Morgunblaðið - 11.04.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.04.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1967. Skrifstofustúlka óskast til símavörzlun og vélritunar, hálfan eða allan daginn, frá 1. maí n.k. Umsóknir sendist til blaðsins fyrir 17. þ.m. merktar: „Rösk.“ Röskur sendisveiiin óskast nú þegar. Þarf að hafa skellninöðru til um- ráða. Gott kaup. Uppl. í síma 17100 í dag. Framtíðarvinna Handlaginn maður, 25—40 ára, óskast nú þegar við afgreiðslustörf í Glerslípun og speglagerð h.f. Uppl. í skrifstofu Ludwig ♦ Storr, Laugavegi 15. Ódýru leðurjakkarnir komnir aftur í unglingastærðum. Lækkað verð Vegna nýrra framleiðsluaðferða getum við nú boð- ið viðskiptamönnum okkar SLÁTUR í PLASTUMBÚÐUM á lækkuðu verði. Blóðmör, smásöluverð kr. 45.00 pr. kg. Lifrapysla, smásöluverð kr. 60.00 pr. kg. Sláturfélag Suðurlands Frá bvggingarsamviimufélagi atvinnubifreiðastjóra Áformað er að stofna 4. byggingarflokk félagsins um byggingu fjölbýlishúsa í Breiðholtshverfi. Þeir félagsmenn sem óska að komast í þennan bygg- ingaflokk leggi umsóknir sínar inn á skrifstofu byggingarfélagsins, Fellsmúla 14—22 fyrir kl. 18 þriðjudaginn 18. apríl n.k. Ungur maður sem talar ensku, þýzku og dönsku og hef- ur 12 ára reynslu í verzlunarstörfum ósk- ar eftir vinnu helzt hálfan daginn. Tilboð merkt: ,.2232“ sendist Morgunblaðinu fyr- ir 20. þ.m. Mímir Vornámskeið hefst á föstudag. Sérstök athygli skal vakin á hinum nýju HJÁLP- ARDEILDUM FYRIR GAGNFRÆÐASKÓLA og deild fyrir unglinga sem ætla til Englands. IMálaskólinn IVIímir Brautarholt 4, sími 1 000 4 kl. 1—7 e.h. - MINNING Framhald af bls. 22. því okkur gafstu allt þitt líf og sál og allt hið bezta, er fegrar mannlegt hjarta. Þú réttir okkur lífsins birtu bjarta. Þín bæn var heilagt kristið trúarmál. Þín fórnarlund var fús að rétta hönd og flétta ást og kærleika í sveiga. Þú knýttir jafnan öll hin beztu bönd, sem bresta ei þeim, er minning þína eiga. Og hvert þitt spor var stjörnugeislum stráð. Við stöndum hljóð og tregum brottför þína, en mynd þín ætíð skærast mun þó skína er sköpin þungu verða ei burtu máð. En fyrir handan lífsins landa-spönn mun Ijósið Drottins vaka og fagna þér, því honum varst þú sönn í orði og önn, sem aldre: brást, Þín trú ei leyndi sér. Hvað skynjum við í veröld bak við tjald? Þú varsi þó allt. þitt hjarta stórt til dáða, þinn hugur jafnan fús til heillaráða í hljóðri bæn, en aldrei stolt né vald. BRÆÐURNIR KAMPAKÁTU X— — TEIKNARI: JÖRGEN MOGENSEN • Ánhdtt Aphroclisia ÞAÐ hefur oft átt sér stað að borg hafi grafizt og fallið í gleymsku, en siðan ' verið fundin á ný. Átti þetta sér nýlega stað, þegar tyrkneska þorpið Geyre, við rætur fjalls ins Baba Dag, var fundið. — Einu sinni hét þetta þorp Afrodisias og var þá borg, sem Grikkir höfðu látið byggja fyrir ástargyðjuna Afrodite. Allt frá upphafi borgarinnar á 3. öld fyrir Krist og síðar, var húa helzta heimild um forna höggmynda list. Við háskóla borgarinnar var kennd læknisfræði, saga og heimspeki. í árlegum veizlu höldum var mikið spilað og sungið. Mikið af kirkjum og öðrmu merkilegum bygging- um voru byggðar í borginni. Á 18. öld var þessi fyrrum svo þekkta og merkilega borg ekki annað en litla þorpið Geyre. Á kveðjustund, x þúsundfaldri þökk, er þögnin okkar vitni um sorgardjúpin, en harmur sár og kærleikslundin klökk mun krjúpa hjá þér, bak við dulda hjúpinn. Þótt síðar verði, sjáiumst aftur við. Hve sælt er þá að eiga fundi vísa og sjá þá aftur bros þitt milda lýsa. Þín sál ihjá Guði eignast helgan frið. t Fædd 14. jan. 1922 Dáin 4. april 1967 í DAG fer fram frá Fossvogs- kirkju útför Þuríðar Jónasdótt- ur, Laugarnesvegi 74, en hún lézt að sjúkrahúsinu Sólheimum þriðjudaginn 4. apríl siðastlið- inn eftir langa og stranga sjúk- dómslegu Oft stöndum við, mannanna börn, undrandi yfir þeirri ráð- stöfun máttarvaldanna, að ung- menni og fólk á bezta aldri skull vera burtu kallað frá hinu jarð- neska lífi svo fljótt, sem stað- reyndir sanna, en lífið er fall- valt, og enginn ræður sínum næturstað. Ég mun ekki með þessum fá- tæklegu skrifum mínum rekja hér æviíeril Þuríðar, nema að litlu leyti — Hún var fædd að Lokinhömrum í Arnarfirði 14. janúar árið 1922 Foreldrar henn ar voru hjónin Sigríður Andrés- dóttir frá Bessastöðum í Dýra- firði og Jónas Sigurðsson bóndl í Lokinhömrum, látinn fyrir nokkrum árum. Þuríður ólst upp í foreldrahúsum fram að full- orðinsárum og vandist þar öllum venjulegum sveitastörfum, eins og títt var um ungmenni á þeim tímum. Þegar hún var fullorðin, flutt- ist hún tii Reykjavíkur og hefir átt þar heima síðan. Árið 1947 giftist hún eftirlifandi eigin- manni sínum, Gísla Jónssyni, verkstjóra, frá Þingeyri í Dýra- firði, hinum ágætasta manni, og var sambúð þeirra hin ástríkasta. Ég kynntist Þuru. en svo var hún kölluð af þeim, sem þekktu hana, lítið. meðan hún var í föð- garði, en þó minnist ég þess, að ég sá hana hlaupa þar um létta í spori með æskufjöri og blíðu brosi á vör. En eftir að við hjón- in fluttumet til Reykjavíkur, fyr ir 14 árum, hófust kynni okkar, og eftir því sem ég kynntist Þur íði betur. fann ég, hversu gott var að hafa kynnzt henni. Hún bjó yfir slíkum aðlögunarmætti, að í návist hennar hlaut ‘hverj- um manni að líða vel. Hún var prýðilega greind kona, glöð í við móti og myndarleg húsmóðir. Hún var trúuð kona, enda mun trúin hafa reynzt henni sem öðr- um, bezta stoðin þegar heilsa hennar bilaði og lÆfsvonin slokknaði Margar ánægjustund- ir höfum við hjónin átt á heim- ili þeirra Þuríðar og Gísla. Fyrir það viljum við nú þakka al hjarta. „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir“. Þungur harmur er kveð- inn að eiginmanninum og dótt- urinni, aldraðri móður og öðrum ástvinum hinnar látnu. Slíkt er eigi undarlegt, missirinn er stór, sárt að sjá á eftir ástríkri eiginkor.u, göfugri móður og dóttur. En minnumst þess: „Að líf er vaka, gimsteinn gæða, Guði vígt en eig) mold. Aldrei sagði sjóli hæða sálin verði duft sem hold“. Við hjónin sendum ykkur öll- um, ástvinum hir.nar látnu, o(kk- ar dýpstu samúð í ykkar miklu sorg. Megi minningin um hina göfugu konu vera ykkur huggun harmi gegn. Þura mín. Við hjónin færum þér okkar innilegustu þakkir fyrir allar ánægjustundirnar, sem þú veittir okkur með návist þinni. Við vitum, að þú átt góða heimkomu í hinum nýju heim- kynnum þínum. H. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.