Morgunblaðið - 11.04.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.04.1967, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 54. árg. — 81. tbl. ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins ■íi.rví'íwv-;.'-- a ‘ FLUGSLYSIÐ I SEOUL Rannsókn fer nú fram á því hvað valdið hafi flugslysinu er 6agt var frá á laugardag, er S- kóresk herfiutningavél af gerð- inni C-46 hrapaði niður yfir íbúðarhverfi í Seoul og varð fjölda manns að bana auk þeirra sem í vélinni voru. Frumrann- sókn virðist benda til þess að vélarbilun skömmu eftir flug- tak hafi orðið til þess að flug- maðurinn ákvað að reyna að snúa aftur til flugvallarins en tókst ekki. Flugvélin hafði sam- band við flugstöð sina, en hafði ekki náð sambandi við aðalflug- turninn á Kimpo-flugvellinum í Seoul er slysið varð. Talið er að nokkuð á fjórða tug manna hafi farizt í slysi þessu, en fyrst var talið að jaðr aði við fimm tugi. Hálft annað hundrað manna misstu heimili sín í bruna er kviknaði þar sem vélin kom niður, enda þett- býlt hverfi og hús þar flest fá- tækleg og eldfim í meira lagi. Hluti af flaki vélarinnar sést hér á myndinni. Mennirnir tveir, sem í brakinu standa, eru lögreglumenn. (AP—10. apríl). Símamynd. Bandaríkjamenn og S-Viet nam einhuga um vopnahlé Enn hefur ekkert svar borizt frá Hanoi Saigon, Washington, 10. apríl, AP—NTB. EKKERT svar barst frá stjórn N-Vietnam um helg ina varðandi tillögur Saigon þess efnis að fulltrúar beggja ríkisstjórnanna hittust til að ræða framlengingu 24 stunda vopnahlésins, sem Saigon bauð á laugardaginn í tilefni hátíðarhaldanna á fæðingar- degi Buddha 23. maí. Stjórn- málamenn og fréttamenn í Hanoi eru þess fullvissir, að Hanoi muni ekki svara þess- um friðarumleitunum Sai- gon. Bandaríkjamenn eru sammála vopnahlésboði Sai- gon, en talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins hefur lýst því yfir, að loftárásir yrðu þegar hafnar að nýju, ef í Ijós kæmi, að kommún- istar notuðu vopnahléið til verulegra liðs- og birgða flutninga suður á bóginn, eins og þeir hafa áður gert í slíkum tilvikum. í yfirlýsingu utanríkisráðu- neytisins er ekki greint nánar frá þvi við hvað er átt með orð- inu „verulegra", en á það er bent, að meðan á nýársvopna- hléinu stóð, hafi kommúnistar flutt 23.010 lestir af ýmiskonar hernaðarbirgðum suður á bóg- Blóðugar kynþáttaóeirð- ir í Nashville — þriðja daginn í röð — Blökkumanna- leiðtoganum Stokeley Carmichael kennt um Nashville, Tennessee, 10. apríl, AP-NTB. MIKLAR kynþáttaóeirðir hrut- ust út í nágrenni Fiskháskólans í Nashville s.l. laugardagskvöld. Skiptust stúdentar og lögreglu- menn á skotum og særðust nokkrir alvarlega. Við Fisk-há- skólann eru 90% stúdentanna svartir en stjórn skólans er í höndum hvítra. Óbein ástæða uppþotanna er sú, að á föstudag hélt svertingjaleiðtoginn Stokel- ey Carmichael, aðaltalsmaður hreyfingarinnar „Svart vald“, fyrirlestur í Fisk-háskólanum, þar sem hann hvatti blökku- mennina við skólann til að taka stjóm hans í sínar hendur. Bein ástæffa til óeirðanna var sú, að á laugardagskvöld var drukkn- um blökkustúdent úr háskólan- um kastað út af veitingahúsi í grennd hans, en eigandi þess er blökkumaður. Öeirðirnar stóðu í fjórar klukkustundir og skutu blökku- stúdentarnir úr haglabyssum, vörpuðu grjóti og flöskum að miklum liðsafla lögreglumanna, Skýrsla fjármálaráðherra um afkomu ríkissjáðs 7966; Greiðsiuafgangur varð 474 milljdnir Tekjur 847 miEBj. umfram áætlusi Gjöld 320 millj. umfram áætlun SL. laugardag gerði Magnús Jónsson, fjármálaráðherra Sameinuðu Alþingi grein fyr ir fjárhagsafkomu ríkissjóðs árið 1966. Það kom fram ’ ræðu fjármálaráðherra að skv. bráðahirgðayfirliti hefði greiðsluafgangur ríkissjóðs ' árinu 1966 orðið 474 milljónir króna og heildarstaða ríkis- sjóðs hjá Seðlabankanum batnað um 331.2 millj. kr. Tekjur á rekstrarreiknimer? urðu 4 milljarðar 642.2 milli og fóru 847,8 milljónir fram úr áætlun og munaði þar mest um flutningsgjöld o«r söluskatt. Gjöld á rekstrar- reikningi urðu 3 milljarðar 928,7 milljónir og fóru 320,5 milljónum fram úr áætlun að allega vegna aukinna launa- greiðslna niðurgreiðslna, út- flutningsuppbóta og útgjalda vegna sérstakra laga. Árin 1962 og 1963 varð milljónir og 1965 90,7 milljón í greiðsluafgangi ársins 1966 ir. væri að fullu ráðstafað m.a. Fjármálaráðherra vakti að með ^eiðslum vegna sjávar- lokum athygli á því að I Framihald á bls. 19. sem þegar var sendur til háskól- ans. Fékk einn stúdentanna skot í fótinn, en sárið var ekki al- varlegs eðlis. Þetta kvöld voru 100 manns handteknir. Á sunnudagskvöld kom aftur til mikilla átaka við Fisk-há- skólann. Hópar negra fóru um strætin í nánd við skólann, slkutu af byssum, vörpuðu grjóti og „Molotovkokkteilum" (flöskum með logandi benzíni), að lög- reglumönnum og byggingum. Eldur kom upp í þremur kaup- sýslubyggingum, en var fljót- lega slökktur. Seinna um kvöldið særðist ungur blökkustúdent alvarlega, er hann var skotinn í hnakkann úr bíl, sem í voru fjórir hvítir unglingar. Hann var þegar flutt- ur á sjúkrahús og mun nú vera úr lífshættu. Fréttamenn skýrðu frá því, að skotið hefði verið á lögreglu- menn úr launsátri, en enginn þeirra særðist alvarlega. Þá var grjóti og „Molotov-kokkteilum" varpað að bifreiðum hvítra borgara, sem leið áttu um óeirðarhverfið. Dagblað í Nashville, „The Banner", ákærði Stokeley Car- michael á sunnudag, fyrir að hafa komið til borgarinnar til að stofna til vandræða. Er Carmic- hael var spurður að sannleiks- gildi þessara staðhæfinga sagði hann: „Blöff hvítu mannanna eru Framhald á bls. 31. Magnús Jónsson verulegur greiðsluafgangur hjá ríkiss. 101 millj. 1962 og 124 miljónir 1963. Árið 1964 varð hins vegar veru- legur greiðsluhalli eða 257,8 Svetlana viil enn cútjast að í Bandaríkjunum Nýju Delhi, 9. apríl — AP MANOHAR Lohia, leifftogi Sameinaða sósíalistaflokksins á Indlandi og einn af nánustu vinum Svetlönu Allilujevu, dóttur Stalíns, hefur látiff svo ummælt, aff ástæffan fyrir Iandflótta hennar hafi ef til vill veriff löngun hennar til aff segja heiminum frá þeim góffu eiginleikum, sem faffir hennar liafffi. Skýrffi Lohia frá því aff Svetlana hafi sagt viff sig í Moskvu fyrir tveim- ur árum: „Faffir minn var slæmur maffur, en hann var ekki algjört illmenni." Lohia, sem gagnrýnt hefur utanrikis stefnu Bandaríkjanna, sagði í viðtali viff AP-fréttastofuna: „Það á sér sínar orsakir að Svetlana flúffi til Vestur- landa. 1 Bandaríkjunum er manni fljálst aff segja hug sinn allan og einmitt þaff fell ur mér bezt í geff — maffur getur lifaff því lífi, sem maff- ur kýs, sagt þaff sem maffur vill og kynnst þeim, sem maff ur vill“. Lohia sagði ennfremur, að hin frjálsa, bandaríska frétta mennska mundi standa Svetl önu opin, og kvaðst vona að Bandaríkin mundu veita henni tækifæri til að tjá sig, „og uppgötva sjálfa sig“. Bandaríska tímaritið Life hefur haft samband við Svet- lönu, þar serr. hún dvelst í Sviss, og boðið henni offjár fyrir endurmn-ningar hennar. Þýzka vikuritið Stern hefur boðið nenni 250.000 dali fyrir endurminningarnar, en for- svarsmenn Life kveðast munu yfirbjóða öll önnur tímarit Að sögn svissneskra diplómata langar Svetlö au enn að setjast að í Bandarikj- unum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.