Morgunblaðið - 27.11.1966, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 27. nóv. 1966
■*.
— Alfreð Flókl
Framhald af bls. 8
— Nú lá í orðum þínum að ís-
lenzkir málarar væru litlir mái-
arar?
— Oeir eru það líka, — af-
■kaplega. Fáeinar undantekning
er eru til og ég skal heldur ekki
■verja fyrir að það skjóti ein-
■töku menn upp kollinum.
—■ Hvaða islenzkir málarar
•ru góðir málarar?
— Jú, jú. Ég hef dálæti á
mönnum eins og Kjarval og Jó-
hanni Briem. Já, og Sverri Har-
aldssyni. Um Sverri er hægt að
■egja það sem ekki er hægt að
segja um íslenzka myndlist yfir
leitt. Þegaæ ég stend fyrir fram-
an mynd eftir hann dettur mér
nefnilega í hug mynd eftir
franskan skopteiknara sem
■ýndi svona heldur lausláta
dömu sem hallar sér upp að mar
marasúlu og undir myndinni
■tóð: Lóló fyrirgefst mikið, af
því að Lóló dansaði mikið. ís-
lenzka listin sprellar ekki og
það vantar í hana hefð.
— Getur það ekki veirið
vegna þess að málarar séu of
háðir landslaginu?
— Það getur svo sem vel ver-
ið. Yfirleitt hugsar maður sér
spámenn klædda í þunna kyrtla
og berfætta í söndölum og það
skýrir kanski hvað við eigum
Éáa spámerm hérna að veðrátt-
an er ekki sem heppilegust fyriir
#vo klædda menn. Þetta, að hefb
ina vantar, held ég að sé stórt
atriði vegna þess að sú mynd-
Bst sem hefur ekki hefð sem
grundvöll getur ekki orðið ann-
að en eftirhermulist. Svo hefur
það oft verið sagt, að íslending-
ar væru frjálsir og óbundnir,
einmitt vegna þess að hefðina
vantarl Það er ólógist að mæla
■vo.
— TTú þekkir þú til erlendrar
málaraiistar?
— Já, og það er sitthvað að
gerast úti í heimi, ekki sizt hjá
yngri mönnurn, en þess verður
■annanlega ekki vart hér.
— Telur þú þig vera súrreal-
kta?
— Ég segi að það sé súnreal-
Ist innslag í minum myndum. Þó
•iginlega meiri symtoolismi, og
ég hef einnig orðið fyrir tölu-
verðum áhrifum frá gömlum
fómantikkerum í bókmenntum.
— Myndlistin er afskaplega inn
■píreruð úr bókmenntum, sér-
■taklega þýzkum og frönskum
frá vissu tímabili.
— Nú segja sumir að þínar
beztu myndir séu af skáldun-
um Einari Benediktsssyni og
Jónasi Hallgrhnssyni?
— Ég er nú ef til vill ekki
■lveg sammála því. Ég ætla
•amt ekkert um það að segja, —
lólk hefur sýnar skoðanir á hlut
«num. Ég er mjög hrifinn af
Jónasi Hallgrfanssyni og Einari
Benediktssyni sem skáldum, en
ég get ekki sagt að ég hafi orð-
ið fyrir sterkum áhrifum frá
þeim, nema þá sögu Jónasar um
■túlkuna í turninum sem hafði
gríðarlega mikil áhrif á mig þeg
ar ég var krakki og ég las ásamt
með Leyndardómum Parísar-
borgar með skjálfandi hrilling.
Nei, það er mest frönsk seinróm
U THANT
New York, 24. nóv. (NTB)
Á miðvikudag í næstu vilku
mun U Thant, framkv.stj.
Sameinuðu þjóðanna, skýra
frá því hvort hann gefur kost
á sér tii endurkjörs.
U Thant lýsti því yfir hinn
L sept sL að hann óskaði
eftir að draga sig í falé, en
féllst síðaæ á að gegna em-
bætti sínu til 20. des., þegar
núverandi Allsherjarþingi
vAcAur aJi±i2L
antík sem ég met mest. Svo hef
ég ákaflega gaman ai að grúska
upp gamla sérvitringa bæði í
myndlist og bókmenntum.
— Það er að sjá, að þú hafir
innspírandi áhrif á ungu skáld-
in hér, því þau am.k. tvö hafa
orkt um þig?
— Ungu skáldin standa mál-
urunum framar, en ég hugsa að
þeir sem hafa orkt um mig
mundu krossa sig í bak og fyrir
ef þeir heyrðu að ég hefði inn-
spírandi áhrif á þá. Þetta er nú
svona í augnablikinu. Annars
ætia ég ekki að fullyrða neitt
um málarana. Listmáiarar
spretta jú upp eins og eitraðir
sveppir hér. Ég hef ekki fylgst
svo náið með þessu, enda virð-
ist svo vera að þeir yngri séu
ákaflega tregir til þess að sýna.
Það fer ekki mikið fyrir þeim
allavega.
— Hefurðu myndskreytt bæk
ur?
— Ég hef gert það, en þær
hafa ekki verið gefnar út. Ég
hef eiginlega verið að dunda við
þetta svona prívat fyrir mig, —
hef þó jafnvel í huga að reyna
að komast í útgefendur. Þetta
eru erlendar bækur og ég efast
um að nokkurt íslenzkt skáld
höfði þannig beint til mín. Ég
minnst þess a.m.k. ekki í augna-
blikinu að hafa löngun til þess
að myndskreyta eftir nokkurt
hérlent skáld.
— Hefurðu lesið Faust?
— Gothes? Já, það hef ég gert
og þar væri upplagt efni tii
myndskreytinga.
— Nú hefur verið gefin út ein
bók með teikningum þínum?
— Já, það var svona heldur
brogað úrval frá 1957—1963. Ég
var ekki ánægður með það.
Bæði var nú að ég komst ekki
til þess að ná í þær myndir sem
ég hafði hug á að hafa með og
einnig var ég horfin frá ýmsu
og hafði önnur sjónarmið. Ég
var ánægður með myndirnar
sem slíkar. Bókin var svo sem í
lagi, en það hefur kannski ver-
ið full mikið bráðlæti ráðið um
útkomu hennar.
— Hvað er langt síðan að þú
byrjaðir að teikna?
— Ég hef nú eiginlega málað
og teiknað síðan ég man eftir
mér. Ég hætti alveg að féist við
sem slíkar. Bókin var svo sem í
liti þegar ég fór á a'kademíið
í Kaupmannahöfn. Ég var á aka-
demíinu í þrjá vetur og get ekki
sagt að ég hafi fengið neitt út úr
því sem skóla.
— Er hægt að læra að vera
málari?
— Eins og kennsluaðferðirnar
eru á akademíinu í dag er það
ekki hægt. Ég er alveg viss um
að meðan það var og hét, það
ér reyndar langt síðan, þá hafi
þar komið fram ágætir menn.
Nú er þetta allt gliðnað út. Próí
essornarnir snobba fyrir ungu
mönnunum og eru hræddir við
að drepa talenta og þetta verður
til þess að það getur hvaða sauð
ur og miðlungur sem er komizt
inn á akademíið. Því meiri miðl
ungur sem hann er, þeim mun
betur vegnar honum í sam skipt
um sínum við prófessorana. Það
sem vantar ar einfaldlega agi.
— En er þetta ekki bara eitt-
hvað sem menn verða að haía
í huga og hönd?
— Jú, í sjálfu sér verður mað
urinn að vera þannig af Guði
gerður að hann sé innspíraður
listamaður. Það er hlutur sem
ekki er hægt að setjast niður og
læra. Ég trúi því að listamaður-
inn sé einskonar miðill og svo
getur Guð og djöfullinn virkað
í gegnum hann, — eftir því á
hvorn hann veðjar.
— Verkar djöfullinn á þig?
— Já. Þér að segja, þá trúi
ég í gamaldags og bókstaflegri
merkingu á tilvist djöfulsins. Og
þegar maður trúir því að Satan
og djöflar séu til, hlýtur maður
að verða fyrir áhrifum úr þeirri
átt. Þsð má nefna eitt sem sönn-
un fyrir tilvist djöfulsins, og þú
sem blaðamaður kannast að
sjálfsögðu vel við. Það er djöf-
ulskapurinn sem daglega er lýst
á forsíðum dagblaðanna og eina
skýringin á honum er sú að sá
gamli dansar laus.
— En Guð?
— Hann er að sjálfcögðu til
sem mótsetning.
— ímyndar þú þér djöfulinn
með horn og hala?
— Hann getur vafalaust
brugðið sér í allra kvikinda líki.
Hann getur t.d. brugðið yfir sig
gerfi ungrar, fallegirar stúlku og
á þann máta hefur hann flekað
margan góðan dreng.
— Heldurðu að djöfullinn
starfi í gegnum þig?
— Ég skal ekkert segja hvað
an áhrifin koma. Vondur rnaður
kallaði mig um daginn hreinan
satanista, en ég er nú ekki alveg
á því.
— Væri ekki vont að vera
það?
-Ég er ákaflega ópólutísk
vera og á erfitt með að stemma
á eitthvað sérstakt. Eins og allt
lítur út í dag er öllu praktisk-
ara að leggja atkvæði sitt á
djöfulinn vegna þess að hann
virðist halda um stjórnartaum-
ana. Að minnsta kosti er hanti
fyrirferðarmeiri.
— Mundirðu þá ekki telja það
innspírandi að vera á einhverj-
um þeirra staða t.d. í Víet-Nam,
þar sem aS djöfullinn leikur
lausum hala samkvæmt þinni
kenningu?
— Maður getur haft kontakt
við djöfulinn hvort sem maður
situr inni í stofu sinni eða er á
miðjum vigvellinum. Djöfullinn
er allsstaðar og hans handar-
verk má hvarvetna sjá. En það
væri sjálfcagt innspírandi O'g
gott að vera þar staðsettur
sem eitthvað er að ske.
— Eftir það sem fram hefur
komið skilst mér að þú sért trú-
aður?
— Já, ég er það á þann hátt
sem ég hef lýst. Að sjálfcögðu
stendur kristindómurinn næst
mér bæði uppeldis- og annarra
hluta vegna. Þó get ég ekki talið
mig kristinn. Trúi bara að Guð
og djöfullinn séu til og sérstak-
lega varð ég viss um tilvist djöf-
ulsins þegar ég fór að kynna
mér bækur um demónílógíu og
djöfladýrkun á gegnum aldirn-
ar. Ég hef líka safnað ýmisskon-
ar raritetum og morðmálum og
það hefur átt sinn þátt í því að
sannfæra mig.
— Eru galdramenn til?
— Ekki nokkur vafi á því og
eitt er það sem er mjög trist
og leiðinlegt og það er að lista-
menn skuli ekki kynna sér dul-
spekL Flestir þeir listamenn
sem ég hef mestar mætur á eru
taldir innvígðir í hana.
— Heldurðu að listamenn nái
meiri árangri ef að þeir þjást?
— Það held ég að sé alveg
upp og niður. Það getur vel ver-
ið að einhver manngerð hafi
bezt af því að kúldrast uppi á
einhverju hanabjálkalofti matar
laus og allslaus, en ég hef þó
litla trú á því. Ég held að lista-
menn eigi að hafa það gott. Góð
vinnuskilyrði, nóg að éta og
helzt havannasígara og koníjakk.
Framleiðslan verður því betri
sem listamennirnir hafa það
betra. Af hálfu þess opinbera er
þó ekkert gert sem getur stuðl-
að að þvL
— En listamannalaunin?
— Þau eru hlægileg firra.
Mér var úthlutað í fyrsta skipti
í fyrra og ég tók ekki á móti
þeim og ef á að fara að telja
upp allar ástæðurnar fyrir þvi
að ég gerði það ekki þá eru þær
að minnsta kosti eitt þúsund og
ein. Ég vil bara spyrja. Getur
listamaður sem tekur sjálfaa
sig svona dulítið alvarlega, hef-
ur pínulitla virðingu fyrir sjálf-
um sér, — getur hann tekið á
móti listamannalaununum eins
og þau eru í dag?
— Finnst þér að ríkið eigi
ekki að styrkja listamenn eða
hvernig á fyrirkomulagið þá að
vera?
Nú er Flófci fljótur til svarst
Stærri summur segir hann, —
stærri summur og færri lista-
menn — taka einhverja áhættu.
Ég held að þetta væri lausnin.
Að láta merrn fá einu sinni góða
summu þannig að þeir væru
nokkuð óháðir. Ég hef rekið
mig dálítið á það meðal lista-
manna að þeir berja í borðið
og gagnrýna úthlutun listamanna
laxuia þangað til að þeir fá smán
ina, eftir það þegja þeir þunnu
hljóði. Ég held að það sé ekki
hægt að benda. á einn emasta
listamann sem hefur fengið
eitthvað sem krítiserar, hversu
mikil smán sem það hefur verið.
Þeir mega dansa með ef þeir
vilja, ég geri það ekkL
___ En er það ekki viðurkenn-
ing í sjálfu sér að fá listamanna-
laun?
— Ég tel það eiginlega móðg-
un í því formi sem þau eru.
Það er eins og að fá högg beint
í fésið. Maður hefur mesta löng-
un til þess að senda út einvig-
isvotta og stefna mönnum nið-
ur í Hljómskála kl. 8.30, þegar
maður fær svona tilkynningu.
— Hvernig er að lifa á list-
inni?
— Áhugi á myndlist og bók-
menntum á fslandi er miklu
meiri og almennari en t.d. i
Danmörku, en til þess lands
þekki ég hvað bezt. Ef að ung-
ur maður heldur sýningu í Kaup
mannahöfn, og mér er sagt að
það sé eins í París, þá eru það
rétt einstakir áhugamenn sem
koma, jafnvel þót aðgangsevr-
ir sé enginn. Hér er hins vegar
aðsókn að málverkasýning-
um, eins og bezt verður á kos-
ið. Nú, það hefur slompast al