Morgunblaðið - 16.11.1966, Blaðsíða 30
30
MORGU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 16. nóv. 196
Frægir þýzkir handknatt-
leiksmenn leika hér
Koma hér á vegum Þrótfar og leika 3 leiki i næstu viku
Á MÁNUDAG, þriðjudag og fimmtudag; í næstu viku gefst tæki-
færi til að sjá í kappleik við beztu handknattleiksmenn okkar,
ágætt þýzkt lið, Turnverein Oppum, frá bænum Krefeld í Vestur-
Þýzkalandi. Þetta lið varð m. a. Þýzkalandsmeistari í útihandknatt-
leik karia 11 manns, sem þar í Iandi er mjög vinsæl íþrótt, og hefur
staðið sig ágætlega í innanhússkeppni, og í röðum þess eru m. a.
fjórir menn sem eru landsliðsmenn í innanhússhandknattleik og
einn, sem valinn er í lið Þjóðverja í næstu heimsmeistarakeppni.
Segir þetta allmikið, því V-Þjóðverjar eru í fremstu röð í hand-
knattleik.
Tilviljun?
„Tilviljanirnar“ í handknatt-
leiknum gerast nú alltíðar.
skemmst að minnast að tilviljun
réði því á síðustu stundu, að við
fáum að sjá V-þýzka landsliðið í
tveim landsleikjum 29. og 30.
nóv. hér í Reykjavík. Og á blaða-
mannafundi í gær kom fram að
lið þetta „rak á fjörur" Þróttar
og fyrir einskonar tilviljun var
heimsókn þessi til Þróttar flutt
fram til haustsins vegna anna í
vor, þegar Þróttur átti rétt á
erl. liði í heimsókn.
En ekki er nema gott um slíkt
að segja, þegar „tilviljanirnar“
eru til ánægjuauka og skemmt-
unar. Má ætla að heimsókn þessa
þýzka liðs verði góð „general-
prufa“ fyrir landsleikina við
Þjóðverja. E.t.v. verða einhverjir
leikmannanna eftir og leika í
landsleikjunum, þó ekki hafi
brotizt um það fregnir.
Leikir liðsins
Fyrst leika Þjóverjarnir frá
Krefeld við Reykjavíkurmeistara
Fram á mánudagskvöld kl. 8.15.
Forleikur milli meistaraflokks
Þróttar og Unglingalandsliðsins
hefst kl. 7.45 og verður 2x15 mín.
Á þriðjudagskvöld kl. 8.15
leika Þjóðverjarnir við íslands-
meistara FH. Forleikur hefst kl.
7.55 milli 3. fl. Þróttar og 3. fl.
Víkings.
Á fimmtudagskvöld kl. 8.15
leika Þjóðverjarnir við úrvalslið
HSÍ — það sem fimm dögum
síðar mætir landsliði V-Þýzka-
lands.
Hingað koma 14 leikmenn, 5
manna fararstjórn þ. á m. J.
Domkes formaður félagsins og
auk þess sérstakur fulltrúi frá
borgarstjórn Krefeld.
Meðal leikmanna má nefna
Engels markvörð, 25 ára, sem
talinn er í röð beztu markvarða
í handknattleik úti og inni í V-
Þýzkalandi.
Ratayczak, 22 ára sem 5 sinn-
um hefur verið í landsliði í
útihandknattleik.
Schroers, 22 ára, landsliðsmað-
ur í innihandknattleik.
R. Schwanz, 19 ára gamall, sem 9 sinnum hefur verið í lands-
liði V-Þjóðverja, æfir nú undir heimsmeistaraleikina og er tai-
inn einn af efnilegustu leikmönnum síns lands.
Franski sundmaðurinn Alain
Mosconi, 17 ára gamall, var
aðeins 8/10 frá heimsmeti
Rússans Belitz-Geiman í 800
m. sundi í gær. Synti Frakk-
inn á 8.48.2, en heimmetið er
8:47.4. Mosconi setti nýiega
heimsmet í 400 m. skriðsundi.
Bretlandsmeistari í létt
þungavigt hnefaleika, Skot-
inn Chic Calderwood beið
bana í bifreiðaslysi skammt
utan Glasgow á sunnudag.
Clalderwood er eini Skotinn
sem barist hefur um heimstitil
í hnefaleikum — án sigurs þó.
Rehbach, 22 ára. úrvalsleik-
maður í úti- og innihandknatt-
leik.
Brauweiler, 26 ára, 4 sinnum
fyrirliði í landsliði í innihand-
knattleik.
Schwanz, 19 ára, 9 sinnum í
landsliði í innihandknattleik, er
í v-þýzka úrvalliðinu er æfir
undir heimsmeistarakeppnina og
talinn einn efnilegasti leikmaður
í Þýzkalandi.
Zwiekowksy, 25 ára, 6 sinnum
í landsliði utanhúss og hefur
hlotið æðsu orðu afreksmanna í
íþróttum frá forseta V-Þýzka-
lands.
Upptalningin er sem sé ekki
slök — og vonandi. verða leik-
irnir einnig góðir.
8 'v
-
Clay vann létt í 3. lotu
Williams lá þrásvar ■ golfinu og kom
engu höggi sem að kvað á Clay
CASSIUS Clay komst létt og auð
veldlega frá því að verja titil
sinn fyrir Clevelands Williams í
fyrrinótt. Hann gerði raunveru
lega út um leikinn í 2. lotu, þó
leikurinn væri ekki stöðvaður
og Clay lýst sem sigurvegara
fyrr en eftir að rúm mínúta var
liðinn af þriðju lotu. Lá þá Cleve
land Williams enn í gólfinu að
vísu ekki alveg rotaður, en ófær
um að halda áfram leiknum.
Williams er talinn höggharð-
asti hnefaleikarinn, sem Clay
hefur mætt eftir að hann varð
heimsmeistari. En í kappleikn-
um í fyrrinótt fékk áskorandinn
aldrei tækifæri til að koma al-
mennilegu höggi á Clay — jafn-
vel ekki sæmilegu höggi. Hinn
ótrúlegi hraði Clays kom í veg
fyrir það.
í upphafi kappleiksins fór
Clay sér rólega og mjög var-
lega — eins og hann væri að
kanna allar aðstæður. Er á leið
lotuna gerði hann þó skyndiárás.
Hann dansaði kringum Williams
og ávann sér stig með sínum
eldsnöggu vinstri handar högg-
um. Og það mátti sjá undir lok
lotunnar að þessi högg höfðu
talsverð áhrif á Williams. Og
tvö vinstri högg og beint hægri
högg um leið og bjallan glumdi
fengu hann til að vakna.
f 2. lotu komu hraðayfirburðir
Clays og fjölþættir hæfileikar
enn betur í ljós. Williams varð
æ rauðari í andliti og það var
augljóst að hverju stefndi.
Um miðbik lotunnar féll Will
iams í gólfið eftir vinstri handar
„húkk“. Hann stóð fljótt á fæt-
ur en stók skynditalningu að
átta. En Clay réðist að honum
þegar sem tígrisdýr og sló hann
aftur í gólfið. Þegar bjallan hljóm
aði slagaði Williams í sitt horn
og aðstoðarmenn hans höfðu nóg
að gera að vekja hann til fullrar
meðvitundar í hléinu.
Er 3. lota hófst virtist Williams
hafa náð sér. En Clay sýndi þeg
14 manna lið gegn
Þjéðverjum valið
„EINRÆÐISHERRANN" í
handknattleik karla Sigurður
Jónsson hefur nú vaiið eftir-
talda 14 menn til lokaæfinga
fyrir landsleiki við V-Þjóð-
verja, sem ákveðnir hafa ver
ið 29. og 30. nóvember. Er
hópurinn valinn úr 22 manna
hópi, sem valinn var upphaf-
lega til landsliðsæfinga.
Þessir ,.14 fóstbræður“ eru:
Kristófer Magnússon F.H.
Sveinbjörn Björnsson Árm.
Þorsteinn Björnsson. Fram.
Birgir Björnsson, F.H.
Einar Magnússon Víking.
Geir Hallsteinsson. F.H.
Gunnlaugur Hjálmarsson
Fram, fyrirliði.
Guðjón Jónsson Fram.
Hreinn Halldórsson Ármann.
Ingólfur Óskarsson Fram.
Jón Hjaltalín Viking.
Sigurður Einarsson Fram.
Stefán Sandholt Val.
Örn Hallsteinsson F.H.
ar að ekki stóð hann styrkum
fótum. Höggum rigndi yfir hann
og brátt tók hann að slaga í
hringnum. Eftir rúma mínútu
féll hann og leikurinn var stöðv-
aður því þó Williams væri ekki
rotaður var hann ófær til fram-
halds.
Clay hafði varið titil sinn í 5.
sinn í ár. Williams hafði beðið
sinn 6. ósigur í 12 leikjum. Þrisv
ar hefur hann verið rotaður,
1959 og 1960 af Liston og eitt
sinn 1954. En hann hafði ekkert
svar við líkamlegum yfirburðum
Clays. Sérfróðir höfðu gefið hon
um smávonir og byggt það á
höggþunga hans en margir dást
að honum fyrir á hvern hátt hann
þjálfaði sig og vann sér rétt til
þessa kappleiks, því 1964 var
hann 7 mánuði á sjúkrahúsi eft
ir skotsár og var ekki hugað líf
mánuðum saman.
Arsþing IÍKÍ
ÁRSÞING Körfuknattleikssam-
bandsins verður haldið í Vals-
heimilinu 19. nóvember (laug-
ardag) og hefst kl. 14.
Flokkngliman
27. nóvember
FLOKKAGLÍMA Reykjavíkur
verður háð sunnudaginn 27. nóv.
Þátttökutilkynningar þurfa að
berast til Valdimars Óskarsson-
ar, Hátúni 43, fyrir 21. nóv.
Ungmennafélagið Víkverji sér
um mótið.
Sheffield Wed. hefur keypt
John Ritchie, miðherja frá
' Stoke City fyrir 70 þúsund
pund. Hagnast Stoke því vel
á Ritchie því félagið heypti
hann fyrir 5 árum á 2500 pund.