Morgunblaðið - 11.04.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.04.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1967, Þýðingarmest oð stúlkurnar læri oð um- gangast fólk með skilningi og tillitssemi nauðsynlegir _eru til kennslu, gannalt orgel. Á fyrstu hæð 'húss- ins er að auki handavinnustofa, skrifstofa og vinnuherbergi, eld'hús og búr. Starfskonur og nemendur matreiða allan mat til heimilisins. Á annarri hæð eru þrjú her- Heimsókn í Stúlknaheimiiið Bjarg á Seltjarnarnesi OKKUR langar að heim- sækja sérstætt heimili á Sel- tjarnarnesi. Húsið stendur niður við sjóinn, og þegar við erum þarna stödd að kvöld- lagi, er himinninn heiður og sólin að setjast og útsýni því hið fegursta. í fjarska á vinstri hönd eygjum við Esj- una, stolt okkar Reykvíkinga og á tindum fjallsins má óljóst sjá glytta í snjóinn, því þetta er að vetrarlagi. — Frammundan blasir við ljósa dýrð Reykjavíkurborgar. í förinni með okkur er Auður Eir Vilhjálmsdóttir, fulltrúi Iheimilisins og önnur tveggja kvenlögregla í Reykjavík. Hún fræðir okkur um heimilið: — Víða er við unglingavanda- málið að stríða, og einnig hér á landi. Eitt veigamesta atriðið til að bæta úr því vandamáli er heimili fyrir þetta unga fólk. Drengjaheimili hefur verið reiist hér, og áður hafa verið gerðar tilraunir með stúlkna- heimili. Margir hafa sýnt þessu heimili, sem nú hefur verið stofnað, áhuga og hefur sá áhugi og skilningur greitt verulega götu þess. Það var fyrst árið 1963 að Hjálpræðisherinn atJhugaði möguleika á því, að stúlkna- heimili yrði stofnað hér á landi. í gegnum kvenlögregluna hafði Herinn komist að því að þörfin fyrir slíkt heimili var brýn. Hjálpræðisherinn rekur ungl- ingaheimili víða um heim, m.a. 1 Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku. Hefur greinilega komið í ljós, að stúlknaheimilið hér hefur notið mikils góðs af þeirri reynslu, sem herinn hef- ur aflað sér í nágrannalöndun- Brugader Driveklepp eigum góðar og skemmtilegar minning- ar frá þessum undirbúnings- tíma og góðu samstarfi við margt gott fólk. Á Bjargi er rúm fyrir 11 nem- endur. Hér starfa 3 starfskonur, allar foringjar í Hjálpræðishern- um. Hafa þær að baki haldgóða reynslu x þjóðfélagsstörfum og umgengni við unglinga, og kap- teinn Krötö er hjúkrunarkona að mennt. Brigader Driveklepp starfar einnig við heimilið. Hef- ur hún yfirumsjón með neimil- inu, annast fjármál og skipulxgn vinnu. Þær læra að vinna vel í vinnutíma og eiga góðar og ánægjulegar tómstundir. Á vetrum er gagnfræðaskóli á Bjargi. Sl. vor luku allir nem- endur prófi, sem gefur þeim rétt til áframhaldandi gagn- fræðaskólanáms. Fyrir margar stúlknanna er dvölin á Bjargi þeirra einasti möguleiki á að ljúka gagnfræðaprófi. Á sumrin eru haldin sumarnámskeið, t.d. í hjálp í viðlögum, — föndri, vélritun, snyrtimennsku og framkomu o.fl. Stúlkurnar eru á aldrinum 13-16 ára og er gert Talið frá vinstri: Auður Eir Vilhjálmsdóttir, fulltrúi stúlkna- heimilisins, major Anna Ona, forstöðukona og kaptein Liv Krötö starfskona Myndin fyrir ofan sófann er af William Booth, stofn- anda Hjálpræðishersins. ingu o. fl. Einnig njótu-n v:'ð góðrar aðstoðar Guðiaugar Sverrisdóttur, lögreglukonu. Átta tímakennarar hafa starfað við skólann í vetur. Það hefur verið okkur ómetanlegt að eiga gott samstarf við ýmsa aðila, sem koma við sögu heimilisins innan veggja þess og utan. Skólastofan á Bjargi er björt og falleg. í einu horninu má sjá orgeL ráð fyrir að þær dvelji á heim- ilinu í 2 ár. Þær eru hvaðan- æva af landinu og eru innritað- ar fyrir milligöngu Barnavernd- arnefndar. Við vorum mjög áhugasamar, þegar við byrjuðum og nú er- um við mjög ánægðar með hvað allt hefur gengið vel. Það er náttúrlega fyrst og fremst að þakka starfsfólkinu, sem sýnt hefur mikinn áhuga og unnið fórnfúst og vel. Það er oft mjög erfitt að fá starfsfólk að slíkum heimilum, starfið gerir miklar kröfur til fólksins og heimtar mikinn tíma og áhuga. Við leggj- um mikla áherzlu á, að á heim- ilinu ríki góður heimilisbragur, hlýlegur og persónulegur. Stúlk- urnar eiga heimtingu á og hafa þörf fyrir kærleik og aga. Það mun veita þeim öryggi og festu, svo góðir eiginleikar, sem kunna að hafa drukknað í ringulreið- inni, fái að koma fram og njóta sín. Auðvitað hafa ýmsir erfiðleik- ar mætt okkur í starfinu á þessu fyrsta ári Mörg þjóðfélagsstörf eru enn á byrjunarstigi hér á Iandi og er því oft lítill skiln- ingur sýndur. En þannig vill ..j Brigader Henny E. Drivefclepp, yfirforingi Hjálpræðishersins á íslandi. pað vera um flest störf í byrj- un. Þegar fólk fer að kynnast nýja starfinu, breytast viðhorf- in og gagnsemi starfsins verður almennt viðurkennd. Þannig hefur það verið með Skólaheim- ilið Bjarg og þannig mun það verða. Margir, sem ég hef hitt hafa ekki skilið starf heimilsins, en það er ofur eðlilegt, og ég veit að það á eftir að breytast. En starfið hefur einnig mætt skilningi fjölmargra manna og kvenna, velvild og hjálpsemi, sem verið hefur til mikils góðs. Við spyrjum Auði hver greiði kostnaðinn af heimilinu. — Hið opinbera greiðir dvalar kostnað stúlknanna, en Hjálp- ræðisherinn á húsið og annast reksturinn. f fylgd með forstöðukonu Skólaheimilisins, major Önnu Ona og einni starfskonunni, kap- tein Liv Krötö (þriðja starfskon- an, , lautinant Bente Wold er ekki heima) skoðum við húsa- kynnin. Úr forstofunni komum við fyrst inn í rúmgóða borð- stofu. Þar eru 3 borð, stúlkurn- ar og starfskonuinar borða allar saman. Við rekum augun í fall- ega heklaða mynd yfir einu borðanna Myndin er í ramma og táknar síðustu kvöldmáltíð- ina. Frá borðstofunni göngum við inn í bjarta kenns'Iustofu. í henni er auk þeirra hluta, sem bergi fyrir starfskonurnar, stór björt og falleg setustofa auk snyrtiherbergja. í setustofunni sjáum við gítar, þar er setið á síðkvöldum, spilað og sungið. Þar eru fallegar myndir á veggj- unum. Við tökum m.a. eftir vatnslitamynd eftir Jónas Jak- obsson, sem hann gaí heknilinu. Þá sjáum við einnig málverk af Gullfossi, eftir danskan málara. Á þriðju hæð eru henbergi stúlknanna, fjögur að tölu. Þau eru snyrtileg og heimilsleg og bera vott um áhugasama íbúa fyrir umhverfi sínu. Rauð teppi eru yfir rúmunum. Á náttborð- unum eru bækur, m.a. biblíur og sálmabækur. í herbergjunum eru einnig fallegir persónulegir munir, s,s brúður og fjölbreytt handavinna. Skóiaheimilið Bjarg virðist i alla staði vera eins og bezt verð- ur á kosið. Hjálpræðisherinn hefur með stofnun þessa heim- ilis unnið gott verk og þarft. Það er óskandi að þessi tilraun til bættra þjóðfélagsmála hljótl sem fyrst almennan skilning og áhuga. — Er við höfum kvatt starfskonur heimilisins, ökum við til Reykjavíkur meðfram sjónum. Okkur hefur verið sagt, að sjórinn hafi góð áhrif á sálar- lífið, og þess vegna er Bjarg sennilega enn betur staðsett en ella. s. ól. um, þótt auðvitað verði að taka tillit til ýmissa séreinkenna hér á landL Eftir umfangsmikið undirbún- lngsstarf var Skólaheimilið Bjarg opnað í maí 196ð. Lengi hafði verið leitað að hentugu húsnæði fyrir heimilið, og loks- fns varð þetta húsnæði fyrir valinu, enda hentar það mjög vel. Var húsið sérstkalega inn- réttað fyrir heimilið, og teiknaði Ásmundur Ólafsson, byggingar- fræðingur, breytingarnar. Við Viðfangsefni nemenda eru bæði verkleg og bókleg. En einn þýðingarmesti þáttur kennslunn ar er að kenna nemenduip að umgangast skólafélaga sína, starfskonur og kennara með skilningi og tillitssemi og meta og koma á réttan hátt fram við foreldra sína og fjölskyldu. — Aðal markmið okkar er að stúlkurnar komi hingað áður en það er orðið of seint. Nemendur læra hreinlæti og snyrti- mennsku, hússtörí og 'handa- 4000. kr. afsláttur Vegna flutnings seljum við næstu daga SÓFASETT með 4.000 kr. afslættL SVEFNBEKKI á kr. 3.800.00. Greiðsluskilmálar. VALHÚSGÖGN, Skólavörðustíg 23 — Sími 23375. Skólaheimilið Bjarg á SeltjarnarnesL (Ljósm. Jóh. Long).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.