Morgunblaðið - 11.04.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.04.1967, Blaðsíða 28
28 MOKGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRJU 1967. eítir Maysie Greig: UNDIR VERND anna var skothurð og annað her bergið hafði Fai6h en Michael hitt. í báðum herbergjum voru leikföng, smá borð og stólar. í herbergi Faiths var heljarmikill ruggu'hestur, en í Michaels ner- bergi var járnbraut með ails konar rafmagnsútbúnaði. Hve hamingjusöm hlytu börr, að vera í svona húsi, hugsaða Paula, og hve hamingjusöm að eiga annan eins föður og Davíð! Michael var alveg til í að vera vingjarnlegur. Hann sýndi har.ni útstoppaðan hund, sem vantaði á annað eyrað, kom s>vo með kan ínuna, sem frænka Paulu hafði búið til. En Faith var enn fja .rd samleg eins og áður. Brátt var Mavis kólluð í símann, svo að Paula varð ein eftir með bö"n- unum. Hún gekk til stúlkunnar, sem sat við litla borðið sitt og var að teikna í litabók. — Hversvegna vildurðu ekki taka í höndina á mér þegar ég kom, Faith? spurði Paula blíð- lega. — Veiztu, að ég varð dá- lítið móðguð? Ég var búin að hlakka svo mikið til að hitta Þig- En barnið svaraði engu og leit ekki einu sinni upp. Hún hélt áfram að lita mannsandlit með grænni krít. Paula hélt áfram, jafn vingjarnlega og fyrr: — Veiztu ekki, Faitlh, að litlar stúlkur eiga að svara þegar þær eru spurðar? — Ég vil ekki anza, svaraði telpan. — Ég er ekkert hrifin af þér. — O, vertu nú ekki með þersi bjánalæti, sagði Paula brosandi. — Hvernig veiztu, hvort þú kannt við mig eða ekki? Þú þekkir mig alls ekki. Við vorum rétt að sjást í fyrsta sinn. — Mavis frænka sagði mér að kunna ekki við þig, svaraði barn ið. — Hún sagði, að þú værir að reyna að stela pabba frá okkur. — Nú, svo það sagði 'hún, svar aði Paula og svipur hennar harðnaði. En áður en hún fengi tíma til að svara opnuðust dyrn- ar, og stór og Shörkuleg kona kom inn. — Góðan daginn, ungfrú, sagði hún. — Ég er ráðskona hérna, frú Maitland. Ungfrú Freeman er enn í símanum, en teið er tilbúið í setustofunni, og hr Hankin bað mig að kalla á yður þangað. — Þakka yður fyrir, sagði Paula. Hún var sannarlega ekkert altileg. Paula neyddist til að halda, að hún væri óvelkomið aðskotadýr í húsinu. Hún tók að óska þess innilega, að hún hefði alls ekki komið. Hún, sem hafði hlakkað svo til að sjá heimili Davíðs og hitta börnin hans. Frú Maitland gekk út jafnsnöggt og hún hafði komið inn. ósjálfrátt rétti Paula Faith höndina. — Komdu niður í stofu og drekktu te með okkur. Það var eins og barnið lifn- aði við, rétt sem snöggvast. Hún hálfstóð upp frá borðinu, en síð an hætti hún við og settist aftur. — Nei, ég kem ekki. Við fáum te hérna uppi og Maviis frænka sagði okkur, að pabbi vildi ekki iáta okkur drekka niðri, vegna þín. — Þetta er eins og hver önn- ur vitleysa. Nú var Paula orðin reið. — Hún Mavis frænka þín hefur ekkert leyfi til að segja annað eins og þetta. Auðvitað vill hann pabbi þinn, að þú drekkir te með sér í dag. Og ég vil líka, að þú drekkir með okk- ur. — Er það? sagði barnið, efa- blandið. — Nú ef þú vilt það, þá er það sjálfsagt allt í lagi. — Komdu þá, sagði Paula og rétti henni höndina, — og við skulum taka hann Michael með okkur líka. Davíð sá þau öll þrjú koma og leiðast. Út úr svip hans skem ekki einungis létt.ir, heldur raun veruleg gleði. — Við skulum þá drekka te öll saman. Er það ekki, Faith? sagði hann hálf-glettinn og nálf ávítandi. — Þú ert þá búin að komast að því, að hún ungf~ú Redmond er þá loksins engin Grýla Paula svaraði fyrir hana: — Hún var bara feimin. Við erum orðnar beztu vinir, er það ekki, Faicn? Og líka Miohael, flýtti hún sér að bæta við. — Við er- um góðir kuningjar. Ég hef ver- ið að hlaupa með hann kring um allt herbergið, og er orðin dauð- þreytt. Hún hló og Davíð hló og allt í einu voru börnin líka farin að hlæja. Það var mikill léttir, þegar andrúmsloftið var orðið svona miklu vingjarnlegra, eftir ónot- in og tortryggnina á undan, og Paula varð sárfegin. Og eins virtist Davíð vera. — Þér vitið ungfrú Redmond, að alltaf síðan ég sá yður fyrst, hef ég verið að hugsa til ein- hvers tesamkvæmis á borð við þetta, þar sem við bæði og svo börr.in skemmtum okkur vel. — Er það? Djúpu, bláu aug- un brostu til hans. — Vitið bér það, hr Hankin — hún roðnaði — að ég hef líka verið að hugsa mér eitthvað svipað. — Má ég koma með krakkana einhvern daginn og sjá búðina? Hann hló. — Auðvitað vilja þau þá kaupa allt, sem þar er inni, en líklega er það ekki yður neitt móti skapi. En svo breyttist andrúmsloft- íð snögglega. Mavis hafði komið inn í stofuna, hljóðlausum skref um. 6. kafli. — Þið verðið að afsaka, en mér var haldið svo lengi í sím- anum, sagði hún, en glápti svo af undrun að sjá börnin þarna inni. — Hvað eruð þið hér að gera? spurði hún. — Ég bað hana frú Maitland að gefa ykkur te uppi i barnaherberginu. — Hvaða vitleysa, sagði Davíð. — Þau drekka alltaf te hérna með mér á laugardögum. — Vitanlega gera þau það venjulega, tautaði Mavis og brosti einkennilega, — en ég hélt ekki að þú vildir láta þau vera að fiækjast fyrir, Davíð. Dökka höfuðið á honum lyft- ist snöggt — Hversvegna í ó- sköpunum ætti þetta að verða öðruvísi í dag? — Ég hélt bara, að þú vildir hafa það svo, af því að hún ung- frú Redmond var gestur. Ungar stúlkur nú á dögum hafa ekki áhuga á börnum, ,hef ég tekið eftir. — O, vitleysa, Mavis. Þú ert sjálf ung stúlka, og þykir þér ekki vænt um börn, eða hvað? — Já, ég tilbið þau. En svo er ég heldur ekki venjuleg ung stúlka er ég hrædd um, Davíð. — Ég er ekkert greind, eða sjálf stæð eða fær um að sjá mér far borða. Það hef ég einmitt verið að segja ungfrú Redmond og það með, hvað ég öfundaði hana. Ef þú værir ekki. Davið, veit ég ekki, hvernig ég færi að. Lík- lega mundi ég svelta. >ú hefur verið mér svo afskaplega góður. Laglega andlitið á honum roðnaði. — Láttu ekki eins og bjáni Mavis. Vitanlega hef ég ekkert verið þér góður. Hvernig hefði ég farið að með krakkana, ef þú hefðir ekki verið hérna? Og hvað sem öðru líður misskil- ur þú ungfrú Redmond — henni þykir vænt um börn. Komdu nú og seztu niður og svo skulum við reyna að vera skemmtileg hvert við annað. En enda þótt Mavis settist nið- ur og fengi sér einn tebolla með sítrónusneið í, þá varð ekkert úr „skemmtilegheitunum". Davíð og Paula fundu snögglega, að þau höfðu ekkeit að segja, hvort við annað, og jafnvel börnin hættu að ólátast. Þau komu og settust steinþegjandi við teborð- ið, og Mavis gaf þeim te með brauðsneið, en enga sultu ofaná. — Er þetta eitthvað nýtt? sagði Davíð. — Þegar ég var krakki, lifði ég beinlínis á sultu. Heifurðu nú verið að lesa ein- hverja nýtízkulega bók, Mavis? Mavis brosti. — Já, það hef ég einmitt verið að gera, Davíð. Og þar stendur, að sulta sé af- skaplega óholl fyrir börn. Þau eigi að éta ávextina hráa. — Mér finnst einhvern veg- inn, tautaði hann, — að þessar nýju kenningar eyði allri ánægju af hverju sem er. — Ég vildi sjálf miklu held- ur gefa þeim sultu. Þú veizt, góði Davíð, að ég tek mér það meir nærri en ég geti lýst, að þau fái ekki, hvað sem þeim dettur í hug að ianga í. Röddin var beinlínis sorg- mædd, og jafnvel vottaði fyrir tárum í augunum, er hún leit upp. Hann varð vandræðalegur og klappaði henni á höndina, klaufalega. — Svona, svona, Mavis, ekki ætlaði ég að angra þig. Haltu þessu áfram, ef þú heldur, að þau hafi gott af þvi. Og nú, bætti hann við, um leið og hann stóð upp frá boxðinu, — hvað eigum við nú að gera okkur til skemmt unar? Eigum við að fá okkur góðan göngutúr? Mavis ýtti stólnum sínum frá borðinu. — Auðvitað, Davíð, það væri indælt. Ég hefði gaman af þvL Við förum alltaf út að ganga með börnin eftir te á laugardög- um, er það ekki? En....... hún hikaði ofurlítið..... — þarftu ekki að aka ungfrú Redmond heim? — Ég veit, að það er full- snemmt enn að aka henni heim, en heldurðu, að við höfum ekki tíma til að fara út að ganga fyrst? Ég veit, að það tekur ekki langan tíma að komast inn í borgina á bílnum þínum, Davíð, en samt sem áður.......Þér eig- ið heima í borginni, er ekki svo, ungfrú Redmond? — Jú, ég á heima rétt við Sloanetorgið. — En það indæla hverfi, sagði Mavis. — Ég hef alitaf hugsað mér, að ef ég ætti heima i London, þá vildi ég einmitt helirt búa þar. En vitanlega mundi ég sakna þess að fara héð an, Loftið hérna er svo dásam- legt. Ég hef verið svo miklu hraustari síðan ég kom hingað, Davíð ræksti sig. — Höfum við nokkuð sér- stakt fyrir stafni í kvöld, sem þú manst, Mavis? — Ekkert áríðandi, ef þú ætl- ar eitthvað annað, flýtti hún sér að segja, en venjulega spilum við bridge við Cooperhjónin á laug- ardagskvöldum. Ég gæti gert þeim aðvart, ef þú vilt gera eitt- hvað annað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.