Morgunblaðið - 12.01.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.1967, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1967. Skrifstofufólk Starfsfólk vantar til bankastarfa nú þegar. Bæði karlmenn til ritara- og af- greiðslustarfa. greiðslustarfa og kvenfólk til vélritunar- og afgreiðslustarfa. Þægilegur vinnutími og góð kjör. Um- sóknir, sem greini aldur, nám og fyrri störf, sendist í pósthólf 903, merktar: „Bankastörf — 8717“. Bolt-Jörgensen fyrrum sendiherra Aðalsafnaöarfundur Aðalsafnaðarfundur Kópavogssóknar verður haldinn eftir messu kl. 2 sunnu- daginn 15. janúar. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Safnaðarnefndin. L. B. Bolt-Jörgensen fyrrverandi sendiherra dvaldi hér á landi lengst af á tím'abilinu frá 1949—'1965 með eiginkonu sinni frú Bodil Begtrup, seim þá var sendiherra Danmerkur á íslandi. Þegar Bolt-Jörgensen kom hingað til lands var hann orðinn aldraður maður, hátt á sjötugs aldri, fæddur 6. mara 1602, og hafði sjálfur iátið af störfum í dönsku utanríkisþjónustunni. í æsku hafði hann lært til her- mennsku og hlotið verðlaun fyr- ir vísindalegar ritgerðir um þau fræði. Hann hvarf þó að eigin ósk af þeirri braut á árinu 1910 og stundaði þá um hríð við- skiptastörf. í utanríkisþjónust- una gekk hann 1921 og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum þar til hann baðst lausnar á árinu 1949. Hafði hann þá m. a. árum samán verið sendiherra í Rúss- landi og síðar í UngverjalandL Þá hafði hann bæði fyrr og síð- ar verið deildar- eða skrifstofu- stjóri yfir mismunandi mála- flokkum í danska utanríkisráðu- neytinu. Kom þá stundum á fyrri árum í hans hlut að fjalla um málefni íslands, því að Dan- mörk fór þá með íslenzk utan- ríkismál. Ekki mun hann þó fremur en flestir starfshræður UTGERÐARMENN Vfð höfum nú fyrirliggjandi hið vinsæla portúgalska „CORFI" tóg: ÞORSKANETATEINAR úr polypropylene BÓLFÆRAEFNI úr polyethylene LÍNUEFNI með glassfíber kjarna úr polypropylene LANDFESTAR úr polypropylene. Stórlœkkað verð - Frábœr gœði Þcir útgerðarmenn sem eiga tóg í pöntun hjá okkur, eru beðnir að vitja þess sem fyrst. MARCO HF. Aðalstræti 6, Símar 15953 og 13480. hans á þeim árum hafa lagt mikla rækt við málefni íslands né talið þau Danmörku miklu varða. Eftir að Bolt-Jörgensen kom til íslands kynnti hann sér hins- vegar rækilega aðstæður hér og kunni góð skil á flestu því, sem þýðingu hafði. Enginn efi er á, að hann veitti konu sinni veru- legan stuðning í starfi hennar. Frú Bodil Begtrup er fyrsta konan, sem varð sendiherra Dan- merkur. Hún er kona bráðgáfuð og geðfelld, en hafði á fyrri ár- um vanizt öðrum störfum en 'henni voru nú fengin. Hún hafði nægan þroska til þess að nýta góð ráð eiginmanns sins. Árang- urinn varð sá, að þau hjón öfl- uðu sér mikilla vinsælda á með- al íslendinga. Bæði voru hjónin mjög gestris- in. Bolt-Jörgensen varð öllum vinum sínum og kunningjum eftirminnilegur sökum yfirlætis- leysis og hógværrar alúðar. Hann var maður fámáll og talaði aldrei af sér, en af honum mátti margt læra og einstök tilsvör hans og frásagnir eru mér enn í huga. Þau hjón slitu ekki tengslum við vini sína hér, þótt þau flyttu á braut. Þau hvöttu sem allra flesta til að heimsækja sig suður í Bern eftir að frú Bodil varð sendiherra í Svisslandi. Síðast hitti ég Bolt-Jörgensen þar, þeg- ar ég var á Genfarráðstefnunni 1960. Var hann þá töluvert far- inn að eldast en móttökur hans voru jafn hlýjar og fyrr, svo að ekki var um að villast, að hann fagnaði fundi okkar. Sömu sögu hafa að segja aðrir fslendingar, sem heimsóttu þau hjón. Eftir það fóru kveðjur á milli okkar en af samfundum við hinn aldna heiðursmann varð ekki. En margir fslendingar munu hugsa hlýlega um hann nú í dag, þegar hann er jarðsettur í heimalandi sínu og senda frú Bodil innilegar samúðar-kveðjur. Bjarni Benediktsson. FREDRIKSSTAD — NTB. Mikill samdráttur varð 1 rækjuveiðum í Oslófirði sl. ár. Varð heildaraflamagnið aðeins 400 lestir, sem er þrisvar sinn- um minna en metárið Ii962. Aft- ur á móti hefur aflinn nú í árs- byrjun verið mjög góður. FASTEIGNAVAL Hta o« MMr vM <a? bafl m IÞ*— j»M IMI kinn biiiin Iiii n n ÍJ Skólavörðustíg 3 A, H. hæð. Símar 22911 og 19255. 7/7 sölu m.a. í smíðum Fokhelt raðhús á tveimur hæðum, við Álftamýri, á- samt bílskúr. Stórt einbýlishús, tillbúið und ir tréverk og málningu í Hlíðunum, með innibyggðum bílskúr. Fokhelt parhús, ásamt bíl- skúr, á góðum stað í borg- inni. Selst pússað og málað að utan. Tilbúið til afhend ingar nú þegar. 6 herb. íbúð, tilbúin undir tré verk og málningu, í Ár- bæj arhverf inu. A Seltjarnarnesi Fokhelt raðhús á góðum stað á nesinu. Seljast múrhúðuð og máluð að utan með inn byggðum bílskúr. / Kópavogi Tvíbýlishús, ásamt bílskúrum í fokheldu byggingarstigi. Einangrun á þaki fullfrá- gengin. Allt sér. 5 og 6 herb. íbúðir í sama tvíbýlirihúsi, ásamt bílskúr- um. Selst i fokheldu ásig- komulagi. Fokhelt raðhús á einni hæð í Kópavogi. BílSkúrsréttur. í Garðahreppnum Fokhelt einbýlishús, upp- steyptur bílskúr fylgir. — Mjög skemmtileg teikning. Við Hvaleyrarholt Hafnarfirði Um 242 ferm. hús á góðum stað á Hvaleyrarholti. Hús- ið er þegar fokhelt og er hentugt undir hverskonar iðnað eða sem fiskverkun- arhús. Möguleikar á að hag stæð lán geti fylgt eign- inni. HÖFUM EINNIG ÚRVAL eigna af öllum stærðum og gerðum, á ýmsum bygginga stigum, í borginni og ná- grenni. — Teikningar liggja ávallt frammi á skrifstofu vorri, sem gefur allar nán ari upplýsingar. Jón Arason hdl. Sölumaður fasteigna: Torfi Ásgeirsson Kvöldsími 20037 frá kl. 7 til 8.30. Kjötverzlun á góðum stað í Austurborginni til sölu. Leiguhúsnæði, góðir greiðsluskilmálar. Tilboð merkt: „Kjöt — 8386“ sendist Mbl. fyrir 14. þ. m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.