Morgunblaðið - 27.11.1966, Qupperneq 15
Sunrrtidagur 27. nAv. 1966
MORGUNBLAÐIÐ
13
— Veiðiloggjöf
Framiiald aí bis. 12
ræktar, til athugunar. Slíkur
sjóður, ef stofnaður yrði,
þyrfti ekki endilega að vera
bundinn í lögum um lax- og
sliungsveiði, aðrar leiðir væru
athugandi. Lét ég í ljós þá
skoðun fyrir hönd okkar
sambandsfélaga, að við hefð-
um í mörg undanfarin ár,
eins og ráðherra væri kunn-
ugt um, barizt fyrir þessari
sjóðsmyndun, og hver tilgsmg
urinn með honum ætti að
vera. Hefðum við talið það
æskilegast, að kaflinn um
hann stæði í laxveiðilöggjöf-
inni, þótt við værum ekki á
móti myndun hans í öðru
formi; aðeins, að hann næði
þeim tilgangi, sem honum
væri ætlað samkv. tillögunni.
Ræddi ég einnig um, hvernig
slíkir sjóðir væru til komnir,
m. a. í nágrannalöndum vor-
um. Skal tekið fram, að ráð-
herrann virtist hlynntur því,
að mál þetta yrði leyst fyrr
en seinna, enda kom hann
inn á það í framsöguræðu
sinni á Alþingi, þánn 14. marz
s.l., er hann mælti fyrir
breytingu á lögum um lax-
og silungsveiði, en við vor-
um áheyrendur að, bæði ég
og ritari sambandsins. Frum-
varpinu var vísað til landbún
aðarnefndar neðri deildar.
Formaður átti þá þegar við-
ræður við formann nefndar-
innar, Gunnair Gíslason, sem
gerði þá ráð fyrir, að senni-
lega mundi það dragast, að
nefndin tæki frumvarpið
fyrir, og vafasamt, þó að það
yrði gert, að það myndi
koma úr nefnd á því þingi.
Stjórn L.Í.S. tók frumvarpið
til athugunar í aprílmán., og
lagði þegar breytingar við
það fyrir formann nefndar-
innar.
Nú í byrjun nóv. mán.
barst svo bréf landbúnaðar-
nefndar neðri deildar, dags.
31. okt, þar sem nefndin ósk
ar eftir umsögn stjórnar L.f.S.
um frumvarpið, og óskar
svars við fyrsta tækifæri.
Eins og áður er sagt, var
stjórnin þegar búin að leggja
fram sínar athugasemdir við
frumvarpið, og hefur þegar
staðfest bréf það, er hún
skrifaði nefndinni þann 20.
apríl s.L, sem er á þessa leið:
Fyrir háttvirtu Alþingi
liggur nú frumvarp til laga
um breytingu á lögum nr. 53,
5. júní 1957, um lax- og sil-
ungsveiði, sem við höfum
fengið að fylgjast með hjá
Veiðimálanefnd.
Frumvarp þetta teljum við
ganga í rétta átt samkvæmt
þeirri reynslu, sem fengizt
hefur frá því, að lögin frá
1957 gengu í gildi, og von-
umst við til þess, að það nái
fram að ganga á Alþingi því,
er nú situr, enda þótt við
teljum það að mörgu leyti
ná of skammt, en um það
verður ekki rætt hér.
Þó viljum við biðja hátt-
virta landbúnaðarnefnd, sem
hefur frumvarp þetta til um-
sagnar, að taka til athugun-
ar eftirfarandi orðalags-
breytingar.
1. í 15. gr. frumvapsins I
4 línu, á eftir „skal Veiði-
/ málastjóri" komi, með sam-
þykki Veiðimálanefndar" gefa
út viðurkenningu á eldsstöð-
um.“
2. f 19. gr. frumvarpsins
1. línu á eftir „í Veiðimála-
nefnd eiga sæti 5 menn. Ráð-
herra skipar nefndina", hér
komi til 4ra ára í senn.
Þá hörmum við það, að til-
lögur Veiðimálanefndar um
stofnun fiskiræktarsjóðs eru
ekki teknar upp í frumvarp-
ið.
Landssamband ísl. stanga-
veiðimanna hefur um mörg
undanfarin ár unnið að því,
að slíkur sjóður yrði stofn-
aður, og teljum við brýna
nauðsyn á, að það verði gert.
Við leggjum því eindregið
til, að háttvirt landbúnaðar-
nefnd taki tillögur Veiði-
málanefndar upp í frumvarp
það, sem nú liggur fyrir. Þar
sem okkur er málið skylt í
sambandi við framkomnar til-
lögur Veiðimálanefndar hef-
ur form. L.f.S. átt um þær
lauslegar viðræður við form.
landbúnaðarnefndar neðri
deildar, og væri okkur það
sönn ánægja að eiga viðræð-
ur við háttvirta landbúnaðar-
nefnd um þessi máL
Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar Landssamb.
ísl. stangveiðim.
Með bréfi þessu fylgdu og
tillögur L.Í.S. um stofnun
fiskræktarsjóðs og urh tekju
öflun sjóðsins, er lagðar voru
fyrir landbúnaðarráðuneytið
1963, ásamt rökstuddri grein
argerð.
Félag áhugamanna um
fiskrækt
í sambandi við það, sem
hér er að framan sagt, þyk-
ir mér rétt að geta nýstofn-
aðs félags, sem er Félag á-
hugamanna um fiskrækt.
Stofnfundi stýrði Bragi Ei
ríksson, framkvæmdastjórL
Fundinn sátu m.a. Steingrím-
ur Henmannsson, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknar-
ráðs ríkisins, svo og forráða-
menn eftirtaldra klak- og
eldistöðva: Keldur við
Reykjavík, próf. Snorri
Hallgrímsson; Laxalóni, við
Reykjavík, Skúli Pálsson;
Lárvík, Snæfelknesi, Ing-
ólfur Bjarnason og Jón Sveins
son. Einnig voru mættir al-
þingismenn Vesturlandskjör-
dæmis og Norðurlandskjör-
dæmis eystra, en þeir fíuttu
tillögu til þings um stofnun
klak- og eldisstöðvar fyrir
laxfiska á Norðurlandi.
Fundurinn snerist um vænt
anlegan undirbúning að auk-
inni samvinnu eigenda klak-
og eldisstöðva, meiri upplýs-
ingar um varnir gegn sjúk-
dómum, er kunna að koma I
vatnafiskstofninn, svo og
möguleika á rekstrarláni fyr
ir eldisstöðvarnar til að kom
ast yfir byrjunarörðugleika.
Útbreiðslufund hélt félag
þetta hér í Reykjavík fyrir
nokkrum dögum. Fréttir af
þeim fundi hafa birzt í blöð-
um borgarinnar. Formaður
þess er Bragi Eiríksson, fram
kvæmdastjóri.
Nordisk Sportfiskerunion
Samkvæmt samþykkt aðal-
fundar sótti stjórnin um upp
töku í Norræna sportveiði-
sambandið (Nordisk Sport-
fiskerunion — N.S.U.). í
janúarmánuði barst okkur
bréf frá formanni ráðsins,
Erik Christoffersen. Taldi
hann engin vandkvæði á, að
okkar samtök yrðu velkomin
í sambandið.
Nú fyrir nokkrum dögum
barst okkur svo annað bréf,
þar sem formaður tilkynnti,
að á fundi í Stokkhólmi hefði
L.f.S. verið formlega sam-
þykkt sem meðlimur í N.S.U.
Ferðamálaráðstefna
Ferðamálaráðstefnan var
haldin á Akureyri 6. og 7.
maí sl. Þátttakendur voru
mættir frá sömu aðilum, er
sátu fyrstu ráðstefnuna, á
Þingvöllum, í maí 1965.
Stjórn L.Í.S. fól formanni
að mæta á ráðstefnunni, en
hún var sett að Hótel K.E.A.,
föstudaginn 6. maí af for-
manni Ferðamálaráðs, Lúð-
vík Hjálmtýssyni. Fundar-
stjóri var kjörinn Sigurður
Magnússon, fulltrúi hjá Loft
leiðum.
Því var beint til Ferðamála
ráðs að athuga, sem hverju
móti megi gefa almenningi
kost á afnotum veiðivatna á
afréttarlöndum, svo og,
hvemig komið verði á eftir-
liti með verðlagi veiðileyfa,
og, að einstök vötn verði ekki
eyðilögð með ofveiði
Yeiðimálin, og verðlag á
ám og vötnum, var mikið
rætt.
Lokaorð
Stjórnin hefur unnið að
fleiri verkefnum fyrir með-
limafélögin, og jafnvel aðila
utan samtakanna, m.a. með
útvegun hrogna, svo og klak-
og eldisseiða, og séð um fyr-
irgreiðslu á gerla- og efna-
rannsóknum á vatnsprufum
úr ám og vötnum fyrir ýmsa
aðila, svo að nokkuð sé nefnt.
í Landssambandinu eru nú
21 stangaveiðifélag, auk eins
einstaklings. Sambandið hef-
ur starfað í 16 ár, og er þetta
15. aðalfundur þess.
Samþykktar tillögur
Eins og fyrr greinir, voru
tvær tillögur samþykktar á
fundinum, og fjalila þær báð-
ar um fiskræktarmáL
Fyrri tillagan, sem borin
var fram af stjórn L.Í.S., &r á
þessa leið:
„Aðalfundur L.Í.S., hald-
inn að Hótel Sögu, Reykja-
vík, 20. dag nóvembermánað-
ar 1966, lýsir óánægju sinni
yfir þvf að tililögur sambands
ins, svo og Veiðimáianefndar,
um stofnun Fiiskræktarsjóðs,
og styrkveitingar til fiskrækt-
ar hafa verið dregnar út úr
írumv. til laga um breytingu á
lögum nr. 53., frá 5. jlúná 1957,
um lax- og silungsveiðar, sem
liggur fyrir Alþingi. Felur
fundurinn stjórn sambandsins
að vinna áfram að þtvá, að slák
ur sjóður verði stofnaður til
eflingar vatnafiskaMfinu 1
landinu“.
Síðari tillagan var á þessa
lei'ð:
„Aðalfundur L.Í.S. haldinn
að Hótel Sögu sunnudaginn
20. nóv. 1966, skorar á Al-
þingi, sem nú situr, og fjár-
veitingarnefnd Alþingis, að
veita ríflega fjárupphæð til
styrktar fiskræktarstöðvum I
landinu, og jafnframt hl.ut-
ast til um, að slikar stöðvar
geti fengfð hagkvæm stofn-
lán.“
Tillögumenn voru Jón
Sveinsson, Ingólfur Bjarna-
son og Bragi Eiríksson.
KRAKKAR!
Loksins er það komið til íslands.
Vinsælasta leiktækið í Ameríku.
„Hogo Pogo“ töfraprlkið
Útsölustaður:
Leikfangasalan Hafnarstræti 7
Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík
HLUTAVELTA
verður í LISTAMANNASKÁLANUM
í DAG ... og hefst kl. 2.
Ágætir munir — IVIálefnið gott
ÍENGLISH ELECTRIC
LIBERATOR
Sjálfvirka -
þvottavélin
heitt eða kalt vatn til
áfyllingar.
★ stillanleg fyrir 8 mismun-
andi gerðir aí þvottL
★ hitar — þvær — 3-4 skol
ar vindur.
★ Verð kr. 19.850.—
Sjálfvirki
þurrkarinn
it sjálfvirk tímastilling allt
að 90 mín.
if aðeins tveir stillihnapp-
ar og þó algerlega sjálf-
virkur.
ic fáanlegur með eða i
útklástursslöngu.
+ Verð kr. 12.950,—
★ AFKÖST: 3J4 KG. AF MJRRUM ÞVOTTI í EINU.
★ INNBYGGÐUR HJÓLABÚNAÐUR.
★ EINS ÁRS ÁBYRGÐ — VARAHLUTA- OG VIB-
GERÐAÞJÓNUSTA.
ocpCBbzi
lougavegi 178
Sfmi 38000