Morgunblaðið - 07.03.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.03.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1&67. 3 Lentu STAKSTflM Úr glerhú. i Frá slökkviliðsstarfinu á sunnadag (Ljósm. Sv. Þom.) Lík fannst brennandi r I ■um nóttina, en til öryggis var hafður vörður við staðinn fram til hádegis daginn eftir. Rishæð- in skemmdist mikið af eldi, hita og reyk en neðri hæðin, sem stóð auð skemmdist nokkuð af vatni. Ekki er vitað enn hvert var banamein Jóns en það mun væntanlega koma fram við LÁTINN maður fannst i húsinu1 fannst fljótlega í herbergi á ris-1 krufningu. Talið er að eldurinn við Efstasund 31, sem brann síð- j hæð, liggjandi á gólfinu og var kviknað út frá rafmagns- astliðinn sunnudag. Nafn hans ekkert lífsmark með honum. Eld' ofninum. var Jón Jóhannsson 'og mun urinn var í herbergi inn af því<§- hann hafa verið látinn áður en sem Jón fannst í. Rétt við dyrn- eldurinn kom upp því lík hans ar á því var rafmagnsofn með íbúð Surtsey SIGURJÓN Einarsson, flug- stjóri flugmálastjórnarinnar og Þórólfur Magnússon, lentu eins- hreyfils Cessnu 170 í fjörunni í Surtsey síðastliðinn sunnudag. Sigurjón sagði Morgunblaðinu í gær að hann hefði áður verið búin að fara tvær ferðir út í eyna til að kanna lendingar- skilyrði. Tilgangurinn væri sá að koma visindamönnum á sem fljótleg- astan hátt út í Surtsey, þegar þeir þyrftu að ná þaðan nýjum sýnishornum eða vinna að öðr- um rannsóknum. — Fjaran er ágæt til lendingar núna, en ég vil samt eindregið (ráðleggja einkaflugmönnum að vera ekki að flækjast þangað til að skoða sig um. Fjaran er fljót að breytast. og illa gæti farið ef ekki er full aðgát höfð. Það er tiltölulega auðvelt að lenda lítilli Cessnu hvar sem vera skal. Lágmarkshraði getur verið allt að 55 mílur og því hægt að skoða fjöruna áður en lent er. var stirðnað þegar slökkviliðs- menn fundu það. Slökviliðinu var tilkynnt um brunann skömmu etfir klukkan tvö og voru fjórir bílar sehdir á staðinn. Rétt á eftir var tilkynnt að logaði upp úr þaki hússins og að líklegt væri að maður væri inni í eldhafinu. Var þá strax sendur sjúkrabíll á staðinn. Þeg ar slökkviliðið kom að logaði undan þakinu og húsið var fullt af reyk. Slökkviliðsmenn gerðu strax ráðstafanir til að hefta út- breiðslu eldsins, og fóru inn í húsið til að leita mannsins. Hann glóðarkeflum sem lá á hvolfi á gólfinu. Gólfið mikið brunnið undan honum, og gafl á legu- bekk í herberginu var einnig mikið brunninn. Eldurinn virð- ist hafa komist í stopp undir gólfinu, einangrunarspæni — og þannig út undir súðina í suð- vesturhluta hússins, en þar var eldurinn mestur þegar slökkvi- liðið kom á vettvang. Til þess að komast að honum þurfti að rjúfa þakið og einnig | að brjóta múrhúð að innan og var þetta nokkuð seinlegt. Búið var að ráða niðurlögum elds- ins klukkan um fjögur fimmtán Frjálshyggja og skypulagshyggja Fróðlegar rökræður á fundi Varðar í kvöld BLAÐAMAÐUR Mbl. kom að máli við formann Varðar, Svavar Pálsson, endurskoð- anda, í tilefni af fundi félags- ins, sem haldinn verður I kvöld og spurði hvort hann vildi nokkuð um fundarefnið segja. Svavar sagði að Jónas Har- alz, forstjóri Efnahagsstofn- unarinnar hefði flutt erindi á samkomu, sem haldin var í Háskólanum 29. okt, s.l. í til- efni af 25 ára afmæli við- skiptadeildar. Erindið nefndi hann Frjálshyggja og skipu- lasrshyggia — andstæður í stiórn fslenzkra efnaha.es- mála. Kvaðst Svavar hafa hKtt á erindið og taldi að mörg atriðj { bví væru svo at- hyglisverð að ástæða væri til bess að ræða efni bess nánar. Ákvað stióm Varðar að fara bess á leit við Jónas að hann kæmi sem gestur á fund { Varðarfélaginu til þess að út- skýra og ræða nánar efni er- indisins. Varð hann góðfús- lega við þeirri beiðni. Þeir Eyjólfur Konráð Jóns- son, ritstj. og Þórir Einarsson, hagfr., munu ræða við Jónas um þetta athygilsverða efni. í erindinu leitast Jónas við að svara mörgum áleitnum spurningum í sambandi við stjóm efnahagsmála, en hann lætur einnig mörgum ósvarað. Er ég þess því fullviss, sagði Svavar, að mörgum • mun leika hugur á að heyra rök- ræður þeirra félaga og bera fram fyrirspumir. Stjórnmálaumræður á oDÍn berum vettvangi og manna á milli snúast of oft um einstök tiltekin dægurmál, en of lítið er að því gert að ræða grund- vallaratriðin. Það mun verða gert á þessum fundi. Ættu þvi allir, sem áhuga hafa á þjóðmálum að sækia fundinn, en hann er öllum opinn. Grétar Bergmann og Magnús Magnússon við sýnishornin. Ný þjónusta hjá Bílaprýði Á FUNDI með fréttamönnum í gær, skýrðu forráðamenn Bila- prýði, Kársnesbraut 1 í Kópavogi frá ýmsum nýbm«-um í srtarfsemi fyrirtækisins. E*- hér aðallega um tvennt að ræða. Innflutning á áklæðum í all’r gerðir bifreiða og ísetnins' og íítverun varahluta I allar gerðir h^roíða. skipavéla, fl"»'véla og yfM-útt allar gerðir véla. hvar í heimíntim, sem hær eru framleH'i-'r. F»-u varahlntir hessir nantaðir í flugpnsti frá handaríska fyri-twkinu Hamos, sem sér um að útvega þá og senda um hæl til viðkomandi að- ila. Fyrirtæki h«tta hefur skrjf- stofur og umboðsmenn um allan heim. Grétar Berfmionn framkvæmda stjóri Bílanrýði skvrði frétta- mnnum frá því að Bílaprvði hefði fen»'ð umb«ð fvrir bíla- áklæði frá bandarísku fvrir- tævi í N°mnrk sem m. a. fram- leiðjr mikið fvrír General Mf't- ots. Hægt er ?ð v°lia mihi 290 lita og marcra »erða af áklæð- um. Afvreiðolg fer fram á bann hátt, að bifrejðaeigendur koma með bifreiðir sínar og velia sér liti, en kunnur timburlitasér- fræðingur, sem rekur fyrirtækið Dekor, verður á staðnum og leið- beinir þeim er þess óska. Pöntun er siðan send til Bandaríkjanna og er afgreiðslufrestur um 7—10 dagar, og kemur áklæðið þá til- sniðið. Kostnaður við að skipta um áklæði á amerískum bíl af stærstu gerð og er þá átt við sætaáklæði, topp, hliðar og öll teppi, er milli 8 og 10 þús. ísl kr., en ísetning tekur aðeins 3 klst. Þá sagði Grétar að fyrirtækið ætti von á tækjum, sem hægt er að rétta með og sprauta smá- dældir á bifreiðum. Tekur allt verkið innan við eina klukku- stund. Verður þetta framkvæmt á sama stað og áklæðin verða sett í bifreiðirnar. Varðandi varahlutainnflutning- inn sagði Grétar að aðaltilgang- urinn með þessum innflutningi væri að veita góða þjónustu. Það hefði t. d. ósjaldan komið fyrir að útgerðarmenn hefðu orðið að leggja Skipum sfnum vegna þess að eitthvað hefði bil- að og varahlutir ekki fyrirliggj- andi. Savði Grétar að svo fremi. sem vitað væri hvar viðkomandi varahlutur væri framleiddur myndi fvrirtæki hans útvega hann með flugDÓsti eins fljótt og unnt er og sagði hann í þv£ sam- bandi að Loftleiðir hefðu heitið allri fyrirgreiðslu í sambandi við nauðsynjasendingar. Það er býsna mikil ósvífni af hálfu Þjóðviljans að dirfast yfir- leitt að bera fram staðlausar fullyrðingar um annarleg áhrif, — fjárhagsleg og önnur — utan- aðkomandi aðila á önnur dag- blöð, þegar vitað er, að Þjóð- viljinn sem önnur blaðaútgáfa kommúnista, hefur notið beins og óbeins stuðnings erlendra að- ila frá upphafi. Að vísu er ljóst, að í slíkum ásökunum brýzt fram gremja kommúnista yfir því, að þeim hefur aldrei tekizt að gefa út dagblað eða önnur blöð, sem náð hafa almennri hylli, og eru ástæðurnar fyrir þvi augljósar. En af þessu gefna tilefhi Þjóðviljans er ástæða tíl að rifja upp ýmsar staðreyndir varðandi þessa blaðaútgáfu kommúnista, sem þeir hafa ekki treyst sér til að mótmæla. Þjóð- viljinn hefur á undanförnum ár- um verið rekinn með sívaxandi halla, sem numið hefur allt frá rúmlega tveimur til fjórum millj ónum króna. Lengi höfðu komm únistar þann hátt á, að þeir efndu í sýningarskyni til al- mennra samskota til þess að standa undir þessum halla- rekstri, þótt augljóst væri að þau samskot gæfu ekki þá fjármuni, sem þeir þurftu á að halda. Þeir komu annars staðar frá. Húsbygging og prentvélakaup En þrátt fyrir almenn sam- skot ©g annað betl hefur jafn- an verið augljóst, að Þjóðvilj- ann hefur ekki skort fé til starf- semi sinnar. Það á einnig við um aðra blaðaútgáfu kommúnista, svo sem útgáfu Réttar. Þessi miklu fjárráð kommúnista haf» t.d. komið glögglega fram í því, að þeir hafa á síðustu árum end urbætt húsakynni Þjóðviljans verulega og jafnframt fest kaup á nýrri prentvél og öðrum véla- kosti. Prentvélakaup Þjóðviljans voru annars býsna söguleg og bentu ekki til mikils fjárskorts, þar sem þeir höfðu efni á að kaupa tvær prentvélar og láta ‘aðra ryðga og eyðileggjast í Kaupmannahöfn. I fyrstu keyptu þeir danska prentvél, sem aldrei kom til landsins. Á- stæðan fvrir því var sögð sú á fundum kommúnista, að hún hefði verið of stór og dýr í rekstri. Sannleikurinn mun hins vegar sá, að hún hafi ryðgað og eyðilagst á hafnarbakkanum í Kaupmannahöfn. Af þessum sökum festu kommúnistar kaup á annarri prentvél, að þessu sinni sænskri. Þegar spurt var að því á fundi í kommúnista- flokknum, hvernig flokkurinn færi að þvi að kaupa tvær prent vélar til þess að þrykkja Þjóð- viljann, gaf Steinþór Guðmunds son þær skýringar, að dönsku vélina væru þeir búnir að borga, þeir „ættu“ megnið af gjaldeyr- inum fyrir hinni sænsku, en við- bótina fengju þeir lánaða. Þjóð viljann, gaf Steinþór Guðmunds- um, að það lán væri sænskt, en aðrar upplýsingar herma, að kommúnistar hafa fengið 99 ára lán i Sovétrikjunum til þess að standa straum af prentvélaævin- týri sínu. ÖII eru þessi viðskiptl harla dularfull, sem og önnur fjármá!«leg starfsemi kommún- ista. En hvað sem bvi líður, hafa beir sem fyrir slíku hafa st?ð*ð, ekki efni á því að saka að>a um annarleg utanaðkom- andi áb»-if. Tíðar ferðir kommún- istaleiðtoganna austur fyrir tjald eru h«Idur ekki einungis farnar i heilsubótarskyni. Þeir þurfa að sækja þan»rað rekstrar- fé til starfsemi útbúsins hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.