Morgunblaðið - 27.11.1966, Page 16

Morgunblaðið - 27.11.1966, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. nóv. 1966 §íðari grein um einkaiíf hins eínkennilega manns9 sem samdi hækurnar um James Bond 007 Ian Fleming í lið sforingjabúningi Á árunum um 1945 var einka líf Ian Flemings ekki á margra vitorði, þó var það ekkert leynd aniiál, að honum var unnað rússneskri greifynju, ame- riskum milljónaerfingja og markgreifadóttur. Margar kon ur dáðu hann og hafði það ekkert gott í för með sér. Að- dáun leiddist honum. Ef hon- um leiddist kona, var enginn afundnari, kaldari, og ef nauð- syn krafði grófari en Ian Fleming. Vingjarnleikinn, sem var hluti af persónuleika hans, náði ekki til kvenna, sem voru ástfangnar af honum. sína varð Fleming, þegar sem ungur maður alræmdur. Hann var álitinn vera eitthvað meira en daðrari og eitthvað minna en algjör kvennabósi. Ein ástæða fyrir þessu slæma orð- rómi var, að hann var gersam- lega laus við hinn venjulega enska pempíuskap og áfram- færni í sambandi við kynferð- ismál. Ef hann hitti konu, sem vakti áhuga hans, í samkvæmi, var ekki ólíklegt, að hann styngi upp á kynmökum, eftir að hafa þekkt hana í hálf- tíma. í opinberu lífi átti hann vini og hafði sambönd á mörgum sviðum. í Utanríkisráðuneyt- inu höfðu menn ekki gleymt leyniskýrslunni, sem hann hafði gert, eftir að hann fór til Moskvu 1933 á vegum Rent- ers til að skrifa um mál hinna brezku verkfræðinga. Fleming var ennþá kaup- sýslumaður, þegar hann fór aftur til Moskvu árið 1939. í>á stóð fýrir dyrum gerð samn- inga um viðskipti milli Bret- lands og Rússlands og Pól- lands. Opinberlega fór hann sem fréttamaður „The Times“ en óopinberlega fyrir Utanrík- isráðuneytið. Samkvæmt grein sem nýlega birtist í Pravda, var tilgangur ferðar hans að njósna fyrir brezku leyniþjón- ustuna, og satt er, að sama virtist Sefton nokkrum Delm- er, fréttaritara „Daily Ex- press“. En sannleikurinn mun vera sá, að Fleming var sagt að hafa augu og og eyru opin og semja álitsgerð um hemað- ar- og siðferðisþrek rússnesku þjóðarinnar. Þegar tillit er tekið til, hversu stutt Flenming var í Moskvu, — hann hafði að- eins fimm daga viðdvöl, má telja skýrslu hans afreksverk. Það var á blær yfir henni, að hún hefði verið skrifuð af manni, sem hafði að lokum fundið sitt rétta starfssvið. Og Fleming var ráðinn per- sónulegur aðstoðarmaður God- freys aðmíráls, yfirmanns Leyniþjónustu sjóhersins, (NID). 26. júlí 1940 var Ian Fleming veitt foringjastaða í varaliðssveitum sjálfboðaliða í Konunglega brezka sjóihern- um (í sérdeild). í starfi sínu fyrir leyniþjón- ustuna á stríðsárunum setti Fleming fram ýmsar hugmynd ir, sem voru ekki síður æv- intýralegar, en þær, sem lesa má um í bókum hans. „Mikið af hugmyndum Ian’s“ segir Denning aðmíráll, „voru bein- línis brjálæðislegar. Maður varð að taka þessu taumleysi, sem einkenndi hugsanagang hans. En í mörgum hugmynd- anna var ems og örlaði fyrir möguleika, sem gerði það að verkum, að maður hugsaði sig um tvisvar áður en þeim var fleygt í ruslafötuna. Rétt áð- ur en árásin var gerð á Dieppe datt honum til dæmis í hug að sökkva í Ermarsund steinkistu með menn innbyrðis til að fylgjast með höfninni gegnum hringsjár. Við gerðum það auðvitað aldrei, en það gæti hafa komið að gagni. Önnur af þessum hugmynd- um hans var, ao Þjóðverjar kynnu að hafa komið fyrir hlustunartækjum í fjölda skips flaka á ströndum Englands til að senda vélarhlióðið frá skip- um bandamanna til kafbáta sinna. Engum hafði dottið þessi ógnvænlegi möguleiki í hug, og nákvæm leit var gerð í skip um á Kent-ströndinni. Honum kom einnig í hug aðíerð til að ná þýzka orustu- flotanum út úr hcifn. „Hvers vegna“ stakk hann upp á, „sendum við ekki beitiskip inn í Helgolandsflóann með sér- staklega kraftmikið senditæki stillt á bylgjulengd þýzka sjó- hersins? Það gæti haldið uppi stöðugum skömmum og sví- virðingum og skorað á þýzku sjóliðsforingj ana með nafni að koma og láta til sín taka. Enginn sjómaður vill láta bera sér ragmennsku á brýn, og Þjóðverjar eru sérstaklega veikir fyrir“. í nokkra daga var pessi uppástunga Flemings talsvert rædd, en að lokum var frá henni horfið, vegna þess að ekkert beitiskip með nógu öflugan sendi var fyrir hendi. 1941 var lykilár ferils I. L. Flemings í sjóhernum, Það hófst í febrúar með stuttri ferð ti’. Tangier til að fylgj- ast með leyniþjónustu flotans í No.-ðitr-Afríku. Því næst fór hann til Washington, og í þeirri ferð skrifaði hann plagg fyrir hina nýstofnuðu Leyni- þjórustu Bartdaríkjanna, þegar hann yfirgaf Washington í júnímánuði 1941, tók hann með sér gjöf frá „Viilta Bill“ Donovan hershöfðingja. Það var 38 Colt lögreglu skamm- byssa, sem bar áletrunina, „Fy.ir sérþjónustu". Að stríði loknu, sagði Fleming vinum sínum stöku sinnum, að fað- ir Bandarísku leyniþjónustunn ar hefði gefið sér hana ná þess að láta uppi, hverjar þessar sérþjónustur voru. Eftir þetta lenti hann í ýms :im atburðum, sem hefðu getað verið beint úr bókum hans. Það var á vegum „Litla Bil!“ Stephensons, en Fleming dáði hann mjög. Ekki langt frá Toronto, á fftrönd Ontariovatns, er þorpið Oshawa, og þar hafði Steph- enson stofnað bezt.u æfingamið stöð fyrir skemmdarverk í öll- um Vesturheimi. Þar var Fleming þjálfaður í nokkra daga. Hann hlaut hæstu einkunn fyrir æfinguna í sundi neðan- sjávar. það var langt sund svip að pví, sem James Bond var látinn synda í bókinni „Live and Let Die“. Hann hafði gam an af júdó og öðrum sjálfs- varnaræfingum, vc.gna þess að þær höfðuðu til þeirrar per- sónulegu seiglu, sem hann reyndi að temja sér. Hann stóð sig vel á inntökuprófi leyni- þjónustumannanna, en það var flókin æfing, sem Stephenson hafði fundið upp Eftir að öllu lögregluliði Torontborgar haíði verið gert viðvart, áttu þeir, sem í þjálfun voru, að koma fyrir gervisprengjum á ein- hverjum hernaðarlega mikil- vægum stað í borginni. Flem- ing og nckkrum öðrum var falið að sprengja upp rafstöð- ina í Toronto. Meðan hinir reyndu að laumast inn á ýms- an hátt, ár. árangurs, fór Flem ing í sparifötin og hringdi I forstjórann og kvaðst vera brezkur verkfræðingur á ferða lagi og mælti sér mót við hann um kvöldið. Siðar stofnaði Ian Fleming einkaher sinn. Það byrjaði, þeg ar Leyniþjónusta brezka sjó- hersins tók að rannsaka ófar- irnar við Krít í maímánuði 1941. Fleming virtist, að hiut- Þrátt fyrir alla varfærni HTRANSV ■pum- MMM TIL VARNAR rúðugleri. Á að pússa húsið að innan eða utan? — Einfaldasta og ódýrasta lausnin er að nota TRANS V PLAST EFNIÐ. — Notið málning- arrúllu eða pensil til áð bera efnið á með. síðan má svo fletta himnunni af með einu handtaki. byggingavBruverzlonin NÝBORGr NVIIFlSOOTU 74 ilMI 11917 Einkaumboð: STRANDBERG. Heildverzlun. Hverfisgötu 76. AÆTLUN M.S. „KRONPRINS FREDERIK" 1967 Frá Kaupmannahöfn: 18/1, 1/2, 15/2, 1/3, 15/3, 1/4, 15/4, 29/4, 13/5, 27/5, 7/6, 17/6, 28/6, 8/7, 19/7, 29/7, 9/8, 19/8, 30/8, 9/9, 23/9, 7/10, /21/10, 4/11, 18/11, 2/12. Frá Reykjavík: 25/1, 8/2, 22/2, 8/3, 25/3, 8/4, 22/4, 6/5, 20/5, 1/6, 12/6, 22/6, 3/7, 13/7, 24/7, 3/8, 14/8, 24/8, 4/9, 16/9, 30/9, 14/10, 28/10, 11/11, 25/11, 9/12. Skipið kemur við í Færeyjum á báðum leiðum. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN Símar 13025 og 23985.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.