Morgunblaðið - 07.03.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.03.1967, Blaðsíða 11
taOKGtrNBLAÖIÖ, ÞRtBÍtiÖAtítíR "*!:'W^Ú-tHélSn. 11 Fyrri ferðin var sólskinsferðin Rabb við Jóhönnu Björnsdóttur á Bjargi, sem íór í báðar ferðir Gullfossar til suðlægari stranda Jóhanna Björnsdóttir á Bjargi, Seltjarnarnesi. JÓHANNA Björnsdóttir á Bjargi á Seltjarnarnesi pantaði far með Gullfoss til sólarlanda á sínum tíma. Hún pantaði í fyrri ferðina og glöð og ánægð lagði hún upp í ferðalag- ið einn dag er sólin skein á Fróni. Og svo gaman þótti Jóhönnu í ferðalag- inu að þegar að því kom að farþegar skyldu fljúga heim frá Kanaríeyjum, óskaði hún eftir að fá að vera lengur og koma með seinni hópnum heim. Sem sagt, Jóhanna fór í báðar ferðirnar og í því tilefni sótti blaðamaður -* Mbl. hana heim. — Hvað, viltu segja okkur um ferðalagið? — Ég þakka fyrst guði fyr ir þessa dásamlegu ferð. Og naest honum vil ég þakka á- gætum stjórnendum skipsins og öllum sem við Gullfoss starfa fyrir þá ágætu þjón- ustu, sem okkur farþegunum var veitt. Ég vona að íslend- ingar eigi einhvern tíma eftir að eignast raunverulegt skemmtiferðaskip útbúið öll uin beztu tækjum til langdval ar á sjó, því þá veit ég að sæluferð íslendinga til sólar- landa yrði fullkomnuð. Við farþegarnir vorum eins og ein sál, og gaman var hvað við kynntumst öll vel á ekki lengri ferð en þetta og urð- um góðir vinir. Þarna var saman komið fólk af öllu land inu og virtust allir njóta ferðalagsins til hins ýtrasta. — Hvernig lá skipið í sjó? —• Elsku blessað skipið ruggar náttúrlega, en það skiptir mig ehgu, enda færi ég ekki í svona langt ferða- lag ef ég væri sjóveik. — f>ess hefur áður verið getið að veðrið hafi ekki ver- ið sem bezt á leiðinni út. Hvað vildir þú segja um það? — Það er alveg rétt, veðrið var ekki gott á leiðinni út, eins og þeir vita sem fundu til sjóveiki. — Eir langt síðan þú á- kvaðst að fara í þessa ferð með Gullfossi. — Já, 28. nóvember átti ég 60 ára afmæli og þá ætlaði ég eiginlega að vera að heim an eins og siður er nútíma fólks. En svo gat ég það ekki. Ég var búin að vera hér á Bjargi hálfa ævina, svo að ég hugsaði með mér, að ann aðhvort gæti ég gefið kaffi eitt kvöld, eða ég hreinlega væri búin að vera. Ég ákvað því í staðinn að fara í þessa ferð, þó svo að ég ætti alls ekki fyrir farinu. En það bjargaðist allt samn. Ég þurfti ekki að borga allt far- ið í einu. — Og þú hefur notið mik- illar sólar í ferðinni. — Jú‘ þetta var ein sól- skinsferð fyrir mig. En ynd- islegt var samt að koma heim, svo vel var tekið á móti mér, Ferðafélagar úr fyrri ferðinni hafa komið hingað margir hverjir og aðr- ir hringt. — En var það ekki ein- hverjum erfiðleikum bundið fyrir þig að komast í seinni ferðina? — Jú, einhverjum erfið- leikum var það bundið, en á 11. stundu bjargaðist það allt saman, ég fékk að vera áfram í ferðalaginu, sem betur fer. — Út af hverju vildir þú komast í seinni ferðina. — Ég vildi fá meiri hvíld og meir sól. — Og var þá meiri sól i seinni ferðinni? — Nei, fyrri ferðin var sól- skinsferðin. En seinni, ferða- félagar mínir sögðu að Norð urlandaúar mættu ekki hafa of mikla sól, svo að þetta hef ur sennilega allt saman verið ágætt. — í hvorri ferðinni fannst þér svona satt að segja meira gaman? — I fyrri ferðinni vorum við búin að vera svo lengi á sjónum, og þess vegna var svo gott að koma að landi. Ég eignaðist skemmtilega kunningja í báðum ferðum, og það var eins og enginn hefði á móti „ömmu gömlu“ eins og blessuð börnin i ferð- inni kölluðu mig. — Vissir þú af kunningjum um borð? — O, nei, nei, Ég er orðin vön að ferðast ein, hef gam- an að því. fslendingar eru ákaflega félagslynt fólk, sem gott er að umgangast og kynn ast. — Það hafa allir tekið þér opnum örmum? —- Já, það verð ég að segja. Alveg frá fyrsta degi til hins síðasta var ég innan um hið bezta fólk. — Hvar fannst þér mest gaman að koma? — Mér fannst alls staðar jafn gaman að koma. — Kéyptirðu mikið í ferða laginu. Og hvað þá helzt? —• Keypti ég. Hérna er lít- ið brot af því, svona alls kon ar dót. — Þarna er afskaplega fall eg dúkka, er hún handa barnabarninu? — Ja, hún er nú aðallega til að lofa börnunum að leika sér að, þegar þau eru heima hjá' ömmu. Annars á ég 11 ára gamla SÍBS kubba, sem ég lofa þeim að leika sér að. — Og þeim finnst gaman að kubbunum? — Já, kubbarnir eru aðal- leikfangið. — Þurftirðu að borga tvö- falt gjald fyrir að fá að fara í báðar ferðirnar? — Nei, það þurfti ég ekki. Það var eitthvað dregið frá, armars veit ég ekki enn hvern ig það verður. Krakkarnir mínir borguðu eitthvað fyrir mig hér heima, og svo flutt- ist ég í ódýrara herbergi, svo að seinni ferðin verður ódýr- ari — Hvað gerðirðu þér helzt til skemmtunar í ferðalaginu? — Til skemmtunar? Ég ferðaðist og skemmti mér með elskulegum félögum, al- veg frá þeim æðsta til þess lægsta. Ég gerði jú ekkert annað en að skemmta mér, borða og drekka, eins og þar stendur. — Lástu mikið í sólinni á baðströndixmi? . — Nei, því miður, það var enginn tími' til þess. í seinni ferðinni var sums staðar rign ing á eyjunum, og víðast hvar lá skipið mjög fjarri bað- ströndinni svo þá lá maður á dekkinu, sem auðvitað var eins gott og hver baðströnd. LEIKFELAGIÐ Gríma sýnir einþáttungana „Lífsneisti" eftir Birgi Engilberts og „Ég er afi minn“ eftir Magnús Jónsson í síðasta sinn í Tjarnarbæ í kvöld kl. 9. myndin er af Nínu Sveins- dóttur og Bríeti Héðinsdóttur. PostulínsveggfSðsar Enskar postulínsveggflísar. Stærð TVzX.15 og 15x15 cm. — Gott verð. LITAVER Grensásvegi 22 og 24. — Símar 30280 og 32262. Islenzkir dansar og viki- vakar í Þjóðleikhúsinu ÞJÓÐDANSAFÉLAG Reykjavík ur efnir til skemmtunar í Þjóð- leikhúsinu í kvöld. Verða þar sýndir íslenzkir dansar og viki- vakaleikir. Stjórnandi verður Sigríður Valgeirsdóttir, en Jón Gunnar Ásgeirsson stjórnar tón- listinni. Dagskráin skiptist í þrjá hluta og er hin fjölbreyttasta. Dansar- arnir eru yfir 40, en þeim til að- stoðar er 16 manna hljómsveit og einnig kór Kennaraskóla ís- lands. Einsöngvarar verða fimm, Guðmundur Guðjónsson, Hjálm- ar Kjartansson, Elín Sigurvins- dóttir, Unnur Eyfells og Guð- mundur Guðbrandsson. f fyrsta hlutanum verða sýnd- ir vikivakar og söngdansar, sem til eru skráðir eða varðveizt hafa í dansi. í öðrum þætti eru dans- ar úr flokki gamalla samkæis- dansa, 'hringdansa, en uppistaðan er mars með dansþáttum. Og í þriðja þættinum er „gerð tilraun til að tengja brot danslýsinga og gæða lífi lög, ljóð og leiki horf- inna kynslóða", eins og frú Sig- ríður Valgeirsdóttir segir í leik- skránni. Skemmtunin hefst kl. 8 e.h., og verður endurtekin n.k. laug- ardag. Landburður af loðmi í Þorláksshöfn Þorlákshöfn, 6. marz. MIKIL loðna hefur borizt hing að síðustu daga og þó að verk- smiðjan hafi brætt allan sólar- hringinn hefur hún hvergi nærri haft undan. Allar þrær verk- smiðjunnar eru nú fullar, þegar búið er að landa úr bátum, sem bíða nú, en seint í kvöld losnar ein þró, sem tekur um 700 tonn og þegar er vitað um nokkurt magn, sem kemur í hana. Alls hefur verksmiðjan nú tekið á móti rúmlega 4000 tonnum. ■— Stefán. Utgerðarmenn—Skipstjórar ALTROIMICA SPEIMIMIJSTILLAR Fjöldi fiskiskipa hér á landi og á hinum Norðurlönd- unum er útbúinn með AUTRONICA spennustillum. Ný sending á Ieiðinni. — VARAHLUTIR ávallt fyrir- liggjandi. — VIÐGERÐAÞJÓNUSTA. Einkaumhoð: Laugavegi 15 — Sími 1-1620. r - LUDVIG STORR A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.