Morgunblaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANUAR 1967. íhDríTTAEDÍTTID KlltDÍ'IIIIDI IDQIVC 30 valdir til landsliðsæfinga á vegum Knattspyrnusambandsins SJALDAN eða aldrei hefur KSÍ lagt eins mikið upp úr þvi að undirbúa landslið íslendinga í knattspyrnu og nú. Hefur verið boð- að til sérstakra æfinga, leikmenn valdir til þeirra, þjálfari ráðinn, sem mun kynna sér nýjustu þjálfunaraðferðir og ýmislegt fleira. Mun þetta án efa kosta KSÍ mikið fé, en knattspyrnuáhorfendur munu án efa fagna því og meta ef KSÍ uppsker eins og sam- bandið nú sáir. Reynir Karlsson verður þjiáltf- ari liðsins og er undirbúnimgur æfiniga í fulluim gangi. f gær tál- kynnti KSI bvaða leik.menn befðu verið valdir til sérstakra æfinga á vegum landsliðsnefnd- ar. Eru þeir þessir: I. Frá Reykjavík: Úr KR: Guðmumd Pétursson, Bjjarna Felixson, Ársæl Kjiartansson, BUert Scihram, Hörð Marikan, Gunnar Felixson, Baldvin Bald- vinsson og Byleif Hafsteinsson. Úr Val: Sigurð Dagsson, Árna Njáls- son, Þorstein Friðþjófsson, Reyni Jónsson, Hermainn Gunnarsson, Bergsvein Alflonsson og Ingvar Ejiíssón. Úr Fram: Anton Bjarnason, Jólh'annes Atlason, HeLga Númason og Elm ar Geirsson. Úr Þrótti: Guttorm Ólafsson. n. Frá Keflavík Magnús Torfason, Sigurð Al- bertsson, Karl Hermannsson, Jón Jóhanns&on og Einar Maignús- son. III. Frá Akureyri: Kára Árnason, Valstein Jóns- PELE og konu hans fæddust 13. jan. s.l. þeirra fyrsta barn. Vegna fæðingarinnar frestaði Pele för sinni úr Santos með innar, en það var að fara í keppnisför með Buenos Aires sem fyrsta áningarstað. Nafn barnsins er þegar ákveðið: Kelly Christina. son og Magnús Jónatansson, IV. Frá Akranesi: Björn Lárusson og Guðjtón Guðmundsson. Frá aðalfundi KR. Þorgeir Sigurðsson gjaldkeri í ræðustóL Körfuknattleikur, knattspyrna og frjálsar sterkustu greinar KR Einar Sæmundsson endur- kjörinn formaður félagsins AÐALFUNDUR Knattspyrnu- félags Reykjavíkur var haldinn í íþróttasal félagsins 8. des. sl. Einar Sæmundsson, formaður KR, setti fundinn og bauð fé- laga velkomna. Síðan minntist hann tveggja látinna félaga: Guðmundar Lofts Jónssonar frá Hól og Benedikts G. Waage, heiðursforseta ÍSI. Þá var gengið til dagskrár. Fundarstjóri var kjörinn Þórir Jónsson og fundarritari Gunnar Felixson. Gunnar Sigurðsson las skýrslu aðalstjórnar, ásamt ágripi af skýrslum deilda. Starf andi voru 2 fastanefndir á veg- um aðalstjómar, rekstrarnefnd skíðaskála og skíðalyftu og hús- stjórn félagsheimilis. Gefið var út myndarlegt KR-blað á árinu og árshátíð haldin að vanda. Sumarbúðir voru reknar í Skála felli af mestu prýði, eins og undanfarin ár. KR veitti deild- um sínum ríflega kennslustyrki á árinu, hærri en berast frá ríki og bæ, eii það mun einsdæmi meðal íþróttafélaga. í bikar- keppni sérsambandanna vann KR 100% sigur, þ.e. í bikar- keppni KSf, KKÍ og FRÍ. Frjálsíþróttadeild: Arangur var mjög góður á árinu. Hlaut KR t.d. 16 meistarastig af 22 á Meistaramóti fslands og 12 af 19 á Unglingameistaramóti Is- lands. f Reykjavíkurmeistara- mótinu sigraði KR með yfir- burðum, svo og í Bikarkeppni FRÍ. Ólafur Guðmundsson varð Norðurlandameistari í tugþraut unglinga. Deildin stofnaði til svonefndrar sexþrautarkeppni í KR-húsinu, sem 80 ungmenni tóku þátt í, og tókst nýjung þessi mjög vel. Knattspyrnudeild: Árangur Brummel frá í 2 ár enn SVO kann að fara, að heims- meistarinn í hástökki, hinn v i n s æ 1 i Sovétbúi, Valeri Brummel, verða enn að biða I tvö eftir þvi að geta hafið hástökksæfingar á nýjan leik. Þannig fórust lækni hans orð á dögunum. Margir höfðu búizt við að sjá hann aftur í keppni á Ol- ympíuleiknum í Mexíkó, en orð læknisins gera að engu vonir manna í þeim efnum. Brummel, sem tvívegis hef- ur verið kjörinn „íþróttamað- ur ársins í heimalandi sínu, lenti í bifreiðaslysi fyrir 15 mánuðum og brotnaði mjög illa á fæti og legg. Er hann enn á plastspelkum. Þessar fréttir eru þær fyrstu sem Tass flytur af Brummel síðan í marz. Þá lifði hann í voninni um að geta hafið æf- ingar innan 6 mánaða. — Ég vona að ég fái tæki- færi til að snúa mér aftur að íþróttum, hafði Tass frétta- stofan eftir honum nú og Brummel minnist ekki á hve- nær líklegt væri að sú von rættist. Brummel verður 25 ára í apríl. Hann setti heimsmet • sitt, 2,28 m í júlí 1963. Engum hefur enn tekizt að stökkva þá sömu hæð — hvað þá meir. knattspyrnumanna var lakari en oftast áður. Þó sigraði KR í 6 mótum af 33, og ber þar hæst glæsilegan sigur í Bikar- keppni KSÍ. Félagið tók þátt í Evrópubikarkeppni meistara- liða, þar sem mótherjar urðu Frakklandsmeistararnir, F. C. Nantes. 3 KR-ingar dvöldust við æfingar hjá Coventry F.C. um þriggja mánaða skeið á kostn- að eins velunnara KR. Handknattleiksdeild: Deildin varð fyrir því áfalli, að meist- araflokkur karla féll niður í 2. deild á árinu. Árangurs ann- arra flokka var heldur ekki góð ur, en nú lítur út fyrir að allir flokkar félagsins séu á uppleið, ef dæma má eftir fyrstu leikjum haustsins. Meistaraflokkur karla og meistara- og 2. flokkur venna fóru til Akureyrar í sumar og léku þar nokkra leiki. Sunddeild. Æft var fyrri hluta árs í Sundhöllinni en hinn síð- ari í Sundlaug Vesturbæjar. Voru æfingar vel sóttar af yngri meðlimum deildarinnar, sem bindur miklar vonir til frammi- stöðu þeirra í framtíðinni. Sund knattleiksmenn tóku þátt í öll- um mótum, sem haldin voru, en tókst ekki enn að sigra Ar- menninga. Skíðadeild: KR-ingar tóku þátt í þeim mótum, sem fóru fram í nágrenni Reykjavíkur, svo og Skiðamóti á ísafirði, Her mannsmóti á Akureyri og Skarðsmóti á Siglufirði. Arang- ur var mjög sæmilegur. Enn- fremur tóku KR-ingar þátt í sumarmóti Skíðaskólans í Kerl- ingarfjöllum. Tveir skíðamenn fóru til Austurríkis til þjálf- unar á starfsárinu og dvöldust þar í mánaðartíma. Fimleikadeild: Æft var í þrem ur flokkum á árinu, þ.e. frúar- öldunga- og sýningarflokki. Sýn ingarflokkur KR sýndi 17. júní í Reykjavík og Hafnarfirði við góðar undirtektir. A árinu dvöldust 4 menn úr flokknum í Horten í Noregi við æfingar, ásamt mörgum úrvalsflokkum frá Norðurlöndum. Körfuknattleiksdeild: Keppn- isárangur deildarinnar hefur aldrei verið jafngóður og á sl ári. Félagið varð Islandsmeist- ari í 1. deild karla, svo og 1. og 3. flokki arla. KR sigraði í Bikar keppni KKÍ og tók þátt í Ev- rópubikarkeppninni, þar sem leikið var við Evrópumeistar- ana, Simmenthal. KR-ingar urðu Reykjavíkurmeistarar 1968 og áttu kjarnann í • landsliðinu, sem vann 4 af 8 leikjum ársins, Glímudeild: Fjórar kappglím- ur voru háðar á árinu. Tóku KR-ingar þátt í þeim öllum með góðum árangri. í Landsflokka- glímunni sigraði KR í 3 flokite- um af 6. Sigtryggur Sigurðsson sigraði í Skjaldaglímu Armanns og varð 2. í íslandsglímunni. KR sigraði með yfirburðum í sveita glímu félagsins. Sýningarglímur voru 6 á árinu. Badmintondeild; Þátttakendur í Reykjavíkurmótinu voru 9. Keppt var aðeins í einum flokki, tvíliðaleik karla, og sigruðu KR- ingar þar. 14 tóku þátt í Is- landsmótinu og sigruðu í tvíliða leik karla, meistara- og 1. flokki. Deildin stóð fyrir innanfélags- móti, þar sem keppni var hörð og skemmtileg. Aðstaða til æf- inga hefur nú mjög batnað. Þorgeir Sigurðsson las reikn- inga KR, sem sýndu góðan fjár- hag, og voru þeir samþykktir einróma. Félagar í KR eru nú nálægt 2800. I aðalstjórn KR voru einróma endurkjörnir: Einar Sæmunds- son, formaður, en aðrir í stjórn Sveinn Björnsson, Gunnar Sig- urðsson, Þorgeir Sigurðsson, Birgir Þorvaldsson og Agúst Hafberg. Formenn deilda eru: Frjáls- íþróttadeild: Einar Frímanns- son. Knattspyrnudeild: Sigurður Halldórsson. Handknattleiks- deild. Heinz Steinmann. Sund- deild: Erlingur Þ. Jóhannsson. Skíðadeild: Valur Jóhannsson. Fimleikadeild: Árni Magnússon. Körfuknattleiksdeild: Helgi Ágústsson. Glímudeild: Rögn- valdur Gunnlaugsson. Badmint- ondeild: Óskar Guðmundsson. HSl Laugardalsh öll íslandsmótið H.K.K.R. I. DEILD i handknattleik KL. 8.15 FRAM : VIKINGUR VALUR : ÁRMANN Komið og sjáið spennandi keppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.