að
þrír tugþrautarmenn skuli skipa
sér næst afreksmanninum og
„sérfræðingnum“. Meðaltal 10
beztu er 1,77 og 20 beztu 1,649.
Á Þrístökk.
í þrístökki er Jón Þ. einnig
beztur með 14.09 og vinnur þá
grein einnig með yfirburðum.
Úlfar Teitsson er næstur með
13.66, Þormóður Svavarsson 13.20
og Ólafur Guðmundsson sömu
stökklengd. Fleiri ráða ekki við
13 metrana — og má furðu fá-
tæklegt kallast. Meðaltal 10
beztu er 13,01.
★ Langstökk
í langstökki er Ólafur Guð-
mundsson yfirburðamaðurinn
með 7.23 m. Sæmilegt afrek, en
ekkert sérstakt. Næistir koma
Kjartan Guðjónsson 6.98 og Ragn
ar Guðmundsson 6.86. Aðeins
sex Reykvíkingar stökkva yfir
6.50 m. Það er heldur þunn fylk-
Framhald á bls. 27
Ramsey
mösmum
leitar að liðs-
fyrir HM 1970
ALF RAMSEY, maðurinn, sem
stóð að baki sigurs Englendinga í
heimsmeistarakeppninni, er nú
farinn að leita að liðsmönnum,
sem fyllt geta lið hans í næstu
heimsmeistarakeppni, sem verð
ur í Mexico 1970. Englendingar
léku við Tékka á miðvikudags-
kvöldið. Leiknum lauk án þess
að mark væri skorað, 0:0.
Þetta er annar leikur Englend
inga eftir HM-sigurinn. Sá fyrri
var við N-írland og unnu Eng-
lendingar 2:0.
Nú kallaði Ramsey tvo unga
menn í 22 manna lið það er hann
endanlega valdi úr landsliðið
gegn Tékkum. Þeir voru Cyril
Knowles 21 árs og John Hollins
20 ára.
Knowles er bakvörður hjá Tott
enham og keypti félagið hann
fyrir 45 þúsund pund frá Middels
brough 1964. Hann er sterkur
leikmaður og þykir líklegur til að
ryðja sér braut í HM-lið Eng-
lands 1970.
Hollins er einn af efnilegustu
„miðju“-mönnum Englendinga
og á slíka leggur Ramsey mikla
áherzlu í leikaðferðum er hann
byggir upp. Hann var í 40 manna
liði Ramseys fyrir HM síðast, en
komst ekki í endanlegt 22 manna
lið þá —- en þykir líklegur næst.
Pele býður
aðstoð sína
PEL.E — brasilíski knattspyrnu-
maðurinn frægi, hefur boðizt til
að koma til Portúgal og taka
þátt í kappleik, sem efnt yrði til
í ágóðaskyni fyrir landsliðs-
manninn Vicente, sem nýlega
hlaut alvarleg meiðsli í bifreiða-
slysi.
j Öryggi I
; SÝNINGAR dönsku fimleika-*
| mannanna h,ér á dögunum •
; vöktu verðskuldaða athygli;
■ og vonandi verður áhuginnl
; er kviknaði varanlegur. Hérv
á eru tvær myndir er sýna feg- ;i
; urð og tign áhaldafimleika. >
■ Annars vegar er Maria Tress- j;
; ei frá Ungverjalandi sem í 1
| landskeppni við Þjóðverja
■ vakti gífurlega athygli fyrir Í
■ það á hvern hátt hún lauk ;
■ æfingum sínum á hárri slá. i
; Hins vegar er Japaninn Katch, *
• sem er frægur fyrir á hve Í
: dirfskufullan hátt hann yfir- ■
■ gefur hringina að loknum æf í
j ingum sínum í þeim. Bæði í]
■ hafa þau fullkomið vald yfir i
; líkama sinum — en slíkt er \
; aðalsmerki góðra fimleika- *
; manna. I
StétiarféEag44 frjáls-
íþróttamanna í Finnlandi
99'
FINNSKIR frjálsíþróttamenn
hafa nýlega stofnað næsta sér-
stæðan félagsskap og nefna hann
„íþróttamannaklúbbur finnska í-
þróttasambandsins“. Er þetta
eins konar stéttarfélag, því til-
gangurinn er að standa vörð um
áhugamál finnskra frjálsíþrótta-
manna.
Fyrsta takmark klúbbfélaga er
að vinna að endurreisn hins góða
álits er finnskir frjálsíþrótta-
menn áður höfðu á alþjóðavett-
vangi. íþróttamennirnir eru á
ýmsan hátt óánægðir með að-
stöðu finnskra frjálsíþrótta-
mála, ekki sízt fjárhagslega erf-
iðleika.
Þá telja þeir og að margt megi
gera til að auka hugann, efla
keppnisviljann og landsliðs
„moralinn". Þá er og á dagskrá
hins nýja félags að efla og
styrkja sambandið við íþrótta-
fréttamennsku á öllum sviðum.
-----------------------—------
í sjónvarpinu ■ kvöJJ
f kvöid kl. 18,30 fá íþrótta-
unnendur að sjá í ísl. sjón-
varpinu kappleik Sovétríkj-
anna og Portúgala frá HM í
sumar. Liðin börðust um
þriðja sæti og unnu Portú-
galar 2-1. — Hér er mynd frá
leiknum. Hún sýnir Anatoii
Banishevsky (á dökkri peysu
t.h.) skora mark Rússa. Per-
eira markv. Portúgala er t.v.
Margir hafa látið í ljósi ó-
ánægju með þann tima sem
sjónvarpið velur til að senda
út slíkar úrvals íþróttamynd-
ir sem þessar myndir frá HM
eru. Föstudagar eru að sjálf-
sögðu verstir. Verzlanir opn-
ar til 7 og margir koma heim
úr vinnu í þann mund sem
myndin er búin. Kjósa flestir
að fá slíkt — ef utan dag-
skrár er — í dagskrárlok, en
þó helzt t.d. s.h. laugardags
eða sunnudags. Er þeirri ósk
komið á framfæri.
Afgreáðslustúlka
óskast í sérverzlun í Miðbænum. Upplýsingar um
menntun og fyrri störf leggist inn á afgreiðslu Mbl.
fyrir 6. þ.m. merkt: „Stundvís — 8043“.
Grotian Steinway
flygill — (6 — 7 ára) til sölu.
PÁLMAR ÍSÓLFSSON Sími 13214
kl. 12 — 1,30 og eftir kr. 7.