Morgunblaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1967.
Járnsmiðir
Viljum ráða nú þegar.
TVO PLÖTUSMIÐI
EINN VÉLVIRKJA
EINN RENNISMIÐ
Vélsmibfan Járnver
Auðbrekku 37, Kópavogi — Sími 41444.
Tökum
upp í dag
nýja sendingu
af fallegum
vefrarkápum
meb og án
lobkraga
Tízkuverzlunin
run
Rauðarárstíg 1.
Stöðugt fleiri kjo'sa ELTRA...
Um meira en 30 ára bil hefur ELTRA
framleitt lítvarpsviðtæki og síðustu 20 árin
einnig sjonvarps- ll;iié§iii»gBBBBaÍ og
segulbandstæki. I i
Tæknifræðileg reynsla sú, sem er grund-
völlur
sjún
bands
framleiðslu ELTRA á
varps-,útvarps- og segul-
tækjum, er árangur víð-
tækrar tilraunastarfsemi og mo'tuð af tækni-
legri þroun og framförum.
ELTRA hefur lagt áherslu á það, með
bættu skipulagi og vísmdalegum undir-
búhingi framleiðslunnar, að vera brautryðj-
innar.ELTRA
dag ströng-
hægt er að
endurásviðitækn
tækin fullnægja í
ustu kröfum, sem
geratil hljo'mf egurðar, skyrleikamyndflatar,
rekstursöryggis og endingar. - Þessvegna
verða ELTRAtækin altaf fyrir valinu,þegar
það eru serfræðingar sem ráða fyrir um
innkaup.
ELTRA tœkin eru byggð samkvœmt nýj-
ustu tœknilegu reynslu - og að útliti eru þau
falleg, í látlausum, dönskum húsgagnastíl.
• brautryðjendur d sviði tcekninnar...
Fjallaglóö
Rósa B. Blöndals: Fjallaglóð.
Helgafell, Reykjavík
MCMLXVI.
Rósa B. Blöndals hefur haft
hægt um sig á rítvellinum síð-
ustu áratugina. En á unga aldri
sendi hún frá sér tvær bækrr:
kvæðabókina Þakkir 1933 og
skáldsöguna: Lífið er leikur
1938. Fyrir jólin í vetur rauf
hún aftur þögnina, er ljóðabók-
in Fjallaglóð kom út eftir hana.
Milli útkomu þessara bóka het-
ur íslenzkt þjóðlíf tekið stakka-
skiptum. Vélvæðingin nefur sótt
á með meiri hraða en nokk-u
sinni fyrr, og heilar sveitir h fa
lagzt í eyði. I>ótt allir fagni
bættum lífskjörum, sem sig.du
í kjölfar vélamenningarinnar,
hlýtur sú kynslóð, sem lifað hef
ur breytinguna, að sakna margs
frá þeim tímum, þegar mikill
hluti þjóðarinnar lifði óbrotnu
lífi í skauti náttúrunnar. Þessi
söknuður er undirtónn í mörg-
um Ijóðanna í síðustu bók Ró.sú,
Hún hefur djörfung til að
„stríða gegn straumi aldar“ og
tjá tilfinningar sínar umbúða-
laust. í kvæðinu Segðu mér
sögu kemst hún meðal annars
svo að orði:
Láttu þar vera leggi í röð,
lagða stétt og bæjarhlöð,
óbrúaðar ár og vöð,
eins og í gamla daga.
Var ekki allt so gott í gamla
daga?
f öðru kvæði kemur fram djúp
samúð með Ljósafossi, vegna
þess að hann hefur orðið raf-
væðingunni að bráð.
En því fer fjarri, að Rósa
horfi alltaf til baka. Hugur henn
ar stefnir engu síður fram á við
og út í geiminn. f kvæði, sem
hún nefnir Himintunglin, lýsir
hún þeirri þrá sinni að fljúga
hurt frá jörðjnni:
En ég vildi ekki bíða, og ég
vildi ekki þreyja,
og ég vildi ekki líða, heldur
fljúga út í geim.
Og ennþá mér það svíður, að
sjá þær vonir deyja,
og sigla aldrei skipunum og
koma aldrei heim.
Því sá sem aldrei fer kemur
heldur aldrei aftur,
og enginn maður fagnar þeim,
sem heima situr kyr.
En eina huggur.in er sú, að ef
til vill geti hún síðar frá Himna
ríkis engi horft á jörðina úr
álíka fjarlægð og við nú sjáum
morgunstjörnuna og þá væri
gaman að minnast jarðvistarinn
ar. Þessi útþrá jarðarbúans gæg
ist víðar fram. í kvæðinu um
Imbu, sem er ort til látinnar
stúlku, stendur þetta erindi:
Þú kynnir að segja mér sögur
af himni blá,
ef sæti ég eitt sinn á skýi
við þína hlið.
En ég gæti sagt þér jarðneskri
hamingju frá,
hve jörðin og tíminn draga
okkur niður á við.
Þrátt fyrir þessi ummæli um
jörðina og tímann eru fegurð
jarðarinnar og fegurð mannlífs-
ins ásamt guðstrúnni aflgjafarn
ir í flestum ljóðum Rósu. Nátt-
úran sjálf er sjaldnast gerð að
yrkisefni, heldur sá hugblær,
sem hún vekur:
En haustið kemur alltaf í
hendingum til mín
með hrímsins föl og þunna
silfurglit.
Og kannist þú við rökkur þess,
þá kem ég til þín
í þess kveðandi — og rauða
skógarlit.
(Veruleikans blóm)
eða:
Hiisgagnðsmiðir — Húsasmiðir
Höfum fengið:
HJÓLSAGARBLÖÐ, margar stserðir
KARBÍT-HJÓLSAGARBLÖÐ — NÓTSAGARBLÖÐ
BANDSAGARBLÖÐ — VÉLHEFILTENNUR
41 — 51 — 61 cm.
FRÆSIBAKKA — FRÆSITENNUR með KARBÍT
HJÓLSAGARÖXLA o: fl.
Laugavegi 15,
sími 1-33-33.
LUDVIG
STORR
HESTAMENN
ReiÖstígvél
SKÓSALAN
Laugavegi 1
nýkomin
Hér finnst mér kynleg sog frá
djúpum sjó
að sál mér líði þungum
tregaróm,
og mjúklát haustsins hálfdrmm
aftanró
að hjarta mínu leggi f.osm
blóm.
Og seinna verður sólargangrn
þung,
er sést hún roða fjallsins efstu
brún.
Hve fögur, elskuð, fagurr.ióS
og ung,
er fannhvítt enni dalsins kveður
hún.
(Strand t)
Þegar Rósa snýr sér að mann
lífinu, leitar hún engu síður hins
smáa en stór. Hún yrK'r langt
kvæði um franska ranasóknar-
skipið Pourquoi pas? se n fórst
við íslandsstrendur haustið 1936.
En úr hetjusögu hinna frónsku
sjógarpa er henni hugstæðast lít
ið atvik, sem fæstir hafa gefið
gaum. Þegar öll von var úti um
björgun manna, opnaði skipstjör
inn fuglabúr og hleypti út mávi,
sem þar var lokaður inni. En er
lík leiðangursmanna voru flutt
úr kirkju í Reykjavík til skips,
segir sagan, að mávahópur hafi
svifið yfir líkfylgdinni. I ljóðum
þeim, sem Rósa vrkir um sam-
tíðarmenn sína, dregur húr, oft
upp sérstæðar og meitlaðar
myndir, en góðvildin skít, úr
hverjum drætti. Kvæðin i um
fósturföður sinn, gamlan þing-
eyskan bónda, lýkur hún á þessa
leið:
fslendingur hjarta heit’ir,
hlynur vænn með skýlinn börk.
Líf þitt, vors míns vermireiiur,
vin í landsins eyðimörk.
Og ekki eru síður litríkar
mannlýsingar í kvæðunum, sem
Rósa yrkir um listamennina Jó-
hannes Kjarval og Guðmund
Kamban, frænda sinn. En henni
er engu síður sýnt um að laða
fram myndir frá löngu liðnum
tíma. Hún leiðir okkur í höll
Noregskonungs fyrir 900 árum
og sýnir okkur svipbrigðin á and
litum fólksins, þegar fslending-
urinn sögufróði skemmti því með
list sinni. En ljúfustum tónum
nær skáldkonan, þegar hún hef-
ur engin sérstök yrkisefni, held-
ur lætur hugan reika:
Eitt sinn átti ég lyng
Eitt sinn átti ég steina.
Eitt sinn átti ég hjarta.
Fór ég um fámenning
— og Fjallið eina.
eða:
Margt ég heyrði, margt ég sá,
meðan jörðin sneri sér.
Rósa lætur sig litlu skipta all-
ar ytri aðstæður. En hún er svo
opin fyrir áhrifum af fegurð um
hverfsins, að stundum er því
líkast sem hún þurfti ekki ann-
að að gera en bíða eftir því, að
þau verði að Ijóði. Þannig slær
hún á ýmsa strengi, og oft læt-
ur hún heillast af seiðmagni þjóð
kvæðanna. En grunntón Ijóð-
anna verður ekki betur lýst en
hún gerir sjálf í tveimur ljóð-
línum, sem hún hefur valið að
einkunnarorðum bókar sinnar:
Um loftið hrynja hendingar,
á hljóðið oft ég geng.
Ólafur Briem.