Morgunblaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1967. Unnur Guðmunds- dóttir iró Dæli, Kveðjn I>ANN 3. janúar sl. andaðist á Borgarspítalanum í Reykjavík, Unnur Guðmundsdóttir frá Dæii i Fnjóskadal. — Hún var fædd að Vík á Flateyjardal þann 8. apríl árið 1896, og var því á 71. aldursári, er hún lézt. Foreldrar Unnar fluttust að t Elsku litla dtóttir okkar, Hilda, lézt 23. þessa mánaðar. Sigurbjörg Snorradóttir, Njörður Ó. Geirdal, Góteborg. t Erlingur Filippusson, grasalæknir, andaðist 25. þ. m. að Landa- kotsspíalanum. Útilörin á- kveðin siíðar. Vandamenn. t Hjartkær maðurinn minn, James Guilfoyle, andaðist að heimili sínu í Englandi þann 11. jan. sl. — Jarðarilörin hiafur farið frarn. Fyrir mína hönd og ann- arra vandamanraa. Þórdís Gestsdóttir Guilfoyle. t Móðir oikkar, Guðríður Sveinsdóttir, andaðist á Elldheimilinu Sól- vangi siðastl. mánudag. Jarð- arjörin fer fram frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði langardag- iinn 28. janúar, heÆst kL 2 eJi. Elin Kristjánsdóttir, Sveinbjörg Kristjánsdóttir, Einar Kristjánsson, Gissur Kristjánsson, Vigdís Krístjánsdóttir, Jón Kristjánsson, ’Sveinn Kristjánsson, Úlfhildur Kristjánsdóttir,. Sveinn Kristjánsson. Dæli, er hún var enn á bernsku skeiði, og nú er Flateyjardalur í eyði eins og kunnugt er. Unnur lifði sín' bernskuár í Fnjóskadalnum, en á unglings- árunum leitaði hún burt úr föð- urgarði, bæði til að vinna fyrir sér og leita sér nokkurrar mennl unar. Kom þá fljótt í Ijós, að hún var vel að sér, bæði til munns og handa. Hún leitaði út fyrir landsteinana og dvaldist um það bil eitt ár í Danmörku, bæði við nám í hússtjórnarskóla, við garðyrkjustörf o.fl. Þegar heim kom tók hún íil við ýmis störf, vann m.a. við verzlunarstörf á Akureyri nokk urn tíma. Þann 23. desember árið 1928 giftist Unnur Kristni Árnasyni, sjómanni, og síðar beyki, ættuð- um frá Skeiði í Svarfaðardal. Þau hjónin áttu lengi heima á Akureyri, og þar vann frú Uun- ur sitt aðalævistarf, sem móðir og húsmóðir. Eignuðust þau hjónin fimm börn, en tvö þeirra dóu strax í frumbernsku. Voru það tvíbur ar. Dæturnar þrjár, er komust til fullorðinsára eru þær Jórunn, t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda saimúð við fráfiadl og útfiör Jakobínu S. Guðmundsdóttur. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakikir fy-rir auð- sýnda samúð við anduáit og jarðarför, Petrínu Guðmundsdóttur frá Kjós. F. h. vandamanna. Guðmundur Ágústsson. t VJð þökkum innilega auð- sýnda saroúð og vináttu við andl'át og útfiör konu minnar, móður og ömmu, Ólafar Einarsdóttur. Erlendur Jóhannsson, Unnur Eriendsdóttir og börn. t Jóhannes Arngrímsson, Mávahlíð 19, verður jarðsettur frá Háteigs- kirkjiu fiöstudaginn 27. janúar k)l. 10.30. Útvarpað verður frá athöfninni Guðrún S. Helgadóttir, Agða Vilhelmsdóttir, Anna Jóhannesdóttir, Tómas A. Jónasson. t Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur sarnúð og hluittekningu við fráfall og jarðarfiör okkar elskuliega sonar og bróður, Birgis Magnússonar. Guð blessi ykkuir öll. Signý Guðbjörnsdóttir, Magnús jónsson og börn. gift Aðalbirni Krisfibjarnarsyni flugstjóra, Siguilaug, gift Einari Eggertssyni stýrimanni, og Hug- rún, gift Halldóri Briem verka- manni. — Barnabörnin eru tíu. Meðan Unnur átti heimili sitt á Akureyri var hún oftast bund- in húsmóðurstörfunum, eins og að líkum lætur. Þó vann hún nokkuð að saumaskap, enda var hún lærð saumakona. Brátt fór að bera á heilsuleysi og háði það Unni við öll störf, þótt hún reyndi að berjast gegn því með æðruleysi og bjarsýni. Árið 1953 fluttust Unnur og Kristinn frá Akureyri til Reykja víkur. Vann hún fyrstu ár sín hér í borg á saumastofu, en brátt tóku kraftarnir að þverra sökum van heilsunnar, og síðustu árin voru veikindin þungbær, en Unnur mætti þeim með meðfæddri þrautseigju unz yfir lauk. Hún lézt eins og áður segir, þann 3. janúar siðastliðinn og var útfór hennar gerð frá Fossvogskapellu þann 11. sama mánaðar. Unnur var fríð kona, glaðleg og hýr í viðmóti Gestum tólc hún frábærlega vel og get ég og systkini mín dæmt um þaö af eigin reynslu, en um árabil var heimili hennar athvarf og skjól okkar, er við áttum erindi til Akureyrar. Eigum við Unni og fjölskyldu hennar mikið að þakka. Ég sendi Kristni Árnasyni, eft irlifandi eiginmanni Unnar, inni legar samúðarkveðjur, svo og dætrum hennar, barnabörnum og öðrum vandamönnum. Unnur Guðmundsdóttir var 1 liði þeirra, er vinna fyrir ljós- ið og mildina. Hún var boðin og búin til að hjálpa þeim, sem til hennar leituðu. Sínum náa- ustu sýndi hún óþreytandi kær- leika. — Hún trúði á líf handan skugganna er bíða allra lifenda hér á jörðu. Kristján Jóhannsson, Sjölug: Sigríður Sigurðardóttír í Sólheimatungu ÞAÐ kom mér á óvart, er ég hitti Diddu, dóttur Sigríðar, sem tjáði mér að móðir hennar yrði sjötug 26. þ.m., en Didda er gift Birni Stefánssyni, Jóh. Stefiáns- sonar, fyrrv. ambassador í Kaup- mannahöfin, þess iheiðursmanns. Ég vil strax taka það fram, að þetta á ekki að vera neitt ævi- registur um frú Sigríði, heldur stutt vinar- og þakklætiskveðja frá mér, dóttur og konu, fyrir allt sem hún hefur verið fyrir okkur frá því við fyrst kynnt- umst henni. Undanfarin tuttugu ár hef ég farið í minn praxis út á land og gistum við þá gjarn an að Bifröst eina eða tvær næt- ur, því að ekkert liggur á að komast norður. Svo komum við til baka á suðurleið um „holt og Borgarfjörð", eins og sagt er í ljóðinu, og nú í sextán til seytján ár höfum við gist í Sólhekna- tungu eina nótt, því að mér hef- ur fundist við ekki egta farið þar framhjá garði án þess að staldra þar við og þannig hefur þetta æxlast með árunum. Við höfum ekki fyrr rennt í hlað en gamla konan hefur verið komin út til að fagna okkur og bjóða velkomin. Eftir nóttina hefur svo frú Sigríður oft sagt: „Þið farið nú ekkert í dag.“ Hún hefur yndi af heimsóknum og þótt margir séu fyrix, þá er þar nóg rúm fyrir okkur, því að þar sem er hjartarúm, þar er einnig hús- rúm. Frú Sigríður hefur verið ekkja síðan árið 1954, er hún missti sinn mæta eiginmann, Tómas Jónasson, hálfbróðir þeirra Karls Jónassonar læknis og Gústafs A. Jónassonar ráðuneytisstjóra, þess mæta manns, sem nú er látinn. Sigríður og Tómas eignuðust fjögur mannvænleg börn, sem eru nú koomin á fullorðinsár, en þau eru Jónas og Sigurður, sem búa með móður sinni í Sólheima tungu. Dæturnar tvær, Didda og Guðrún, gift Jóhannesi Guð- mundssyni verkfræðingi, eru bú- settar í Reykjavík. Nú get ég ekki sagt, að ég þekki Sigriði í Sólheimatungu mjög náið, sennilega þekkir kona mín hana betur, því að þannig er því oftast farið, að konur ræða meira saman. Ég veit þó nokkur deili á persónuleika hennar. Þeg- ar ég kom frá námi í Ameríku á stríðsárunum var hart í ári varðandi húsnæði. Fengum við þá inni hjá bróður hennar hér í bæ, Magnúsi Sigurðssyni lög- regluvarðstjóra og hans góðu konu, Herborgu frá Heyjum í Færeyjum. Vorum við þar til húsa eitt ár og held ég, að ég megi segja, að gagnkvæm vin- átta hafi haldist milli okkar síð- an. Þess vegna kynntist ég fólk- inu í Sólheimatungu. Frú Sigríður í Sólheimatungu er sérstæð kona á margan hátt og gengur að fullum störfum enn, þótt sjötug sé. Hún fylgist vel með öllu sem í kringum hana gerist nær og fjær, jafnvel fylg- ist hún með í mínum litlu blaða- skrifum, þótt Ihún sé í sveit, og ræðir við mig um þau er fundum ber saman, og einnig lög eftir mig sem við og við hafa komið í útvarpinu. Hún minnist á þetta allt og þakkar mér, og er það meira en ég get sagt um marga aðra, þótt nákomnari séu. Sýnir þetta bezt einlæga vin- semd hennar og lítillæti í minn garð. Okkur Sigurði í Sólheima- tungu verður stundum tíðrætt um hesta, því að hann mun nú vera einn bezti hestamaður í Borgarfjarðardölum og hygg ég að hann eigi einn af fræknustu hestunum þar um slóðir. Ég var einnig um skeið hestamaður og átti einn glæsilegasta hestinn hér í bæ. Hvar er Sólheimatunga? Jú, er við ökum norður og erum að nálgast hina glæsilegu Gljúfurár brú blasir Sólheimatunga við á hægri hönd á grænum bala niður undir Hvítá. Stórt, hvítmálað hús byggt í fornum stíl, enda er þar hátt til lofts og vítt til veggja. Húsið var byggt 1916 og vil ég geta þess til gamans, til saman- burðar nútímanum, að í borð- stoíunni er sama veggfóðrið og upprunalega er húsið var byggt, og sést varla á því slit eða blett- ur. Hinum megin Hvítár blasir við prestsetrið Stafholt á hárri hæð og er mjög fagurt þangað heim að líta í góðu veðri. Þar hvílir í kirkjugarðinum Guðrún systir Sigríðar, sem dó langt fyrir ald- ur fram. Henni kynntumst við hér í Reykjavík, og var hún allra manna hugljúfi, þeirra er henni kynntust. Sjálf er jörðin Sól- heimatunga með stærstu jörðum í dölum Borgarfjarðar og búskap ur þar eftir því, því að dreng- irnir í Sólheimatungu eru engir veifiskatar og hafa á seinni árum gert miklar jarðarbætur og tekið tæknina í sína þjónustu, eins og sjón ber vitni. Það er fallegt að horfa heim að Sólheimatungu af veginum í aftanskini hnígandi sólar, þegar veður er fagurt og Hvítá ljómar lygn og spegilfög- ur. Innbrot í fisk- vinnslustöð INNBROT var framið í fisk- vinnslustöð Kópavogskaupstaðar við Hafnarbraut í fyrrinótt. Þjófurinn komst inn með því að brjóta rúðu í snyrtiherbergi. Hann varð þó að líkindum tómhentur frá að hverfa, því þarna er ekki neinn fiskur eða annað, sem unnt er að grípa með sér. Nú færast árin yfir okkur og fer bezt á því, að ég hafi þessi orð mín ekki öllu fleiri, vona að þú — kæra vinkona — sjáir aum- ur á mér vegna þessa fátæklegu orða minna. Þetta átti líka að vera aðeins orð um kærar kveðj- ur til allra í Sólheimatungu og er Brandur þar ekki undanskil- inn, sem hefur verið þar um langa hríð. Brandur er maður vin sæll og ber húsbændum sínum vel söguna. Læt ég hér staðar numið og sendi í dag beztu kveðj ur frá mér, Ingibjörgu og Helgu með ihjartansþökk fyrir alla þína gæzku og vinsemd okkur til handa, og fyrir það að hafa átt þig, Sigríður mín, og fólk þitt að vinum öll þessi ár. Það er svo innileg ósk mín að þér og þin- um vegni sem allra bezt á kom- andi árum og að meistarinn mikli verði þér skjöldur og skjól enn um langa tíð. í Guðs friði. Guðmundur Hraundal. Alúðarþakkir sendi ég frændiíólki og vimun, sem sýndu mér vinsemd og hlý- hug á níræðisafimæli mánu 21. janúar sl. Guð blessi ykkur öli Guðbjörg Bjarnadóitir. Innileg þakkarkveðja til allra vina og trúsystkipa víðsvegar á landinu fyrir góð- ait kiveðjur, ritoingarorð og gjafir á sjötugisafimæli miínu, 14. ja'ix. s.l. Giuði séu þakkir, sem gefur oss siigurinn fiyrir Drottin vorn Jesiú Kriat (I. Kor. 15, 57). Kristín Sæmundsdóttir, Tangagötu 6, ísaflrði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.