Morgunblaðið - 16.11.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.11.1966, Blaðsíða 4
4 MORCU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 16. nóv. 1966 BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 35135 OG 34406 SENDUM MAGIMÚSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR21190 eftir lokun simi 40381 >'«'1-44-44 VMÍfíBlfí Hverfisgötu 103. Daggjald 300 Og 3 kr. ekinn km. Benzín innifalið. Simi eftir lokun 31160. LITLA bíluleigon Ingólfsstræti 11. Sólarhringsgjald kr. 300,00 Kr. 2,50 ekinn kílómeter. Benzín inniíalið í leigugjaldi Slmi 14970 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Simi 35135. BÍLALEIRA S/A CONSUL CORTINA Sími 10586. Fjaðrir, fjaðrablóð, hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. Bosch og AEG. KÆLISKÁPAR margar stærðir. Br. Ormsson hf. Lágmúla 9. — Sími 38820. ■+C Börnin á barna- heimilunum Velvakandi hefur verið beðinn að benda á, að nokkurs misskilnings gæti hjá sumum mæðranna, sem rætt er við í blaðinu í gær um dvöl barna þeirra á barnaheimilum Sum- argjafar. — Mæðrunum er alls ekki gert að skyldu, að sækja börnin sín ,á mínútunni 5“. Starfsstúlkur verða á vakt á barnaheimilunum eftir kl. 5, þar sem nauðsynlegt er, eins og skýrt er frá í greinargerð frá Sumargjöf í sama blaði. Mæður, sem vinna úti til kl. 5, geta því rólegar unnið fullan vinnudag og náð síðan í börn sín, Hins vegar hvetur Sumar- gjöf foreldra til að lengja ekki dyöl barnanna á barnaheimil- unum að þarflausu. í tAt Fjörugt ferðalag Á sunnudaginn birtist hér í dálkunum stuttur kafli úr skýrslu áfengismálanefnd- ar — og var þar fjallað um hjónaskilnaði og hjúskapar- vandamál. I þessari skýrslu eru ennfremur umsagnir margra skólamanna um vanda- mál þau, sem áfengisneyzlan skapar. Þar á meðal birtist hluti úr ritgerð sem 16 ára nemandi samdi eftir sumar- vinnuna. Hann var í síldinni — og lýsir ferðalagi, sem hann fór með samstarfsmönnum sínum. Sjálfsagt gætu mörg hundruð manns sagt svipaðar sögur — sögur af fjölmörgum samverustundum — og væri frásögn nemandans hrein hátíð í samanburðinum. Þessi ungl- ingur hefur fengið kennslu- stund í meðferð flöskunnar, hve margir hafa ekki farið á þann sama skóla? Hér kemur svo ritgerðarhlutinn: Afrit af ritgerð nemanda í í 2. bekk Eiðaskóla veturinn 1963—64. Nemandinn er 16 ára gamall. FERÐALAG. Það var ákveðið á söltunar- stöðinni, sem ég var á í sumar, að fara í skemmtiferðalag klukkan fimm á laugardegi og stundin var komin, bíllinn til og fólkið komið í stuð. Allir drifu sig í bílana og hverjum tveimur var gefin flaska af geniver í fararnesti. Það var skylda hvers að drekka sig kenndan, en ég held að ég hafi gerzt lögbrjótur eða nærri því. Allir drógu tappann úr og blönduðu þegar komið var upp á fyrsta hjallann og þar var stoppað nokkra stund, en svo þegar átti að halda áfram, stóð einn farþeginn upp og réðist á bílstjórann. Hann var skjót- ur til ráða og fieygði honum út úr bílnum, og var hann síð- an skilinn eftir þarna en ferð- inni haldið áfram upp á fjalls- brún. Þá var orðið mál að pissa og blanda, svo ekki yrði drukk ið óblandað. Nú var haldið áfram niður í þorp og gekk á ýmsu. Mönn- um kom ekki alltaf sem bezt saman og verkstjórinn okkar hafði nóg að gera að stilla til friðar, sumir voru farnir að rífast um hvort þeir fengju jafnmikið úr flöskunni, en allt gekk slysalaust að mestu. Við stoppuðum smástund í kaupfélagssjoppunni, en héld- um síðan inn á Velli og hittum fólk, sem hafði verið í stöð- inni í sumar og buðum þeim með og þau komu þrjú, Sibba, Stebbi og Guðni. Síðan var haldið áfram út á brú og norð- ur í Fljótsdal. Sú ferð var sögu leg, sumir dóu, aðrir rifust, sumir næstum slógust, fáir virtu fyrir sér hið fagra lands- lag og einn ætlaði að henda sér út úr bílnum á fullri ferð en náðist í hann á síðustu stundu, þegar hann var búinn að opna hurðina og var kom- inn hálfur út úr bílnum. Við fórum á ball í Végarði um kvöldið og vorum þar til kl. hálf þrjú og komum ekki heim fyrr en kl. fimm morgun- inn eftir. Þá var lögreglan búin að sækja manninn, sem hent var út úr bílnum og setja hann í braggann." Hestamenn „Kæri Velvakandi. Nýlega var haldinn aðal- fundur Landssambands ís- lenzkra hestamanna austur á Höfn í Hornafirði. Þetta mun hafa verið tiltölulega fjöl- mennur fundur og þar flutt er- indi um hrossarækt og ýmsar samþykktir gerðar. Svo undar- lega ber við, að fundur þessi þykir ekki mikið fréttaefni hvorki hjá blaðamönnum né stjórn Landssambandsins því nær engar fréttir hafa verið birtar í dagblöðunum af þess- um fundi. Hinsvegar er nú svo komið að hestamenn og hestaeigendur eru orðnir all- fjölmennir í landinu og myndu þeir vafalaust hafa áhuga á fréttum af fundi þessum, álykt- unum hans og ekki síður þeim erindum, sem þar voru flutt. Ég vil því biðja Velvakanda að koma þeirri ósk minni á framfæri, að blaðamenn Morg- unblaðsins afli sér upplýsinga um fundinn og birti af honum fréttir og helzt erindin líka. ht.“ ■Jt Lá við slysi Einn af lesendum blaðs- ins, sem á heima úti á Seltjarn arnesi hrigndi fyrir nokkrum dögum móður og másandi — og sagði: Ég vildi hringja áðúr en ég kæmist yfir þetta. Það munaði nefnilega ekki nema hárs- breidd að ég slasaði eða dræpi dreng rétt í þessu. Og þetta er ekki í fyrsta skiptið. Götulýs- ing er ekki nógu góð hér á Nesinu — og börnin eru sí- fellt að þvælast á götunni — fyrir bílunum — í myrkrinu. Fæst þeirra eru með endur- skinsmerki og ég var næstum búinn að aka á dreng á hjóli rétt í þessu. Sá hann ekki fyrr en ég _var alveg kominn að hon- um. Ég er ekki búinn að ná mér eftir þetta." Það ætti að vera óþarfi að brýna það fyrir foreldrum að láta börn sín bera endurskins- merki. Reiðhjól eiga auðvitað ekki að notast eftir að dimma tekur nema að þau hafi full- kominn ljósaútbúnað — -auls endurskinsmerkja. Hér var á ferðinni piltur, sem hafði hvorugt. Þessi glæsilegi sendi- ferðabíll er til sölu nú þegar. Upplýsingar 1 síma 40695 í dag og næstu daga. Til sölu Fírmakeppri Bridgefélags Hafnarfjarðar hefst í Alþýðuhúsinu miðvikudaginn 16. nóv. kl. 8. Spilarar eru hvattir til að mæta. STJÓRNIN. Skermagerð Vélar, áhöld og efni til skermagerðar til sölu. Upplýsingar í síma 14960. IJng barniaus h]ón óska eftir 1—2 herbergja íbúð sem næst Miðbænum. Upplýsingar í síma 40645 milli kl. 3—6. Tek að mér sjálfstæðar bréfaskriftir á íslenzku, dðnsku og ensku. Þýzk bréf koma einnig til greina. Tilboð sendist afgr. Morgunbl. fyrir 25. þ.m. merkt: „Heimavinna — 8423“. Lipur maður óskast til útkeyrslu- og lagerstarfa m. fl. BÓLSTRUN IIARÐAR PÉTURSSONAR Laugavegi 58. Síidarbátur til sölu 180 smálesta vélbátur til sölu. Báturinn er nýlegur og í ágætu standi og með öllum nýtízku síldar- útbúnaði þar á meðal nýrri síldarnót. Nánari upplýsingar í síma 24635 og 16307. Til sölu húseignirnar Vesturgata 14 og Tryggvagata 6. Sam- liggjandi eignarlóðir, er ná milli gatna, samtals um 560 fermetrar. Upplýsingar milli kl. 14 og 17 í símum 12895 og 13324.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.