Morgunblaðið - 19.02.1967, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.02.1967, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1967. BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 Daggjöld kr. 300,00 og kr. £,50 á ekinn km. SENDUM MAGMÚSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 eflirlokunslmi 40381 sími 1-44-44 \mt\m Bó&zéeúý-tZ' Hve'rfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bílnleigon Ingólfsstræti 11. Hagstætt Ieigugjald. Bensin innifaliS í leigugjaidi. Sími14970 BÍLALEIGAIM VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. C-f==*BnAlMSÍAM l£&/L/y/3P RAUDARARSTÍG 31 SlMI 22022 BÍLADEIGAN EKILL sf. Kópavogi. Sími 40145 V'ÞRBSTUITÍ 22-1-75 BíLALEIGAN GREIÐI Lækjarkinn 6 — HafnarfirBi. Sími 51056. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Trúmáladeilur Velvakanda hefur borizt slikur sægur af bréfum um trú- mál að undanfömu, að ekki er viðlit að birta þau öll í fljót- heitum. Segið svo, að fólk sé orðið andvaralaust um eilífðar- málin! Nokkur þessara bréfa hafa verið að birtast að undan- förnu smátt og smátt, og hér birtast nokkur til viðbótar. Fyrst skrifar „Roskin kona“, sem fékk birt hér bréf fyrir nokkru, og hafa ýmsir orðið til þess að svara henni. Bréf sitt nefnir hún: Friðþægingar- og helvítiskenningar „Velvakandi góður. „Ung kona í Vestmanna- eyjum" svarar grein minni um friðþægingar- og helvítiskenn- ingar. Ég þakka henni fyrir, að svara mér og gera athugasemd- ir við grein mína, því það er einmitt unga fólkið sem ég vil að taki eftir og ræði þessi mál, sakir þess, að það á mest á hætt unni hvað villukenningum við- víkur. „Unga konan" spyr nokkra spuminga, sem ég vil leitast við að svara eftir mætti. 1. sp.: Til hvers dó Kristur á krossi? Spurningu, sem þess- ari, er ekki auðvelt að svara, en frá mínu sjónarmiði, gat hann ekki dáið til friðþæging- ar ófæddu mannkyni og ó- fæddum syndum þess. Slíkt mælir á móti allri heilbrigðri hugsun, enda ekki sjáanlegt að slíkur krossdauði hafi komið mannkyninu að miklu haldi, um það ber nútíminn Ijósast vitni. Það verður tæpast merkt, að mannkynið hafi þokast nokkuð fram á við siðferðilega síðan Kristur leið. Persónulega hygg ég, að Kristur hafi látið lifið fyrir trú sína. Tel mjög vafasamt, að hin svokallaða kristni hefði lífi haldið, ef Kristur hefði ekki hennar vegna friðþægt á kroesinum. Þess vegna er hann einn dá- samlegasti pfelavottur sögunn- ar. Hvað syndafyrirgefningu friðþægingar-kenningarinnar viðvíkur, vil ég segja þetta: Er það ekki lítilmannlegt af okk- ur mannverum, sem kennt er, að sköpuð séum í „Guðsmynd", séum þær „lyddur, að við get- um ekki sjálf, staðið reiknings- skil af gjörðum okkar og lífi hér á jörð? Stundum hefir mér komið í hug sú spurning: Skyldi ekki friðþægingar- kenning (sem alls ekki er kenning Krfets sjálfs) eiga sinn þátt í aukinni glæpastarf- semi og allskyns ábyrgðarleysi nútímans. Það liggur svo beint við, að álrta að fólk, sem legg- ur trúnað á slíkt, láti einu gilda hvemig það ver lífi sínu. Þvi Krfetur hefir friðþægt fyr- ir allar þess syndir fyrir nær tuttugu öldum! Væri ekki holl- ara, sérstaklega eins og nú er komið þjóðlífi voru, að fólki skildist að hver og einn sé algjörlega ábyrgur allra orða sinna og gjörða, hjá því dugi engin undanbrögð, svo sem kirkjan boðar með friðþæging- arkenningu sinni? 2. sp.: Sagan um Jesú og Satan á fjallinu forðum, álít ég, að eigi ekki að skiljast bók- staflega, frekar en svo margt annað í biblíunni. Ég tel lík- legast, að þar hafi Kristur meint (viljað kynna oss), að okkur allra biðu freistingar, sem við yrðum að yfirstíga eða sigrast á. Hver og einn mun geta fundið þessu stað í sínu eigin lífi. Og svo er sjálf Satans-kenningin. Hvernig get- ur Satan átt sér stað ef „Guð“ er almáttugur? Jafnvel sem barni var mér þetta óskiljan- legt og nú finnst mér líklegast, að einhverjir gárungar hafi búið til þessa „Grýlu“, sem svo er voldug að það liggur við, að hún leiki á sjálft Almættið. Þetta og annað eins á ef til vill að vera grín, eða til þess að hræða saklausar, hrekklausar, fákænar sálir, en mér fínnst það guðlast og réttast eins og gamall maður ráðlagði kirkju- fundi hér um árið, að „sleppa Djöflinum" og vil ég bæta við öllum Helvítiskenningum. 3. sp.: Er ekki umhugsunar- vert að deila á prestana okkar fyrir að fara með Guðlast? Jú, víst er það umhugsunarvert, að slíkt skuli vera hægt og tíma- bært, eigi fullan rétt á sér, að svo sé gert. Og hér með leyfi ég mér sem felenzkur borgari og meðlimur þjóðkirkjunnar, að skora á þá presta og guðfræðiprófessora Háskólans, sem aðhyllast og boða slíkar kenningar, sem þær, er hér hafa verið gerðar að umtalsefni, að koma fram fyrir þjóð, útskýra og sanna, að þeir fari með sannleika, eins og „Unga konan“ virðist trúa þeim svo vel til og hún gerir sig ánægða með að trúa. Já, „Unga kona“, þú kveðst engan tilgang sjá með „kross- dauðanum“ ef þessar tvær um- ræddu kenningar eiga að „þurrkast út“. Því miður munt þú ekki ein um slíkan átrúnað, og mikið var gott, að fá þetta hreint út, en sorglegt ef satt reynist, að slík trú sé þunga- miðja kristninnar hjá mörgum. Ég tel, að slíkt sem hér um ræðir verði að þurkast út, vegna þess, að það skyggir svo mjög á sjálfan Krist og Al- mættið, þó ekki sé minnzt á hversu spillandi það sé mann- legtim sálum. Svo þakka ég þér „Unga kona“ að þú talaðir til min í fullri einlægni, slikt er alltaf þakkarvert, hversu skiptar, sem skoðanir kunna að vera. Að endingu vil ég taka það fram, að ég ætla þér ekki að svara þessu skrifi mínu, því það er ekki okkar að deila um þessi mál opinberlega. Heldur er það prestanna með herra biskupinn í broddi fylkingar, að leiða okkur í allan sann- leika. En, hvað er sannleikur? V irðingarfyllst, „Roskin kona“. Guðstrú og biblían „Undanfarið hafa birzt I dálkum Velvakanda greinar nokkrar um helvítiskenning- una og biblíuna. Mig langar til að vekja athygli á eftirfarandi atriðum: Sumir trúa því, að biblían sé rituð af guði, en ekki af mönn- um. Helvítiskenningin virðist aftur vera að fá byr undir báða vængi. Er eitthvert trúarof- stæki í uppsiglingu hér á landi? Má ekki hver hafa þá trú, sem hann vill? Sumt trúað fólk getur ekki trúað biblíunni, þótt það reyni mikið. Ber að refsa því? Áður fyrr voru rök- semdir presta m.a. svo: Fyrst guð refsar mönnunum með eilíf um kvölum, því skyldu þjónar guðs þá ekki reyna að feta í fórspor hans? Á þennan hátt leiddi helvítiskenningin til þess, að galdrabrennur og aðr- ar hroðalegar pyntingar á sak- lausu fólki hófust. Með helvítfe kenningunni erum við að stuðla að meiri grimmd gegn mönnum og dýrum. Er þó nóg af slíku fyrir. Samkvæmt hel- vítiskenningunni er sáluhjálp bezt tryggð með því að deyja sem nýskírt, syndlaust ung- bam. En verði presturinn of seinn að skíra, t.d. í strjálbýl- inu, þá bíða saklauss barnsins eilífar kvalir. Algóði Faðir. Hugleiðum nokkur atriði úr biblíunni. í 2. Konungsbók 2, 23—25 er saga um hroðaleg barnamorð, sem maður á víst að skilja að guð hafi framið á óvita bömum fyrir nær engar sakir. Algóði Faðir. f 5. Móse- bók 22, 13—24 og á ótal fleiri stöðum í biblíunni má sjá, að ekki er furða, þótt nútímafólk sé taugaveiklað eða geðveikt, ef það trúir biblíunni og hel- vítiskenningunni. Þrátt fyrir 5. Mósebók 18, 11—12 styðja sum- ir prestar andatrú. Mörg hundruð milljónir manna víðsvegar um heiminn líta á kristna menn sem heið- ingja. Við skulum öll reyna að hafa smá-vitglóru. Af hverju ætti kristnin að vera hin eina sanna trú, þótt svo vilji til, að viS séum fædd í landi þar sem kristin trú er yfirgnæfandi? Er ekki rétt að virð hið bezta í öllum trúarbrögðum? Rétt- lætistilfinning vor, samvixka vor, og það að setja okkur sjálf í spor náungans ætti að vera leiðarsteinninn, en ekki of- stæki og vitleysa. Vonandi birtast ekki fleiri greinar, sem styðja helvítfe- kenninguna og styðja jafn- framt trúna á algóðan guð. Slíkt á ekki samleið. — Heimilisfaðir". ^ Hvað er guðlast? E. H. skrifar: „Roskin kona skrifar 29. janúar sl. með fyrirsögninni „Friðþægingar- og helvítis- kenningar". Jafnar hún frið- þægingarkenningu Krists við guðlast. Mig undrar stórlega að nokkur manneskja í krfetnu þjóðfélagi skuli leyfa sér að hugsa svona, hvað þá skrifa. þetta og senda frá sér til lest- urs fyrir marga. Ef þessi túlkun á friðþæg- ingu Jesú Krists er ekki guð- last, hvað er þá guðlast? Er það ekki hrein .og ómenguð boðun á fagnaðarerindinu, að Krfetur kom £ heiminn til að frelsa okkur synduga menn frá helvíti? Þetta er það, sem kristin trú byggist á, og er rauði þráðurinn gegnum alla biblíuna. Þessu verður ekki breytt, þetta eru sannindi krist innar trúar á því bjargi byggð, sem hefur staðið um ár og ald- ir og munu standa, því að sannleikurinn fellur aldrei úr gildi. Eftir þessa útþurrkun leyfir „Roskin kona“ sér að benda á að halda vörð um og boða kenn ingar Jesú Krists. Vill hún ekki kynna sér betur kenning- ar hans? Hvílík mótsögn! Það eru einnntt hans kenningar, sem hún er að reyna að þurrka út, og hún heldur áfram og segir: „... .útiloka allar slíkar kenn ingar, en vekja i þeirra stað allsherjar bræðralags hugsjón- ir, kenningar um einingu alls lífs“. Síðan virðfet hún ætla að taka að sér að breiða yfir víxl- sporin hjá sjálfri sér og öðrum með elsku Guðs. Hún segir: „Og einnig það, að þrátt fyrir öll víxlsporin, sem við öll stíg- um meira eða minna, elski Guð öll börn sín jafnt og að lokum bíði Krfetfyllingin vor allra“. í hverju birti Guð okkur elsku sína? í friðþægingar- dauða Jesú Krfets. Kristsfyll- ingin, hver er hún? Hún er friðþægingin. Hver er svo full- kominn, að ekki þurfi á þessari gjöf Guðs að halda? Hver treystir sér til að klæðast sínu eigin réttlæti? Krfetur segir: „Ég er dyrnar". Bréfritari beinir orðum sín- um til nokkurra presta á þessa leið: „... .virðist þar verið að reyna að vekja upp tvo gamla drauga krfetninnar: friðþæg- ingar- og helvítiskenningar. Þær hefi ég álltaf talið og mun alltaf telja „guðlast". Þannig farast henni orð, orð, sem varla eru svara verð. Vil ég þó svara því til, að þar sem tekið hefur verið við friðþægingar- gjöf Guðs í Jesú Krfeti, þar er helvíti ekki, hvorki í uppvak- inni draugsmynd eða í öðrum skelfingum þessa heims eða annars. Með kveðju til Velvakanda. E. H.“. Postulínsveggflísar Ensku postulínsflísarnar komnar aftur. Stserð: 7%xl5 og 15x15 cm. — Gott verð. LITAVER Grensásvegi 22 og 14. Neodon og DLW gólfteppi Verð pr. ferm. 298 á Neodon, Ver8 pr. ferm. 345 á DLW. LITAVER, Grensásvegi 22 Súnar 30280 og 32262.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.