Morgunblaðið - 11.04.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.04.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1967. Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: | Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: j Ritstjórn: | Auglýsingar og afgreiðsla: ( f lausasölu kr. LÁskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. .Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. 7.00 eintakið. . á mánuði innanlands. NÝ HAFNALÖG Embættissvipting Lius forseta á næstu grösum? Júgóslavneskum frétta- manni vlsað úr landi p •*■*• íkissstjómin hefur fyrir sikömmu lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra haifna- laga. Hefur undanfarið ver- ið unnið að endurskoðun hafnalaga og er þetta frum- varp árangur af því starfi. Hið nýja hafnalagafrum- varp felur í sér margvísleg nýmæli, sem eru mjög þýð- ingarmikil fyrir hafnirnar 1. landinu. Gert er ráð fyrir, að ríkið greiði 75% stofnkostn- aðar ytri hafnargarða, dýpk ana á aðal siglingaleið að og frá höfn eða hafnarsvæði. Áður greiddi ríkissjóður 40% af stofnkostnaði þesssara framkvæmda. Af stofnkostn- aði annarra styrkhæfra hafn armannvirkja greiðir ríkis- sjóður samkvæmt frumvarp- inu 40% eða sama hlutfall og áður. I Þá fellst það nýmæli í fmmvarpinu, að hafnarmála- stjóri skal í samráði við hafn arstjórnir gera tillögur að á- ætlunum um hafnargerðir til 4 ára í senn. Skulu slíkar til- lögur miðaðar við skiptingu þess fjár, sem ætlað er til hafnargerða í almennri fram- kvæmdaáætlun ríkisins, ef slík áætlun er gerð, en að öðr um kosti skal miða við það heildarfjármagn sem líklegt er talið að til ráðstöfunar verði. Ráðherra skal leggja þessa framkvæmdaáætlun í hafnarmálum fyrir sameinað Alþingi, sem gmndvöll skipt ingar þess fjár, er Alþingi veiitir til hafnargerða hverju ssinni og til leiðbeiningar varðandi aðrar fjárútvegan- ir til þessara mála. Hafnar- máiastjóri skail síðan vinna að framkvæmd áætlunarinn- ar í samráði við viðkomandi hafnarstjóra og eftir því sem fjármagn er fyrir hendi. Þá skal ráðherra leggja árlega fyrir Alþingi skýrslu um framkvæmd áætlunarinnar áður en fjárveitingar eru á- kveðnar. Á tveggja ára fresti skal endurskoða áætlunina og leggja hana þannig fram á Alþingi á sama hátt og hina upphaflegu áætlun. Þá em gerðar mikilvægar breytingar á reglum um Hafnarbótasjóð, er gert ráð fyrir að ríkissjóður leggi hon um á ári 8 miljónir króna og er það veruleg hækkun frá því sem verið hefur. Enn- fren\'r skal lagt á sérstakt hafnarbótasjóðsgjald sem á að gefa 12 milljónir króna árlegar tekjur í sjóðinn. Þá er Hafnarbótasjóð heim ilað að taka lán til starfsemi sinnar innanlands eða utan, aillt að 350 milllj. króna. Hafnarbótasjóður hefur fjór þætt verkefni. Hann skal í fyrsta lagi veita hafnarsjóð- um lán til framkvæmda gegn ríkisábyrgð. í öðru lagi er sjóðnum heimilt að styrkja endurbætur á hafnarmann- virkjum sem skemmzt hafa af völdum náttúruhamfara eða af öðru óviðráðanlegum orsökum, án mótframlags hafnarsjóðs. í þriðja lagi er sjóðnum heimiit að styrkja hafnarsjóði sem eiga við sér- staka fjárhagsörðugleika að stríða vegna erfiðrar aðstöðu og dýrrar mannvirkjagerðar. í fjórða lagi er sjóðnum heimilt að veita hafnarsjóð- um lán út á væntanleg ríkis- framlög samkvæmt lögum þessum. Óhætt er að fullyrða, að frumvarpið að þessum nýju hanfarlögum sé merkilegt spor fram á við í íslenzkum hafnalögum er merkilegt margar hafnir eru mjög illa á vegi staddar fjárhagslega og byggðarlög þeirra engan veg- inn fær um að rísa undir þeim mikla kostnaði, sem leitt hef- ur af byggingu þeirra. Hafn- irnar eru hins vegar tófæð framleiðslunnar við sjávarsíð una. Þess vegna er nauðsyn- legt að halda áfram uppbygg- ingu þeirra og tryggja þar með vaxandi og stækkandi fiskiskipa- og verzlunarskipa flota bætta aðstöðu. Ríkis- stjórnin á þakkir skildar fyr- ir undirbúning og flutning hinna nýju hafnarlaga og væntanlega afgreiðir Alþingi þau vel og greiðlega. ÍSLANDSVINIR lA'ða í háskólum erlendis ’ eru starfandi kennarar, sem lagt hafa fyrir sig ís- lenzk og önnur norræn fræði og kenna þau við háskóla sína. Margir þessara manna ýmist tala íslenzku eða lesa hana jafnrvel þótt þeir hafi í mörgum tilvikum aldrei til íslands komið. Óhætt mun að fullyrða, að flestir þeirra hefðu fullan hug á að heim- sækja ísland og kynnast landi og þjóð og tungu af eigin raun, þótt efni þeirra og aðr- ar aðstæður leyfi ekki slíkt. Þessir menn bera hlýjan hug í brjósti til íslands, ís- lenzku þjóðarinnar og ís- lenzkra málefna, og halda uppi mikilvægu kynningar- starfi á erlendri grund, jafn- framt því sem þeir kenna ungu fólki hver í sínu landi að meta fornar og nýjar bók- menntir íslendinga og virða jessa lifcl'U þjóð, sem býr langt norður í Atlantshafi. Það er stærsti draumur . Peking, 10. apríl, NTB, AP. UM það bil 20.000 Kínverjar hafa nú birt yfirlýsingu, þar sem þeir lýsa þeirri ósk sinni, að Liu Shao Chi forseti verði sviptur em- bætti. Er forsetinn í yfirlýsing- unni kallaður landráðamaður og er það hörðust ásökun er á hann hefur verið borin undanfarið, síðan ágerzt hafa árásimar á hann á opinberum vettvangi. Þeir er yfirlýsingu þessa und- irrita heita því jafnframt undir- skriftinni, að þeir skuli fá fram- gegnt ofangreindri ósk um að forsetinn verði sviptur embætti og kalla hann leiðtoga og höfuð paur endurskoðunarsinna. Heit- strenging þessi er rakin til fund- ar, sem haldinn var í Peking nú um helgina, að því er frétta- stofan Nýja Kína hermir. Um þann fund segir japanska dag- blaðið Yomiuri, að þar hafi Mao Tse Tung og fylgismenn hans náð undirtökunum í stjórnmála- nefnd miðstjórnar kommúnista- flokks Kína, og hafi ekki gengið alltof vel þótt Mao sé og hafi lengi verið formaður nefndar- innar. Segir Yomiuri að fylgis- menn Lius forseta hafi verið spurðir í þaula um afstöðu sína og meinta „endurskoðunar- stefnu“ og bætir því við, að þess- ir stuðningsmenn forsetans hafi helztir verið þeir Teng Hsiao Ping, aðalritari flokksins, Tao Chu, yfirmaður áróðursdeildar hans, Chu Teh og Chen Yun. Með Mao segir Yomiuri hafa staðið Lin Piao varnarmálaráð- herra, Chou En-lai forsætisráð- herra, Chen Po-ta, yfirmanh hreinsánanefndar menningarbylt ingarinnar, Kang Sheng, vara- forsætisráðherra og Li Fu Chun, yfirmann skipulagsnefndar rík- isins. Liu Iandráðamaður. Dagblað þjóðarinnar í Pek- ing, helzta málgagn kínverska kommúnistaflokksins, gagnrýndi Liu Shao Chi forseta í ritstjórn- argrein í dag, mánudag, og er það í fyrsta skipti sem forsetinn sætir opinberri gagnrýni af valda mönnum, því til þessa hefur gagnrýni á hann einkum komið fram í viðtölum og ummælum höfðum eftir rauðum varðliðum og öðrum óbreyttum borgurum. í grein Dagblaðs þjóðarinnar sagði annars að forsetinn væri svikari og landráðamaður og hefði í bók er hann reit um sjálfsuppeldi kommúnista lagt að mönnum að svíkjast undan merkj um byltingarinnar og ganga ó- vinunum á hönd. Einnig er hann sagður tækifærissinni og mað- ur brigðull, og greininni lýkur með svofelldum orðum: „Það skiptir ekki máli hversu mikið gagn maður kann að hafa unnið um dagana, svíki hann bylting- una er hann landráðamaður“. Þess er rétt að geta, að ekki er Kínaforseti nefndur á nafn í blöðum enn heldur kallaður „Krúsjoff Kína“ eða „leiðtoginn sem leiðzt hefur inn á braut kapítalismans". Mörgum þykir, sem nú muni þess skammt að bíða að látið verði til skarar skríða gegn Liu Shao Chi, hann látinn biðjast opinberlega afsök- ar, eða jafnvel haldin yfir honum réttarhöld, sem glæpamaður margra þessara manna að fcoma til íslands og því sambandi er áisitæða til að varpa fram þeirri hugmynd, hvort ekki sé eðlilegt að Hásfcóli íisalnds eða aðrir tafci upp sfcipul'ags- bundna starfsemi, sem miði að því að bjóða þessum mönn um hingað til lands, kynna væri, en allt er það enn á huldu og sumir segja reyndar að því fari fjarri að slíkt geti átt sér stað, forsetinn eigi enn þann bakhjall í Kínaveldi að honum muni duga til fulltingis gegn Mao og hans mönnum. í annarri frétt í dag sagði að víða í Peking hefði í dag mátt sjá á húsveggjum skopmyndir af forsetanum með hengingaról um hálsinn. Brottvísun Bogunovics. Kínversk yfirvöld vísuðu í dag úr landi yfirmanni frétta- þjónustu júgóslavnesku frétta- stofunnar Tanjug í Peking, Branko Bogunovic, sem þar hef- ur nú dvalizt í sjö ár, ag fékk hann sjö daga frest tií að yfir- gefa Peking. Honum var gefið að sök að hafa sagt rangt frá stað- reyndum og borið út óhróður um menningarbyltinguna. Þó hefur utanríkisráðuneytið kín- verska mildað brottvísun hans með því að heimila að Júgó- þeim starfsemi háskólams og ekki sízt norrænu deildarinn- innar, og gefa þeim kost á að ferðast um Ísland og kynnast fólfci hér á landi. Einnig kemur til greina, að hásfcóíl- inn taki upp námskeið í ís- lenzku fyrir þá í þessum hópi eblendra kennara í norræn- uim fræðum, sem lesa ísl., en slavar sendi annan mann í hans stað og annar fréttamður, sem Tanjug á í Peking, fékk fram- lengt dvalarleyfi sitt fyrir nokkr um dögum umyrðalaust. Bogun- ovic er annars fjórði fréttamað- urinn frá A-Evrópulöndum sem gerður er brottrækur úr Kína síðan menningarbyltingin hófst þar. Hinir þrír voru allir so- vézkir og var vísað úr landi i desemiber í fyrra. Fischei sigraði í Monte Corlo BANDARÍSKI stórmeistarinn Bobby Fischer sigraði á sterku skákmóti í Monte Carlo, sem lauk í gær. Fisoher hlaut 7 vinn- inga af 9 mögulegum, tapaði einni skák fyrir rússneska stór- meistaranum Efim Geller í síð- ustu umferð mótsins. Röð efstu manna varð þessi: 1. Bobby Fischer (Bandaríkj- unum) 7 vinninga. 2. Vassily Smyslov (Sovétríkjunum) 6Ms v. 3.—4. Efim Geller (Sovétríkjun- um) 6 vinninga. 3.—4. Bent Larsen (Danmörku 6 vinninga. 5.—7. Matanovic og Gligoric báð- ir frá Júgóslavíu og Lombardy Bandaríkjunum, o. s. frv. Þátt- takendur voru 10. tala hana ekki, svo að þeir fái nokkra þjálfun í að tala þetta mál. Þeir menn sem leggj a sig eft ir tungu okkar og menningar verðmætum á erlendri grund eru svo tilitölulega fáir, að ástæða er til að við sýnium þeim í verki, að við kunnum að meta þeirira starf. Myndir þessar eru teknar af myndavél, sem komiff var fyrir hjá vélbyssum ísraelsku orrustuþotanna, sem lentu í loftorrustu viff sýrlenzkar orustuþotur yfir Geneseatvatni á föstudag sl. Efstu myndirnar tvær sýna tvær sýrlenzkar þotur í skotfæri frá ísra- elsku þotunum og neffri myndirnar sýna svo er þær voru skotnar niffur og sprungu í loft upp. ísraelsmenn segjast hafa skotið niffur i þrennum loftorrustum á föstudag samtals sex vélar af Sýlendirng um en Sýrlendingar aftur fimm af ísraelsmönnum. Loftorrustur þessar stóffu aðallega yfir Gene saretvatni og nágrenni en leikur- inn barst víffar og allt til nágrennis Damaskus um tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.