Morgunblaðið - 27.11.1966, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 27. nóv. 1966
Perlur og glerbrot
AJ.DREI gleymi ég því hvað ég
þráði að komast til Reykjavík-
ur— þar hlyti að vera fullkom-
in farsæld, allt undir smásjá
menningar og siðgæðis og þó
eitthvað kunni að hallast —
myndi það þó aldrei geta verið
satt að konur drykkju vín. Árið
1908 var ég svo alflutt hingað —
og strax á því sama ári byrjaði
höllin mín að hrynja.
Eitt kvöld í rökkrinu lá leið
mín um Hverfisgötuna, fram hjá
nokkuð stóru húsi. Þar heyrði
ég ömurlegt væl, og sá kött
híma við kjallaraglugga. Ein
rúða var brotin og stóðu oddar
glersins að frá öllum hliðum,
svo kisu leist ekki á þá leið inn.
Ég tók köttinn og leitaði dyr-
ATHLGIÐ
Þegar miðað er við útbreiðslu,
er langtum ódýrara að auglýsa
i Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
anna. Komst inn í dimman gang
og bankaði á einhverja hurð.
Loks kom húsmóðirin fram, en
varð að styðja sig við hurðina
og gat tæplega talað skiljanlegt
orð. Ekki hafði ég þó þá vit á
því hvers vegna þetta var svona,
hafði aldrei séð ölvaða konu, og
spurði bara blátt áfram, hvað er
að þér góða mín? Þá sagði hún!
Þig varðar ekkert um það. Samt
spurði ég hvort þessi köttur ætti
heima hérna. Ekki vildi hún
segja mér það, en fór að staulast
inn. Þá kom drengur svona 8—9
ára gamall og mjög óhraustlegur.
Hann sagði: „Já, ég á þessa kisu,
fann hana hálfdauða hjá ösku-
tunnunni, og þessi aumingi
skreið inn í velgjuna undir elda-
vélinni — en þar verður líka
kalt þegar eldurinn deyr, svo
læt ég kisu bara sofa til fóta
minna, og gef henni alltaf dá-
lítið af mat mínum“. Þá stökk
kötturinn á gólfið og nuddaði sér
við fætur vinar síns. Þetta var
falleg saga og góð stund.
Ekki grunaði mig þá að þetta
myndi vera hin eina heimilis-
ánægja þessa góða barns. Svo
sagði hann: „Komdu nú inn og
sjáðu hvað þetta litla grey er
skynsamt". ójá, hún fann kvöld-
matinn sinn á diskbroti hjá rúm-
inu, hoppaði svo í hornið sitt og
hreiðraði svo vel um sig. Ó hvað
mér fannst þetta fátæklega rúm
vera fallegt.
íbúðin þarna var aðeins eitt
stórt herbergi og eldavélin þarna
inni til hita og matreiðslu. Heim-
ilisfólkið var ein hjón með tvö
börn. Maðurinn lá dauðadrukk-
inn þversum yfir rúm — en
sængin á gólfinu. Konan hafði
haUað sér á dívangarm úti í
horni og sofnað — með fæturna
niður á gólfi. Ég lyfti henni
betur upp á dívaninn, tók sæng-
ina af gólfinu og breiddi ofan
á hana.
Það voðalegasta sem ég sá
þarna inni, var mjög vansælt
barn í vöggu, lyktin þar ein-
kennileg og barnið orgaði ein-
hvern veginn öðruvísi en börn
gefa venjulega hljóð frá sér, þá
var ég alvarlega hrædd, og datt
í hug einn aldraður drykkju-
maður, sem hældi sér af því að
hafa gefið börnum sínum brenni-
vin í pelann sinn á fyrsta ári,
já, svona saman við mjólkina.
— Smálaxinn
íi-amhald af bls. 19
fræðingar frá Danmörku,
Englandi, Skotlandi og að ö41
um líkindum Kanada, koma á
miðin við Grænland og fram-
kvæma ýmsar rannsóknir.
Þeir ætla að merkja eins mik-
ið af laxi og unrut er tid að
reyna að fylgjast með heim-
göngu hans, taka sýnishorn
úr aflanum til stærðar- og
aldursathugana og rannsaka
blóðflokka og sníkjudýr í fisk
inum til að ákvarða, ef mögu-
legt er, frá hvaða svæði hver
einstakur lax er kominn.
Þetta starf verður ekki ein-
göngu unnið í landi, heidur
einnig um borð í rannsókna-
skipum, sem danska og enska
stjórnin senda til Grænlands.
Auk þess munu áUar við-
komandi þjóóir auka merk-
ingar á unglaxi á göngu til
sjávar, tiil þess að fé nánari
upplýsingar um, hve mikili
hluti af fiskinum leitar tii
Grænlands.
Þess vegna hefðu þau aldrei
fengið kvef eða aðra kvilla. Ekki
gat ég tekið barnið upp, það var
svo voðalega kalt þarna inni, en
reyndi að hagræða því, og
breiddi stóra kápu yfir vögguna.
Þá vaknaði maðurinn, brölti
fram á gólfið, og bölvaði kuld-
anum og kra'kkakvikindinu, sem
aldrei gæti þagað. Maðurinn var
mjög ergilegur, svo mér fannst
vissara að standa framan við
vögguna. Ég sá að þessu ves-
alings manndýri leið mjög illa og
fór að tala hlýlega við hann:
„Reyndu að vera rólegur, á ég
ekki að kveikja upp eldinn, og
hita góðan kaffisopa handa þér“.
Þá sagði hann: „Það er ekkert
til í eldinn, hér er ekkert tU
nema flöskur, og því miður allar
tómar!“ „Gott að þær eru tóm-
ar“ sagði ég. „En hver á allt
þetta rusl þarna bak við húsið“.
„Það hefur fyrir löngu síðan átt
að keyra það á öskuhaugana,
allt ónýtt“. „Jæja, þá skal ég nú
sýna þér hvor ekki er hægt að
fá eitthvað í eldinn“. Tók stór-
an kassa í baðstofuhorninu og
fann hann fullan af ágætum eldi-
við, spýtur og stóran stein til að
brjóta þær. Svo fann ég smá-
tætlur af bíldekki og kola-
mylsnu í pokahorni, kveikti svo
upp eldinn og fór síðan út að
sækja mjólk, annan mat og
þvottaefni. Sauð svo góðan mat
og vinir mínir borðuðu.
Þá var orðið vel hlýtt inni,
svo ég tók barnið upp úr dýki
sínu í vöggunni til að baða það
og skipta um klæðnað, en þá
fann ég enga hreina spör, nema
einn kjól undir koddanum. Ég
spurði húsmóðurina, en hún vissi
ekki neitt. Þá kom góði drengur-
inn með eitt sæmilega hreint lak
úr rúmi sínu — og það varð að
duga, þar til ég væri búinn að
þvo og þurrka allt sem óhrednt
var af barninu. Ég fann að þessi
þunni kjóll myndi of lítið skjól
veita þegar eldurinn dæi. En var
þó svo heppin að. hafa hlýjan
silkitrefil hjá kápunni minni til
að vefja um háls og brjósthol
barnsins, svo að það kólnaði síð-
ur. önnur einkennileg tilviljun
var það að ég skyldi hafa pen-
inga í veski mínu, og geta fengið
svo mikið ai nauðsynjavörum
fyrir einar 50 krónur handa fólk-
inu.
Þess vegna gat ég hrært eggja-
rauðu saman við svolítið af skyri
og rjóma, handa barninu, þvegið
pelann vel, og fyllt hann af
hreinni mjólk. Svo lagðist þessi
litla mannvera steinþegjandi nið-
ur og sofnaði vært. „Hana, þarna
gat hún þó þagnað" sagði faðir-
inn.
Nú var ég búin að sjá eymd
barnsins í fullri stærð, og sagði
fólkinu það ósköp hægt og gæti-
lega. „Já, hún á svo bágt“ sagði
drengurinn. En foreldrarnir
héldu að hún grenjaði bara af
óþægð og frekju. Ég spurði hvort
ég mætti taka barnið heim tii
mín, eða koma því annars staðar
til betri dvalar. Þá urðu þau ösku
vond, sögðust ekki þurfa neití
bölvað nefndarhyski til að skipta
sér af þeirra heimili, þau gætu
sjáH reddað því. Samt mótti ég
koma þar oft, og það vesalings
fólk var mjög gott við mig og
barnið sitt.
Öll þessi ár síðan hef ég kynnzt
mörgum bágstöddum heimilum,
að einhverju leyti líku þessu. En
efnahagsástæður betri. Því nú
er það víst, að kristindómur og
siðabót hafa stóraukizt til marg-
víslegra bjargráða, þótt enginn
mannlegur máttur geti breytt
eðli þeirra, sem enn sækja mest
í svínaskap áfengis og annarra
afglapa, sér og öðrum tU æruc
meiðandi tjóns.
Og sízt mun svo ganga, að
menn geti sjálfir sín musteri
hreinsað. Þeir verða að biðja um
hjálp frá þeim almáttuga lækni,
sem vill reka út Ula anda og
segja: „Far þú í friði og syndg-
aðu ekki aftur.“
Nú eru fá ár síðan ég sá lög-
regluþjón leiða lasburða konu
yfir hálku á veginum. Það var
vinkona mín — frá vöggunni
forðum. Langa leið hafði húa
staulazt áfram, bogin og buguð
með eitrið í æðum sér. Erfða-
hneigðina sem gengur svo gjöra
í marga liði. Samt var sú stúlka
alltaf góð en æði ógætin í um-
ferðarreglum vorra varasömu
leiða.
Þarna kom þessi stóri sterki
maður henni til hjálpar, og dá-
samlegt að sjá, hvað hann hjálp-
aði þeim vesalingi hlýlega á betri
veg og einhvern öruggan stað.
Við þökkum ÖU miskunnarverh
svo sem Guð skipuleggur þau.
Jón Vídalín segir: „Enginn getur
neitt til góðs, né gefið annað tm
það, sem Guð hefur honum geí-
ið“. Það er Guði að þakka hvuð
margir menn rétta fram hönd
sína og segja: „Hér er ég, sendu
mig“.
Kristin Sigfúsdóttir
frá Syðri-Völlum.
Útsýnarkvöld
Skemmtikvöld í LÍDÓ sunnudag. 27. nóv.
kl. 20,30:
Myndasýning úr
ÚTSÝNARFERÐUM 1966.
Skemmtiatriði.
FerðahappdrættL
Dans til kl. 1.
Fjölmennið með gesti yðar og rifjið upp
skemmtilegar ferðaminningar úr rómuð-
um ferðum ÚTSÝNAR.
Aðgangur ókeypis.
Húsið opið matargestum frá kl. 19.00.
Fefðnslmislofail ÚTSÝN
VERZLANIRNAR í DOMUS MEDICA
IVIæðrabúðin
Glæsilegt úrval af allskonar barna-
fatnaði nýkomið.
TREVIRA tækifæriskjólar í úrvali.
Mjög fallegur og hentugur tækifæris-
undirfatnaður.
SNYRTIVÖRUR — GJAFAVÖRUR
Alltaf eitthvað nýtt í Mæðrabúðinni.
IHæðrabúðin
SÍMI 23390.
Blómaverzlunin Eden hf.
Ný blóm endast bezt.
Daglega ný blóm úr Hveragerði.
Skóverzlun og orthop
skósmíði ásamt innl.
eftir máli.
Höfum einhæft okkur
í vönduðum skóm,
skóm með yfirvídd og
yfirstærðum. Einnig
fæst hjá okkur gott
úrval af DR. Scholl’s
og Berklemann vörum
þ. á. m. sjúkrasokkar.
Blómaverzlunin Eden
SÍMI 12505.
hf.
Steinar Waage
SÍMI 18519.
Rafbúð
raftækja- og sjónvarpsverzlun.
Seljum eingöngu vörur frá viðurkennd-
um firmum.
Látið fagmenn aðstoða yður við valið.
Rafbúð
SÍMI 12614.
Höfum ávallt margar tegundir af EKTA
hunangi á boðstólum.
Notið hunang í stað sykur.
Hunangsbúðin
SÍMI 18022.
ÁVALLT NÆG BÍLASTÆÐ:
STRÆTISVAGN: Njálsgata—Gunnarsbraut, stanzar við húsið
með 10 mínútna millibili.