Morgunblaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1967.
25
Árið 1881 var hin fræga
f r a n s k a leikkona Bern'hard
(1844—'192i3) á leikferð um Am-
eríku og með henni var meðal
annarra blaðamaðurinn Sam
Davis, útgefandi blaðanna „Car-
sons-Appeal“ og „Examiner". —
Á kveðjustundinni faðmaði Sarah
hann að sér og 'kyssti.
— Kossinn á vinstri kinnina
er handa „Carlsons-Appeal“,
sagði hún, en sá á 'hægri kinn-
ina handa „Exminer“ og sá á
munninn handa yður.
•Þessu svaraði Davis:
— Já, en þér megið ekki
gleyma því, að ég hef einnig ver-
ið fréttaritari „Associated Press“
sem er fulltrúi fyrir 380 dagblöð.
★
E n s k i stjórnmálamaðurlnn
Disraeli (1804—’81) var eitt sinn
í opinberri hádegisverðarveizlu,
á þeim tímum er til óveðurs dró
milli Englands og Rússlands. Til
borðs hafði hann prinsessu eina,
sem var mjög þjóðernislega sinn-
uð. Á méðan á máltíðinni stóð
linnti hún ekki ásökunum á fjár-
málaráðherrann, sem einmitt var
Disraeli, og lauk hún máli sínu
með að spyrja?
— Eftir hverju erum við eigin-
lega að bíða?
Disraeli svaraði:
— Eftir kartöflunum, yðar há-
tign.
★
■— Þér græðið ekkert á því að
Vera að kyssa mig.
— Það er heldur eloki gert í
gróðaskyni. Það er gamall vani.
★
Hún: — Hefur elh/hver sagt
þér, hve dásamlegur þú ert?
Hann: — Nei, ekki svo ég
muni.
Hún: — Hvernig I ósíköpunum
Ihefurðu þá fengið þá ílugu i
hausinn?
Um kvöldið 17. ágúst 1966 sigldi „Tink-
erbelle“, lítill seglbátur í blíðviðri inn í
höfnina í Falmouths í Englandi. Sjómað-
urinn, Robert Manry, blaðamaður, steig
á land eftir 78 sólarhringa einveru á
Atlantsihafinu. Fjöldi fólks var saman
kominn á hafnarbakkanum til að fagna
Manry. Hann kyssti fyrst strönd Eng-
lands, síðan konu sína og böm. Tvær
hljómsveitir léku þjóðsöngva beggja
JÚMBÖ —
landanna, Bandaríkjanna og Englands, og
öll skip í höfninni höfðu dregið fána
þessara tveggja landa að hún. Manry
hafði frá mörgu að segja. Starfsfélagar
hans stóðu á bakkanum ásamt fleiri
blaðamönnum og birtust frásagnir um
afrek Manrys í flestum dagblöðum heims
næstu daga. Þrisvar sinnum á leiðinni yf-
ir Atlantshafið hafði hann næstum þvi
-
skolazt fyrir borð og hefði hann ekki
verið bundinn við bátinn af Iöngum og
traustum kaðli, hefðu örlögin án efa ekki
fært honum það líf, sem hann nú átti 1
vændum — frægð og frama. Oft á leið-
inni réðust hákarla- og höfrungaflokkar
á „Tinkerbelle“, en dirfska þessa blaða-
manns og snjallræði komu honum til
hjálpar.
Teiknari: J. M O R A
— Hvað fjársjóðinn viðvíkur, gcturðu
verið sallarólegur, Spori minn, flýtir
Júmbó sér að segja. — Mig grunaði alltaf,
löngu áður en þorpararnir komu, að eitt-
hvað kynni að koma fyrir, þess vegna
faldi ég fjársjóðinn undir steini. — Þú
ert svei mér snjall, Júmbó, segir Spor'
hrifinn.
Þegar búið er að binda Chien-Fu og fé-
laga hans, er þeim troðið inn í þyrluna,
þar sem lögreglan mun síðan ná í þá.
Sem stendur hefur Júmbó aðeins áhyggj-
ur af einu: og það er hvort hann muni
geta stjórnað þyrlu?
Enginn af vinum hans þorir að setjast
frammi fyrir stýrisútbúnaði vélarinnar,
og þvi er ekki um annað að ræða —
Júmbó verður að taka i stjóraartaumana.
Þó að svo kunni að fara að flugferðin
verði brösótt, getur hún aldrei orðið
þeim óþægilegri en göngutúr í eyðimörk-
inni.
50-27
3óÍL-3óÍL-3óÍL....
Anna, Englandsprinsessa, var
sú fyrsta í brezku konungsfjöi-
skyldunni, sem klæddist sam-
kvæmt stuttu tízkunni. Eftir
jólafrí í Sandringham kom hún
aftur til London í stuttu pilsi og
háum stígvélum — 16 ára gömul
stúlka klædd eftir nýjustu tízku.
morcj-nnha^iniA,
Söluskilmálar: Eignin verður
seld hæstbjóðanda, — nema ein-
hver bjóði betur.
★
Niels Bohr hafði verið í einu
af stórmagasínum Kaupmanna-
hafnar í verzlunarerindum. Þeg
ar hann kom heim, sagði hann
undrandi við konu sína: — Ég
hafði ekki hugmynd um að við
værum fastir viðskiptavinir í
verzluninnL
— Fastir viðskiptavinir? Það
erum við heldur ekki — en
hvers vegna spyrðu?
— Já, það var greinilegt, að
þeir í verzluninni könnuðust við
nöfnin okkar.
★
Klerkur kam til deyjandi
manns og sagði:
— Kæri vinur, veiztu hver það
var sem lét lífið til að frelsa þig?
— Ó faðir, faðir, hrópaði hinn
deyjandi maður. Er þetta rétti
tíminn til þess áð ráða gáur?
Jane Asher og kvikmyndaleikar inn heimsfrægi Laurence Har-
vey, sem leikur með henni i myndinni. Lengst tii vinstri sést
leikstjórinn.
Anna, Englandsprinsessa, klædd
eftir nýjustu tizku, í stuttu pilsi
og háum stígvélum.
En hún var ekki lengi nútímaleg.
Þegar hún stuttu eftir heimkom-
una ók frá Buckingham Palace
til heimavistarskólans í Cran-
brook í Kent var hún aftur orðin
róleg sveitastúlka í hálfsíðum
skólakjól og með gamaldags
stráhatt.
Nýjasta frú Beatle, þ.e.a.s.
Jane Asher, sem væntanlega
giftist á næstunni einasta pipar-
sveininum, sem nú er eftir i
Beatle-hljómsveitinnL Paul Mc
Cartney, er leikkona og er um
þessar mundir að leika í kvik-
mynd, gem gerð er eftir ei.iu
Shakespear leikritinu „The
Winters Tale“. Ef dæma má eftir
glettnum andlitsdráttum hennar
á myndinni hér á síðunni, er
upptaka myndarinnar henni
gleðiefnL
Þessi kvikmynd er gerð beint
og öll á meðan leikurinn fer
fram á leiksviði, og virðist þess
háttar kvikmyndaupptaka vera
að færast í aukana í Bretlandi.
Augljóst er að unnt er að taka
kvikmynd af leikriti fyrir verð
sem í samanburði við upptöku á
kvikmyndum almennt, er sára-
lítið. Upptaka fer fram á þann
hátt að leikurinn er leikinn á
venjulegan hátt á leiksviði og á
meðan taka þrjár kvikmynda-
upptökuvélar myndina. Eins og
gefur að skilja, er ekki hægt að
bera þvílíkar myndir saman við
venjulegar myndir hvað tækni
og fjölbreytni snertir, en þær
munu í framtíðinni varðveita
frægar sýningar, sem að öðrum
kosti lifðu aðeins í endurminn-
ingu fárra manna. Þessi háttur
við kvikmyndaupptöku hefur
verið hafður á í Danmörku er
kvikmyndin „Óskar“ var gerð.
Joan Kennedy, 30 ára, eigin-
kona öldungardeildarþingmanns-
ins Edward Kennedy, yngsta
bróður fyrrv. forseta Bandaríkj-
anna á nú von á sínu þriðja
barni í júni. Það barn verður 26
barnabarn gömlu hjónanna, Rose
og Joe Kennedy. Mikið þurfa
margar jólagjafir. Eða hvað?
Tízkuhúsið Díor í París kynn-
ir mánudaginn 30. janúar vor-
tízkuna 1967. Eru konur um
heim allan þegar farnar að fylgj-
ast með því hvað muni verða
það sérkennilegasta og athyglis-
verðasta. Eitt af því sem þegar
hefur „síast út“ er „rennilása-
tízkan“. Það eru kjólar saumað-
ir eingöngu saman úr rennilás-
KVIKSJA
Joan Kennedy
—K— ~K"
um og er hægt að renna bæðl
upp og niður og til hliðar á alla
vegu.
í fyrstu var það topplausa
tízkan, sem hneykslaði hinar
siðprúðari af evrópskum frúm.
Síðar stutta tizkan og nú skyidi
það þó aldrei verða rennilása-
tízkan? — Hvernig endar þetta?
FRÖÐLEIKSMOLAR