Morgunblaðið - 16.11.1966, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.11.1966, Blaðsíða 6
MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 16. nóv. 1966 6 Fannhvítt frá Fönn Fönn þvær skyrturnar. Ath. Rykþéttar plastum- búðir. Sækjum — sendum Fannhvítt frá Fönn Fjólugötu 19 B. Sími 17220. Húsbyggjendur Tökum að okkur smíði á útihurðum og fl. Fljót af- greiðsla. Sérsmíði. Upp- lýsingar í síma 54, Hvera- gerði. Trommukennsla Tek að mér að kenna byrjendum á trommur. — Uppl. í síma 51440 milli kl. 10 og 12 og 1 og 4. Ford 1959 Til sölu Ford vörubifreið, 3ja tonna, sjálfskipt. Uppl. í síma 38220 og 32874. Trésmíðavél Til sölu er sambyggð tré- smíðavél; þykktarhefill og afréttari 24 tommur. Upp- lýsingar í síma 38220 og 32874. Sanngjarnt verð ef samið er strax. Til sölu Simca 1300, árg. 1964, vel með farinn bíll. Verð kr. 115—120 þús. Upplýsingar í síma 40877. Vauxhall 1959 Tilboð óskast í Vauxhall, eins og hann er eftir ákeyrslu. Ný vél, ný dekk. Til sýnis að Uppsalavegi 3, Sandgerði. Sími 92-7513. Ný amerísk hásúna til sölu. Upplýsingar í síma 41404. Notað timbur til sölu.Upplýsingar í síma 15260. Keflavík Ódýr ísskápur til sölu. Upplýsingar í sima 2175. Frakki í óskilum Síðastliðinn föstudag var skilinn eftir brúnleitur „dhubi“ rykfrakki í sænska sendiráðinu, Fjólugötu 9, sími 13216. Overlocksaumur Hef overlock. Heimasaum- ur óskast. Simi 41656. Sem ný hálf sjálfvirk þvottavél til sölu. Uppl. í síma 16005. Kona með 4ra ára barn óskar eftir ráðskonustöðu á fámennu heimili eða hús næði gegn því að hugsa um einn mann. Upplýsing- ar í síma 14796. Húsmæður Strekki gardínur og dúka. Otrateig 6. Sími 36346. Dauðageisfar í Bæjarbíó Bæjarbíó í Hafnarfirði sýnir í kvöld myndina Dauðageislar dr. Mabuse, sem er spennandi þýzk kvikmynd með Peter van Eyck í aðalhlutverki. — Myndin hefir ekki áður verið sýnd hér á landi. FRÉTTIR Kristileg samkoma í sam- komusalnum, Mjóuhlíð 16 í kvöld kl. 8. Allt fólk hjartan lega velkomið. Kvenfélag Laugamessóknar, heldur bazar í Laugarnesskóla laugardaginn 19. nóv. kl. 14. — Gjörið svo vel að skila munum föstud. 18. nóv. í kirkjukjallar- «nn kl. 2 til 7. — Tekið á móti kökum á laugard. sama stað kl. 10—1. Bazarnefnd. Konur í Styrktarfélagi van- gefinna halda fund að Báru- götu 11, fimmtudaginn 17. nóv. kl. 8,30. Elsa E. Guðjónsson, flyt ur erindi með skuggamyndum um þjóðlegan útsaum. Kristniboðssambandið. — Al- menn samkoma í kvöld kl. 8,30 í Betaníu. Konráð Þorsteinsson pípulagningarmeistari talar. — Allir velkomnir. Munið bazar Sjálfsbjargar 4. des. Vinsamlegast, þeir, sem ætla að gefa pakka, skila þeim á skrifstofuna, Bræðraborgarstíg 9 eða Mávahlíð 45. Reykvíkingafélagið heldur spilakvöld með happdrætti í Tjarnabúð (Oddfellow) niðri fimmtudaginn 17. nóvember kl. 8.30 Félagsmenn fjölmennið. Stjórnin. Frá Breiðfirðingafélaginu. Fé- lagsvist og dans í Breiðfirðinga- búð fimmtudaginn 17. nóv. kl. 8,30. ÁRBÆJARHVERFI. Spurn- ingabörn í Árbæjarhverfi eru vinsamlega beðin að koma til viðtals í samkomuhúsinu mið- vikudaginn 16. nóv. kl. 6 síðd. Séra Bjarni Sigurðsson. Keflavík. Munið hina árlegu hlutaveltu Slysavarnadeildar kvenna fimmtudaginn 17. nóv. kl. 8 í Ungmennafélagshúsinu. Margir góðir munir. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj unnar hefur sinn árlega basar og kaffisölu í Tjarnarbúð sunnu- daginn 20. nóvember. Safnaðar- fólk og velunnarar, sem vilja gefa basarmuni eða kökur snúi sér til: Elinar Jóhannesdóttur, Ránargötu 20, Súsönnu Brynjólfs dóttur, Hávallagötu 3, Grétu Gíslason, verzlunin Emma Skóla vörðustíg 3, Margréti Schram, Sólvallagötu 38 og Ingibjörgu Helgadóttur, Miklubraut 50. Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra, Kvennadeildin. Konur munið bazarinn verður haldinn 20. nóv. í Skátaheimilinu, kl. 14, er því áríðandi að munum sé skilað hið allra fyrsta að Sjafn- argötu 14. Föndurfundir eru þriðjudagskvöld kL 20. Stjórnin. VÍ8UKORIM Einn að slá með orfi og ljá og það há í karga halla, döggvot strá í dyngjum frá dauðabláum eggjum falla. Ingþór. Fær þú eigi úr stað landa- merki ekkjunnar og gakk þú eigi inn á akra munaðarleysingj anna. — Orðskv. 23, 10. son sími 700. Apótek Keflavíkur er opið 9—7 laugardag kl. 9—2 helgidaga kl. 1—3. í dag er miðvikudagur 16. nóvemljer og er það 320. dagur ársins 1966. — Eftir lifa 45 dagar. Árdegisháfiæði kl. 7:33. Síðdegisháflæði kl. 19:55. Hafnarfjarðarapútek og Kópa- vogsapótek eru opin alla daga frá kl. 9 — 7 nema laugardaga frá kl. 9 — 2, helga daga iVá kl. 2 —. 4. Upplýsingar um læknaþjón- ustu i boiginnj gefnar i sim- svara Læknafélags Reykjavíkur, Síminn er 18888. Slysavarðstofan i Heilsuvernd- arstöðinni. Opin allan sólarhring inn — aðeins aióttaka slasaðra — simi: 2-12-30. Kvöldvarzla í Reykjavík vik- una 12. nóv. — 19. nóv. er í Reykjavíkurapóteki og Garðs- apóteki. Næturlæknir í Hafnarfirði að fararnótt 17. nóv. er Kristján Jóhannesson, sími 50056. Næturlæknir í Keflavík 11/11. Kjartan Ólafsson sími 1700, 12/11. — 13/11. Arnbjörn Ólafs- son simi 1840, 14/11. — 15/11. Guðjón Klemenzson sími 1567, 16/11 — 17/11. Kjartan Ólafs- Framvegls verður teklð á mótl þclm, er gefa vilia blóð I Blóðbankann, sen» hér segir: Mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl -—11 f.h. og 2—4 e.h. MIÐVIKUDAGa fr* kl. 2—8 e.h. Laugnrdaga frá kl. 9—11 f.h. Sérstök athygli skal vakin á mið- vikudögum, vegna kvöldtímans. Bilanasiml Rafmagnsveitu Reykja- víkur á skrifstofutima 18222. Nætur- og helgidagavarzla 18230. Upplýsingaþjónusta A-A sam- takanna, Simiðjustíg 7 mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga kl. 20 —23, sími: 16373. Fundir á sama stað mánudaga kl. 20, miðvikudaga og föstudaga kl. 21. Orð lifsins svara 1 sima 10000 Toastmaster. — Fundur 1 kvöld kfl. 7, venjulegum stað. IOOF 7 = 14811168t.ii = Sp. 9. RMR-16-11-20-HS-MT-HT. O Gimli 596611177 = 5. IOOF 9 = 14811168>/2 = Bh. 7. B HELGAFELI. 596611167 IV/V. 2. Laugardaginn 12. nóv. opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Sig ríður Kristinsdóttir, fóstra Suð urlandsbraut 62 og Torfi Þor- steinsson, stud. júr., Garða- stræti 36. Minningarspjöld Minningarkort styrktarfélags vangefinna fást í bókabúð Æsk- runnar og í skrifstofu félagsins, Laugavegi 11, sími 15941. Minningarspjöld Kristniboðs- ins í Konsó fást á skrifsstofu Kristniboðssambandsins, Þórs- götu 4 og í húsi K.F.U.M. og K. sá NÆST bezti Einu sinni var prestur nokkur, sem var orðinn gamall og hrum- ur að spyrja fermingarbörnin sín í kirkjunni sinni eftir messu. Hann var með afbrigðum samvizkusamur og þess vegna vildi hann fræða börnin sem allra bezt og þess vegna las hann fyrir þau kafla úr biblíunni og kaflinn, sem hann valdi var úr sköpunarsögu mannsins. Áður en hann byrjað lesturinn, þurfti hann að bregða sér út fyrir kirkjudyrnar, eigin erinda. Á meðal drengjanna voru prakkarar eins og gengur og tóku þá tveir sig til á meðan presturinn var úti, og rifu eitt blað úr biblíunni þar sem sagt er frá Örkinni hans Nóa og límdu það við eitt blaðið í sköpunarsögu mannsins. Þegar prestur kemur inn, tekur hann biblíuna og byrjar lestur- inn: „Og guð lét Adam falla í fasta svefn, tók eitt af rifjum hans og myndaði af því konu“, síðan fletti hann við, „sem var þrjúhundruð álnir á lengd, þrjátíu álnir á breidd, fimmtán álnir á dýpt og rjóðr- uð biki utan og innan“. Hér þagnaði prestur andartak þar til hann segir: „Þetta hef ég aldrei rekið mig á hér fyrr börnin góð, en það stendur hér og því mun það satt vera, og sýnir oss glöggt hversu óskaplegt sköpunarverk konan er, amen“. ALLT FYRIR VIÐSKIPTAVIIMIMN / leít oð ættingjum Björn Franklín Ólsen, 20 Labade, Ecorce, Mich., U. S. A. Morgunblaðinu hefur borizt jftirfarandi bréf frá Birni Ol- >en í Bandaríkjunum: Ég, Björn Olsen er íslenzkr ir ættar. Afi minn og amma zoru Björn Ólafsson frá 5úlunesi í Borgarfjarðar- sýslu og kona hans Guðrún lónsdóttir frá Heimaskaga á Akranesi, — og ólafur Þor- leifsson frá Svartagili í Þing- /allasveit, Árnessýslu og kona hans Guðbjörg Guðna- dóttir frá Haga í Grímsnesi, Árnessýslu. Nú langar mig með oréfi mínu að biðja ættingja mína á íslandi að senda mér línu. Það væri mér ógleymanleg ánægja að heyra frá þeim. Björn Olsen. ---------- -------------•-----— ' ^_^I Il-tril mi i •------------------------ Mikill áhugi er hjá neytendum um að fá betri þjónustu hjá olíufélögunum. Vonandi sjá olíu- félögin sér fært að afgreiða benzin á ferð, og greiðslan þá jafnvel látin biða þar til hinumegm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.