Morgunblaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1967. 3 Kvenmaður, sem segir sex AKRANESI, 23. janúar — Það hefir sýnt sig og sannað í mörgum tilfellum, að ís- lenzka kvenþjóðin er eins hlutgeng og karlmenn til ým- issa verka, bæði á sjó og landi og jafnvel í lofti. Raun- ar hafa konur fengið staðfest lög um launajafnrétti á við karlmenn, á Alþingi því er nú situr. Ungfrú Ósk Bergþórsdóttir Guðjónssonar skipstjóra og útvegananns á Akranesi, hef- ir til dæmis verið „kokkur“ á V/S Sigurfara á síldveiðum í sumar og haust, en bróðir hennar Guðjón Bergþórsson er skipstjóri á bátnum. Ósk er 18 ára gömul og læt- ur sér hvorki bregða við báru né storm, og finnur ekki fyrir sjóveiki, reyndar komin af þrautreyndum sjómannaætt- um. Hún er búin að fá kr. 275 þúsund í sinn hlut á þeim 6% mánuðum, sem báturinn hefir stundað síldveiðar við Suður- og Austurland. Ef íslendingar ættu margar slíkar í „sjóhernum", væri vissulega ekki mikil þörf á Færeyingum og Aröbum. — H.J.Þ. |i Ósk Bergþórsdóttir 1 leikskólanum á ísafirði. Til vinstri: Kristín Bárðardóttir, f rú Rut Tryggvason og Þóra Gests dóttir. Til hægri Hafsteinn Hannesson, Jóhann Einvarðarson, bæjarstjóri, frú Kristín Össurar- dóttir. Við borðið sitja 5-7 ára börn, sem í leikskólanum eru. I\lýr leikskóli á fsafirði ÍSAFIRÐI: — t síðustu viku tók til starfa hér lei'kskóli fyrir börn á aldrinum fimm til sjö ára. Er þetta fyrsti lei'kskólinn, sem starfræktur er hér á ísafirði. Er það Barnaverndarfélag ísa- fjarðar, sem stendur fyrir þessu skólahaldi í Góðtemplarahúsinu og er leikskólinn opinn alla virka daga frá kl. 13 til 17. í leikskólanum eru nú 13 börn og hefur verið hægt að taka við fleiri börnum vegna húsnæðis- þrengsla og eru um 20 börn þegar á biðlista. Forstöðukonur leikskólans eru frú Þóra Gests- dóttir og frú Kristín Össurardótt ir. Erfiðleikar hafa verið á að þjálfa fóstrur til að starfa á veg- um félagsins og hafa því verið fengnar giftar konur og mæður til að standa fyrir þessari starf- semi. Barnaverndarfélag ísafjarðar hefur á undanförnum árum unn- ið mikið og gott starf í þágu bamaverndarmála hér í bæ. Það hefur á annan áratug rekið dag- heimili fyrir börn á aldrinum 2ja til fimm ára og eru þar 50 börn að staðaldri. En færri kom- ast að en vilja. Dagheimilið er opið frá kl. 13-18 alla virka daga allt árið og hefur jafnan vérið mjög mikil aðsókn að því. Bæjarsjóður ísafjarðar hefur styrkt starfsemi félagsins tals- vert, en félagið sjálft hefur lagt mikið fé og starf af mörkum og unnið gott og mikið starf við fjáröflun með því að halda bas- ara, kvikmyndasýningar og fleiri skemmtanir. Stjórn félagsins skipa þessir: Frú Rut Tryggvason, formaður, Hafsteinn Hannesson, frú Kristín Bárðardóttir, frú Álfheiður Guð- jónsdóttir, frú Hjördis Óskars- dóttir, Halldór Ólafsson og Guð- mundur Bárðarson. -------------------- Námskeið ■ túlkun Ijóðasöngs SÆNSKA Ríkisútvarpið gengst fyrir námskeiði í túlkun ljóða- söngs 3.—21. júlí n.k. Námskeið- ið verður haldið í Edsbergs-höll rétt, utan Stokkhólms. Kennari verður Erik Werba frá Vín. — Söngvarar þeir og píanóleikarar sem hyggja á þátttöku í nám- skeiði þessu, mega ekki vera fæddir fyrir 1933, og verða að tilkynna þátttöku fyrir 7. marz n.k. Kennslugjöld á námskeiðinu eru kr. 100 sænskar. Hámarkstala þátttakenda er 5 söngvarar og 3 píanóleikarar, sem valdir verða héðan úr hópi umsækjenda, eftir að þeir hafa sungið og leikið inn á segulband í Ríkisútvarpinu hér. Nánari upplýsingar og um- sóknareyðublöð fást, ef skrifað er til: Sveriges Radio, Musikav- delingen, Box 955, Stockholm 1, Sverige. (Frá Ríkisútvarpinu). WASHINGTON 26. jan. NTB. Bandaríska siglingamálaráðu- neytið skýrði frá þvi í dag að í ágústmánuði n.k. yrði Savanne, eina kjarnorkuknúna vöruflutn- ingaskip heims tekið úr sigling- um. Savanna hefur nú verið í siglingum um heimshöfin í tvö ár. STAKSTEINAR Þ'óðvil'inn hefur a röngu að standa Þjóðviljinn birti sl. þriðjudajf forystugrein þar sem sagðí: „Reykjavík mun vera eina bæj- arfélagið á landinu, sem hirðir útsvar af mæðralaunum og barnalífeyri og lætur aldrað fólk ekki njóta neinna fríðinda við útsvarsálagningu. Á síðasta borg arstjórnarfundi lögðu fulltrúar Alþýðubandalagsins til, að hér eftir skyldi draga mæðralaun og barnalífeyri frá skattskyldum tekjum áður en útsvör væru reiknuð og að fólk yfir sjötugs- aldri slyppi við útsvör ef launa- tekjur þess væru ekki yfir 150 þús. kr. Ennfremur var lagt til, að útsvör sem ekki ná 2000 þús. kr. yrðu felld niður". í þessum þremur setningum eru tvær rang ar staðhæfingar. Það er rangt hjá Þjóðviljanum, að Reykjavíkur- borg leggi útsvar á barnalífeyri eða meðlög. Hvorki útsvar né tekjuskattur er lagt á þessar bæt ur. Það er ennfremur rangt hja Þjóðviljanum, að aldrað fólk njóti engra fríðinda við útsvars álagningu í Reykjavík. Ellilíf- eyrir er dregin frá tekjum áður en útsvar er lagt á og ennfrem- ur eru öll framtöl ellilífeyris- þega sérstaklega yfirfarin af framtalsnefnd og ef um sérstak- ar ástæður er að ræða er á það litið við útsvarsálagningu. Um þriðja atriöið, mæðralaunin, er það að segja, að tiilaga kommún ista í borgarstjórn Reykjavikur var þess efnis, að allar bætur almannatrygginga að fjölskyldu- bótum undanskyldum skyldu dregnar frá skattskyldum tekj- um áður en útsvar er lagt á. Kommúnistar telja eðíilegt, að útsvör séu lögð á fjöl- skyldubætur en í rauninni eru mæðralaun nákvæmlega sama eðlis og fjölskyldubætur, bætur sem einstakar mæður fá greidd- ar, ákveðin upphæð fyrir hvert barn, sem á framfæri þeirra er, alveg á sama hátt og fjölskyldubætur eru bætur greiddar, ákveðin upphæð fyrir hvert barn, sem á framfæri hjóna er. Þó er þess að geta, að einstæðar mæður fá einnig greiddar fjölskyldubætur. Af þessu er þó ljóst, að Þjóðviljinn hefur farið algjörlega rangt með staðreyndir og heggur þar enn í sama knérunn og borgarfuU- trúar kommúnista á síðasta borg arstjórnarfundi. Munurinn er sá, að þeirra misskilningur var leið réttur svo að Þjóðviljanum var vorkunnarlaust að fara rétt með, ef hann vildi. Tíminn og vinstri stjórnin Tíminn heldur enn áfram söguskýringum sínum um öriög vinstri stjórnarinnar og endur- tekur í forystugrein í gær full- yrðingar, sem hafðar voru frammi í blaðinu sl. sunnudag en hraktar voru í Morgunblað- inu sl. þriðjudag. En af þessu tilefni er ástæða til að endur- taka þá fyrirspurn, sem beint var til Tímans, hvort ummæli forsætisráðherra vinstri stjórn- arinnar Hermanns Jónassonar á Alþingi 4. des. 1958 væru þess eðlis, að unnt væri að talá um „hagstæðan" viðskilnað vinstri stjórnarinnar. Ummæli Her- manns voru á þessa leið: „Við þetta er svo að bæta að í ríkis- stjórninni er ekki samstaða um nein úrræði í þessum málum, sem að mínu áliti geta stöðvað hina háskalegu verðbólguþróun, sem verður óviðráðanleg, ef ekki næst samkomulag um þær raunhæfu ráðstafanir, sem lýst var yfir að gera þyrfti, þegar efnahagsfrumvarp ríkisstjórnar- innar var lagt fyrir Alþingi í vor.“ SJOVA býður yður: Nýja húftryggingu vegna bifreiðar yðar, að vísu að sumu leyti takmarkaðri en eldri húf- trygging. í tryggingu þessari felst: brun atry gging, þjófnaðartrygging, trygg- ing á rúðum og einnig er bifreiðin tryggð fyrir flutningi vegna bilana. Nánari upplýsingar um tryggingu þessa eru eða í síma 11700. agislands? Með þessari tryggingu er ætlun vor að koma til móts við viðskiptavini er telja sér ekki henta venjuleg húftrygging. Iðgjald af þess- ari tryggingu er lítið brot af því gjaldi sem krafizt er fyrir eldri húftryggingu. veittar í bifreiðadeild vorri að Laugavegi 176

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.