Morgunblaðið - 16.11.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.11.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. nóv. 1968 Callaó, Perú, Dean Johnson AP. FISKIMENNIRNIR stóðu í smá-hópum á bryggjunum og töluðu hljóðlega saman með- an þeir gerðu við net sín og kvörtuðu undan kaupinu. Venjulega er mikið um að vera á bryggjum. Callao er hafnarborg Lima, höfuðborg- ar Perú, og á bryggjunum venjulega fjöldi sjómanna að vinna við afla bátanna. Nú ríkir þar kyrrð. Sjómenn- irnir eru í verkfalli. Nokkur hluti fiskiflotans, sem er í verkfalli í Callao. .Okkur langar ó s jóinn á • > segja sjomenn i eftir hálfs mánaðar verkfall ■^sffi/r&'fSfý///iMSp'/' &///"'? wsvr, yV'- ttfn ■■y/f/í •• ■■ ,/y</s'.- 'WSPS&&?-'’ ' Sf_ Wjm „Móðir mín dó úr elli í dag,“ sagði Delfin Carreno, ritari eins sjómannafélagsins, sem stendur að verkfallinu. „En á morgun fer ég enn á ný á fund í atvinnumálaráðu- neytinu til að reyna að leysa þetta vandamál," sagði hann. „Við verðum að fá kröfum okkar framfylgt.“ Um 20 þúsund sjómenn í Perú lögðu niður vinnu í lok október og hófu verkfall. Krefjast þeir þess að verð á ansjósum verði hækkað úr 80 soles (kr. 130,—) í 115 soler (kr. 187,—) tonnið, og að þeim verði tryggð 3.000,— soles mánaðarlaun (kr. 4.840,—) Einn sjómannanna, Joseph Mucih, sem er ókvæntur, sagði: „Ég átti enga peninga þegar verkfallið hófst. Þetta er erfitt. En verra er það fyrir fjölskyldufeðurna. Okk ur langar að komast aftur á sjóinn.“ Annar sjómaður, Dagoberto Rodriguez, bætti við: „Ástand ið er orðið mjög alvarlegt. Ég á sex börn á skólaskyldualdri, sem ég þarf að sjá fyrir.“ Mucich sagði að minni bótarnir öfluðu aðeins fyrir um 800 soles á sólarhring (um 1.300,— krónur), „og það fer meiri tími í að leita að torfunum en í veiðarnar sjálfar.“ Aðrir sjómenn ráfuðu að- gerðarlausir um bryggjurnar. Flestir neituðu að segja til nafns, því þeir óttuðust hefnd araðgerðir atvinnuveitend- Algeng sjón í Callao. Sjómenn huga að netunum. anna eftir að vinna hæfist á ný. Margir sögðu að það væru litlu útgerðarfélögin, sem verst færu út úr verkfallinu. Þau hafa ekki bolmagn að missa tekjurnar, jafnvel ekki um smástund, sögðu þeir. „Og þó við séum ekki að vinna fyrir okkur,“ sagði einn þeirra, verðum við að annast viðhald á netum og bátum. Þetta dettur miklu fyrr í sundur þegar ekki er verið að nota það.“ Líknarfélag safnar notuðum frámerkjum Áibók FÍ1SÍ3 ljóspientu. FERÐAFÉLAGIÐ hefur látið ljósprenta árbókina 1933, en hún hefur lengi verið mjög torfeng- in. Aðalefni bókarinnar er lýsing Pálma Hannessonar é Land- mannaleið og Eldgjá, snilldar- lega skrifú'ð, sem vænta mátti. Bókinni fylgir litprentað kort, sem nær yfir Veiðivötn, Land- mannalaugar og Torfajökul. Hin nýja útgáfa er prentuð hjá Offsetmyndum, mjög vel unnin og pappír sérlega góður. Bókin fæst í skrifstofu Ferðafé- lagsins, Öldugötu 3, og vérður einnig send gegn póstkröfu eftir pöntun. (Frá Ferðafélaginu). f MBL. var þann 10. þ.m. sagt frá Sjómannaheimili í Dan- mörku og farið fram á notuð ísl. frímerki til styrktar. Mbl. hefur verið beðið um að vekja athygli á því, að líknarfélag hér á íslandi, sem berst í bökkum fjárhagslega, hefur á sl. ári afl- að nokkurra tekna með sölu á notuðum íslenzkum frímerkj- um. Það er Geðverndarfélag fs- lands. Hafa sjúklingar límt þessi frímerki smekklega á spjöld, með skýringum á ensku, og eru þau ætluð erlendum ferðamönnum. Hefur Mbl. verið beðið um að hvetja fólk til að senda Geð- verndarfélaginu notuð frímerki, merkt Geðvernd, Pósthólf 1308, Reykjavík, og styrkja með þvi gott málefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.