Morgunblaðið - 21.03.1967, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1967.
19
— Endurbygging
Framhald af bls. 1
margs konar athuganir á rekstri
og endurbyggingarmöguleikum
hins íslenzka togaraflota.
Þeir, sem þekkja og skilja þá
miklu þýðingu, sem hin stórvirku
atvinnutæki, togaranir, hafa haft
fyrir íslenzkt atvinnulíf, telja
flestir, að rekstur togara eigi
fullan rétt á sér hér á landi og
sé nauðsynlegur, þótt hann geti
ekki í framtíðinni verið rekinn
með núverandi skipum og skipu-
lagi, heldur þurfi þar að verða
gjörbreyting á.
Þeir, sem hafa þessa skoðun,
fögnuðu yfirlýsingu fíkisstjórn-
arinnar, sem Eggert G. Þorsteins
son sjávarútvegsmálaráðherra
flutti í Ed. Alþingis 10. marz s.l.
í ræðu, sem ráðherrann flutti
tim sjávarútvegsmál sagði hann
m.a.: „Mér þykir rétt að nota
þetta tækifæri, sem hér gefst, til
þess að lýsa því yfir, að til at-
hugunar er nú hjá rílkisstjórn-
inni, með hvaða hætti verði bezt
greitt fyrir kaupum á 3—4 tog-
veiðiskipum af skuttogaragerð.
Áætlað er, að skip þessi verði
af mismunandi gerðum eða
stærðum, þannig að sem raun-
hæfastur grundvöllur fáist und-
ir framtíðarskipan þessara mála
varðandi endurnýjun togaraflot-
ans“.
Við, þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, 9em flytjum þessa
þingsályktunartillögu, viljum.
með flutningi hennar undirstrika
þá skoðun okkar, að í framtíð-
inni, eins og á liðnum áratug-
nm, geti togaraútgerð á íslandi
verið einn af hornsteinum gjald-
eyrisöflunar og þróttmikils fisk-
Sðnaðar, liður £ alhliða fram-
förum og aukinni velmegun ís-
lenzku þjóðarinnar.
Jafnframt viljum við með þess-
ttm tillöguflutningi benda á nokk
ur atriði, sem okkur virðist nauð
^ynlegt að könnuð verði til hlít-
*r áður en við hefjumst handa
um byggingu skuttogara. Um
ieið þarf að rannsaka mörg önn-
ttr vandamál, sem tillit verður að
taka til, og verður þeirra nánar
getið við framsögu málsins.
— Betri nýiing
Framhald af bls. 2
8.1 hér að framan.
Raunverulegur hemill er eng-
það áistand skapist, sem lýist var
í lið 6.1 hér að framan.
Undirhúningur að framkvæmd
tnn verður misjafn og oftast
ófullnægjandú
Ákvörðun um að hefja opin-
vera framkvæmd og veita cil
hennar nokkurt fé er tekin svo
snemma á undirbúningsstiginu,
að ákafinn að hefja framkvæmd-
ir kemur oft í veg fyrir full-
nægjandi undirbúning fyrir
fram.
Áætlanir um kostnað eru að
Jafnaði ekki nægilega vandaðar.
Ákvarðanir eru eru að jafnaði
teknar, án þess að fyrir liggi
Jhugun á fjármálalegum afleið-
ingum þeirra til langs tíma, að
því er varðar Tekstrarkostnað
inn, sam kemur í veg fyrir, að
og bundnar fjárfestingar.
Undirbúningur flestra verka
er eins manns verk eða einnar
stofnunar, oft hinnar sömu, sem
verkið framkvæmdir. Gagnrýni
kemst þvf ekki að til að sann-
færast um, að bezta og hag-
kvæmasta lausn sé valin.
Tím.asetning verks verður
ónákvæm. Verkið hefst strax og
eitthvert fé er til, en að jafnaði
veit enginn, hvenær því lýkur
og það verður nothæift.
6 3 Skipulag á stjórn opinberra
framkvæmda:
Fyrirkomulag á stjóm fram-
kvæmda rikisins er ekki í föst-
trm. skorðum og í sumum tilfell-
um órökrétt, þar sem það þó er
fastmótað:
Hlutverk framkvæmdastjórn-
ar við ýmsa mannvirkjagerð er
of oft óljóst, og óæskileg óvissa
rfkjandi um ábyrgð, hvens þeirra
aðila, sem hlut eiga að máli, á
því sem gert er.
Skil eru óglögg milll undir-
búningsaðila („projekterandi“
aðila) og framkvæmdaraðila,
•nda vinna oft báðir jöfnum
höndum vegna skorts á undir-
búningi fyrir fram. Oftsinnis ann
ast sami aðili bæði verkin, und-
undirbúning og framkvæmd.
Framkvæmdastjórn mann-
virkjagerðar er iðulega fengin
í hendur nefnd leikmanna á því
sviði (byggingarnefnd), þótt hér
sé um að ræða sérfræðilegt við-
fangsefni.
Samræming milli s-amis konar
mannvirkja, gerð staðla um
stæðir, gerð, gæði ojþjh. hefur
ekki átt sér stað, þannig, að
flest mannvirki, sem reist eru
fyrir ríkisfé, eru „model“-smíð.
Tillögur um aðgerðir og fram-
kvæmd þeirra.
7.2 Almennar athugasemdir.
Nefndin telur því athuganir,
sem hún hefur gert, hafa stað-
fest vitneskjuna um gallaðar að-
ferðir við apinherar framkvæmd
ir hér á landL ,
Það eru alkunn sannindL að
það Verk, að gera sér ljós ákveð-
in vandamál í umfangsmiklum
rekstri, er tiltölulega einfait,
samanborið við að finna lauisnir
á vandamálum og gera þær
lausnir virkar í framkvæmd.
Þessir örðugleikar eru sennilega
þar að auki enn meiri í opinber-
um rekstri en í einfcarekstri,
vegna hinna pólitrsku sjónar-
miða, sem hvarvetna gætir að
sjáifisögðu í ákvörðunum um
ríkisreksturinn.
Því viil nefndin undirstrika,
um leið og hún setur fram til-
lögur um aðgerðir á því sviði,
sem hún hefur fengið til með-
ferðar, að hér er einungis stigið
fyrsta skrefið á langri leið.
Ef framhald verður á þessu
starfi, sem nefndin vonast til, er
margt sem haft getur áhrif á,
hvernig til tekst. En eitt er meg-
inatr'iði. Það er ekki til neins að
reyna að framkvæma neinar um
bótatillögur á þessu sviðL nema
ríkisstjórn og Alþingi á hverjum
tíma standi heils hugar að þeim
markmiðum, sem sett eru, og
hagi störfum sínum. samkvæmt
því.
Með þessum formála vill nefnd
in gera eftirfarandi tillögu:
7.1 Reglur um boðleið fyrir á-
kvörðun um opinberar fram-
kvæmdir.
Settar verði ákveðnar reglur
um þá boðleið, sem mál til undir
búnings ákvörðun um að hefja op
inbera framkvæmd þarf að fara,
áður en það telst vera tilbúið til
ákvörðunar. Uppdráttur að til-
lögu nefndarinnar að slíkri boð-
leið, ásamt skýringum á helztu
stigum hennar, fylgir skýrslunni
sem fylgiskjal nr. 9.1.
Tilgangur með tillögunum:
Að tryggja samræmdan undir-
búning allra verka.
Að tryggja. að ákvörðun um
að hefj.a verk verði ekki tekin
fyrr en fullnaðarundirbúningi er
lokið.
Að auðvelda, samanburðarat-
hugun á verkum, sem tímabært
er að hefja, og fjármagni, sem
tiltækt er til þeirra, svo að ekki
verði ráðizt í fleiri verk en fjár-
magnið leyfir.
Að tryggja, að verkefni, sem af
enhverjum ástæðum er synjað
eða frestað í bili, komi sjálfkrafa
til athugunar að nýju á vissum
fresti.
7.2 Aðferð við veitingu fjár til
opinberra framkvæmda.
Fjárveiting til að greiða allan
áætlaðan kostnað vérks verði
tekin í fjárlog um leið og verk er
ákveðið.
Tekin verði upp sú meginregla,
að ríkisframkvæmdir, sem ekki
skila tekju.afgangi, skuli fjár-
magna eingöngu með fjárveiting-
um úr ríkissjóði (ekki með lán-
um).
Jafnframt verði tekin upp
nokkur fjárveiting á 20. gr. Ut
fjárlaga, sem svarar til fjárveit
ingar til óvissra útgjalda vegna
rekstrar á 19. gr.
Tilgangur tillagnanna:
Að tryggja samfellt og hag-
kvæmt framhald verksins, sem á
kveðið hefur verið, og þar með
sem stytztan framkvæmdatíma.
Að gera mögulegar greiðslu-
skuldbindingar fyrir heilt verk,
sem dreifist á fleiri en eitt ár.
Að gera kleift að ljúka verk-
um, sem ákveðin hafa verið,
jafnvel þótt áætlanir um fram-
kvæmdakostnað og beinar fjár-
veitingar standist ekki fyllilega,
og það án þess að safna lausa-
skuldum.
7.3 Skipulagning á stjórn mann
virkjagerðar á vegum ríkisins.
Gerðar verði ráðstafanir til að
■ákveða stefnu við stjórnun
mannvirkjagerðar á vegum rík-
isins.
Hin nýja stefna miði að eftir-
töldum markmiðum:
Skilja algerlega í milli þeirra
aðila, sem „projektera" verk og
hinna, sem framkvæma verkið.
Takmarka afskipti þeirra að-
ila, sem nota eigið mannvirki,
við undirbúningsstig þess, en
gera þeim. ekki að annast fram-
kvæmdastjórn verksins.
Fá ákveðnum aðila það verk-
éfni að hafa frumkvæði að hvers
konar stöðlun mánnvirkja, sem
reisa þarf á ríkisins vegum.
Tryggja ákveðnar aðferðir við
úttekt og skilgreinar vegna
mannvirkja, sem reist eru á veg-
um ríkisins, og birtingu skýrslna
um þau opinberlega.
Tryggja samræmt bókhald
fyrir mannvirkjagerð, sem auð-
veldar samanburðarathuganir
kostnaðaratriða.
Bjóða út á einum stað alla
mannvirkjagerð á ríkisins veg-
um, sem eðli máls og aðstaða á
markaðnum leyfir útboð á.
Til að koma þessari stefnu í
framkvæmd, telur nefndin, auk
þess sem talið er hér að framan
meðal annars nauðsynlegt:
Að koma á fót fastri skipulags
einingu undir fjármálaráðuneyt-
inu, sem annist þá samræmingu
og umsjón, sem nauðsynleg er til
að það kerfi, sem nefndin leggur
til, starfi eðlilega, svo og til að
tryggja tengsl þess við fjárlaga-
un^;rbúning.
Á grundvelli þessara tilagna
nefndarinnar hefur frumvarpið,
sem hér liggur fyrir, verið samið
Það er tilraun til að komast út
úr þeim vítahring, sem opinberar
framkvæmdir hafa verið í um
ánabil og allir þekkja. Fjöldi
mannvirkja, sem unnið hefur ver
ið að samtímis. hefur verið meiri
en fjármagn t<l ráðstöfunar hef-
ur leyft. Þess vegna hefur hverri
framkvæmd miðað seint áfram,
og það eitt sér veldur óhjákvæmi
lega auknum tilkostnaði. Þar að
auki eru á hverium tíma bundn
ar miklar fjárhæðir í hálfgerðum
manrtvirkjum, sem eru til einskis
nýtileg.
Frumvarpið er frumsmíð, og
því verður ekki séð fyrir, hvort
það mundi, ef að lögum yrði,
leysa þann vanda, sem hér er
við að fást. Hins vegar er með
frumvarpinu gerð tillaga um
rammalöggjöf, sem á þessu sviði
þarf að vinna. Hvernig það starf
yrði af hendi leyst verður reynsl
an að skera úr um, enda ræður
þar úrslitum hversu hæfir starfs
kraftar ráðast til þess.
Fullyrða má, að með þessu
frumvarpi sé reynt til að koma
fram umbótum á sviði ríkis-
rekstrarins, þar sem f húfi eru
stærri fjárhæðir af fé hins al-
menna skattborgara en víðast
hvar annars staðar í hinum um-
fangsmikla rekstri ríkisins.
— Ræða Sverris
Framihald af bls. 14
Fiskimálaráð og ötul'li fram-
kvæmd þeirra, eftir því sem þau
lög standa til, þá sé brotið blað
I sögu íslenzkra sjávarútvegs-
og fiskiðnaðarmála. Það kann
að vera að ekki sé gert ráð fyrir
nægilegu fjármagni til fram-
kvæmdar þeirra mikilvægu verk
efna sem frv. gerir ráð fyrir að
Fiskimálaráð fjalli um, en reyn-
ist ráðið vancta sinum vaxið
mun skjótlega verða ráðin bót
á því.
Þá skulu þeir, sem mest tala
um stjórnleysið í útvegsmálum,
minntir á yfirlýsingu hæstv. sjá-
varútvegsmálaráðherra um bygg
irigu fjögurra skuttogveiðiskipa.
Ég vil geta þess að við nokkrir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins,
sem útbýtt hefir verið í deild-
inni og er á þingskj. 36®, þess
efnis, að rannsökuð verði ná-
kvæmlega öll atriði þessa máls
áður en hafizt verður handa um
framkvæmdir. Nú er það að
vísu svo, að því hefur lengi
verið haldið fram í þessum efn-
um, að skuttogarar væru það
sem koma skal. Ekki er þó vitað
ti aðl hér liggi ennþá neitt fyrir
sem sanni óyggjandi þessa stað-
hæfingu. Mér skilst á þeim sem
gerst þekkja að skip eins og
togararnir Maí, Sigurður og Vík-
ingur séu talin frábær skip til
síns brú'ks, þótt mannfrek séu,
enda höfum við séð þann árang-'
ur sem togarinn Maí hefir að
undanförnu náð.
Ekki verður séð hverju máli
getur skipt, upp á reksturshæfni
skipanna, hvort trollið er tekið
inn á hlið skipsins eða inn um
skutinn. Líklegt er þó að vinnu-
aðstaða á tveggja þilfara skipum
eins og skuttogararnir eru sé
miklu betri og auðvitað mikið
fyrir það gefandi, en ekki verð-
ur heldur séð hverju máli það
skiptir hvað reksturshæfni snert
ir. Þó kann svo vel að vera, en
af því sem þetta og fiölmargt
annað í þessu samibandi krefst
ítarlegrar rannsóknar áður en
skynsamlegt er að láta til skar-
ar skríða, þá er þingályktunar-
till. á þingskj. 368 flutt. Það má
ekkert til spara í tilraunum við
að koma fótum undir íslenzka
togaraútgerð á nýjan Ieik, og er
enda ákveðið að því stefnt.
Til viðbótar öllu því sem nefnt
hefir verið, má minna á tillögu
um fiskirækt í fjörðum og fjöl-
margt mætti enn nefria sem sýn-
ir að unnið er fullum fetum að
öflugri uppbyggingu og framför-
um í sjávarútvegs- og fiskiðn-
aðarmálum og hrekur alveg raka-
lausar staðhæfingar, sem fram
hafa verið fluttar af hv. þing-
mönnum stjórnarandstöðunnar
um stefnuleysi og fjandsamlega
stjórnarstefnu.
Eins og fram kemur í 6. gr.
frumvarpsins þess sem hér ligg-
ur fyrir til umræðu er gert ráð
fyrir að stofnaður skuli sjóður,
sem hafi það hlutverk að greiða
verðhætur vegna verðfalls á
frystum fiskafurðum, sem fram-
leiddar eru á árinu 1967. Það
er að vísu ekki lagt til í þessu
frumvarpi ,að stofnaður verði
verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðar-
ins en fram koma hugmyndir um
stofnun hans og skal hugsan-
legur greiðsluafgangur þessa verð
bótasjóðs renna til hans sem
stofnfé. Það var að heyra á
hv. 5. þingmanni Austurlands
við 1. umræðu málsins að hann
væri lítið hrifinn af hugmynd-
inni um stofnun slíks sjóðs.
Komu fram getsakir frá hon-
um um, að fjár til sjóðs-
ins myndi aflað með álög-
um á óskyldar greinar sjáv-
arútvegs sem að sjálfsögðu voru
alveg úr lausu lofti gripnar, þar
sem málið er engan veginn kom-
ið á rekspöl. Allt að einu er
hugmyndin góð og alveg sjálf-
sögð enda eru það hyggindi er i
hag koma, að safna í góðæri til
harðari ára og ættu íslendingar
að gera meira af slíku en gert
er, í sem flestum atvinnugrein-
um, og þó allra helzt í greinum
sem svo miklar sveiflur eru á
sem þessari er hér um ræðir.
Eitt var það í ræðu hv. 5.
þingmanns Austurlands hér á
dögunum, við 1. umræðu þessa
máls hér í hv. deild, sem mér
satt að segja var óskiljanlegt
og fýsir mjög að fá skýringar
á. Hann sagði að það væri dýrt
að eiga 2000 millj. kr. gjald-
eyrisvarasjóð sem gæfi aðeins
af sér 3—4% I vexti meðan Seðla
bankinn greiðir þeim aðilum sem
binda fé hjá honum 8—9% í
vexti. Hvað á hv. Þingmaður
við? Er það hans skoðun að það
borgi sig ekki að eiga gjaldeyris
varasjóð, sem allar þjóðir telja
algjöra undirstöðu þess að fyrir-
hyggjusaman búskap megi reka
í einu landi? Það verður líka
að svara þessu.
En nú sem þessi hv. þingmað-
ur gagnrýnir núverandi ríkis-
stjórn harðlega fyrir stefnu sem
reynzt hafi íslenzkum sjávar-
útvegi óhagstæð, þá er ekki úr
vegi að hann telji upp einhver
afrek sín frá því hann gegndi
emlbætti sjávarútvegsmálaráð-
herra. Sannleikurinn er sá, að í
hans ráðherratíð var ekkert blað
brotið í málefnum útvegsins, allt
sat við hið sama. Hv. þingmaS-
ur slapp áfallalítið úr embætt-
inu sjálfu í skjóli góðærisins tB
sjávarins. Hitt skiptir þó ölla
máli að hann bar fullkomna á-
byrgð á þeirri ríkisstjórn sem
þá réði ríkjum og reið þjóðar-
búskapnum á slig í heild, og giltfi
það að sjálfsögðu jafnt um sjá-
varútvegsmál sem önnur máL
Nú hefur það verið játað bæðl
af honum og öðrum að góðæri
hafi verið til sjávarins 1957 og
1958. Það var því ekki þes*
vegna, serri þróun mála fiski-
skipaflotans varð með þeim
hætti í tíð vinstri stjórnarinnar,
sem raun ber vitni um. Árið
1956 var tala fiskiskipa, yfir 100
rúml. 50 samanl. brúttórúmmál-
lestir 7829. f árslok 1958 er
tala skipanna 49 og hafði fækk-
að um 'l (’59. 61 — 10.316) og
samanl. brúttórúml. minnkað 1
7561. Frá þessum tíma, í tíð
viðreisnarstjórnarinnar hefir
þessum skipum fjölgað upp í
184 eða um 135 og rúml. talan
aukizt úr 7561 í 35559 eða um
27998 br. rúml. svo allir sjá hver
gjörbylting hefir hér átt sér
stað. Hvernig stóð svo á þessari
þróun mála í tíð vinstri stjórn-
arinnar sælu? Að vísu þvarr
lánstraust íslendinga á öðrum
löndum alveg á þessrum árum,
en þó svo að trúlega hefðu Norð-
menn lánað okkur fé til kaupa
á fiskiskipum svo áfjáðir sem
þeir eru í að selja þá framleiðslu
sína.
Það sem úrslitum réði, hins
vegar, var að undir þessari
dæmalausu stiórn fýsti engan út-
vegsmann að leggja út í svo
mikið fyrirtæki, sem kaup á ný-
tízku fiskiskipi er. Meðan ekk-
ert blasti við nema eymd og
volaeði og gjaldþrot þjóðarbús-
ins var ekki eðlilegt að neinn
þyrði að leggja ti'l atlögu við
stórfyrirtæki, þótt hann kynni
að öðru leyti að hafa haft á þvl
tök. Þetta giörbreyttist hins veg-
ar þegar viðreiðsnarstjórnin tók
við völdum og hefir haldizt síð-
an eins og öæmin sanna.
Birgir Finnsson mælti fyrir
nefndaráliti meiri'hluta sjávarút-
Vegsnefn^sr og sagði þau rök, er
liggja að frv. svo og rakti hann
megin efni frumvarpsins. Þá
'benti hann á, að gera þyrfti
rannsókn á hvaða stærð frysti-
húsa hentaði bezt á hverjum
stað, erria væri ekki hægt að
halda því fram, að einhver
ákveðin stærð frystihúsa væri
heppílemst alls staðar.
Lúðvík J ósepsson (K) tók
næstur til máls og gagnrýndi
*stefnu rík’sstiórnarinnar í sjáv-
arútvegsmálum, og sagði. að hún
ætti stóran þátt í erfiðleikum
sj ávarútveesins.
Jón Sk*c*aSon (F) færði rök
áð tillögu ^ramsóknarmanna til
breytinga á frv. og gagnrýndi
ýmislegt í f~v.
Magmís JAnsson fjármálaráð-
herra berfi á, að þótt Riki»-
ábyrgðars’'ður hefði samkv. frv.
heimild +í’ að afsegja kröfur,
ætti það -”s ekki að þýða að
hann fé"> c-á kröfum öðrum en
þeim, se>~' vanskil eru á og i
samvinnu ”’ð aðrar kröfuaðila.
Þá benti ré*herTa á, að fjarstætt
væri að h?Ha því fram að óða-
verðbólga ætti meginsök á erfið-
leikum s’ávarútvegsins, en vilja
svo að ríkissióður haldi áfram að
yfirdrætti sínum hjá Seðlabank-
anum. Það hlyti að leiða til frek-
ari verðhAlgu.
Einar Ágústsson (F) tók næst-
ur til máls. Vakti hann athygli &
ályktun Borgarráðs Reykjaví'kur,
en í ályktuninni er mótmælt
skerðingu á framlagi ríkissjóð*
til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
'Þá ræddi hann nokkuð um ræðti
Sverris Hermannssonar.
Lúðvík Jósefsson benti á, að
fiskifræðingar teldu of mikinn
hluta hins ókynþroska fisks vera
veiddan, svo og hélt hann því
fraim, að auknar veiðíheimildir
í landhelgi okkar veiktu málstað
til frekari útfærslu. Þó kæmi það
fyllilega til greina, ef það kæml
okkur til góða raunverulega, en
þannig aðstæður væru ekki nú.
Þá gagnrýndi hann og mót-
mælti ýmsu í ræðu Sverri*
Hermannssonar.
Umræðu varð lokið en át-
kvæðagreiðslu frestað.