Morgunblaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1967.
BÍLALEIGAN
FERÐ
SÍMI 34406
Daggjöld kr. 300,00
og kr. 2,50 á ekinn km.
SENDU M
MAGIMUSAR
SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190
eftir lokun simi 40381
8ÍM11-44-44
\mm
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
bíloleigon
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensín innifalið í leigugjaldi.
Sím/14970
BÍLALEIGAN
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Simi 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
RAUOARARSTÍG 31 SÍMI 22022
ÖKUKENNSIA
HÆFNISVOTTORÐ
ÚTVEGA ÖLL GÖGN
VARÐANDI BÍIPRÓF
ÁVALT NÝIAR
VOLKSWAGEN
BIFREIÐAR
35481
Fjaðrir, fjaðrablöð. hljóðkútar
púströr oÍL varahlutir
i margar gcrðir bifreiða.
Bilavörubúðin FJÖBRIN
Húseigendafélag Reykjavíkur
Skrifstofa á Bergstaðastr. lla.
Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla
virka daga nema laugardaga.
• Lukka með
sjónvarpið
Þetta er nú meiri lukkan
með íslenzka sjónvarpið; flestir
hæla því upp í hástert. Hve
lengi skyldi sú dýrð standa?
Hvenær fara menn að skamma
það í sömu tóntegund og bless-
að ríkisútvarpið okkar hefur
átt að venjast í þessum dálk-
um? Annars berast fremur fá
bréf um útvarpið í seinni tíð,
enda hefur Guðmundur Jóns-
son nú sérstakan útvarpsþátt
með höndum, þar sem hann
svarar bréfum um útvarpið á
sinn þægilega' og skemmtilega
hátt._ Þó liggur hér eitthvað af
klassískum útvarpsbréfum, og
verður éitthvað af þeim e t. v.
birt seinna í einu lagi, þótt flest
þeirra hefði átt að senda til
dagskrárstjóra útvarpsins eða
Guðmundar. — Nóg um það.
Hér koma nokkur sjónvarps-
bréf.
• „í pokahorninu“
„Kæri Velvakandi.
Sjónvarpið hefur verið ofar-
lega á baugi síðustu mánuði, og
fólk hefur fylgzt vel með upp-
gangi þess. Áður en sjónvarpið
kom, hafði ég lítinn áhuga á
því, en fékk mér þó sjónvarp,
og nú sé ég ekki eftir því. I
heild er ég mjög ánægður með
íslenzka sjónvarpið og finnst
það góður gestur. Ég hripaði
þetta niður m. a. vegna skrifa,
sem ég sá um daginn um þátt-
inn „í pokahorninu". Þar var
verið að gagnrýna fyrri þáttinn
af þessu tagi, og virtist sá, er
það skrifaði, engan ljósgeisla
sjá í þættinum, og var þó þama
fyrirtaks fólk og margt, sem
mér fannst athyglisvert. Sann-
gjörn gagnrýni er holl og stuðl-
ar að uppbyggingu og betri út-
komu, en þarna fannst mér of
djúpt í árinni tekið, og það,
sem verst var, — þarna var
dæmdur þáttur, sem átti eftir
að sýna, og það þótti mér
óheyrileg frekja og skortur á
háttvísi.
Seinni þátturinn „í pokahorn
inu“ fannst mér með því bezta,
sem hefur komið af íslenzku
bergi í sjónvarpinu, og sumir
kaflarnir þóttu mér frábærir.
Ég hlakka til framhaldsins
og þakka sjónvarpinu fyrir
skemmtilegar og fróðlegar
kvöldstundir.
Með kveðju
Vesturbæingur".
• Sólskin í skamm-
degi úr pokahorni
Heimakær skrifar 15. jan.:
„Kæri Velvakandi.
Mikið hefur verið ritað lof-
samlega um dagskrá Sjónvarps
ins í heild, og er það vel; lang-
ar mig til þess að bæta þar við.
Sérstaklega var ég hrifin af
þættinum „í pokahorninu“ í
umsjá Árna Johnsens síðastlið-
ið föstudagskvöld. Þótti mér
hann með afbrigðum góður.
Sendi ég sjónvarpinu þakklæti
fyrir sólskinið, er þáð lætur
okkur í té í skammdeginu. Bíð
með óþreyju eftir næstu dag-
skrá.
Heimakær“.
• Canaris-myndin
o. fl.
„Ein 100% ánægð“ skrif-
ar:
„Kæri Velvakandi!
Ég var að enda við að horfa
á myndina um Canaris í sjón-
varpinu, og ég get varla orða
bundizt.
Hvers vegna var sagt, að
þessi mynd væri ekki ætluð
börnum?
Hvað var það eiginlega, sem
börnum var óhollt að sjá? —
Ekki eitt einasta morð eða of-
beldi á neinn hátt.
Hvað má þá segja um Com-
bat, Bonanza eða bara ýmsar
myndir á 3-sýningum kvik-
myndahúsanna, sem" allt niður
í 3 ára börn sjá á hverjum
sunnudegi? Ég rak dætur mín-
ar 12 og 13 ára í rúmið, áður
en myndin byrjaði og bjóst við
hroðalegum glæpum eða ég
veit • ekki hver ju. Mín skoðun
er, að þessi mynd hafi átt er-
indi til unglinga og barna allt
niður í 10 ára aldur. Það myndi
kannske vekja áhuga þeirra á
sögunni. Þótt saga heimsstyrj-
aldarinnar síðari sé að vísu ekki
kennd í barna- eða gagnfræða-
skólum, ætti hver og einn að
vita skil á heimsviðburðum
þessarar aldar, ekki síður en
þvi, sem gerðist fyrir hundruð-
um ára.
Svo langar mig til að þakka
sjónvarpinu fyrir ágætar dag-
skrár. Það hefur farið vel af
stað. Og þeir, sem eru að hnýta
í það og þykir það „þunnt“
ættu að reyna að ímynda sér,
hvort útvarpið hafi verið nokk-
uð betra í bernsku sinni (og
er það reyndar ekki enn). Heill
sé sjónvarpinu, og fleiri mynd-
ir á borð við Canaris!
„Ein 100% ánægð“.
• Kvikmynda-
kynningar
Sl. þriðjudag birtist hér
í Mbl. gagnrýni á annan af
tveimur kvikmyndagagnrýn-
endum blaðsins. Velvakandi
ætlar ekki að blanda sér í þær
deilur eða stælur, en vitanlega
hljóta gagnrýnendurnir að
kalla yfir sig reiði sumra, af
því að báðir virðast þeir vilja
vera „anti-intellectuel“ í skrif-
um sínum, sbr. gagnrýnina um
myndina í Hafnarbíói sl.
þriðjudag. Skiljanlegt má ef til
vill kalla, að hið hástemmda
raus, sem stundum er nefnt
kvikmyndagagnrýni, framkalli
mótbáru (,,reaction“) hjá nýj-
um gagnrýnendum, en ekki
mega þeir þó ganga of langt til
móts við plebejismann.
Hins vegar datt Velvakanda
í hug af þessu tilefni, hve fár-
ánlega kvikmyndahúsaeigendur
kynna oft myndir sínar.
Skömmu fyrir áramótin sýndi
kvikmyndahús hér i borg hina
heimsfrægu og margumtöluðu
mynd „Alphaville“. Velvakandi
hafði lengi beðið eftir að sjá
þessa mynd, sem hann hafði
lesið svo mikið um í erlendum
blöðum, en þó var það svo, að
hann missti af henni, vegna
þess hve íslenzk nafngift henn-
ar var bjánaleg. Af því að E.
Constantine, sem frægur er úr
Lemmy-myndunum, lék í kvik-
myndinni, var hún auglýst á ís-
lenzku undir mjög villandi
heiti, — eitthvað á borð við
„Lemmy lemur aftur frá sér“
eða „Lemmy hefur lúkuna á
lofti“, þannig að ekki var nokk
ur leið að átta sig á því, hvaða
mynd var hér á ferð. Að vísu
var nafnið „Alphaville" prent-
að með smáletri undir íslenzka
nafninu, en ekki auðnaðist Vel-
vakanda að taka eftir því fyrr
en um seinan. Svo segja kvik-
myndahúsaeigendur eftir á, að
ekki tjói að sýna „góðar“ mynd
ir vegna skorts á aðsókn!
Ferðatöskur og
handtöskur
alls konar
stórar og smáar.
NÝKOMNAR
í miklu úrvali.
GETsIPf
Vesturgötu 2.
Skrifstofustarf
Byggingafélag óskar að ráða nú þegar karl
eða konu til skrifstofustarfa. Kunnátta í
bókfærslu og launaútreikningi nauðsyn-
leg. Umsækjendur leggi inn nafn ásamt
upplýsingum um fyrri störf og kaupkröfu
inn á afgreiðslu blaðsins merkt: „Skrif-
stofustarf — 8974“ fyrir 31. jan. n.k.
Algerri þagmælsku heitið.