Morgunblaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1967.
-----————-----
Lydia
+----------------——"
greiða yður eitthvert smáræði —
segjum fimm þúsund dali — i'vr
ir samvinnu yðar og hjálp. Ef
þér gangið ekki að þessu, verð
ég neyddur til að koma yður fyr
ir kattarnef. Og ég er ekkert
feiminn við annað. eins, megið
þér vita. Ég er í kringumstæð-
um, sem ég verð að bjarga mér
úr. Það var leiðinlegt, að bjálf-
Inn hann Gorman skydi sjá, að
menið var svikið. Það gerði það
að verkum, að hið ósennilega
kom fyrir hann. En héðan af
ætla ég ekki að láta neitt standa
í veginum fyrir mér — ekkert,
hr. Krim. Komum við okkur þá
saman eða gerum við það ekki?
Þetta var óneitanlega freist-
andi. Lydia sagði seinna, að ég
hataði hann og allt, sem hans
væri, svo grimmilega, að ég
hefði aldrei farið að gera neinn
samning við, hann, og ég skal
játa, að ekki var ég nú beinlin-
is neitt skotinn í honum. En að
eiga hinsvegar von á því, tð
hann kæmi mér fyrir kattarnef,
var dálítið annað, því að þar ef-
aðist ég ekki um, að honum væú
alvara.
Ég hugsaði mig því um ofur-
litla stund og svaraði síðan: —
Nei, ég er hræddur um, að þetta
geti ekki gengið, hr. Sarbine.
Við gerum engan samning, he'.d
ur vil ég fá menið.
— Og það er yðar síðasta orð,
Eftir
E. V. Cunningham j
——— ----------------------—4.
hr. Krim?
— Já, hræddur er ég um þið.
— Þér eruð hreinn blábjám,
hr. Krim. Aumur og vesæll 'á-
bjáni. Ég vorkenni yður ekki
einu sinni. Þér eruð ekkert ann-
að en angi af allri ringulreið-
inni, sem þessir peningagráðugu
Júðar hafa komið af stað, undir
yfirskini menningarinnar. Þér
vekið hjá mér viðbjóð.
Ég kinkaði kolli, af því að ég
gat ekki fundið neitt viðeigandi
svar, við svona ákveðinni skoð-
un. Hann stóð upp og gekk inn í
setustofuna og ég á eftir. Ég
varð ekkert hissa, þegar hann
fór að afsaka, að hann yrði að
fara svona snemma.
— Já, en klukkan er ekki
nema tíu, sagði Evelyn frænka.
— Já, en ég þarf að fara
snemma á fætur og á annríkt.
Ég bið yður að afsaka mig, frú
Bodin.
Svo var kvatt með viðeigandi
kurteisisorðum, og frænka
fylgdi þeim til dyra. Ég kveikti
mér í vindlingi og saup á kon-
jakinu, ög Lydia horfði á mig.
— Gekk það ekki vel, Har-
vey?
— Nei, ekki sérlega vel.
Ég heyrði bílrr.n þeirra fara
í gang.
— Þau ætla að kála okkur. er
það ekki?
— Hvað áttu við með að kála?
Hvers vegna geturðu ekki sagt
berum orðum það, sem þú ætlar
að segja?
— Þetta er bara gamaldags
orð yfir að myrða. Mér þykir
morð svo leiðinlegt orð.
— Það hefði ég haldið, sagði
frænka, sem var að koma inn
aftur. — Það er ekki sérlega
fínt orð, en samt held ég, að
ég gæti myrt Sarbinehjónin ef
til þess kæmi.
— Ég vildi bara, að þér gæt-
uð myrt þau áður en þau my.ða
okkur, sagði Lydia, og andvarp-
aði.
— Er ykkur alvara? spurði
frænka.
— Já.
— Er henni alvara, Harvey?
— Já, ég býst við því.
— Jæja, í guðs bænum, ef
þið haldið þetta, hvers vegna í
ósköpunum farið þið ekki í lög-
regluna?
32
Ég hristi höfuðið.
— Það er vegna þess, að hon-
um Harvey kemur ekkert vel
saman við lögregluna, sagði
Lydia.
— Finnst ykkur ekki þið ætt-
uð að segja mér alla söguaa?
sagði Evelýn frænka.
— Nei.
— Gott og vel. En leyfið mér
samt að segja, að mér finnst bað
fjandans mikið vanþakklæti af
ykkur. Þið komið hér í ósköpam
Bl FREIÐAEIGEN DU R
HAGTRYGGING HEFUR FORUSTUNA, MEÐ
LÆGSTU IÐGJÖLD FYRIR GÖÐA ÖKUMENN
ITJÓN ALLT AÐ KR. 2.500
IVALDA EKKI IÐGJALDAHÆKKUN
Á ÁBYRGÐARTRYGGINGU
HAGTRYGGING var sem kunnugt er, stofnuð fyrir
tilhlutan bifreiðaeigenda um land allt, vegna óeðli-
* legra hœkkana á bifreiðatryggingariðgjöldum, vorið
1965. HAGTRYGGING hafði þá forustu um lcekkun
bifreiðatryggingariðgjalda, með breyttu iðgjaldakerfi,
sem önnur tryggingafélög hafa síðan að nokkru leyti
tekið upp.
Lœgstu ársiðgjöld ábyrgðartrygginga bifreiða írá 1. maí 1967.
4 m. bifr. t.d. Skoda, Volkswagen..........
5 m. bifr. t.d. Opel, Taunus, Jeppar ....
6. m. bifr. t.d. Rambler, Ford, Chevrolet
Vörubifreið (sendif.) til einkaafnota......
Vörubifreið til atvinnureksturs ...........
FARÞEGA- OG ÖKUMANNSTRYGGING
Tekin með ábyrgðartryggingu bifreiðar. —
Tryggir gegn örorku og dauða fyrir allt að
300.000 krónur. Ársiðgjald aðeins 250 krónur.
I. áh.sv. 2. áh.sv. 3. áh.sv.
1.900,— 1.100,— 800,—
2.100,— 1.100,— 1.000,—
2.600,— 1.600,— 1.300,—
2.200,— 1.500,— 1.000,—
5.300,— 3.200,— 2.100,—
ALÞJÓÐLEG BIFREIÐATRYGGING
— G R E E N CARDS —
fyrir þá viðskiptavini, sem
íara með bifreiðir sínar til
útlanda.
HAGTRYGGING býður viðskiptavinum sínum einnig KASKÓTRYGGINGAR með mismunandi eigin-
ábyrgð, á mjög hagstœðum kjörum. Höfum einnig haft frá byrjun HÁLF-KASKÓ tryggingar gegn
hvers konar rúðubrotum, bruna- og þjófnaðartjóni á bifreiðum.
Skrifstofan er opin í hádeginu til þjónustu fyrir þá, sem ekki geta komið
á öðrum tima. — Reynið viðskiptin. — Góð bílastœði.
HAGTRYGGING HF
AÐALSKRIFSTOFA - TEMPI.ARAHÖLLINNI
EIRÍKSGÖTU 5 - SÍMI 3 8 5 8 0 5 LÍNUR
og biðjið um húsaskjól. Þið haf-
ið sofið í rúmunum mínum, ver-
ið í fötunum mínum, étið mat-
inn minn, drukkið vínið mitt. . ..
— Ég veit þetta allt, svaraði
ég vesældarlega.
— Já, en þú getur ekki........
Ég hristi 'höfuðið og benti á
Lydiu. — Ég veit, frænka. Ég
er hálfgerður skítbuxi. Ég skal
skrifa þér bréf um þetta allt. En
eins og er, verður klókast fyrir
okkur að fara.
— Strax?
— Já, því miður víst alveg
strax.
— Gott og vel, sagði frænka
snefsin. — Það sem verður að
vera, viljugur skal hver bera.
En ég held ekki, Harvey Krim,
að ég muni hafa neitt gaman tf
að hugsa um framkomuna þína.
En svo sagði hún við Lydiu: —
Elskan mín, ég vil, að þú eigir
þennan kjól. Svo er full skúffa
af peysum uppi, og ég vil, að þú
farir í eina, ef það skyldi kólna
í nótt.
Lydia þerraði augun og gekk
upp til að ná í peysuna. Frænxa
sat á legubekknum og starði á
mig.
12. kafli.
Við sátum í bílnum og ók-
um hægt eftir brautinni út á
þjóðveginn — það var rúml.íga
tvo hundruð skref, því að þessi
hús standa öll spölkorn frá veg-
inum, — og Lydia var að segja
mér, að ef hún ætti frænku eins
og hana Evelyn frænku mína,
mundi hún hugsa sig um tvisvar
áður en hún færi að móðga hana
— að minnsta kosti mundi hun
reyna að umgangast hana eins
og manneskju. Ég var að taka
saman eitthvert viðeigandi svar
við þessu, og ætlaði að fara að
segja eitthvað á þá leið, að bað
bezta, sem hægt hefði verið að
gera frænku, væri einmitt það,
sem ég hefði gert, sem sé að yf-
irgefa hana og losa hana við
mig. En í því vetfangi kom ég
auga á bíl, sem lokaði veginum,
það er að segja stóð alveg þ.'ers
um á honum.
Ég hægði á mér og stanzaði
síðan. Mark Sarbine gekk gegn-
um ljósgeislann, þvert fyrir minn
bíl og opnaði dyrnar mín meg-
in.
— Út með þig, Krim, sagði
hann sríöggt. Og sem áherzla á
orð hans var þarna 45-skamm-
byssa, sem hann hélt á í hægri
hendi. — Og þú líka, Sunnan-
gála, sagði hann við Lydiu. —
Farðu út þín megin og stattu
fyrir utan bílinn. Nú kom kon-
an hans fram í birluna að baki
honum, hávaxin og glæsileg og
sallaróleg yfir þessu væntanlega
morði. Stattu nákvæmlega þar
sem þú ert, Krim. Ekki hreyía
þig!
— Ég skil, og ég hreyfði mig
Árshátíð
Vélstjórafélags íslands og Skólafélags
Vélskólans verður að Hótel Sögu sunnu-
daginn 29. janúar. — Dökk föt.
Aðgöngumiðar seldir á skrifstofu Vél-
stjórafélagsins og Vélskólanum.
HÓTEL BORG
Fjölbreyttur matseðill allan dagiun aUa daga.
HIjómsveit Guðjóns Pálssonar
Söngkona: Guðrún Fredriksen.