Morgunblaðið - 11.04.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.04.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁPRÍL 1967. 17 Nýtt skattakerfi í Danmörku EFTIRFARANDI gfrein, sem fjall ar um nýtt danskt skattakerfi, er eftir fréttaritara Morgunblaðs- ins í Kaupmannahöfn, Gunnar Rytgaard, ritstjóra „Kristeligs Dagblads". Stjórnmálamenn hér álíta, að Danmörk hafi nú raunverulega fengið sósíalistíska meirihluta- stjórn. Sósíalistísku flokkarnir tveir, Sósíaldemókratar (S) og Sósíalistíski þjóðarflokkurinn (SF) fengu við þjóðþingskosn- ingarnar 22. nóv. 1966 90 þing- manna meirihluta af 179 þing- mönnum Þjóðþingsins. En þrátt fyrir langvarandi samningavið- ræður forsætisráðherrans J. O. Krag og Aksels Larsens var þá ekki mynduð samsteypustjórn. Aksel Larsen var því samþykkur í meginatriðum, að flokkur sinn SF, sem hafði tvöfaldað þing- mannafjölda sinn úr 10 í 20, tæki nú á sig þingræðislega ábyrgð. En nokkrir þingmanna hans — þ. á m. margir nýir og óreyndir — kærðu sig ekki um að SF byndi sig — og léti binda sig — við að fara í ríkisstjórn. Heldur ekki nú hafa Þjóðar- sósíalistarnir fengizt formlega í ríkisstjórn. En S og SF hafa við- víkjandi samkomulagi milli flokkanna beggja um gagngera endursltoðun á skattkerfinu af- ráðið að stofna 6 manna sam- bandsnefnd, með þremur þing- mönnum úr hvorum flokki, sem hafa skulu samráð sín á milli og semja um hina fyrirhuguðu löggjöf. Borgaraflokkarnir kalla þessa nefnd „yfirríkisstjórn", og m e ð a n á annarri umræðu um skattaendurskoðunarfrum- vörpin stóð, bar Niels Westerby, leiðtogi hins litla flokks Liberalt Centrum, fram vantrauststillögu, þar sem sagði, að löggjafarstarf- semi Þjóðþingsins mundi að miklu leyti vegna sambands- nefndarinnar verða til mála- mynda með tilliti til starfsem- innar í sambandsnefndinni. — Þjóðþingið ályktar, að svo verði að líta á, að ríkisstjórnin hafi ekki lengur nauðsynlegt frelsi og þar af leiðandi getu til að leiða löggjafarstarfið, sagði í vantrauststillögunni. Hún klykkti út með að skora á Aksel Larsen, að taka þingræðislega ábyrgð með því að fara í ríkisstjórn. Liberalt Centrum (Frjálslyndi miðflokkurinn) á fjóra menn á þingi og fékk tillagan einungis atkvæði þeirra, en 90 (S og SF) greiddu atkvæði á móti. Hinir borgaraflokkarnir þrír, Vinstri, íhaldsflokkurinn og Róttækir vinstrimenn sátu hjá. Við umræðurnar í Þjóðþing- inu sagði Krag forsætisráðherra, að hann skildi ekki andstöðuna við það, að flokkur hans vildi í framtíðinni hafa samstarf við SF. Hann minnti á að Vinstri og íhaldsmenn hefðu haft sam- starf um margra ára skeið. Hann nefndi einnig viðræður Vinstri og Róttækra á síðari árum og ha-nn minnti Niels Westerby á, að hann hefði vorið 1965 haft samstarf við forsætisráðherrann og hinn róttæka Hilmar Bauns- gaard, þar sem þeir þrír hefðu skipulagt afstöðu sína gagnvart ýmsum lagafrumvörpum. West- erby, sem þá var þingmaður Vinstri samdi með Þjóðþings- manninum Börge Diderichsen um að greiða atkvæði með ríkis- stjórninni um nokkur skatta- frumvörp, að flokki sínum forn- spurðum. Þetta varð til þess að Westerby og Diderichsen urðu viðskila við Vinstri og stofnuðu síðar Frjálslynda miðflokkinn. SF hélt því fram í umræðun- um á þinginu, að fullkomin sam- staða væri með þingmönnum SF bæði um stefnuna í skattamál- um, sem ætlunin er að marka í samvinnu við Sósíaldemókrata, og um samstarfið í sambands- nefndinni. Það var SF-þingmað- urinn Kaj Moltke, sem lýsti þessu yfir. Hann er álitinn for- sprakki hins uppreisnarsama hluta þingmannahóps Aksels Larsens. Báðir flokkarnir óska þess reyndar að fá virka starfs- krafta SF í ríkisstjórnina. Hjá Sósíaldemókrötum eru að vísu skiptar skoðanir um þetta atriði. Er viðræður ríkisstjórnarinnar fóru fram eftir kosningar vildu nokkrir ráðherrar S draga sig í hlé í mótmælaskyni, þar til árangur af samræðunum væri kominn í ljós. Það vakti undrun, er Krag vildi skipa ráðherra úr SF, eftir að flestir sósíaldemó- kratar (þ. á m. forsætisráðherr- ann) höfðu látið svo ummælt í kosningabaráttunni, . að þeir mundu ekki hafa samstarf við SF. Þetta hafði til þessa verið stefna sósíaldemókrata. Þeir vildu ekki hafa samstarf við SF „um mikilvæga löggjöf“, ekki einu sinni þótt SF væri sá eini stuðningur, sem ríkisstjórnin gæti fengið á þingi. í því tilefni af þessu lét þingmaðurinn Poul Dam eitt sinn svo ummælt, að allan þann tíma, sem hann hefði setið á þingi hefði honum fund- izt hann „svífa í lausu lofti“. Hvað heitust er óskin um að fá SF í ríkisstjórn meðal Land- sambands samvinnufagsambanda sósíaldemókrataískra 1 e i ð t o g a (LO). SF er ekki einungis skæð- ur keppinautur sósíaldemókrata á þingi heldur einnig um at- kvæði hinna vinnandi stétta. Á vinnustöðum keppast sósíaldemó- kratar og fulltrúar SF um að verða kosnir í leiðtogastöður fagsambandanna. Og brátt verð- ur gengið til kosninga um nýj- an aðalleiðtoga LO eftir sósíal- demókratann og hinn fyrrver- andi þingmann Ejler Jensen. Verður spurningin um áhrif SF vitaskuld ennþá brýnni og hættu- legri fyrir sósíaldemókrata í stjórn LO. Vegna þeirrar aðstöðu, sem skattaumræðurnar ollu og sem leiddu til náinnar samvinnu milli verkamannaflokkanna b e g g j a varð einnig að taka tillit til þeirrar staðreyndar, að verka- menn innan LO kjósa brátt um miðlunartillögu um nýtt sam- komulag við atvinnurekendur. Það leikur varla vafi á, að kraf- an um „að verkamannameiri- hlutinn á þingi verði notaður“ verði tekin mjög með í reikning- inn af leiðtogum SF og ríkis- stjórnarinnar. Fyrir viss fagsam- bönd er miðlunartillagan, sem sáttasemjari ríkisins hefur lagt fram, svo slæm, með tilliti til þeirra krafna, sem gerðar voru áður, að jafnvel í höfuðstöðvum sambandanna var erfitt að ná meirihluta fyrir áskorun til með- limanna um að greiða atkvæði með. Það að verkamannameiri- hlutinn verður notfærður án truflandi borgaralegra áhrifa í Þjóðþingspólitíkinni getúr orkað róandi á þá, sem hvað mest voru á móti miðlunartillögunni. Hvað svo sem fram hefur farið við umræðurnar um endurskoð- un á skattalöggjöfinni þá varð árangurinn sá, að eftir langvar- andi málefnalegar umræður sósí- aldemókrata við Íhaldsflokkinn og Róttæka vinstrimenn til að ná samkomulagi á breiðum grund- velli þá köstuðu þeir skyndilega öllum fengnum samkomulags- gerðum fyrir róða og náðu sáttagerð við SF. Og vart er að efa, að þetta samkomulag er til hags'bóta fyrir hinn „almenna kjósanda" eins og Kaj Moltke kemst að orði. Og þar á hann vitaskuld við alla þá kjósendur, sem kjósa verkamannaflokkana samkvæmt hefð. Hvers eðlis er endurskoð- un skattanna? Fyrst og fremst setning staðgreiðsluskattakerfis- ins (kildeskat) og afnám skatta- frádráttarreglunnar. En einnig setning 10% verðmætisauka- skatts á allar vörur. Til þessa hefur þekkzt í Danmörku 12,5% veltuskattur, sem lagður er á heildsöluverð varanna. Þessi Veltuskattur náði ekki til mat- væla. Verðmætisaukaskattur nær til allra vara, einnig til þjónustu hverskonar, t. d. til klippingar hjá hárskera og til lögfræðilegrar aðstoðar. Fátt er undanskilið. Þ. á m. er opinber umferð, þar með leigubifreiðir og velta dag- blaðanna þó ekki auglýsinga- veltan, sem á er lagður verðmæt- isaukaskattur. Verðmætisaukaskatturinn (sem Danir kalla momsen: Merværdi- omsætníngsafgift) leggst á alla liði vörunnar. En eins og nafnið segir aðeins á verðmætið í seinni lið veltunnar. Kostnaðurinn, sem J. O. Krag hlýzt við sölu frá verksmiðju til heildsala er dreginn frá veltu- skattinum, sem heildsalinn á að leggja á vöruna við sölu til smá- sala o. s. frv. Vörur til útflutn- ings eru undanþegnar þessum skatti. Verðmætisaukaskatturinn er aukin yfirfærsla frá tekjuskatti til neyzluskatts. Á þeim 10 árum, sem endurbætur á skattakerfinu hafa verið ræddar í Þjóðþinginu hefur sú skoðun orðið æ út- breiddari, að það verði að létta á skattbyrðum launþegans og leggja þess í stað skatt á neyzl- una. Þannig væri einnig fundin leið til að styrkja sparifjármynd- un en á hana er að sjálfsögðu ekki lagður veltuskattur. Þetta hefur náttúrlega vérið eitt aðal- baráttumál borgaraflokanna, en kjósendur þeirra eru efst í mið- stéttunum, hinir vellaunuðu laun- þegar. Vöxtur skatta kom hart niður á þeim. Á því tímabili, er S neitaði að vinna með SF og leitaði því í öllum stærri málum til borgaraflokkanna, þá sam- ræmdi sig hinn stóri verka- mannaflokkur hugmyndinni um verðmætisaukaskattinn, aðallega sökum þess, að hann hefur í fór- um sínum fljótvirkt efnahagslegt meðal, þegar verðlag er mismun- andi. Sé verðlag gott og neyzla mikil stígur verðmætisaukaskatt- urinn og það sem ríkið tekur til sín af kaupgetu. í nóvember efndi stjórnin til kohninga um staðgreiðsluskatta- kerfið (kildeskatten) og afnám skattaifrádráttarreglunnar. T i 1 þessa hafa Danir borgað skatt af tekjum síðasta árs með frádrætti af greiddum skatti siðasta árs. Þetta hefur haft mjög óheppileg áhrif, sérstaklega fyrir launþega, sem ekki hafa getað hagnýtt sér afskriftir við framtal skatt- skyldra tekja, eins og sjálfstæðir atvinnurekendur hafa í mörgum tilvikum getað. Fólk, sem átti launahækunum að fagna, og sem þar af leiðandi hafði minni skatt frá síðasta ári til að draga frá varð tiltölulega illa úti vegna skattaaukningarinnar. Þessvegna æskti stjórnin og SósíaldemókraL ar eftir skattakerfi, sem þannig er úr garði gert, að skatturinn er greiddur samtímis því, sem launin eru greidd — og sam- tímis því, sem launin eru greidd — og samtímis staðgreiðslukerfi skatta, sem eru borgaðir af at- vinnurekandanum áður en laun- þeginn fær laun sín greidd. Loks skal þetta staðgreiðslukerfi skatta vera án skattafrádráttar- reglu, en þar með verða skatt- skyldar tekjur hærri og sjálfan launaflokk skattaprósentunnar er unnt að lækka. Þannig ætti það sem sagt að vera mögulegt að fá prósentu- mælikvarða, sem stígur ekki eins hratt. Svo var sagt í áróðrinum fyrir staðgreiðsluskattakerfinu og afnámi frádráttarreglunnar, að þannig gætu menn létt á álagn ingunni á „krónunni, sem síðast var unnin inn“, en skattur af henni verður mjög þungur í örum verðvexti. Borgaraflokkarnir voru fyíir kosningar á móti staðgreiðslu- kerfinu og afnámi frádráttar- reglunnar. Skattafrádráttarregl- an hefur í áratugi verið skoðuð sem vörn gegn „sósíalistískri skattakúgun“, þar eð ekki eru lagðir á fólk skattar af fjárhæð af skattskyldum tekjum, sem svara til greidds skatts af síð- asta ári. í fræðilegum skilningi ætti sem sagt ekki að leggja á nema sem svarar helmingi af tekjum viðkomandi. í reynd var þetta öðruvísi. Ríkisskattamæli- kvarðinn sagði t. d. fyrir um prósentulaunaflokk fyrir hæstu tekjur sem svaraði 105%. Þar við bætist bæjarfélagsskattur. Þegar fyrir kosningar sneru Róttækir við blaðinu og sam- þykktu staðgreiðsluskattakerfið. Eftir kosningar gerðu íhalds- menn hið sama, þar sem þeir ályktuðu að nú væri fenginn meirihluti fyrir þessu kerfi og afnámi skattafrádráttarreglunn- ar. Nú urðu menn að ganga að þessu möglunarlaust og semja t.il að riá sem mestum áraneri Aksel Larsen fyrir kjósendur sína. T. d. óskuðu báðir flokkar eftir öðru „and- rúmslofti" varðandi skattana og frádráttarregluna, þar sem óskað var eftir að raunveruleg undan- þága fengist varðandi þann ár- angur sem næðist fyrir þá, sem rækju minni fyrirtæki til hags- bóta fyrir alla staðgreiðsluskatta- kerfisstjórnina. í viðræðum í tveimur skatta- nefndum, staðgreiðsluskattanefnd inni og verðmætisaukanefndinni, sem fram fóru með áköfum krafti frá byrjun marz náðist árangur sem benti til samkomulags Sósí- aldemókrata, íhaldsmanna, SF og Róttækra vinstrimanna. Ríkis- stjórnin hafði í öllum tilvikum boðið 50% „andrúmsloft“, sem borguð verður „af síðustu krón- unni, sem unnin er inn“, meðan íhaldsmenn kröfðust 45%. Rikis- stjórnin hafði ennfremur sém grundvöll fyrir staðgreiðslu- skattakerfinu valið tillögu, sem Róttækir vinstrimenn lögðu fram upphaflega. Það er ákveð- inn grunnmælikvarði með á- kveðnum prósentum af mismun- andi tekjustærðum. Þessi mæli- kvarði skal gilda jafnlengi og nú- verandi skattalöggjöf og á hverju ári er unnt að ákveða frádráttar- prósentu allt eftir hversu mikil tekjuþörf ríkisins er. Grunntala mælikvarðans er ákveðin 100%. Mælikvarðinn er þannig: Af tekjum undir 96.000 kr. (ísl.) — 144.000 kr. eru greidd 20.640 plús 30% af affangnum. Af tekium frá 144.000—192 000 kr. greiðast 32.640 kr. plús38% af afgangnum. Af tekjum frá 192.000—360.000 kr. greiðast 50.880 plús 45% aí afgangnum. Af tekjum yfir 360.000 kr. greiðast 126.480 kr. plús 50% af afgangnum. Þessar tölur gilda einungis sé prósentan 100. Sé hún 90 falla allar tölur niður um 10%. Stígi hún upp í 100 hækka allar tölur um 10%. En innbyrðis hlutföll milli mismunandi tekjuhópa breytast ekki. Borgarflokkunum fannst, að þrátt fyrir það, að hinn nýi skattmælikvarði fæli í sér létt- bærari kröfur til tekjulítils fólks þá yrði sá léttir til einskis vegna þess, að reikna verður með auknum neyzluskatti. Þá voru íhaldsmenn óánægðir með aukna álagningu á hærri tekjur. Ætlun-" in með aukningu neyzluskatts- ins var sá, að tekjuskattur yrði lækkaður. Borgaraflokkarn- ir voru einnig óánægðir með það, að svo mikið af verðmætisauka- skattinum yrði varið til sósíalist- ískra niðurgreiðslna. Neyzlu- skatturinn lætur ætíð „þyngri enrann snúa niður“. Hann kem- ur harðast niður á lágum tekjum, þar sem vitaskuld allir eiga að geta borðað sig metta, og hinn ríki á ekki að vera svo mjög betur haldinn í mataræði en hinn fátæki. Þessvegna inniheldur til- laga ríkisstjórnarinnar reglur um persónuframlag fyrir lægstu tekjur, allt að 52.800 kr. (ísl.) — sem svarar nokkurn veginn til 10% (momsen) af árlegri fæðu- neyzlu fjölskyldunnar. Samningsaðilar borgaraflokk- anna voru einnig á móti þessu persónuframlagi. Þeir vildu þesS í stað aukið framlag til allskonar þjóðfélagsstarfsemi, eftirlauna, framlag til örkumla fólks, ekkju- launa o.s.frv. Meðan meðan hin raunveru- lega skattanefnd samdi hægt og sígandi um samkomulag flokk- anna fjögurra, fóru samnings- viðræður fram utan nefndar milli Sósialdemókrata og SF. Þar náðist samkomulag um tillögu ríkisstjórnarinnar með vissum skilyrðum SF. SF, sem fyrir kosningar hafði sagt, að flokk- urinn mundi aldrei fallast á verðmætisaukaskattinn varð að gjalda sitt verð. Það var m. a. að hrein sósíalistisk skattaendur- skoðun komst í gegn án þess að Róttækir eða íhaldsmenn kæmu þar nærri. Vinstri hafði hliðrað sér hjá samningaviðræðum með þvi að lýsa yfir, að flokkurinn væri skilyrðislaust á móti verð- mætisaukaskattinum. Danmörk fær nú í gegn sína fyrstu stóru löggjöf með sósíal- istískum meirihluta og það er efnahagslöggjöfin. Staðgreiðslu- skattakerfið er komið í gegn og skattafrádráttarreglan hefur ver- ið afnumin. Ríkisstjórnin álítur, að fyrrnefndur skattamælikvarði eigi eftir að gefa góða raun. Skattafrádráttur, sem verðlaun- ar persónusparnað er líka af- numinn. Það er kominn í gegn 10% „almennur varaskattur" og þessi prósenta má ekki hækka án samþykkis SF. Með framlagi úr ríkiskassanum eru mjólkur- afurðir undanþegnar 10% verð- mætisaukaskatti. Skattur af gróða við sölu fasteigna verður aukinn og á þannig að berjast gegn lóðabraski. Sérstakur skatt- ur verður lagður á jörð, sem ekki gegnir lengur landbúnaðaiþörf- um, og notuð er fyrir iðnaðar- þarfir eða íbúðabyggingar. Stofn- aður verður byggingarsjóður rík- isins að upphæð 6 milljarðir króna (ísl.). Á að nota hann til að greiða byggingarkostnað í sambygginum fyrir fjölskyldur með lágar tekjur, auka nýtízku í byggingariðnaði með útlánum til bæjarfélaga ásamt aðstoð við endurbætur á bæjum og bygg- ingu viðbótarhúsnæðis í sam- bandi við heilbrigðisgæzlu i gömlum bæjarhverfum. Menn eru hvað spenntastir fyrir hvaða þýðingu nefndar- samstarfið milli verkamanna- flokkanna muni hafa. Tengir það flokkana saman? Eitt er víst: Borgaralegu andstöðuflokkarnir reikna nú með að áhrif þeirra séu hverfandi lítil, Verkamanna- meirihlutinn er ríkjandi. Gunnar Rytgaard.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.