Morgunblaðið - 16.11.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.11.1966, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 16. nóv. 1966 MORGU N BLAÐIÐ 23 ISLENZK UPPFMNG VEKUR MIKLA ATHYGLIERLENDIS — f-ltigvél seni hefur slg á Sofl og lendlr BéHréll ÞAÐ er flestum íslenzkum uppfinningum sameiginlegt, að þær miða að því að létta störf og auka afköst í fiskiðn aði og fiskveiðum, og hafa margir merkir og gcðir áfang ar náðst á því sviði. Ungur reykvískur hugvitsmaður starfar þó að öðrum uppfinn- ingum. Hann hefur fundið upp fiugvél, sem á að vera þeim kostum gædd að hún getur hafið sig á flug og lcnt lóðrétt, Iíkt og þyrla. Þeir kostir sem flugvél þessi á að hafa fram yfir þyrlu eru þeir, að hún er miklu hraðfleygari og ódýrari í byggingu. Umræddur uppfinninga- maður er Einar Einarsson sem nú starfar hjá Hitaveitu Reykjavíkur, en vann áður um árabil hjá bandarískum flugvélaverksmiðjum, fyrst í eitt ár hjá Sikorski fyrirtæk inu, sem framleiðir þyrlur og síðan í fjögur ár hjá Repu- blic Aviation Corp. í Farm- ingdale á Long Island, en það fyrirtæki framleiðir or- ustuþotur og eru þotur frá því fyrirtæki nú mikið notað ar í Vietnam styrjöldinni. Morgunblaðið hafði nýlega tal af Einari og spurðist fyr- ir um framgang mála hjá hon um. Sagðist Einar stöðugt vinna að endurbótum á teikn ingum sínum að vélinni og það sem mest stæði á núna væri að fá fjármagn til þess að koma vélinni upp. Hann sagði, að það væri nokkuð langt síðan hann hefði fyrst farið að velta þessahi hug- mynd fyrir sér. Fyrst hefði hann verið að hugsa um bif- reið sem gæti lyft sér og flog ið og hefði hann smíðað slíka bifreið. Bifreiðin hefði að vísu getað lyft sér svolítið, en hefði verið þunglamaleg, ur, auk þess sem vélarnar sem notaðar hefðu verið í hana hefðu verið gamlar og úr sér gengnar. Einar sagði, að flugvél sú er hann ynni nú að væri í raun og veru byggð á sama grundvelli og flugbifreiðin, hún hefði aðeins þróast upp og komizt í hagkvæmara form. Hefðu tilraunir við flugbifreiðina verið sér mjög lærdómsríkar. í hugmyndina að flugvélinni, sagði Einar, að Sikorski félagið banda- ríska hefði fyrst boðið sér 50 dollara, en síðan hækkað sig stöðugt, þar til þeir hefðu gefizt upp, því hann hefði ekki viljað láta teikningarnar falar við þá. Einar sagði, að kostnaður- inn við að smíða vél sem gæti lyft einum manni væri ekki svo ýkja mikil. Neíndi hanrí til töluna átta hundruð þúsund til 1 millj. kr. Það Myndin er af módelinu sem Einar smíðaði af Vertikala EE-T17. Ef þessi mynd er borin samán viðteikninguna mundi lækka mikið kostnað- inn við smíðina að hægt yrði að nota í hana venjulegar stimpilvélar, en ekki túrbínu vélar eins og hann sagðist hafa reiknað með í upphafi. Hinsvegar væri ljóst að smíði Á myndinni sést hvernig Einar hugsar sér að flugvélin fari á loft og fljúgi. Þar sem stendur TAKE OFF er stnða flugvélarinnar við flugtak. Þá vinnur hreyfillinn að framan á móti hreyflunum að aftan. Loftstraumurinn kemur flugvélinni á loft. Þar sem stendur TRANSITION er flugvélin komin á loft og þá færast afturhreyflarnir fram. Þar sem stendur FULL SPEED er flugvélin komin í stöðu sína í loftinu og hreyfl arnir þrír knýja hana áfram. Sama gerizt þegar flugvéiin lendir, — þá færast aftur- hreyflarnir aftur í sömu stöðu og er á fyrstu mynd- inni og verka á móti fram- hreyflinum. af Vertikala EE-T19 sjást glögglega þær endurbætur sem Einar hefur gert á vél- á fyrstu vélinni kallaði á mikla vinnu og hana sagðist Einar vera reiðubúinn að leggja fram, ef hann fengi aðstöðu til. Margir hafa orðið til að sýna hugmynd Einars áhuga og sýndi hann okkur bréf frá bandaríska flughernum, British Aircraft Corporation Ld., Rolls Royce og yfirmönn um varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli, en þeir hvetja hann mjög til þess að reyna að smíða slíka vél. I>á var í finnska verkfræðingablaðinu Tekniskt forum, heilsíðugrein um vélina, ásamt mynd af henni. Hefst greinin á þess- um orðum: „íslenzkur vélstjóri hefur vakið eftirtekt meðal fag- manna með flugvél sem get- ur hafið sig til flugs og lent lóðrétt, af þeirri gerð sem hægt er að kalla fljúgandi bifreið. Uppfinningarmaður- inn — Einar Einarsson — er að vísu ekki lengur starfandi við flugvélateikningar, en hann hefur margra ára reynslu frá tveimur flugvéla- verksmiðjum í Bandarí:<jun- um.“ Einar útskýrði síðan hug- mynd sína fyrir okkur og er þeim bezt lýst með teikningu þeirri er birt er hér. Unnið að stofnun olíusamlags til hagsbóta fyrir neytendur Undanfarna daga hafa stöð- nvt staðið yfir viðræðufundur um stofnun nýs olíusamlags eða um aðrar aðgerðir til þess að knýja fram betri og hagkvæm ari þjónustu af hálfu olíufélag- anna. Meðal félaga sem tekið hafa þátt í þessum umræðum er Félag íslenzkra bifreið'aeig- enda, og snéri Mbl. sér í gær til Magnúsar Valdiinarssonar hjá FÍB og spurði hann nánar út í þessar umræður. sagði Magnús, að í sex ár hefur stjórn FíB reynt að fá hingað til lands bensín með hærri oktan tolu en nú er, en það hefur ekki fengizt vegna vöruskipta íslands og Rússlands, en þaðan er ben- sínið sem flutt er hingað til lands. Hafa félagsmenn í. FÍB stöðcgt hvatt okkur í stjórn- inni til þess að berjast fyrir þvi að við gegnumst fyrir því að betra bensin væri fengið til lands ins. \ ist birtist hin alkunna san.eigin lega ‘yfiriýsing olíufélaganna allra um brey tta gi eiðsluskil- rrála. Þá fór stjórn FÍB heldur betur að hugsa sinn gang, ekki síst vegna þess, að eitt af því sem við þolum ekki er einokun í hvaða mynd sem hún er, og má geta þess, að það var fyrst og fremst af þeim sökum, að við stofnuðum Hagtryggingu. — Fóru nú að heyrast raddir innan félagsins um það að okkr.r bæri að stofna olíusamlag eða einhvers kor.ar félagsskap til þess að tryggja hag félagsmar.na í þesum málum. Og þegar það fréttist að við hefðum þessi mál í athugun ko.tiu ýmsir aðilar á máli við okkur og höfðu áhuga á því að taka þátt í þessu. Þessir aðilar hafa síðan hitzt öðru hvoru, og var síðasti fundur sl. föstudagskvöld á skrifstofu fél- agsins. Þeir aðilar sem tóku þátt í þessum umræðum með okkur voru auk FIB: Bifreiðastjórafélögin Frami og gerðarmenn. Þróttur, Landssamb I and vörubílstjóra, s\ro og full- j trúar frá Húseigenda félagi Reykjavíkur og Neytendasam- tökunum og loks nokkrir út- gerðarmenn. — Eftir þennan fund er það ljóst, að málið deyr ekki út af héðan af, heldur verður það tekið föstum tökum, og kannað til hlítar. Þó verður ekki farið of gcyst í sakirnar heldur unnið markvisst að lausn málsins, þannig að pað verði eitthað raun hæft sem komi út og til hags- bóta fyrir neytendur. Róm, 27. október AP. ítaiska stjórnin lýsti því yfir í dag, að mörg hundruð embætt- ismenn og verktakar bæru ábyrgð á þeim hörmungum sem borgin Agrigento á Sikiley hefði orðið fyrir í skriðufalli í júlí s.l. Fimmtíu nýbyggðar íbúðarbygg- ingar eyðulögðust í skriðufallínu og um 8000 af 50.000 íbúum borg- arinnar misstu heimili sín. Framkvœmdum haldið áfram við Strákagang Þurfa að steypa hvelfingu þar sem bergið er lélegt Það er upphaf þessa máls. Bílslys hjá Breiðdalsvík BREIÐDALSVÍK, 11. nóv. —— Seint í gærdag lenti vöruibfreið kaupfélagsins hér í Breiðdalsvík út af veginum skammt innan við þorpið. Kastaðist hún yfir skurð og festist í skurðbakkanum og mun nær ónýt. Bíístjórinn og drengir, sem með honum voru, skárust nokk uð í andliti og sumir munu hafa marizt eitthvað, en eru ekki tald ir alvarlegá slasaðir. Þó mun einn þeirra fara flugleiðis til Reykjavíkur í dag til rannsóknar. Ástæða virðist að ætla að stýri bifreiðarinnar hafi bilað. — Páll. — Svo var það á fyrrihluta ársins 1966 að við fregnuðum að olíufélögin hefðu sett farm kröfur um að Rússar útveguðu betra bensín til landsins, og að Rússar hefðu gefið loforð \im að svo myndi verða gert um næstu áramót. Við sögðu því félags- íólki okkar að líða myndi að því að betra bensín myndi fást hér, t.d. með oktatölunni 94, en það hefur í för með sér að orka vélarinnar í bifreiðum verður um 12% meira, og bensínið af þeim sökum því hlutfallslega ó- dýrara. — Það næsta sem gerðist í málinu var það að við 1 ðum af því fregnir að Rússar treystu sér tkki til þess að verða við kröfum olíuféiaganna, og því yrði ekki af því að hér fengist betra bensín en verið hefði. Og um svipað leyti sem þetta gerð- FRAMKVÆMDIR við Stráka- göng hafa stöðugt staðið yfir allt frá því að þau voru opnuö í gegn í september sl. Hefur frá því ver ið unnið að því að hreinsa göng- in að innan, og er það mikiö verk, sem taka mun langan tíma. Ennfremur hefur verið unnið að því að steypa fóðringu í munn- ann Sigluf jarðarmegin, og er þvi verki að mestu lokið. Undirbúningur að því að fóðra munnann að austanverðu er haf inn, og er gert ráð fyrir að byrj- að verði að steypa þar í næstu viku, að því er Skúli Guðmunds- son hjá Efrafalli, sem sér um framkvæmd verksins, tjáði Mbl. í gær. Tekur þá við mikið og erfitt verk, sem er að steypa hvelfingu inni í göngunum, þar sem bergið er lélegt. Ekki treysti Skúli sér til að segja til um það, hvenær Stráka göng verða endanlega tilbúin til umferðar, en það yrði vart fyrr en eftir nokkra mánuði. Þau eru 4,5 metrar á breidd og 5,5 metr- ar á hæð. Verður ein akrein í göngunum um þrír metrar að breidd, en svo eru útskot á ein- um fjórum stöðum. Göngin eru 785 metrar að lengd, eins og áð- ur hefur komið fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.