Morgunblaðið - 16.11.1966, Blaðsíða 3
Miðvikuðagur 16. nóv. 1966
MORCUNBLAÐIÐ
3
ALLTAF FJOLGAR VOLKSWAGEN
fyrir fjölskylduna
fyrír starfið
fyrír yður jfÁ
HEKLA hf
Könnun Neyienda-
samtakanna
Er Johnson Bandaríkjaforsetl var staddur í S-Kóreu í vik-
unni, hitti hann m.a. að máli bóndann Choi Si-Chong skammt
frá Suwon, og er myndin tekin við það tækifæri. Johnson er
. við klæðnað kóreansks bónda.
ÞJÓNUSTUKÖNNUN Neyt-
endasamtakanna er nú hafin,
með því að Neytendablaðið
með tilheyrandi eyðublöðum
á að vera komið í hendur
allra félagsmanna samtak-
anna. Neytendasamtökunum
er það jafnmikið kappsmál og
það er neytendum mikið hags
munamál, að könnunin takist
sem bezt og þátttakan verði
sem mest. Með því að fylla út
eyðublað könnunarinnar og
senda það Neytendasamtökun
um leggja menn sinn skerf til
baráttu þeirra fyrir bættri
þjónustu og auknu öryggi í
viðskiptum.
t Fjöldi nýrra félagsmanna
Svo virðist sem mikill áhugi sé
ríkj andi meðal almennings á
málinu. Fjöldi manna hefur inn-
ritað sig í samtökin síðustu daga,
en samdægurs er þeim sent blað-
ið í pós-ti ásamt nokkrum eldri
ritum, sem til eru. Þá hefur og
mikið verið hringt til samtak-
anna af fólki, sem er að fylla út
eyðublöðin, og í gær tóku fyrstu
svörin að berast. Fólk er eindreg
ið hvatt til þess áð senda svörin
hið allra fyrsta, og er ætlazt til
þess, að hver og einn hvari inn-
an viku frá móttöku blaðsins.
t Eftirvænting eftir niðurstöðum
Mikið hefur verið spurt um
Islenzkt dægurlagakvöld í Lidó
Eingöngu flutt lög eftir isl. höfunda
FÉLAG ísl. dægurlagahöfunda
efnir til „íslenzks dægurlaga-
kvölds" í Lídó næstkomandi
föstudag, 18. nóv. Þar verða ein-
göngu leikin og sungin létt lög
eftir íslenzka höfunda. Leikur
Sextett Ólafs Gauks íslenzk lög
fyrir dansi og einnig verða
skemmtiatriði á milli. Efnir fé-
lagið til þessarar skemmturfer
bæði til að styrkja fjárhag fé-
lagsins og jafnframt til að kynna
lög eftir íslenzka höfunda. Tók
stjórn félagsins fram á fundi með
blaðamönnum að þetta væri
skemmtun fyrir alla.
Ýms skemmtiatriði verða á
kynningarkvöldinu, og þar ein-
göngu flutt íslenzk músik. Leik-
húskvartettinn syngur við undir-
leik Magnúsar Péturssonar. Vala
Bára syngur lög eftir félags-
menn, bæði sönglög og létt lög.
Gunnar Guðmundsson, þekktur
dægurlagasmiður, leikur einleik
á harmoniku, en hann er ein-
hentur og blindur. Sverrir Guð-
jónsson, sem margir þekkja af
fagurri barnsrödd hans, syngur
nú aftur eftir nokkurt hlé og
flytur m. a. lag eftir föður sinn,
Guðjón Matthíasson. Þá skemmt-
ir danski töframaðurinn Viggo
Sparr. Og loks kynnir Sextett
Ólafs Gauks dægurlög eftir ísl.
höfunda ásamt söngvurunum
Svanhildi og Birni R. Einarssyni.
Kynnir verður Jónas Jónasson.
Félag íslenzkra dægurlagahöf-
unda hefur starfað í 11 ár og
eru félagsmenn um 30, búsettir
í Reykjavík og úti á landi. En
slík félög eru starfandi á hinum
ÍNorðurlöndunum og hefur stjórn
FÍD staðið í vinsamlegum bréfa-
6kriftum við þau og haft gagn
«f, að því er stjórn félagsins
sagði. En þessi félög njóta styrks
bæði til kynningar á félagsstarf-
semi og eins til að kynna ný lög,
sem FÍD hefur ekki. Sagði for-
maður félagsins, Hjördís Péturs-
dóttir, að í rauninni ætti FÍD að
koma á fót svona kynningar-
kvöldi árlega, til að gefa ísl.
lagasmiðum kost á að kynna lög
eftir sig, því ekki er um mörg
slík tækifæri að ræða. Efndi fé-
lagið í fyrra til slíkrar kynning-
ar í tilefni 10 ára afmælis félags-
ins. En nú er meira til vandað
og selt inn, 100 kr. fyrir mann-
inn. Geta þeir sem þess óska
fengið mat framreiddan kl. 7.30
e.h. í Lídó. Hljómsveit Ólafs
Gauks byrjar kl. 9 að leika og
verður opið til kl. 2.
Loks má geta þess, að í sam-
bandi við 10 ára afmælið gaf FÍD
í fyrra út nótnahefti með 12 ís-
lenzkum dægurlögum í píanóút-
setningu, og verður hægt að fá
þetta hefti á skemmtuninni.
Vel sóttur fundur í Sjálf
stæðiskvennafél. Hvöt
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt
hélt fjölsóttan félagsfund í Sjálf-
stæðishúsinu sl. mánudag. Setti
formaður félagsins María Maack,
fundinn og stjórnaði en Magnús
Jónsson fjármálaráðherra flutti
aðalræðuna. Ræddi ráðherra að
allega stjórnmálalega stöðu kon
unnar og þátt hennar í efnahags
lífinu. Að lokinni ræðu ráð
herra tóku nokkrar félagskonur
til máls og beindu fyrirspurnum
til ráðherra, sem hann síðan
svaraði. í fundarlok sýndu svo
nemendur úr dansskóla Heiðars
Ástvaldssonar dans við góðar
undirtektir.
það, hvenær sé að vænta birting-
ar. á niðurstöðum könnunarinn-
ar. Því er til að svara, að þátt-
takan getur orðið of lítil til þess,
áð neinar niðurstöður verði birt-
ar. Það ætti öllum að vera aug-
ljóst og þá um leið, hve nauðsyn-
NEYTENDU-
blaðið
0TGtfANDl. NITTINDAtAMfÖltjW
Xönnun Neytendasamtakanna
vegna kaupa á vörum og þjóriustu
VEL ÞARF AÐ VANDA VAL Á SELJANDA
Forsíða síðasta Neytendablaðs.
legt er, að menn skerist ekki úr
leik. Með því gera menn sér og
öðrum óleik. Gangi könnunin
samkvæmt áætlun, verða niður-
stöður birtar jafnharðan og unn-
ið hefur verið úr svörum varð-
andi hvert tæki fyrir sig og byrj-
að á þeim, sem mestur áhugi
Virðist á.
♦ Víða fylgzt með könnuninni
Það er víðar fylgzt með könn-
un þessari en á íslandi. Neyt-
endasamtök um heim allan hafa
með sér gott samstarf. í Banda-
ríkjunum fer slík könnun fram
árlega, og þar fengust síðast
100,000 svör. En frændur vorir
Norðmenn vom seinni til svars,
og mistókst fyrsta tilraun Neyt-
endaráðsins þar að mestu. For-
svarsmenn þess bíða nú með eft-
irvæntingu, hvernig til tekst á
íslandi, og frá því verður örugg-
lega skýrt rækilega í Noregi. —
Færi vel, að þeir gætu bent lönd-
um sínum 'hingað þeim til fyrir-
myndar.
♦ Samkeppni um þjónustu
Hér á landi er nú mikið fram-
boð fyrsta flokks rafmagnstækja
og samkeppni mikil. Eitt af því
góða, sem þjónustukönnun Neyt-
endasamtakanna gæti af sér leitt,
væri samkeppni -um þjónustu, og
nfðurstöður góðrar könnunar
jafngilda á sinn hátt niðurstöð-
um gæðamatsrannsókna.
(Neytendasamtökin)
Borten tii Svíþjóðar.
Stokkhólmi, 15. nóv. NTB.
♦ Fer Borten, forsætisráðherra
Noregs fer í þriggja daga opin-
bera heimsókn til Svíþjóðar 12.
janúar n.k.
STAKSTEINAR
Verðstöðvun.
Vísir ræðir verðstöðvunar-
stefnu ríkisstjórnarinnar í for-
ystugrein s.i. mánudag og segir
þar: „Eftir hóflegar almennar
kauphækkanir á s.l. sumri var
yfirleitt frestað frekari almenn-
um samningagerðum fulltrúa
verkalýðs- og atvinnurekenda
þar til 1. okt. nú í haust. Eru
því samningar lausir. Hins veg-
ar hafa engin almenn átök átt
sér stað á vinnumarkaðnum frá
1. okt. Þvert á móti hefur síðan
gætt meiri varúðar í verð-
ákvörðunum þeirra fulltrúa
hinna ýmsu atvinnugreina er
um þau mál fjalia, en við höf-
um átt að venjast. Hóflegt sam-
komulag náðist um verðlagn-
ingu landbúnaðarvara, engar
verðhækkanir hafa orðið fyrir
milligöngu ríkisstjórnarinnar, en
reynzt hefur auðið að greiða
niður þær hækkanir, sem sam-
komulag varð um vegna góðrar
afkomu ríkissjóðs. Ríkisstjórnin
hefur með öðrum ráðum stuðlað
að verðstöðvuninni, sem fram
mun koma í frumvörpum til
löggjafar á næstunni, bæði um
framleiðnisjóð landbúnaðar og
jarðakaup rikissjóðs af þjóð-
hagslegum ástæðum. Við ákvörð
un um síldarverð náðist sam-
komulag og vitað er í ýmsum
fleiri ' tilvikum að ráðstafanir
hafa verið miðaðar við verð-
stöðvunarstefnu og jafnvel
frestað framkvæmd ákvarðaðra
hækkana fyrst um sinn“.
Alþýðusambands-
þing 1958
„Alþýðusambandsþing kemur
nú saman hinn 19. nóv. Þetta alls
herjarþing launþegasamtakanna
er áhrifamikið afl í þjóðfélag-
inu. Það hefur áður markað
mjög ákveðna afstöðu sína með
verðstöðvunarstefnu. Ágreining-
ur var milli verkalýðssamtak-
anna og vinstri stjórnarinriár
vorið 1958, þegar sú stjórn bar
fram á Alþingi efnahagsmála-
tillögur. En um þær tillögur
sögðu fulltrúar verkalýðsins
meðal annars: ,Tuttugasta ©g
fimmta þing Alþýðusambands
íslands lýsti því yfir að gengis-
lækkun eða aðrar hliðstæðar
ráðstafanir kæmu ekki til mála,
sem úrlausn efnahagsmálanna.
Þær ráðstafanir, sem nú er hugs
að að gera, hafa á ýmsan hátt
hliðstæð áhrif og gengislækkun.
Hins vegar virðist tryggt, að
þær hafa ekki í för með sér al-
menna skerðingu kaupmáttar
vinnulauna á næstu mánuðum.
Greiniiegt er að þessar ráðstaf-
anir í efnaliagsmálum munu
leiða tii frekari verðbólguþró-
unar, og eru því fráhvarf frá
þeirri stefnu, sem 25. þing Al-
þýðusambandsins fagnaði og
lýsti fylgi sínu við, og efna-
liagsmálanefnd og miðstjórn Al-
þýðusambandsins siðan hafa
ítrekað, það er að stöðva verð-
þenslu. Ráðstafanirnar brjóta
því í bága við stöðvunarstefn-
una, er verkalýðssamtökin og
ríkisstjórnin þá tóku höndum
saman um.“
Síðan segir Vísir: „Hafi verð-
stöðvunarstefnan hljómgrunn svo
ríkan á 25. Alþýðusambands-
þingi, er hitt jafn víst að al-
mennara fylgi hefur sú stefna
ekki átt að fagna, en einmitt
nú“.