Morgunblaðið - 11.04.1967, Page 22

Morgunblaðið - 11.04.1967, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1967. Sveinbjörn Pálmason bifreiðarstjóri — Minning f DAG verður jarðsunginn frá Þjóðkirkj unnni í Hafnarfirði Sveinbjörn Pálmason, bifreiðar- stjóri, en hann lézt í Landsspít- alanum eftir að hafa legið þar þungt haidinn í hálfan mánuð, en hafði þó síðustu þrjá dagana, er hann lifði, nokkuð verið far- inn að hressast, og getað rætt við þá er til hans komu. Birti þá heldur yfir ættingjum hans og vinum, er þeir gerðu sér vonir um að har.n væri nú að yfirstíga þann sjúkdóm. er hann þjáðis^ af. En eitt er það lögmál lífsins sem sérhver verður að hlíta, það er að kveðja hið jarðneska lít htnzta sinni, og er þá hvorki spurt um aldur né aðstæður aðr- ar. Því var það, sem ský hefði dregið fyrir sólu er okkur á mánudagsmorgni hinn 3. apríl barzt fregnin um að Sveinbjörn hafði látizt þá um nóttina. Sveinbjörn var fæddur 27 nóvember 1921 hér í Hafnarfirði og var því aðeins fjörutíu og fimm ára er hann lézt. Foreldrar hans voru Þórlína Jóna Sveinsdóttir, en hún lézt árið 1951 og Pálmi Jónsson, sem nú er starfsmaður hjá Raf veitu Hafnarfjarðar. Þórlína og Pálmi eignuðust sex börn, þrjár stúlkur og þrjá drengi, en tvö barnanna létust, stúlka er aldrei sá dagsljós þessa heims og drengui er aðeins varð eins árs gamall Sveinbjörn var elztur systkina sinna, og ólst hann upp í foreldrahúsum ásamt t Eiginmaður minn og faðir okkar Páll Björgvinsson Efra-Hvoli, Rangárvallasýslu, andaðist í Landsspítalanum laugardaginn 8. þ. m. Ingunn Ósk Sigurðardóttir, Ragnheiður Sigrún Pálsdóttir, Helga Björg Pálsdóttir. t Móðir okkar Margrét M. Pétursdóttir Þórsgötu 16 A, andaðist á Landakotsspítalan- uzn laugardaginn 8. apríl. Sigurdrífa Jóhannsdóttir, Margrét Gísladóttir, Ágúst Gíslason, Guðmundur Gíslason. t Hjartkær faðir minn og afi Hilaríus H. Guðmundsson andaðist 1 Landakotsspítala laugardaginn 8. apríl. Kristjana Hilaríusdóttir, Hrafnhildur Björnsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afí og langafí, Björn Einarsson trésmiðameistari, andaðist sunnudaginn 9. aprll í Héraðshælinu á BlönduósL Aðstandendur. systkinum sínum þrem, sem nú eru öll jppkomin og hafa stofn- að sitt eigið heimili, tvær systur sem búsettar eru i Keflavík, Eimhildui og Eva og Jón, sem búsettur er hér i Hafnarfirði. Þann 16 júní 1948 giftist Svein björn eftirlifandi eiginkonu sinni Ásdísi Rögnu Valdimars- dóttur frá Keflavík, og stofn- settu þau þá heimili sitt hér í Hafnarfirð; að Jófríðarstaðavegi 10 og bjuggu þar f þrjú ár, en síðan festu þau kaup á fbúð að Hringbraut 80 og hafa búið þar siðan í um það bil 16 ár. Þeim hjónum varð sjö barna auðið, brír drengir og fjórar stúlkur, og er það elzta nítján ára en yngsta þriggja ára. En þann harm þurftu þau að þola að sjá á bak einni stúlkunni ör- t Frænka mín Sigríður Halldórsdóttir frá Norðfirði verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 12. apríl kl. 10.30. Ásta Rögnvaldsdóttir. t Móðir okkar Ingibjörg Einarsdóttir Laugarnesvegi 44, er andaðist 4. þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 12. þ.m. kl. 3 e.h. Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Styrktar- félag vangefinna. Pálina Þorkelsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar og afi Björn Jónsson prentari, Hlíðarvegi 147, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju á morgun, mið- vikudaginn 12. þ.m. kl. 1.30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Hanna Einarsdóttir Long, Guðbjörg Björnsdóttir, Gunnar Björnsson, Hanna Bima Watts. skömmu eftir fæðingu, auk þess gekk Sveinbjörn í föðurstað stúlku, sem þá var eins árs og var dóttir Rögr.u og reyndist hann henni frábærlega vel, eða ekki síður en þótt eigin dóttir hefði verið. Er hún nú gift og hefur stofnað sitt eigið heimiii hér í bæ. Sambúð þeirra Rögnu og Svein björns hefur mótazt fyrst og fremst af einlægri umhyggju og ástúð fyrir börnunum og hlýlega heimilinu er þau höfðu búið sér og sínum Við Sveinbjörn höfum verið æskuvinir og ávallt góðir félag- ar, og tel ég mér það lán að hafa alla tíð átt vináttu hans, sem ég iullyrði að aldrei bar skugga á, enda var hann slíkt ljúfmenni ið á betra varð vart kosið, svo heiðarlegur og traustur að hann nátti vart vamm sitt vita i neinu. Það má segja að við nöí- um að nakkru leyti alizt upp saman báðir fæddir og uppa'd- ir hér í Hafnarfirði, jafnaldrar áttum heimili um tíma, er við vorum kornungir I sama húsi. og upp frá því voru heimili okk- ar að jafnaði örstutt frá hvort öðru og því heimsóknir okkai til hvors annars mjög tíðar. Við undum saman i leik og starfi og fór ávallt eftir bví sem ég bezt man vel á með okkur, svo sam- rýmdir vorum við. Sveinbjörn hafði á unga aldri mikinn ánuga á íþróttum, og var meðlimur í Fimieikafélagi Hafn- arfjarðar og vann að málefnum þess af heilum hug og oft af miklum eldmóði, enda rí'kti ávallt í huga hans hinn rétti og sanni félagsandi, er ávallt ein- kenndi starf hans í þvi félagi, sem hann starfað' í og lagði lið. Hann átti jafnan sæti í ýmsum nefndum og trúnaðarstöðum fyrir Fimleikafélag Hafnar- fjarðar, og nú nýlega hafði stjórn þess félags heiðrað hann, fyrii yfir tuttugu ára frábært starf í þágu félagsins. Hann var fulltrúi tþróttabandalags Hafn- fjarðar á ýmsum þingum íþrótta hreyfingarinnar, og í vallamefnd hér um árabiL Ég minnist þess að knatt- spyrnan var honum efst í huga, enda stundaði hann þá iþrótt sem og aðrar iþróttagreinar um árabiL Eftir að hann hætti virkri þátttöku í íþróttum. var hann engu að síður hinn áhugasami íþróttaunnandi og minnist ég margra ferða með honum á íþróttavöliinn bæði hér og *il Reykjavíkur. Hann tók virkan þátt í félags- störfum enda eftirsóttur til slíkra starfa, sakir Ijúfmennsku sinnar og þeirra góðu mannkosta, er Framhald á bls. 23. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför Rögnvaldar Þórðarsonar frá Dæli. Ingibjörg Ámadóttir, böra, tengdabörn og baraabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarþug við andlát og jarðarför Helgu Finnsdóttur frá Grund á Kjalarnesi. Gnðjón Sigurjónsson, böra, tengdabörn, barnaböra, baraabaraaböra, og systkin. Þuríður Jónusdóttir - Kveðju f. 14. jan. 1922, d. 4. apríl 1967. Kveðja frá vinkonum. „Ég hljóður eftir hlusta, ég heyri klukkna hljóm. Hve guðleg guðþjónusta er Guðs í helgidóm. Ég heyri unaðsóma og englaskæra raust, um Drottins dýrðarljóma um Drottins verk þeir róma um eilífð endalaust.“ í dag kveðjum við vinkonu okkar Þuríði Jónasdóttur frá Lokinhömrum í Arnarfirði. Já, við sitjum hljóðar eftir, en geymum dásamlegar endurminn- ingar um hana, allt frá barn- æsku heima, úr leikjum og störf- um í okkar kæru heimabyggð og svo eftir að leiðir okkar lágu saman hei í Reykjavík. Alltaf hlökkuðum við til að hittast, hvort sem var heima híá okkur eða á heimili hennar. Við minn- umst þess nú og yljum okkur við þær minningar í framtíð- inni, hve létt og bjart var yfir þessum fundum okkar. Heimili hennar, sem henni var svo kært og hún helgaði alla krafta sína, bar vott um næmleika á allt sem fagurt er. Höndin er hög og átti hún því létt með að prýða allt í kringum sig. Voru þau hjónin, hún og Gísli mörgum sömu kostum búin, enda samlíf þeirra til fyrirmynd- ar og þeim báðum til gæfu. Við hugsum með dýpstu samúð til vinar okkar Gísla Jónssonar sem nú á bak að sjá traustum og yndislegum lífsförunauti. Við hugsum til litlu telpunnar þeirra, sem misst hefur elskulega móður sína, til móður hinnar látnu, systkina og annarra ættingja og vina. Við biðjum Guð að styrkja ykkur öll. Minningin um hana, sem nú er horfin inn í dýrð himinsins mun lifa í sálum okkar allra. Þú ert horfin Þura elskan góð, þú átt skilið hugnæmt kveðjuljóð. Vinkonurnar sáran sakna þín sólbjört, fögur j'arðlífsmyndin skín. Við finnum vel hvað þú varst trygg og traust trú og dáð í vöggugjöf þú hlaust. Vorið alltaf var í fylgd með þér vorglöð ást á því, sem fagurt er. Það er lokið þinni sjúkdómsraun þú munt hljóta fögur sigurlaun. Nú heldur þú á hærra þroskastig. Hjartans þakkir. — Drottinn blessi þig. t Kveðja frá elginmanni og dóttur Nú ertu svifin burt á sólskinsvæng, en sumarkoman þó á næsta degL Þá búum við þér blómum skrýdda sæng og biðjum Guð að lýsa þína vegi, Framhald á bls. 24. Innilegasta þakklæti sendi ég öllum er glöddu mig marg- víslega á áttræðisafmæli minu 6. apríl s.L Hallfríður Ólafsdóttir, Skeiðarvogi 149, Rvík. Innilegar þakkir færum við sveitungum okkar og ná- grönnum, svo og vinum og vandamönnum fjær og nær fyrir ómetanlega aðstoð og hlýhug í erfiðleikum. Guðlaug Gísladóttlr, Guðni Gunnarsson, MoshvolL Lokað milli kl. 2—4 í dag, vegna jarðarfarar. HJARTARBÚÐ, Suðurlandsbraut 10. Vegna jarðarfarar Sveinbjarnar Pálmasonar verður skrifstofan og verksmiðjan i Hafnarfirði og verzlunin Óðinsgötu 7 Reykjavík lokuð frá hádegi í dag. RAFHA, Hafnarfirði. LOKAD verður frá kl. 1, þriðjudaginn 11. aprfl vegna jarð- arfarar Höskuldar Steindórssonar. Steindórsprent hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.