Morgunblaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1967.
23
Jóhanna
ánsdóttir
„Þótt skammir dagar skuggum
faldi hátt
og skyggi fyrir sjónum heiði
blátt,
hver tregi á sér tendrað
fyrirheit,
sem tímans hjól á leið í
sólarátt."
í dag kveðjum við Rósu
í hinzta sinn. Hafði hún við van-
heilsu að stríða síðustu tíu árin
og gekk aldrei heil til skógar.
Samt bjó hún yfir svo miklum
lífsþrótti birtu og heiðríkju, að
trúin er varla að hún sé öll. Við
erum oft svo jarðbundin og eig-
um erfitt með að sætta okkur
við hverfulleika lífsins. Þegar
við missum einhvern, þá er eins
og slitni einhver strengur innra,
— týni einhverju úr sjálfum sér.
Enda segir skáldið:
„Og ég sem drykklangt drjúpi
höfði yfir
dauðans ró,
hvort er ég heldur hann sem
eftir lifir,
eða hinn sem dó.“
Rósa var fædd í Reykjavík
10. febr. 1933^ (dáin 20. jan. ‘67).
Foreldrar: Ólafia ÞórðardóttJr
og Stefán Hannesson, sem eru
nú búsett í Hafnarfirði. — Rósa
giftist ung Guðmundi Jónssyni,
skipstjóra frá Dýrafirði og eign
uðust þau þrjú mannvænleg
börn. — Börnin og heimilið voru
henni allt. Bjó hún manni sínu/n
og börnum hlýlegt og gott heim
ili. Hafði hún unun af að fegra
og prýða það á allan hátt. Enda
var hún listræn að eðlisfari, og
setti ætíð sinn persónulega svip
á umhverfið.
Við minnumst nú hinnar barns
legu glaðværðar og hlýleika
Rósa Stef-
Minning
sem fylgdi henni ætíð. Það var
reisn yfir fasi hennar og skap-
höfn. Hún var scngvin og ljóð-
ræn og hafði unun af hljóðfæra
slætti. Hún spilaði jöfnum hönd-
um á píanó, orgel og gítar. Oft
söng hún heima fyrir fólkið sitt
og lék þá sjálf undir. Hún var
listakona í höndum og hafði
gaman af að mála og teikna. Ofi
bjó hún til fallega og frumlega
hluti til gjafa og fegra heimilið.
Þrátt fyrir glaðværð sína var
hún dul í skapi og trúhneigð og
las mikið um hið andlega. Hún
var fegurðardýrkandi og gladd-
ist yfir öllu sem lyfti hug henn-
ar í hærra veldi.
Við kveðjum í dag með sökn-
uði og klökkum trega og þökk-
um henni allt og allt. —
Far þú í friði — friður guðs
þig blessi.
Ég vil enda þessar fátæklegu
línur með því að senda eigin-
manni, börnum, foreldrum og
öðrum ættingjum mínar dýpsta
samúðark veð j ur.
Vinur.
Til leigu
Húsnæði ca. 200 ferm. í nýju verzlunar-
húsi fyrir skrifstofur eða þvíumlíkt.
Leigutaki gæti fengið að ráða innréttingu,
ef samið er fljótlega.
Upplýsirigar í símum 13893 og 31142.
íslenzk-skozka félagið
heldur árhátíð með „Burns — Supper“ í Tjornar-
búð föstudaginn 27. janúar og hefst með sameigin-
legu borðhaldi kl. 8 s.d.
Skozkur sekkjapípuleikari, íslenzkir og skozkir
þjóðdansar, kvæði eftir Burns, gamanþáttur, söngur
og dans. Aðgöngumiðar seldir í Tjarnarbúð mið-
vikudag og fimmtudag 25. og 26. jan. kl. 5—7 síð-
degis.
STJÓRNIN.
TÖKUM AÐ OKKUR
tltihurðasmíði
úr teak, oregon pine og fl. Stuttur afgreiðslufrestur.
Trésmiðja ÞORKELS SKÚLASONAR
Nýbýlavegi 6 — Sími 40175.
Stúlka óskast
í þvottahús sem verkstjóri. Aðeins ábyggileg og
reglusöm stúlka kemur til greina. Tilboð sendist
Morgunblaðinu merkt: „Verkstjórn — 8734“.
Verkamannafélagið
Hlíf Hafnarfirði
Tillögur uppstillinganefndar og trúnað-
arráðs félagsins um stjórn og aðra trún-
aðarmenn Verkamannafélagsins Hlífar
árið 1967, liggja frammi í skrifstofu V.M.F.
Hlífar Vesturgötu 10.
Öðrum tillögum ber að skila , skrifstofu
V.M.F. Hlífar fyrir kl. 2 e.h. sunnudaginn
29. janúar 1967 og er þá framboðsfrestur
útrunninn.
Kjörstjórn V.M.F. HLÍFAR.
LESBÓK BARNANNA
Hiainkelssoga FreysgoSa
Ágúst Sicurðssnn teiknaðL
Hrafnkell mælti: „Mörg
um mundi betri þykkja
skótr dauði en slíkar
hrakningar, en mér mun
fara sem mörgum öðrum,
at lífit mun ek kjósa, ef
kostr er. Geri ek þat mest
sona minna, því að lítil
mun vera uppreist þeira,
ef ek dey frá’”.
Þá er Hrafnkell leystr,
ok seldi hann Sámi sjálf
dæmi. Sámr skipar Hrafn
keli að fé slíkt, er hann
vildi, ok var þat raunar
lítit. Spjót sitt hafði
Hrafnkell með sér, en
Tveir innbrotsþjófar
voru niðri í stofunni og
var kallað ofan frá efri
hæðinni.
„Hver er þarna niðri?“
„Mjá, mjá,“ svaraði ann
ar þjófurinn af miklu
snarræði.
Nokkru seinna varð hin
um þjófnum á að fella
eiittihvað niður. Aftur
heyrðist kallað.
„Hver er þarna niðri?“
„Þa-það er bara annar
köttur“, svaraði innbrots-
þjófurinn í fáti.
ekki fleirá vápna. Þann
dag færði Hrafnkell sik
burt af Aðalbóli, ok ailt
sitt fólk.
Þorkell mælti þá við
Sám: „Eigi veit ek, hví
þú gerir þetta. Muntu
þess mest iðrast sjálfr er
þú gefr honum líf“.
Sámr kvað þá svá vera
verða.
14. Frá athöfnum Hrafn-
kels.
Hrafnkell færði bú sitt
austur yfir Fljótsdals-
hérað ok um þveran
Fljótdal fyrir austan
Lagarfljót. Við vatns-
botninn stóð einn lítill
bær, sem hét at Lokhillu.
Þetta land keypti Hrafn-
kell í skuld, því at eigi
var kostrinn meiri en
þurfti til búshluta hafa.
Á þetta lögðu menn
mikla umræðu, hversu
hans ofsi hafði niðr fall-
it, ok minnist nú magr
á fornan orðskvið, at
skömm er óhófs ævi.
Þetta var skógland
mikit ok mikit merkjum,
vánt at húsum, ok fyrir
þat efni keypti hann
landit litlu verði. En
Hrafnkell sá ekki mjög í
kostnað ok felldi mórk-
ina, því at hon var stór,
ok reisti þar reisiligan
bæ, þann er síðan hét á
Hrafnkellsstöðum. Hefir
þar síðan verit kallaðr
jafnan góðr bær. Bjó
Hrafnkell þar við mikil
óhægendi in fyrstu miss-
eri. Hann hafði mikinn
atdrátt af fiskinum.
Hrafnkell dró á vetr kálf
ok kið in fyrstu misseri,
ok hann helt vel, svá at
nær lifði hvatvetna þat,
er Ntil ábyrgðar var.
Mátti svá at kveða, at
náliga væri tvau höfuð á
hverju kvikvendi.
Á því sama sumri lagð
ist veiðr mikil í Lagar-
fljót. Af slíku gerðist
mönnum búhægendi í
heraðinu, ok þat helzt vel
hvert sumar.
Puti í Pomkilusi
„Það var nú gott ég
vissi alveg, að þú mynd-
ir geta fundið einhver
ráð, Puti minn“, sagði
Isabella. „En eigum við
þá ekki að flýta okkur,
risinn getur vaknað á
hverri stundu". „Jú, við
getum svo bara talað
saman á morgun eða í
nótt, þegar risinn er sofn
aður. Komdu svo með
mér, hérna er kistan.“
„Skárri er það íburður
inn“, sagði Isabella, þótt
það sé nú fínt heima hjá
mér, er hvergi svona mik
ið íborið.“ „Á ég að
segja þér nokkuð. Ég
held að risinn hafi stolið
þessu heima hjá þér ein-
hvern tíma í fornöld
meina ég, frá forfeðrum
þinum“, sagði Puti. „Það
gæti verið“, sagði Isa-
bella, „en nú held ég að
bezt sé, að ég komi mér
inn í kistuna, risinn hlýt
ur að fara að vakna.“
Þegar Isabella var
komin ofan í kistuna, fór
Puti inn til risans, sem
var að vakna. Hann var
i sallafínu skapi og kall-
aði á Puta og sagði við
hann: „Jæja, hirðmey,
%,Su'í(\ ’étskrrx&í. (fPr S9
þótt þú hafir getað leyst
þessa þraut, er ekki víst,
að þér gangi eins vel við
þá næstu, en hún er sú,
að þú átt að færa mér
gullhestinn Frokol, en
hann er milljón mílur
héðan, og þú mátt ekki
þú verður að bíða hér
fara út úr Pomkilusi. Og
með hestinn, þegar eg
kem heim annað kvöld,
en ég ætla að fara og ná
í prinsessuna. “ Að svo